Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 11. febrúar 2004 Nýr erlendur leikmaður í kvennakörfuna: Stúdínur styrkja sig KÖRFUBOLTI Kvennalið ÍS í körfu- bolta hefur ákveðið að sækja sér liðsstyrk fyrir komandi átök í deild og úrslitakeppni en liðið er nú í 2. sæti deildarinnar. Að sögn Ívars Ásgrímssonar, þjálf- ara liðsins, er ástæðan sú að lið- ið þurfi á útlending að halda ef það á að eiga möguleika að keppa um titilinn við Keflavík og KR sem bæði hafa unnið örugga sigra á stúdínum í und- anförnum leikjum. Leikmaðurinn sem gengur nú í raðir ÍS heitir Casie Lowman, 23 ára bakvörður úr Arkansas- háksólanum. Lowman leiddi skólann sinn í stigum, stoðsend- ingum, stolnum boltum og víta- nýtingu síðasta vetur en hefur að undanförnu æft með Chicago Blaze í NWBL-atvinnumanna- deildinni í Bandaríkjunum. Lowman sem er 1,70 cm á hæð og skoraði 12,1 stig að meðaltali í leik í fyrra, gaf 3,2 stoðsend- ingar, hitti úr 39% þriggja stiga skota sinna og 83% vítanna. Lowman skoraði 50 þriggja stiga körfur í 30 leikjum og nýtti skotin sín betur fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar. Lowman verður fimmti erlendi leikmaðurinn í kvenna- deildinni í vetur en KR (Katie Wolfe), Njarðvík (Andrea Gaines), Grindavík (Kesha Tar- dy) tefla öll fram bandarískum leikmönnum auk þess sem ÍR lék fyrstu 13 leiki tímabilsins með Eplunus Brooks innan- borðs. ■ Formúla 1 í Sjónvarpinu: Átján mót í beinni KAPPAKSTUR Átján mót verða hald- in í Formúlu 1 kappakstrinum á þessu ári og verða þau öll sýnd beint í Sjónvarpinu. Bæði tíma- tökur og kappakstrar verða í beinni útsendingu. Á undan útsendingunum verða þrjátíu mínútna upphitunarþættir þar sem fjallað verður um öku- menn og keppnislið heimsótt. Auk þess verða gestir kallaðir til í myndver til fróðleiks og skemmt- unar. Fyrsti kappaksturinn verður í Melbourne í Ástralíu 7. mars. ■ Frestaður leikur í Intersportdeild karla í körfubolta: Létt hjá bikarmeisturunum KÖRFUBOLTI Nýkýndir bikarmeis- tarar Keflavíkur unnu öruggan sigur á Breiðabliki, 98–105, í Intersportdeildinni í körfubolta en leiknum var frestað þegar Keflavík var á fullu að spila í Evrópukeppninni. Blikar skoruðu 20 af 28 síðustu sigum leiksins og björguðu andlitinu en áttu þó aldrei möguleika því Keflavík var komið 22 stigum yfir í leiknum. Blikar komu reyndar Keflvíkingum fljótt niður á jörðina með því að komast í 7–0 og hafa 26–20 forustu eftir fyrsta leikhluta en eftir góðan sprett gestanna í öðrum leikhluta var aldrei spurning um sigurinn. Guðjón Skúlason og Falur Harðarson, þjálfarar Keflavíkur, gátu líka hvílt lykilmenn sína í leiknum. Jón Nordal Hafsteinsson sýndi skemmtileg tilþrif í Keflavíkurliðinu og var með 16 stig, níu fráköst og fimm stolna bolta en stighæstir voru þeir Nick Bradford með 19 stig og Derrick Allen með 18 stig og 11 fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var yfirburðamaður í Breiðabliksliðinu, skoraði 35 stig, stal sjö boltum og gaf fjórar stoðsendingar en Kyle Williams var lengst í felum, stiga- laus fyrir hlé og endaði leikinn með fimm af 10 stigum sínum af vítalí- nunni og aðeins tveimur af 12 skotum sínum ofan í körfuna. ■ Stjóri Real Madrid: Vill Nistelrooy og Henry FÓTBOLTI Carlos Queiroz, þjálfari Real Madrid, segir að framherj- arnir Ruud van Nistelrooy og Thierry Henry séu efstir á óska- lista sínum fyrir næstu leiktíð. „Ef ég fengi að velja yrðu það Van Nistelrooy og Henry,“ sagði Queiroz um óskaleikmenn sína. „Þeir hafa báðir tekið út þroska og Henry er á hátindi ferils síns.“ Ekki eru taldar miklar lík- ur á að þeir félagar gangi til liðs við Real. Nistelrooy gerði nýlega fjögurra ára samning við United og Henry hefur margoft lýst því yfir að hann vilji ekki yfirgefa Arsenal. ■ KEITH VASSELL Í FINNLANDI Hann hefur skorað 21,1 stig í leik fyrir nýja liðið sitt Tarmo í finnsku úrvalsdeildinni. Keith Vassell að gera góða hluti í finnska körfuboltanum: Finnur sig í Finnlandi KÖRFUBOLTI Keith Vassell skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 21 skoti sínu þegar lið hans Tarmo vann öruggan sigur á Namika Lahti, 105-79, í finnsku úrvalsdeildinni um helgina en Tarmo er nú kom- ið úr fallsæti upp í það 10. eftir að Vassell kom til liðsins. Na- mika Lahti er í 6. sæti og þessi sigur Tarmo er því bæði óvænt- ur og merkilegur en Vassell gekk til liðs við Tarmo um ára- mótin eftir að hafa leikið með toppliðinu KTP, Kotkan Tyovaen Palloilijat, fyrir jól með og varð meðal annars finnskur bikar- meistari með liðinu. Vassell hef- ur nú leikið 8 leiki með Tarmo og skorað í þeim 21,1 stig í leik og tekið að auki 9,8 fráköst en skotnýting hans hefur verið mjög góð, 63% í tveggja stiga skotum. 39% í þriggja stiga skotum og 82% á vítalínunni. Það er því ljóst að Vassell er að finna sig vel í Finnlandi en hann fékk íslenskan ríkisborgarrétt síðasta vor. Tarmo vann fyrstu þrjá leiki sína með hann innan- borðs og hefur auk þess tapað þremur öðrum leikjum naum- lega. Liðið hefur því rifið sig upp töfluna síðan að Vassell mætti á svæðið. ■ Henry rauf hundrað marka múrinn Þrír leikir voru háðir í enska boltanum í gærkvöldi. Arsenal jók forskot sitt á toppnum í fimm stig með 2-0 sigri gegn Southampton. FÓTBOLTI Frakkinn Thierry Henry kom Arsenal yfir á 31. mínútu eft- ir sendingu frá landa sínum Robert Pires. Þetta var 100. mark Henry í úrvalsdeildinni og er hann þar með ellefti leikmaðurinn sem nær þeim áfanga í deildinni. Hann bætti síðan öðru marki við fyrir Arsenal undir lok leiksins, aftur eftir sendingu frá Pires, og tryggði liðinu mikilvægan sigur í toppbaráttunni. Arsenal, sem hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni, lék án þeirra Dennis Bergkamp, Kanu og Freddie Ljungberg sem eru meiddir. Spánverjinn Jose Reyes lék í framlínunni en náði ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir liðið. Leeds vann Wolves með fjórum mörkum gegn einu í miklum fall- baráttuslag. Alan Smith kom heimamönnum yfir á 13. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jermaine Penn- ant. Ioan Viorel Ganea jafnaði met- in fyrir Wolves um miðjan fyrri hálfleik. Leeds komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá varnarmanninum Dominic Matteo. Hinn bráðefnilegi James Milner bætti þriðja markinu við fyrir Leeds um miðjan síðari hálf- leik og Ástralinn Mark Viduka setti það fjórða og síðasta fyrir heimamenn undir lok leiksins. Þetta var þriðji sigur Leeds af þeim tólf sem liðið hefur keppt undir stjórn Eddie Gray. Þrátt fyrir sigurinn situr Leeds enn í botnsæti deildarinnar með lakari markamun en Wolves. Jóhannes Karl Guðjónsson var á varamannabekknum hjá Wolves en fékk ekkert að spreyta sig. Leicester og Bolton gerðu 1-1 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Les Ferdinand kom Leicester yfir á 16. mínútu með marki eftir skalla. Ian Walker, markvörður Leicester, varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark um miðjan hálfleikinn eftir að hafa ýtt boltanum klaufalega yfir marklínuna. Þar við sat og niður- staðan jafntefli. Leicester hefur ekki unnið í síð- ustu ellefu deildarleikjum sínum og situr enn í þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir jafnteflið. Bolton komst aftur á móti upp í átt- unda sætið á kostnað Aston Villa. ■ 18 STIG FRÁ DERRICK ALLEN Hann tók einnig 11 fráköst fyrir Keflavík í gær. STAÐAN Í DEILDINNI Snæfell 16 13 3 1365:1295 26 Grindavík 16 13 3 1424:1350 26 Keflavík 16 11 5 1566:1375 22 KR 16 10 6 1486:1405 20 Njarðvík 16 10 6 1465:1367 20 Haukar 16 9 7 1304:1280 18 Hamar 16 9 7 1354:1354 18 Tindastóll 16 8 8 1486:1415 16 ÍR 16 5 11 1374:1458 10 Breiðablik 16 3 13 1307:1426 6 KFÍ 16 3 13 1467:1658 6 Þór Þorl. 16 2 14 1306:1521 4 ÚRSLIT Í GÆR Arsenal-Southampton: 2-0 Leeds-Wolves: 4-1 Leicester-Bolton: 1-1 STAÐAN Arsenal 25 18 7 0 61 Man. United 24 18 2 4 56 Chelsea 24 16 4 4 52 Newcastle 24 9 10 5 37 Charlton 24 10 7 7 37 Liverpool 24 9 8 7 35 Fulham 24 10 5 9 35 Bolton 25 8 10 7 34 Aston Villa 24 9 6 9 33 Birmingham 23 8 8 7 32 Southampton 25 8 7 10 31 Tottenham 24 9 3 12 30 Middlesbrough 23 7 7 9 28 Blackburn 24 7 5 12 26 Everton 24 6 7 11 25 Man. City 24 5 9 10 24 Portsmouth 24 6 5 13 23 Leicester 25 4 9 12 21 Wolves 25 4 8 13 20 Leeds 25 5 5 15 20 LEIKIR Í KVÖLD Birmingham - Everton Blackburn - Newcastle Charlton - Tottenham Fulham - Aston Villa Liverpool - Man. City Man. United - Middlesbrough Portsmouth - Chelsea Á LEIÐ Í NETIÐ Thierry Henry horfir á eftir boltan- um í netið á Highbury í gær- kvöldi. Þetta var hundraðasta deildarmark hans fyrir Arsenal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.