Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 24
24 11. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUSKOT Yao Ming, miðherji Houston Rockets, tekur körfuskot í leik gegn San Antonio Spurs. Rasho Nestrovic, leikmaður Spurs, kemur engum vörnum við. Tilþrif Ming dugðu ekki til því Spurs vann leikinn með 85 stigum gegn 82. Körfubolti hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 FEBRÚAR Miðvikudagur Keppni tólf bestu borðtennismanna Evrópu: Maze sigraði BORÐTENNIS Danir eru í skýjunum eftir sigur Michael Maze í keppni tólf bestu borðtennismanna Evr- ópu. Maze sigraði austurríska heimsmeistarann Werner Schla- ger 4-1 í úrslitum og telja Danir að Maze eigi möguleika á verðlaun- um á Ólympíuleikunum í sumar. „Hann hefur lengi getað staðið í þeim bestu,“ sagði Peter Sartz hjá danska borðtennissambandinu við Jótlandspóstinn. „Um helgina sýndi hann að hann hefur andleg- an styrk á úrslitastundum. Hann varð bara betri og betri í úrslita- leiknum og lék næstum gallalaust undir lokin.“ Michael Maze vann Belgann Jean-Michel Saive og heimsmeist- arann Schlager í riðlakeppninni og Weixing Chen, sem keppir fyr- ir Austurríki, í átta liða úrslitum. Í undanúrslitum vann Maze Tékk- ann Petr Korbel 4-2 en Schlager vann Rússann Alexei Smirnov 4-3. Maze er í 30. sæti heimslistans sem var gefinn út í byrjun síðustu viku. Keppinautarnir eru allir ofar en hann, Schlager er í tíunda sæti, Saive í því 19., Weixing Chen 27. og Petr Korbel 28. Það er því útlit fyrir umtalsverðar breyting- ar á listanum sem verður næst gefinn út í byrjun mars. ■ Framarar og Víkingar þurfa að stöðva tempóið KA-menn taka á móti Víkingum og Framarar sækja Valsmenn heim í undanúrslitum SS-bikars karla í kvöld. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, á von hörkuleikjum. HANDBOLTI Páll telur að viðureign Vals og Fram verði sérstaklega spennandi enda um rimmu tveggja Reykjavíkurrisa að ræða. „Þetta verður brjáluð barátta, eins og leikirnir hafa verið á milli þessara liða,“ segir Páll. „Valslið- ið virkar mjög frískt þessa dag- ana. Þó Framarar hafi kannski ekki fengið óskabyrjun í seinni hlutanum þá geta þeir bitið frá sér og í svona undanúrslitaleikjum getur allt gerst.“ Páll segir Valsmenn líklegri sigurvegara en telur þó að aldrei megi afskrifa Framara. „Þeir spil- uðu í úrslitum fyrir tveimur árum og þekkja tilfinninguna. Þeir vita alveg að hverju þeir ganga og hvað þessi leikur þýðir. Stemning- in að fara í Höllina er engu lík og þetta er skemmtilegasta uppá- koma ársins í handboltanum.“ Aðspurður segir Páll að Framar- ar þurfi helst að stöðva tempóið hjá Valsmönnum ætli þeir sér sigur í leiknum því Valsliðið sé léttara á sér. „Valsmenn koma væntanlega til með að spila agressíva vörn og fá þar af leiðandi fullt af hraðaupp- hlaupum. Það er það sem Framarar verða fyrst og fremst að koma í veg fyrir. Þeir eru hægari og verða að koma í veg fyrir að Valsmenn stjórni tempóinu í leiknum.“ Páll vill ekki spá fyrir um lokatölur en á von á að leikurinn endi með eins eða tveggja marka sigri í aðra hvora áttina. Að sögn Páls eru KA-menn mjög sigurstranglegir gegn Vík- ingum, enda á heimavelli. „KA- menn hafa verið að spila vel. Þeir byrjuðu seinni hluta mótsins vel, eru frískir og með gott lið, þótt Víkingarnir séu það líka. Þeir voru óheppnir að komast ekki í efri hlutann. Það er ekki neitt bók- að frekar en annað í þessu en vissulega er KA-liðið sigurstrang- legra.“ Víkingar þurfa að beita svipuð- um aðferðum og Framarar ætli þeir sér sigur í leiknum að mati Páls. „KA-menn eru að spila agressíva vörn, eru að fá mikið af hraðaupphlaupum og keyra upp gott tempó í leik sínum. Það verða Víkingarnir að stoppa.“ Draumabikarúrslitaleikur Páls er viðureign Vals og KA. „Hand- boltalega séð er það engin spurn- ing. Bæði liðin eru að spila það skemmtilegan bolta að það yrði hörkuúrslitaleikur. Eins og staðan er í dag er það líklegast en hlut- irnir eru fljótir að breytast.“ freyr@frettabladid.is Lyfjamál Gregs Rusedski: Bjartsýnn með að sleppa TENNIS Breski tenniskappinn Greg Rusedski segist vera hóflega bjart- sýnn við að sleppa við bann en hann varð uppvís að neyslu ólöglegra lyfja í júlí á síðasta ári. Rusedski var í Montreal í Kanada í gær þar sem hann var viðstaddur yfirheyrslur í málinu. Rusedski, sem á yfir höfði sér tveggja ára bann ef hann verður fundinn sekur, hefur neitað að hafa tekið inn steralyfið nandrolone sem fannst í sýni hans og sagði við blaða- menn eftir yfirheysluna að það væri erfitt að segja til um hver útkoman yrði. „Ég veit ekki hvenær niðurstað- an verður svo að nú tekur við bið hjá mér,“ sagði Rusedski. ■ Mark Viduka: Feita konan enn ekki staðin á fætur FÓTBOLTI „Þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur og að mínu áliti er hún ekki byrjuð að hita upp,“ sagði Mark Viduka, leik- maður Leeds United. „Satt að segja er hún enn ekki staðin á fæt- ur. Þegar ég heyri rödd hennar fer ég að hafa áhyggjur. Þangað til ætla ég að berjast.“ Mark Viduka var í þriggja vikna leyfi í Ástralíu hjá veikum föður sínum en lék með Leeds að nýju á laugardag. Leeds tapaði 2-0 fyrir Aston Villa á útivelli og beið þar með ósigur sjöunda leikinn í röð. Leeds er í neðsta sæti úrvals- deildarinnar en Viduka er sann- færður um að félagið geti unnið sig út úr þeirri stöðu. „Það var dá- lítil huggun í því að önnur félög í botnbaráttunni töpuðu líka,“ sagði Viduka. „En við getum ekki enda- laust reitt okkur á að aðrir leiki illa og tapi. Næsti leikur okkar, gegn Úlfunum, verður mjög mik- ilvægur. Allir leikir verða mikil- vægir fyrir okkur,“ bætti Viduka við. Viduka sér ekki eftir því að hafa hafnað tilboði frá Middles- brough í janúar. „Ég hafnaði boði frá Middlesbrough,“ sagði Viduka. „Ég fékk nokkur önnur tilboð en valdi að vera um kyrrt hjá Leeds og núna þarf Leeds mikla hjálp. Ég er mjög ánægður að vera á ný meðal leikmannanna. Það var gaman að hitta þá aftur. En það væri enn ánægjulegra að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni,“ sagði Viduka. ■ LEIKIR  18.00 Valur og ÍBV mætast í RE/MAX-deild kvenna í hand- knattleik á Hlíðarenda.  19.15 Grindavík og Keflavík spila í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Grindavík.  19.15 KR og ÍR spila í 1. deild kven- na í körfuknattleik í DHL-höllinni.  19.15 KA og Víkingur mætast í und- anúrslitum SS-bikars karla í hand- knattleik á Akureyri.  20.00 Valur og Fram mætast í und- anúrslitum SS-bikars karla í hand- knattleik á Hlíðarenda. SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Motorword á Sýn. Heimur akstursíþróttanna krufinn til mergjar.  19.00 PGA-mótaröðin í golfi 2004 á Sýn. Þáttur um Opna FBR-mót- ið sem fór fram um helgina.  19.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Portsmouth og Chelsea.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.50 Handboltakvöld á RÚV. Farið yfir leiki kvöldsins í handboltan- um hér heima. Deilan um David Batty: Taylor ósátt- ur við Gray FÓTBOLTI Gordon Taylor, æðsti maður ensku atvinnumanna- samtakanna, er harðorður í garð Eddie Gray, knattspyrnustjóra Leeds, eftir meðhöndlun þess síðarnefnda á David Batty leik- manni Leeds. Gray sendi Batty þau skilaboð í fyrradag að hann myndi ekki koma til með spila einn einasta leik það sem eftir lifir tímabils fyrir félagið. Taylor segir að framkoma Grays sé hneyksli og segir að Batty, sem hefur spilað 372 leiki fyrir Leeds, hafi verið niður- lægður af Gray. „Gray hefur fullkomlega frjálst leyfi til að velja Batty ekki í hvern einstak- an leik en að taka ákvörðun um að frysta leikmanninn út tíma- bilið er alveg galið. Hann hefur niðurlægt Batty og ég trúi því bara ekki að maður sem hefur fórnað sér jafnmikið fyrir fé- lagið fái þessa meðhöndlun í þakklætisskyni. Ég hef aldrei séð aðra eins framkomu knatt- spyrnustjóra við leikmann og hef ég þó séð skrautlega hluti,“ sagði Taylor. ■ MICHAEL MAZE Sigraði í keppni tólf bestu borðtennis- manna Evrópu. MARK VIDUKA OG FÉLAGAR Í LEEDS Viduka er sannfærður um að Leeds haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. PÁLL ÓLAFSSON Býst við sérlega spennandi viðureign á milli Reykjavíkurrisanna Vals og Fram.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.