Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 1
MORÐRANNSÓKN Rannsókn morðsins í Neskaupstað tók í gærkvöld nýja stefnu eftir krufningu líksins sem fannst í höfninni við netagerðarbryggjuna þar og eftir að aukinn þungi var lagður á rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki talið útilokað að málið tengist fíkniefnum. Norska lögreglan hefur fengið senda mynd af líkinu. Ætlunin er að skipverjum á loðnuskipinu Senior verði sýnd mynd, en skip- ið fór frá Norðfirði á sunnudag. Í ljósi þess hvar og hvenær skipið var í Norðfirði er vonast til að skipverjar hafi upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn- ina. Eins voru þrír skipverjanna á Egilsbúð aðfaranótt sunnudags og fengu þeir starfsfólk til að hringja á bíl sem gæti keyrt þá um borð. Að sögn bílstjórans fengu aðeins tveir Norðmenn og þrír Íslending- ar far með bílnum. Ekki er enn vitað hver hinn látni er en bráðabirgðaniðurstöð- ur fengust eftir krufningu í gær. Lögreglan vill ekkert upplýsa um niðurstöður krufningarinnar en svo virðist sem hún hafi verið at- hyglisverð og gæti hugsanlega þrengt hring rannsóknarinnar. Sjá nánar bls. 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 14. febrúar 2004 – 44. tölublað – 4. árgangur FANGELSI FYRIR FÍKNIEFNA- SMYGL Fjórir menn voru í gær dæmdir fyrir tilraun til að smygla amfetamíni og hassi til landsins. Mennirnir keyptu koffín í stað amfetamíns. Sjá síðu 2 SEXTÁN MILLJARÐAR Samanlagður hagnaður Landsbanka, Íslandsbanka og KB-banka var 16,3 milljarðar á síðasta ári. Þetta er metafkoma í bankastarfsemi hér á landi. Sjá síðu 2 ENGIN ÚTBOÐ Stjórnarmenn Hitaveitu Suðurnesja deila vegna þess að ekki stend- ur til að bjóða út milljarða króna samninga við hönnun vegna risaframkvæmda í und- anfara orkusölu til Norðuráls. Sjá síðu 4 BORGA EFTIR HELGI Impregilo mun standa skil á greiðslum tekjuskatts lang- flestra starfsmanna sinna strax eftir helgi. Fyrirtækið hyggst fara með túlkun ríkis- skattstjóra á greiðslum tryggingagjalda fyrir dómstóla. Sjá síðu 6 Söngvarar: Opnar sýningu í dag VIÐSKIPTI Flugleiðir keyptu í gær 10% hlut í Eimskipafélaginu. Fjárfestinging er til langs tíma. Markmið til lengri tíma er sam- kvæmt heimildum að sameina fé- lögin. Nafnvirði hlutarins var rúmlega 400 milljónir króna og markaðsvirði viðskiptanna sem var á genginu 9,2 var um 3,7 milljarðar króna. KB-banki ann- aðist viðskiptin. Seljendur voru að mestu lífeyrissjóðir. Lands- bankinn og eigendur hans ráða Eimskipafélaginu. „Við fögnum nýjum fjárfestum að félaginu. Við höfum átt mikil samskipti við félagið og eigendur þess og gleðj- umst yfir að fá þá í hópinn,“ seg- ir Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans. Kaupin komu stjórnendum og eigendum Landsbankans á óvart. Þar ríkir ánægja með frumkvæði Flugleiða og vel talið koma til greina að huga að frekari þróun í samskiptum félaganna. Skipa- flutningar og fraktflug eiga ágæta samleið og horfa eigendur Flugleiða til þess að þróa slíka starfsemi samhliða. Eignatengsl félaganna rofn- uðu á haustmánuðum, en Eim- skipafélagið var kjölfestueigandi Flugleiða um áratugaskeið. Nafn- virði hlutarins var rúmlega 400 milljónir króna og markaðsvirði viðskiptanna sem var á genginu 9,2 var um 3,7 milljarðar króna. KB-banki annaðist viðskiptin. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir félagið hafa gengið vel á síðasta ári. „Við sjá- um fyrir okkur áframhaldandi vöxt, án þess að þurfa að grípa til frekari fjárfestingar í starfsemi okkar. Við erum með mikið laust fé og horfðum yfir markaðinn hér heima í leit að fjárfestingar- tækifærum.“ Hátt verð var greitt fyrir hlut- inn, Sigurður sagði að iðulega væri greitt yfirverð fyrir svo stóran hlut. Hann vildi ekkert gefa upp um langtímamarkmið með fjárfestingunni. haflidi@frettabladid.is ● á kaffi list í kvöld Björn Thoroddsen: ▲ SÍÐA 40 Sjóðandi heitir sálmar ● frumsýndi þriðja nafnið Einar Þór Gunnlaugsson: ▲ SÍÐA 50 Finnst íslenskar bíómyndir eintóna ● í hópi ungs fólks Gunnar Þorsteinsson: ▲ SÍÐA 54 Rokkar Guði til dýrðar Fólki gefst nú færi á að sjá höggmynd- irnar hans Árna Johnsen í fyrsta sinn frá því að þjóðin sá vörubílana streyma frá Kvíabryggju í nóvember. ▲ SÍÐA 20 Flugleiðir treysta sig innan Eimskips Flugleiðir keyptu 10% hlut í Eimskipi í gær. Eigendur Flugleiða sjá tækifæri í flutningastarfsemi beggja félaga. Sameining er langtímamarkmið. Kjölfestueigendur fagna nýjum hluthöfum. ● volkswagen tuareg HB2067 bílar o.fl. Helga Bragadóttir: ▲ SÍÐUR 30-31 VEÐRIÐ Í DAG ALLHVASST EÐA HVASST í borginni en lægir í kvöld. Víða úrkoma einkum ves- tan til og sunnan. Áfram hlýtt en kólnar síðdegis á morgun. SJÁ SÍÐU 6. Árni Johnsen: Hvernig er lífið eftir Idol? Hvað eru krakkarnir úr Idol að bralla nú? Fréttablaðið ræddi við keppend- ur og spurði hvað þau hyggjast gera í framtíðinni. Veðrið um helgina: Áfram hlýtt og fremur hvasst VEÐUR Útlit er fyrir að hlýtt verði í veðri fram yfir helgi en áfram hvasst á Suðvestur- og Vestur- landi. Gert er ráð fyrir að vindhæð verði á bilinu 13–18 metrar á sekúndu fram eftir degi í dag en að það muni hvessa ennfrekar eftir því sem líður á daginn og kvöldið. Þá er búist við að nokkur væta verði nema á Norðaustur- og Austurlandi. Á mánudag er gert ráð fyrir að kólni en á þriðjudag hlýni aftur víðast á landinu. Þá er gert ráð fyrir skúrum eða éljum á vestan- verðu landinu. Á miðvikudag og fimmtudag er búist við að hlýni á ný. ■ BLÁSA LÍFI Í GAMLAR MYNDIR Kvikmyndaklúbbur Bíó Reykjavíkur fer af stað nú um helgina með sýningu á nokkrum klassískum meistaraverkum kvik- myndalistarinnar, sem sjaldan sjást nú- orðið. Sýningar verða í bíósal MÍR við Vatnsstíg. SÍÐUR 28-29 ▲ MEÐ VINDINN Í FANGIÐ Börn i Engidalsskóla létu rokið ekki trufla sig og brugðu á leik fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins þegar hann bar að garði í gær. Microsoft: Mikilvægum kóða stolið WASHINGTON RÍKI, AP Grunur leikur á að smátt hugbúnaðarfyrirtæki sem unnið hefur að verkefnum í sam- vinnu við Microsoft hafi lekið upp- lýsingum um grunnkóðann á bak við Windows-stýrikerfið út á Netið. Grunnkóði Windows-stýrikerfisins er lykillinn að velgengni Microsoft. Fyrirtækið sem grunað er um trún- aðarbrest við Microsoft heitir Mainsoft og hefur starfað náið með hugbúnaðarrisanum í tíu ár. Á fimmtudaginn staðfestu full- trúar Microsoft að hluti af kóðan- um fyrir stýrikerfin Windows 2000 og Windows NT væri kominn í mikla dreifingu á Netinu. Sérfræð- ingar telja líklegt að þessi öryggis- brestur geti orðið til þess að auð- velda tölvuþrjótum að gera árásir á tölvur sem notast við Windows- stýrikerfi. ■ Morðrannsóknin: Morðið talið tengjast fíkniefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.