Fréttablaðið - 14.02.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 14.02.2004, Síða 1
MORÐRANNSÓKN Rannsókn morðsins í Neskaupstað tók í gærkvöld nýja stefnu eftir krufningu líksins sem fannst í höfninni við netagerðarbryggjuna þar og eftir að aukinn þungi var lagður á rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki talið útilokað að málið tengist fíkniefnum. Norska lögreglan hefur fengið senda mynd af líkinu. Ætlunin er að skipverjum á loðnuskipinu Senior verði sýnd mynd, en skip- ið fór frá Norðfirði á sunnudag. Í ljósi þess hvar og hvenær skipið var í Norðfirði er vonast til að skipverjar hafi upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn- ina. Eins voru þrír skipverjanna á Egilsbúð aðfaranótt sunnudags og fengu þeir starfsfólk til að hringja á bíl sem gæti keyrt þá um borð. Að sögn bílstjórans fengu aðeins tveir Norðmenn og þrír Íslending- ar far með bílnum. Ekki er enn vitað hver hinn látni er en bráðabirgðaniðurstöð- ur fengust eftir krufningu í gær. Lögreglan vill ekkert upplýsa um niðurstöður krufningarinnar en svo virðist sem hún hafi verið at- hyglisverð og gæti hugsanlega þrengt hring rannsóknarinnar. Sjá nánar bls. 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 14. febrúar 2004 – 44. tölublað – 4. árgangur FANGELSI FYRIR FÍKNIEFNA- SMYGL Fjórir menn voru í gær dæmdir fyrir tilraun til að smygla amfetamíni og hassi til landsins. Mennirnir keyptu koffín í stað amfetamíns. Sjá síðu 2 SEXTÁN MILLJARÐAR Samanlagður hagnaður Landsbanka, Íslandsbanka og KB-banka var 16,3 milljarðar á síðasta ári. Þetta er metafkoma í bankastarfsemi hér á landi. Sjá síðu 2 ENGIN ÚTBOÐ Stjórnarmenn Hitaveitu Suðurnesja deila vegna þess að ekki stend- ur til að bjóða út milljarða króna samninga við hönnun vegna risaframkvæmda í und- anfara orkusölu til Norðuráls. Sjá síðu 4 BORGA EFTIR HELGI Impregilo mun standa skil á greiðslum tekjuskatts lang- flestra starfsmanna sinna strax eftir helgi. Fyrirtækið hyggst fara með túlkun ríkis- skattstjóra á greiðslum tryggingagjalda fyrir dómstóla. Sjá síðu 6 Söngvarar: Opnar sýningu í dag VIÐSKIPTI Flugleiðir keyptu í gær 10% hlut í Eimskipafélaginu. Fjárfestinging er til langs tíma. Markmið til lengri tíma er sam- kvæmt heimildum að sameina fé- lögin. Nafnvirði hlutarins var rúmlega 400 milljónir króna og markaðsvirði viðskiptanna sem var á genginu 9,2 var um 3,7 milljarðar króna. KB-banki ann- aðist viðskiptin. Seljendur voru að mestu lífeyrissjóðir. Lands- bankinn og eigendur hans ráða Eimskipafélaginu. „Við fögnum nýjum fjárfestum að félaginu. Við höfum átt mikil samskipti við félagið og eigendur þess og gleðj- umst yfir að fá þá í hópinn,“ seg- ir Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans. Kaupin komu stjórnendum og eigendum Landsbankans á óvart. Þar ríkir ánægja með frumkvæði Flugleiða og vel talið koma til greina að huga að frekari þróun í samskiptum félaganna. Skipa- flutningar og fraktflug eiga ágæta samleið og horfa eigendur Flugleiða til þess að þróa slíka starfsemi samhliða. Eignatengsl félaganna rofn- uðu á haustmánuðum, en Eim- skipafélagið var kjölfestueigandi Flugleiða um áratugaskeið. Nafn- virði hlutarins var rúmlega 400 milljónir króna og markaðsvirði viðskiptanna sem var á genginu 9,2 var um 3,7 milljarðar króna. KB-banki annaðist viðskiptin. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir félagið hafa gengið vel á síðasta ári. „Við sjá- um fyrir okkur áframhaldandi vöxt, án þess að þurfa að grípa til frekari fjárfestingar í starfsemi okkar. Við erum með mikið laust fé og horfðum yfir markaðinn hér heima í leit að fjárfestingar- tækifærum.“ Hátt verð var greitt fyrir hlut- inn, Sigurður sagði að iðulega væri greitt yfirverð fyrir svo stóran hlut. Hann vildi ekkert gefa upp um langtímamarkmið með fjárfestingunni. haflidi@frettabladid.is ● á kaffi list í kvöld Björn Thoroddsen: ▲ SÍÐA 40 Sjóðandi heitir sálmar ● frumsýndi þriðja nafnið Einar Þór Gunnlaugsson: ▲ SÍÐA 50 Finnst íslenskar bíómyndir eintóna ● í hópi ungs fólks Gunnar Þorsteinsson: ▲ SÍÐA 54 Rokkar Guði til dýrðar Fólki gefst nú færi á að sjá höggmynd- irnar hans Árna Johnsen í fyrsta sinn frá því að þjóðin sá vörubílana streyma frá Kvíabryggju í nóvember. ▲ SÍÐA 20 Flugleiðir treysta sig innan Eimskips Flugleiðir keyptu 10% hlut í Eimskipi í gær. Eigendur Flugleiða sjá tækifæri í flutningastarfsemi beggja félaga. Sameining er langtímamarkmið. Kjölfestueigendur fagna nýjum hluthöfum. ● volkswagen tuareg HB2067 bílar o.fl. Helga Bragadóttir: ▲ SÍÐUR 30-31 VEÐRIÐ Í DAG ALLHVASST EÐA HVASST í borginni en lægir í kvöld. Víða úrkoma einkum ves- tan til og sunnan. Áfram hlýtt en kólnar síðdegis á morgun. SJÁ SÍÐU 6. Árni Johnsen: Hvernig er lífið eftir Idol? Hvað eru krakkarnir úr Idol að bralla nú? Fréttablaðið ræddi við keppend- ur og spurði hvað þau hyggjast gera í framtíðinni. Veðrið um helgina: Áfram hlýtt og fremur hvasst VEÐUR Útlit er fyrir að hlýtt verði í veðri fram yfir helgi en áfram hvasst á Suðvestur- og Vestur- landi. Gert er ráð fyrir að vindhæð verði á bilinu 13–18 metrar á sekúndu fram eftir degi í dag en að það muni hvessa ennfrekar eftir því sem líður á daginn og kvöldið. Þá er búist við að nokkur væta verði nema á Norðaustur- og Austurlandi. Á mánudag er gert ráð fyrir að kólni en á þriðjudag hlýni aftur víðast á landinu. Þá er gert ráð fyrir skúrum eða éljum á vestan- verðu landinu. Á miðvikudag og fimmtudag er búist við að hlýni á ný. ■ BLÁSA LÍFI Í GAMLAR MYNDIR Kvikmyndaklúbbur Bíó Reykjavíkur fer af stað nú um helgina með sýningu á nokkrum klassískum meistaraverkum kvik- myndalistarinnar, sem sjaldan sjást nú- orðið. Sýningar verða í bíósal MÍR við Vatnsstíg. SÍÐUR 28-29 ▲ MEÐ VINDINN Í FANGIÐ Börn i Engidalsskóla létu rokið ekki trufla sig og brugðu á leik fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins þegar hann bar að garði í gær. Microsoft: Mikilvægum kóða stolið WASHINGTON RÍKI, AP Grunur leikur á að smátt hugbúnaðarfyrirtæki sem unnið hefur að verkefnum í sam- vinnu við Microsoft hafi lekið upp- lýsingum um grunnkóðann á bak við Windows-stýrikerfið út á Netið. Grunnkóði Windows-stýrikerfisins er lykillinn að velgengni Microsoft. Fyrirtækið sem grunað er um trún- aðarbrest við Microsoft heitir Mainsoft og hefur starfað náið með hugbúnaðarrisanum í tíu ár. Á fimmtudaginn staðfestu full- trúar Microsoft að hluti af kóðan- um fyrir stýrikerfin Windows 2000 og Windows NT væri kominn í mikla dreifingu á Netinu. Sérfræð- ingar telja líklegt að þessi öryggis- brestur geti orðið til þess að auð- velda tölvuþrjótum að gera árásir á tölvur sem notast við Windows- stýrikerfi. ■ Morðrannsóknin: Morðið talið tengjast fíkniefnum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.