Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 2
2 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR „Nei, stjórnmál eru lífið.“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, berst af miklu afli gegn stóriðju og hefur lagt fram kæru vegna stjórnvalds- úrskurða um álverið á Austurlandi. Spurningdagsins Hvernig var það með þig Hjörleifur – varstu ekki hættur í pólitík? ■ Austurlönd Kíló af amfetamíni reyndist koffín Fjórir menn voru dæmdir fyrir tilraun til að smygla amfetamíni og hassi til landsins. Amfetamín sem þeir ætluðu að kaupa reyndist koffín. Einn sakborninga sagðist frá upphafi hafa ætlað að svíkja félaga sína. DÓMSMÁL Fjórir menn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir þrjú brot á fíkniefnalög- gjöfinni. Tvíburabræðurnir Jök- ull og Ægir Ísleifssyni fengu þyngstu dómana. Jökull þarf að sitja í tvö og hálft ár í fangelsi og Ægir í tuttugu mánuði. Vitorðs- menn bræðranna fengu sex og tólf mánaða fangelsi, skilorðs- bundið að hluta eða öllu leyti. Fjórmenningarnir voru dæmd- ir fyrir smygl á fíkniefnum með Arnarfelli, skipi Samskipa, en þar var Jökull Ísleifsson háseti. Fyrsta tilraun bræðranna til innflutnings fór út um þúfur þar sem leitarhundur lögreglunnar fann rúmt kíló af amfetamíni í skipinu áður en bræðurnir komust til þess að sækja það. Þetta var í ágústbyrjun í fyrra. Ægir Ísleifsson bar fyrir dómi að vegna klúðurs við innflutning á amfetamíninu í ágúst hafi verið lagt hart að honum að reyna fíkni- efnasmygl á ný eftir sömu leið. Tvíburabræðurnir fengu tvo vit- orðsmenn með sér, sem sáu um fjármögnun verkefnisins. Ætlunin var að kaupa eitt kíló af am- fetamíni í Hollandi, koma því fyr- ir í Arnarfelli og sækja það svo þegar skipið væri komið til Reykjavíkur. Þegar Jökull og annar vitorðs- manna bræðranna fóru til Amsterdam kom hins vegar babb í bátinn þar sem þeim var selt ónýtt amfetamín. Síðar kom í ljós amfetamínið reyndist koffín. Vit- orðsmaðurinn bar það fyrir dómi að hann hefði ákveðið að svíkja félaga sína með því að eyða sam- skotum vegna kaupanna frekar í hass heldur en amfetamín og hafi því fengið seljandann í Hollandi til þess að láta sig hafa lélegt am- fetamín á spottprís. Vitorðsmaðurinn taldi Jökul á að flytja kannabisefnin inn ásamt amfetamíninu en innflutningur á hassi hafði fram að því ekki verið hluti af ráðagerð fjórmenning- anna. Þegar heim kom hafði lög- reglan hins vegar eftirlit með Arnarfellinu og handtók mennina í kjölfar þess að Ægir sótti efnin um borð í skipið. Héraðsdómur taldi ólíklegan framburður vitorðsmanns bræðr- anna að hann hefði frá upphafi haft í hyggju að svíkja félaga sína. Við rannsókn málsins hleraði lögreglan meðal annars síma fjór- menninganna og sótti upplýsingar um símanotkun þeirra. thkjart@frettabladid.is WASHINGTON, AP Bandarískur her- maður hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi reynt að selja hryðjuverkasam- tökunum al-Kaída upplýsingar um vopn og hergögn bandaríska hers- ins. Að sögn embættismanna hjá bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu notaði Ryan G. Anderson spjallrásir á Netinu til að komast í samband við íslamska öfgamenn. Markmiðið var að hafa upp á liðs- mönnum al-Kaída og bjóða þeim upplýsingar til kaups. Ekki er talið að Anderson hafi tekist að selja hryðjuverkasamtökunum upplýsingar. Anderson var handtekinn í her- stöð í Fort Lewis í Washington- ríki. Að sögn talsmanns varnar- málaráðuneytisins á hann á yfir höfði sér ákærur fyrir „að reyna að aðstoða óvininn“. Anderson tók íslamska trú fyr- ir nokkrum árum en í háskóla lagði hann stund á sagnfræði, með áherslu á Miðausturlönd. Hann er í skriðdrekasveit bandaríska þjóðvarðliðsins en að sögn frétta- ritara BBC er ekki talið að hann hafi haft aðgang að viðkvæmum upplýsingum um starfsemi hers- ins. ■ VETUR Í ISTANBUL Snjóbylur lamaði samgöngur og daglegt líf íbúa í Istanbul í gær. Flutningaskip fórst: 21 skipverja saknað TYRKLAND Tyrkneskir björgunar- menn leituðu í gær að 21 skip- verja sem saknað var eftir að flutningaskip með kolafarm fórst í aftakaveðri á Svartahafi. Skipið Hera er skráð í Kambó- díu en skipverjarnir eru flestir frá Búlgaríu. Vegna hvassviðris áttu björgunarmenn í miklum erf- iðleikum með að komast að skip- inu en það sökk skammt frá mynni Bosporussunds. Bosporussundi hafði verið lok- að vegna slæms skyggnis og var skipstjóri Heru að bíða eftir leyfi til að sigla í gegnum sundið. Yfir fjörutíu önnur skip voru í bið- stöðu í grennd við Heru. ■ MINNINGARATHÖFN Búddistar frá Kína minnast nítján Kínverja sem drukknuðu við skeljatínslu í Morecambe-flóa við norðvesturströnd Englands. Nítján drukknuðu við skeljatínslu: Fjölskyld- urnar til Bretlands SHANGHAI, AP Fjölskyldur nítján Kínverja sem drukknuðu við skeljatínslu í Englandi 5. febrúar hafa beðið kínversk og bresk yfir- völd um leyfi til að ferðast til Bretlands til að bera kennsl á ást- vini sína og flytja lík þeirra heim. 35 manns voru að tína hjarta- skel í fjörunni í Morecambe-flóa þegar skyndilega flæddi að. Sextán björguðust en sautján karlmenn og tvær konur drukkn- uðu. Ekki hefur tekist að bera kennsl á alla þá sem létust en sextán fjölskyldur frá Fujian-hér- aði í Kína hafa ekki heyrt frá ætt- ingjum sínum í Bretlandi síðan atvikið átti sér stað. ■ SPRENGDUR Í LOFT UPP Zelimk- han Yandarbiyev, fyrrum forseti Tsjetsjeníu lést, ásamt tveimur lífvörðum, þegar bíll sem hann var í sprakk í loft upp í Doha, höfuðborg Katar. Ekki er vitað hver stóð að sprengingunni. Yandarbiyev tók við völdum í Tsjetsjeníu þegar Dzhokhar Dudayev, forveri hans, lést. Stórfellt hasssmygl: Þrennt í haldi FÍKNIEFNI Tveir karlar og ein kona á þrítugs- og fertugsaldri voru úrskurðuð í tveggja vikna gæslu- varðhald í fyrrakvöld vegna gruns um stórfelld fíkniefnabrot. Talið er að fólkið hafi skipulagt innflutning á að minnsta kosti þrettán kílóum af hassi. Tollgæslan í Reykjavík fann fyrst níu kíló af hassi í vörusend- ingu frá Danmörku og við húsleit og aðra leit fundust fjögur kíló af hassi til viðbótar. Fjórir voru handteknir en einum sleppt eftir yfirheyrslur. Fólkið hefur allt komið áður við sögu lögreglunn- ar. Rannsókn málsins er á frum- stigi. ■ BANKAR Samanlagður hagnaður Landsbanka, Íslandsbanka og KB- banka var 16,3 milljarðar á síð- asta ári. Þetta er metafkoma í bankastarfsemi hér á landi. Virði heildareigna bankanna eru nú tæplega 1.500 milljarðar króna. það samsvarar tæplega tvöfaldri landsframleiðslu. Heildarmark- aðsvirði bankanna þriggja var í lok viðskiptadags á föstudag um 250 milljarðar. Árið í fyrra var sérlega hag- stætt á verðbréfamarkaði. Bæði skuldabréfaeign og hlutabréfa- eign bankanna skilaði góðri ávöxt- un. Þá fylgdu hræringum og eignabreytingum í viðskipalífinu töluverðar þóknunartekjur. Hefð- bundin viðskiptabankastarfsemi sem snýr að einstaklingum og smærri fyrirtækjum skilaði um 13 prósent af hagnaði KB-banka og Íslandsbanka. Stjórnendur bankanna segja vaxandi sam- keppni í útlánum og vaxtamunur fer lækkandi. Fremur er gert ráð fyrir því að afkoman af þjónustu við einstaklinga og færri fyrir- tæki fari minnkandi. ■ Laus staða bíleiganda ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 69 8 0 2/ 20 04 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Grand Cherokee Fyrst skráður: 10.2002 Ekinn: 3800 km Vél: 3100 cc ssk. Turbo Diesel Litur: Blásanseraður Verð: 4.400.000 kr. Búnaður: 35" breyttur Tilboð: 3.990.000 kr. Bandarískur hermaður handtekinn: Reyndi að selja al-Kaída upplýsingar FORT LEWIS Bandarískur herforingi í Fort Lewis greinir frá handtöku Ryans G. Anderson. Skip tók niður við Rif: Stýrisvél sló út STRAND Magnús SH 205, 226 brúttótonna netaveiðiskip, sem gert er út frá Rifi, tók niður í inn- siglingunni við Rif skömmu eftir klukkan sjö í gærmorgun. Að sögn Sigurður Kristjóns- sonar útgerðarmanns sló stýris- vél skipsins út í brjáluðu veðri sem olli því að skipið sigldi á sker. Skipið var á leið til veiða en óhappið varð aðeins nokkrum mínútum eftir að það var komið út fyrir bryggjugarðinn. Skipinu var siglt aftur til hafn- ar þar sem dælt var úr vélarúmi þess en ekki er vitað um umfang skemmdanna. ■ NÓGIR PENINGAR Bankarnir skiluðu metafkomu í fyrra. Mikill hluti hagnaðarins er vegna hagstæðra skilyrða á verðbréfamörkuðum. Gjöfult ár í bankastarfsemi: Hagnaðurinn sextán milljarðar FRÁ RÉTTARHALDINU Í HÉRAÐSDÓMI Dómurinn tók ekki trúanlegan framburð eins vitorðsmannanna að hann hefði viljandi keypt ónýtt amfetamín sem síðar kom í ljós að var alls ekkert amfetamin heldur koffín. ■ Norðurlönd ATVINNULEYSI Í HÁMARKI Hlutfall atvinnulausra í Svíþjóð var 5,9 prósent í janúar og hefur það ekki verið hærra í fimm ár. Atvinnuleysi var aðeins 5,1 prósent í desember á síðasta ári. Í janúar 2003 voru 5,1 prósent vinnufærra manna án atvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.