Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 11. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Leikritið And Björk of course ...eftir Þorvald Þorsteinsson verð- ur framlag Íslands til Norrænu leik- skáldaverðlaunanna árið 2004. Dómnefnd á vegum Leiklistarsam- bands Íslands valdi verkið úr öllum frumfluttum íslenskum sviðsleik- ritum árin 2002 og 2003. Eitt verk frá hverju Norðurlandanna hlýtur tilnefningu, en verðlaunin verða af- hent á Norrænum leiklistardögum í Ósló í júní. Leiklistarsamband Norðurlanda stofnaði til verðlaunanna og hafa þau verið veitt annað hvert ár allt frá 1992, en Hrafnhildur Hagalín hlaut einmitt hnossið það ár. Í umsögn dómnefndar um And Björk of course... segir meðal ann- ars að hér sé á ferðinni „afar nær- göngul, jafnvel hrollvekjandi háðs- ádeila, þar sem meintu innihalds- leysi nútímans er lýst án miskunn- ar. Verkið bregður upp mynd af ráð- villtu, guðlausu fólki sem leitar leið- sagnar, jafnvel forsjár hjá ennþá ráðvilltari þerapista. Verkið kallast þannig á við gamalt og áleitið mál- verk Bruegels þar sem blindur leið- ir blindan til ógæfunnar.“ Dómnefndina skipuðu Árni Ibsen, Guðmundur Brynjólfsson og Ingunn Ásdísardóttir. ■ Leikrit AND BJÖRK OF COURSE... ■ Þriggja manna dómnefnd valdi verkið sem framlag Íslands til Norrænu leik- skáldaverðlaunanna að þessu sinni. ... fær Jónsi í Í svörtum fötum fyrir að reyna ekki að halda aftur ein- lægri gleði sinni og spenningi yfir því að fá að keppa í Eurovision. ... og auðvitað var Björk valin í dag Vildu vísa móður á níræðisaldri úr landi Tannlæknir barinn fyrir að „láta“ keyra á sig Lögreglan rannsákar sviplegt andlát ungrar konu Hvernig skilja börn hugtakið “stríð Þetta er umfjöllunarefni norsku háskólakennaranna Mette Bøe Lyngstad og Solhild Lynge á fræðslufundi sem haldinn verður á vegum Símenntunarstofnunar Kennaraháskólans. Mette og Solhild starfa í Noregi og beita leikrænni tjáningu í umfjöllun um alvarleg málefni með börnum. Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 12. febrúar kl 14:00 – 16:30 í Hjalla, fyrirlestrarsal í Hamri, Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Fundurinn er öllum opinn og þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning hjá simennt@khi.is eða í símum 5633980 og 5633861. Fræðslufundurinn fer fram á norsku. Eftir að bókin hennar Rutharkom út var hún mikið í fjöl- miðlum. Ég tók eftir því hvernig útliti hennar hrakaði jafnt og þétt og steininn tók úr í þættinum hans Gísla Marteins í lok ársins,“ segir Hanna Kristín Didriksen snyrti- fræðingur sem átti frumkvæði að því að söngkonan Ruth Reginalds hefur ákveðið að gangast í gegn- um stórkostlega útlitsbreytingu. „Hugmyndin var að taka hana í létta útlitsbreytingu án skurð- aðgerða og kynna í sjónvarpi. Þegar við hittumst sagðist Ruth vilja ganga skrefinu lengra í líkingu við það sem gerist í þáttunum Extreme Makeover. Eftir að hafa kynnt mér málið fór boltinn að rúlla.“ Gagnrýnisraddir heyrast um ágæti fegrunaraðgerða á borð við þær sem Ruth hyggst gangast undir. „Ruth langar að endur- heimta heilbrigt útlit og upplifa sig fulla af lífsorku og ánægju. Ég tel 95% almennings líta á ákvörð- un hennar jákvæðum augum.“ Hanna Kristín segir tækifærin ekki hafa bankað upp á hjá Ruth í gegnum tíðina. „Það er ánægju- legt að segja frá því að tilboðin streyma núna inn og má geta þess að plötuútgefandi hefur sett sig í samband við hana. Við skulum ekki gleyma því að Ruth er stór- kostlegur skemmtikraftur. Í henn- ar starfi er gerð sú krafa að hún líti vel út.“ Fegrunaraðgerðirnar á Ruth eru margþættar. Skipt verður um silikon í brjóstum, fyllt upp í var- ir og nef og augu lagfærð. Til stóð að fitusjúga á henni magann en Hanna Kristín segir að hætt hafi verið við þá aðgerð. Húðin á Ruth verður löguð með ýmsum aðferð- um og tattóverað í kringum varir. Þá verður augabrúnum breytt og unnið á appelsínuhúð. Ruth fær leiðsögn í förðun, mataræði, lík- amsrækt – og hómópati kemur við sögu. Þá munu stílistar laga á henni hárið og velja á hana föt. Að auki fer Ruth í miklar tannaðgerð- ir þar sem skipt verður um brú í efri góm auk þess að fjölga jöxl- um í neðri góm en þá vantar alla með tölu. Eins á að holdga tanngóminn upp á nýtt. Áætlað er að öllum fegrunarað- gerðum verði lokið í byrjun maí. Undirbúningur er þegar hafinn og miðað er við að lýtaraðgerðir hefjist í næstu viku. Hanna Krist- ín telur kostnaðinn við breyting- una vera í kringum fjórar og hálfa milljón króna. ■ ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Leikrit hans And Björk of course... mun keppa um Norrænu leikskáldaverðlaunin í ár. Verð- launin hafa verið veitt annað hvert ár síðan 1992 þegar Hrafnhildur Hagalín hlaut hnossið. Nýtt líf HANNA KRISTÍN DIDRIKSEN ■ átti frumkvæðið að fyrirhugaðri útlits- breytingu Ruth Reginalds. Undirbúningur er hafinn og er áætlað að öllu verði lokið í byrjun maí. Hin nýja og endurbætta Ruth RUTH REGINALDS OG HANNA KRISTÍN DIDRIKSSEN „Það sem gleymist í þáttunum Extreme Makeover er hinn innri maður. Ruth verður byggð upp and- lega jafnt sem líkamlega. Það er engin leið að hún njóti breytinganna ef sálin er brotin,“ segir Hanna Kristín. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi). MyDoom. Beyonce Knowles. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 stafur, 5 stafurinn, 6 hvað?, 7 kyrrð, 8 tunga, 9 vandræði, 10 í röð, 12 gerast, 13 trygg, 15 silfur, 16 fugl, 18 land Lóðrétt: 1 hrekkjóttur, 2 borg, 3 hreyfing, 4 fríðan, 6 hættu, 8 raus, 11 sarg, 14 rán- dýr, 17 rykkorn. Lausn. Lárétt: 1prik,5öið,6ha,7ró,8mál,9 basl,10tu,12ske,13trú,15ag,16ugla, 18frón. Lóðrétt: 1pöróttur, 2rió,3ið,4fallegan, 6háska,8mas,11urg,14úlf, 17ar. Fréttiraf fólki Vefsíðan Tilveran.is virðist hafafyrirgert tilverurétti sínum. Síð- an byggðist upp á tenglasafni þar sem gestum síðunnar var beint á aðrar vefsíður sem Ísar Logi Arn- arssyni, ritstjóra Tilverunnar, þóttu áhugaverðar. Síðan var sérstaklega vinsæl meðal unglinga. Undanfarið hefur úrval tengla á Tilverunni þótt nokkuð takmarkað, þar sem svo til einungis var vísað í erlendar klám- síður og gæti það hafa dregið úr vinsældum hennar svo og mögu- leikum á að finna auglýsendur. Lokaorð Ísars eru „Tilverunnihefur verið lokað. Við þökkum gestum okkar samfylgdina undan- farin ár. Lifi byltingin!“ Óljóst þyk- ir hvaða byltingu er vísað í en mögulega tengist hún þeirri sögu- sögn að verið sé að selja Undirtóna sem ritstjórn Tilverunnar tengdist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.