Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 8
8 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Bandaríkin ■ Asía Orðrétt SKÓLAMÁL Samkvæmt nýrri skóla- stefnu bæjarstjórnar Kópavogs er stefnt að því að færa skóla- stjóra grunnskólanna milli skóla eftir að þeir hafa verið í starfi við sama skóla í ákveðinn tíma. Þannig er reynt að viðhalda ferskleika í stjórnun skólanna og nýta sterkustu hliðar skólastjórn- enda til hins ýtrasta. Bæjarstjórn samþykkti í vik- unni stefnumótun skólanefndar sem verið hefur í smíðum undan- farin misseri. Þar er áherslan lögð á nemandann sem miðpunkt skólastarfsins og að stjórnun skólans og aðbúnaður stuðli að velferð og námsárangri sérhvers nemanda. Hinir ýmsu þættir stefnumótunarinnar hafa þessa áherslu sem þungamiðju en þess- ir þættir eru kennsluhættir, að- búnaður nemenda og starfsfólks, stjórnun skólanna, skipulag skólastarfs, skólahúsnæði, starfsmannastefna, heimili og skóli, dægradvöl, skólahverfi og þjónusta fræðsluskrifstofu Kópavogs. Kópavogur hefur verið í for- ystu þeirrar hreyfingar að grunnskólarnir séu reknir sem sjálfstæðar einingar með fjárlög sem ákvarðast af nemendafjölda. Í samræmi við þá reglu er skóla- stjórum heimilt að taka við nem- endum úr öðrum skólahverfum en þeirra eigin og fylgja fjárveit- ingar nemandanum á milli skóla. Skólastjórar eru einnig frjálsir að því að ráðstafa hugsanlegum afgangi af fjárveitingum á þann hátt sem þeir telja að nýtist best í þágu skólastarfsins og nemend- anna. ■ Vanskil minnka á ný Mjög dró úr vanskilum einstaklinga á síðsta ársfjórðungi ársins 2003. Fyrirtækin eru einnig skilvísari. Ásta S. Helgadóttir segir að aukin umræða um fjármál sé farin að skila sér í því að fólk grípi fyrr í taumana þegar fjármál stefni í óefni. EFNAHAGSMÁL Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu minnkuðu van- skil útlána hjá innlánsstofnunum á milli áranna 2002 og 2003. Í árslok 2002 námu vanskil 3,5 prósent af heildarútlánum en sambærileg tala um síðustu áramót var 3,1 prósent. Í frétt frá Fjármálaleftirlitinu kemur fram að hlutfall vanskila hafi ekki verið lægra síðan á fyrri hluta ársins 2001. Í fréttinni segir að hafa beri í huga að útlán jukust mjög verulega á árinu 2003 og hafi það haft áhrif til lækkunar vanskila sem hlutfalls af heildarútlánum. Töluverður munur er á vanskil- um fyrirtækja og einstaklinga en vanskil hjá báðum skuldarahópum hafa farið minnkandi sem hlutfall af heildarútlánum þótt heildarupp- hæð vanskila hafi hækkað hjá fyr- irtækjum. Hjá einstaklingum lækk- aði upphæð vanskila á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs á síðasta ári. Á tímabilinu frá lokum árs 2000 til ársloka 2003 voru vanskil ein- staklinga í hámarki við lok þriðja ársfjórðungs ársins 2002 þegar 6,98 prósent allra útlána voru í vanskil- um. Þá voru vanskil fyrirtækja einnig í hámarki. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, telur að betri skil ein- staklinga megi rekja til þess að fólk hafi breytt skuldum sínum. „Það er líka farið að koma meira til móts við fólk og fræðslan hefur aukist þannig að fólk er orðið meðvitaðra um að grípa fyrr inn í og gera eitt- hvað,“ segir Ásta. Hún segir að ráðgjöf hafi aukist í bönkunum auk þess sem inn- heimtufyrirtæki hafi verið dugleg að auglýsa og sýna fram á hversu dýr vanskil geti verið. Hún telur að umræða um fjármál hafi aukist og fólk sé að verða meðvitaðra um þau og það sé að skila sér í lægri van- skilum hjá einstaklingum. Ásta segir að ekki liggi enn fyr- ir tölur frá Ráðgjafstofu um fjár- mál heimilanna um fjölda skjól- stæðinga í fyrra en sér sýnist að það verði á svipuðum slóðum eins og árið 2002 en það var metár. thkjart@frettabladid.is LÖGFRÆÐINGUR BÝÐUR SIG FRAM Khieu Samphan, sem var einn af helstu leið- togum Rauðu Kh- meranna í Kambó- díu, segist hafa ráðið alræmdan franskan lögfræðing til að sjá um málsvörn sína. Samphan er ákærð- ur fyrir þjóðarmorð. Að sögn Samphan bauð Jacques Verges fram aðstoð sína án endur- gjalds. Á meðal fyrri skjólstæð- inga Verges eru þekktir hryðju- verkamenn og nasistaforingjar. JARÐSPRENGJA VIÐ LÖGREGLU- STÖÐ Tveir menn létust og sex særðust þegar jarðsprengja sprakk við lögreglustöð í austan- verðu Afganistan. Jarðsprengjan var fjarstýrð. Annar hinna látnu var lögreglumaður. Yfirvöld telja að talíbanar eða liðsmenn hryðju- verkasamtakanna al-Kaída hafi staðið á bak við árásina. ÞJÓÐARSKÖMM Alríkisdómari hefur fyrirskipað bandarískum stjórnvöldum að veita 22.000 manns sem njóta hælis í Banda- ríkjunum varanlegt landvistar- leyfi og atvinnuréttindi. Hann segir stjórnvöld hafa klúðrað því að tryggja þeim sem hafa hæli skjöl sem staðfesti að þeim sé heimilt að vinna og að úr því verði að bæta. Það væri í raun þjóðarskömm. Bæjarstjóri fagnar heimastjórnarhátíð alþýðu: Vélsleði bæjarstjóra nefndur eftir forseta HÁTÍÐ „Ég mun að sjálfsögðu mæta til þessa viðburðar. Ég fagna öllu frumkvæði sem einstaklingar sýna,“ segir Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísa- fjarðarbæ, um þá hátíð sem alþýðu- menn á Ísafirði hafa boðað í júlí í sumar. Um er að ræða áhugamenn sem vilja bæta úr hátíð sem haldin var í janúar og þeir telja að al- menningur hafi ekki átt kost á þátttöku. Bæjarstjórinn segir þetta vera rangt. Almenn- ingur hafi átt kost á að vera viðstaddur vígslu m i n n i s m e r k i s um Hannes og móttöku í boði s ý s l u m a n n s . „Það eina sem ekki var opið gestum var kvöldverðurinn sem við héldum gestum, ráðherrum og þingmönnum,“ segir Halldór. Hann segir að margir viðburðir tengdir afmæli heimastjórnar eigi eftir að verða. Sýning tengd Hann- esi Hafstein verði opnuð á sunnu- dag. Þangað sem öllum sé boðið rétt eins og til málþings sem haldið verði 19. júní þar sem fjallað verði um feminisma Hannesar Hafstein. „Við erum aðeins búnir með þriðjung af okkar hátíðarhöldum,“ segir hann. Halldór þvertekur fyrir að hafa sýnt Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands og rakarasyni frá Ísa- firði, óvirðingu með því að bjóða honum ekki til formlegrar þátttöku í heimastjórnarhátíðinni í janúar. Hann segir vinarþel vera milli sín og forsetans. „Forsetinn hefur svo oft verið hjá okkur og hann veit hversu vel- kominn hann er. Hann hefur meira að segja farið með mér um svæðið á vélsleða mínum. Sleðinn er síðan kallaður Forsetinn,“ segir Halldór. ■ HALLDÓR HALLDÓRSSON Mætir á heimstjórnarhátíð í sumar. ÓLAFUR RAGN- AR GRÍMSSON Var ekki boðið í vetur en verður boðið í sumar. ÍSAFJRÖRÐUR Áhugamenn fyrir vestan hafa undirbúið heimastjórnarhátíð alþýðunnar sem haldin verður í júlí. VANSKIL EINSTAKLINGA HJÁ LÁNASTOFNUNUM Í LOK HVERS ÁRSFJÓRÐUNGS 31.12. 00 31.3. 01 30.6. 01 30.9. 01 31.12. 01 31.3. 02 30.6. 02 30.9. 02 31.12. 02 31.3. 03 30.6. 03 30.9. 0331.12. 03 Vanskil í milljörðum 6,35 8,19 8,48 10,56 10,05 10,99 11,62 12,69 11.07 11,93 11,79 12,27 10,60 Hlutfall af útlánum (%) 3,62 4,72 4,81 5,83 5,59 5,99 6,39 6,98 6,14 6,37 6,39 6,51 5,51 VANSKIL FYRIRTÆKJA HJÁ LÁNASTOFNUNUM Í LOK HVERS ÁRSFJÓRÐUNGS 31.12. 00 31.3. 01 30.6. 01 30.9. 01 31.12. 01 31.3. 02 30.6. 02 30.9. 02 31.12. 02 31.3. 03 30.6. 03 30.9. 0331.12. 03 Vanskil í milljörðum 7,78 8,57 10,64 13,27 14,52 15,61 16,12 18,10 15,19 15,33 15,49 18,62 18,92 Hlutfall af útlánum (%) 1,73 1,82 2,04 2,55 2,74 2,80 2,90 3,19 2,68 2,61 2,40 2,69 2,52 ÁSTA S. HELGADÓTTIR Forstöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna telur aukna umfjöllun um fjármál skila sér í minni vanskilum hjá einstaklingum. Og enn deila vinirnir „Jón Steinar hefur sennilega selt sig of oft til þjónustu við vafsam- an málstað til að hafa hugboð um að venjulegt fólk hefur réttlætis- kennd sem er hversdagsleg og ekkert sérstakt rannsóknarefni.“ Páll Vilhjálmsson, Morgunblaðið 13. febrúar Keflvísk karlhlunkamenning „Skyldi það annars skipta máli í þessu að næstum öll bíóin eru í eigu karlhlunka frá Keflavík? Maður hef- ur alltaf haft ákveðnar efasemdir um smekkvísina í þeim bæ.“ Egill Helgason um dapurt myndaframboð bíóhúsanna í Reykjavík. DV 13. febrúar. Hin breiðu bök „Það er eitthvað að siðferðiskennd ríkisstjórnar sem gumar af fyrir- huguðum skattalækkunum til hinna efnameiri en heimtar sér- skatt á gjafir látinna til líknar- félaga, kirkna, annarra félaga og opinberra stofnana eins og safna.“ Össur Skarphéðinsson um erfðafjárksatt, Fréttablaðið 13. febrúar. NÝ SKÓLASTEFNA Ármann Kr. Ólafsson, formaður skólanefndar Kópavogs, kynnti stefnu í málefnum grunnskóla bæjarins á dögunum. Hún felur meðal annars í sér að skólastjórar verða fluttir milli skóla eftir tiltekinn tíma á sama stað. Ný skólastefna samþykkt í Kópavogi: Skólastjórar fluttir milli skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.