Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 13.02.2004, Qupperneq 18
18 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir Þann 13. febrúar árið 1945 gerðu773 Avro Lanvaster flugvélar breska flughersins loftárás á mið- aldaborgina Dresden og í kjölfarið fylgdu rúmlega 500 bandarískar sprengjuflugvélar sem létu sprengjum rigna yfir borgina í tvo daga. Hugmyndin að sprengjuárás af þessari stærðargráðu kom fyrst upp árið 1941 þegar Bretar komust að þeirri niðurstöðu að það mætti draga hratt úr baráttuþreki Þjóð- verja með því að gera sprengju- árásir á heilu borgirnar og bæina í Þýskalandi. Bandamenn notuðu sérstakar eldsprengjur í þessum árásum sín- um. Sprengjurnar voru hlaðnar eld- fimum efnum, eins og til dæmis napalmi, en þegar heitt og kalt loft mættist við sprengingu sogaðist fólk inn í eldhafið. Dresden þótti hentug fyrir loft- árásir af þessu tagi þar sem hún hafði nánast sloppið við allt slíkt hingað til og var illa búin loft- varnarbyssum. Eldsprengjurnar gerðu það ómögulegt að koma tölu á þá sem létust í árásunum en nýleg- ar rannsóknir benda til þess að 35.000 manns hafi týnt lífi í Dres- den en samkvæmt öðrum heimild- um dóu rúmlega 100.000 manns. Íbúafjöldinn var miklu meiri en venjulega þar sem fólk á flótta und- an rauðu herdeildum Rússa hafði streymt til borgarinnar. ■ 10.30 Þorsteinn C. Löve verður jarð- sunginn frá Laugarneskirkju. 13.30 Arnþór Flosi Þórðarson, Selja- braut 42, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju. 13.30 Svanfríður Guðný Kristjánsdótt- ir, Tómasarahaga 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju. 15.00 Hjörtur Brynjólfsson frá Hraunsnefi, Borgarfirði, verður jarðsunginn Dómkirkjunni. 15.00 Rut Bergsteinsdóttir, Rauðagerði 54, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. ■ Afmæli Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, er 61 árs í dag. Kristinn Guðmundsson húsasmíða- meistari og byggingaeftirlitsmaður, Langagerði 74, Reykjavík, lést þriðjudag- inn 10. febrúar. Birna Eggertsdóttir Norðdahl frá Hólmi, dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, lést sunnudaginn 8. febrúar. Þóranna G. Jónsdóttir, Flétturima 38, Reykjavík, lést 28. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ■ Bandamenn létu sprengjum rigna yfir þýsku borgina Dresden. Mannfall var gríðarlegt og tjónið á sögulegum byggingum óbætanlegt. ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Leikrit hans, And Björk of course ..., var valið sem framlag Íslands til Norrænu leikskáldaverðlaunanna árið 2004 fyrr í vikunni. Hver? Skapandi lífvera eins og allir menn. Hvar? Hér og nú ætla ég rétt að vona. En hugsanlega er þetta lygi en ég verð að eiga það við sjálfan mig. Hvaðan? Norðurbrekkunni á Akureyri. Það er að aðeins fínna hverfi en önnur hverfi á Akureyri. Hvað? Afskaplega þakkátur myndlistarmaður og rithöfundur sem á þann draum að vekja grun hjá sem flestum um eigin sköpunargáfu. Hvernig? Með því að hafa hugrekki til að fyrirgefa sjálfum sér og hjálpa öðrum til að gera slíkt hið sama með því gera sköpunar- gáfuna að sjálfsögðum þætti í lífi allra. Hvers vegna? Vegna þess að sá sem tekur ekki ábyrgð á að skapa sitt eigið líf verður seint hamingjusamur og deyr líklegast úr leiðindum. Hvenær? Hvenær sem að egóið er ekki að þvæl- ast fyrir manni þá gerast góðir hlutir. ■ Persónan Hann var ástríðufullur bók-menntamaður og bókmennt- ir voru honum fyrst og fremst liður í einlægri og ástríðufullri þekkingarleit,“ segir Bergljót Kristjánsdóttir íslenskufræðing- ur um Matthías Viðar Sæmund- son bókmenntafræðing. Matth- +ías Viðar, sem lést þann 3. febr- úar síðastliðinn, kom víða við samfélaginu sem og í fræðum sínum. Hann kenndi í framhalds- skóla, var forsvarsmaður Félags áhugamanna um bókmenntir og var einn afkastamesti fræðimað- ur Háskólans á sviði hugvísinda. „Hann var róttækur í þjóð- félagsskoðunum og mikill verka- lýðssinni eins og birtist í verki hans um Héðinn Valdimarsson.“ Sem persónu lýsir Bergljót hon- um sem ákaflega hlýjum og elskulegum manni sem var gott að vinna með. „Það sem var skemmtilegt við hann var hvað hann var djúpt alvörugefinn maður en í sömu mund hafði hann vald á íslenskum gálga- húmor eins og hann gerist bestur og nöturlegastur.“ Ástráður Eysteinsson bók- menntafræðingur var einnig samstarfsmaður Matthíasar um árabil. „Matthías Viðar var afar fjölhæfur bókmenntafræðingur. Hann var virkur bókmenntagagn- rýnandi og lét hiklaust í ljós þá skoðun sína að nýjar íslenskrar bókmenntir skorti oft formlega og hugmyndalega dirfsku. Þrátt fyrir fjölhæfni Matthíasar kom það mér og fleiri kollegum hans á óvart að frétta að hann ætlaði næst að ráðast í að skrifa ævi- sögu Héðins Valdimarssonar. Þannig var ómögulegt að ganga að honum vísum á afmörkuðum bás í fræðunum. Mér skilst að hann hafi komist langleiðina með að ganga frá því verki og vonandi birtist það fljótlega á prenti.“ Þröstur Helgason var nem- andi Matthíasar og segir að sem frábær kennari muni áhrif hans eiga eftir að vera mikil eftir hans dag. „Það var einkennandi fyrir hann að hann var mjög leit- andi í sínu fræðastarfi og nem- endur hans fengu að fylgjast með leit hans. Í þau fimm ár sem ég var nemandi hans var hann ekkert að pukrast með það sem hann var að gera og var örlátur á það sem hann fann. Þannig fékk ég að fylgjast með því hvernig hann var að þróa sín fræði áfram. Sem fræðimaður var hann algjörlega fordómalaus gagnvart viðfangsefni sínu, skoðaði allt og las allt. Hann má teljast með framsæknustu bók- menntafræðingum og var iðu- lega skrefinu á undan. Sem talandi dæmi eru kaflar hans í 3. bindi Íslensku bókmenntasög- unnar en þar skrifaði hann að mörgu leyti íslenska bókmennta- sögu upp á nýtt.“■ JERRY SPRINGER Spjallþáttastjórnandinn umdeildi er 60 ára í dag. 13. febrúar ■ Þetta gerðist 1542 Catherine Howard, fimmta eigin- kona Hinriks 8. Englandskon- ungs, er hálshöggvin fyrir fram- hjáhald. 1635 Fyrsti almenningsskólinn í Bandaríkjunum opnar í Boston. 1668 Spánn viðurkennir sjálfstæði Portúgals. 1920 Forveri Sameinuðu þjóðanna viðurkennir hlutleysi Sviss. 1935 Bruno Richard Hauptmann er fundinn sekur um ránið og morðið á barni Charles og Anne Lindbergh. 1945 Rússneskir hermenn ná yfirráð- um í Búdapest af þýska hernum. 1960 Frakkar sprengja sína fyrstu kjarnorkusprengju. 1984 Konstantin Chernenko er valinn aðalritari sovéska kommúnista- flokksins eftir dauða Júrís Andropov. 1996 Söngleikurinn Rent eftir Jonath- an Larson er frumsýndur í Bandaríkjunum. DRESDEN Borgin var nánast jöfnuð við jörðu í hörð- um loftárásum bandamanna árið 1945. 13. febrúar 1943 Endurskrifaði íslenska bókmenntasögu Dresden jöfnuð við jörðu Heimasíða gegn einelti Heimasíðan á að virka eins oggagnlegt bókasafn þar sem fólk getur leitað eftir upplýsing- um og fræðslu,“ segir Freyja Friðbjarnardóttir, framkvæmda- stjóri Regnbogabarna. Samtökin opnuðu heimasíðu í gær og nutu til þess aðstoðar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. Freyja segir einelti vissulega enn til staðar. „Einelti er á Íslandi í allri sinni mynd. Fyrirspurnir og ráðleggingar gagnvart kynþátta- fordómum hafa aukist og svo virðist sem ungt fólk sé helstu gerendur.“ Freyja segir að á heimasíðunni verði virk spjallrás og hægt verði að koma með fyrirspurnir til sam- .takanna. Þá sé að finna fræðslu auk ábendinga um fleiri gagnlega miðla sem fjalla um einelti. Frá stofnun samtakanna í nóv- ember árið 2002 hefur þróunin inn- an samtakanna farið vaxandi að mati Freyju. „Við byrjuðum með tvær hendur tómar. Við fengum gefins húsnæði sem krafðist mik- illar lagfæringar. Það má segja að mesta orkan hafi farið í þessar endurbætur en þær voru á okkar kostnað. Með opnun heimasíðunn- ar vildum við í leiðinni minna á starfsemi samtakanna.“ ■ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra var í góðum félagsskap þegar hún opnaði nýja heimasíðu Regnbogabarna snemma í gærmorgun. Ný heimasíða REGNBOGABÖRN HAFA OPNAÐ NÝJA HEIMASÍÐU ■ Framkvæmdastjóri samtakanna segir einelti í allri sinni mynd fyrirfinnast á Íslandi Útför ■ Útför Matthíasar Viðars Sæmundsson- ar verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag klukkan 13.30. MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Í upphafi ferils síns var honum nútímamaðurinn á 19. og 20. öld í bókmenntum mjög svo hugleikinn en á síðari árum varð hann fyrir miklum áhrifum af verkum franska fræðimannsins Michel Foucault sem leiddi hann í að skoða frekar bókmenntir á upplýsingatímanum frá nýju sjónarhorni auk þekktra rannsókna hans á galdri og galdramálum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.