Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 16
16 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Haraldur Sigurðsson, Hvítingavegi 2, Vestmannaeyjum, lést þriðjudag- inn 10. febrúar. Páll Marteinsson verslunarstjóri, Borg- arholtsbraut 32, Kópavogi, lést miðvikudaginn 11. febrúar. Steinn Týmann Elvis Presley, engin spurning. El-vis is in everything and he is still the king“, segir Steinn Ármann Magnússon leikari. Að sjálfsögðu áttaði blaðamaður sig á því að hann væri að plögga sýninguna Eldað með Elvis, sem sýnd er í Loftkastal- anum um þessar mundir við miklar vinsældir. Steinn Ármann var beðinn að koma sér niður á jörðina og svara spurningunni. „Ég vildi á mennta- skólaárum mínum heita Steinn Tý- mann. Ég var kallaður þessu nafni í ljósi þess að ég var meðlimur í Tevinafélaginu Eyjólfi, sem var skammstafað TE og starfrækt var í Flensborgarskóla. Þá hittumst við nokkrir krakkar, helltum upp á te að breskum hætti og sögðum sögur. Þetta var mjög skemmtilegur félagsskapur.“ Steinn Ármann segist alveg hættur að drekka te. „Sem er synd því mér þykir þessi drykkur nokkuð góður. Í dag drekk ég kaffi og mikið af því. Sérstaklega í leikhúsinu.“ ■ ■ Persónan Við ætlum að leggja okkur framvið að vera afskaplega væm- in,“ segir Gunnur Vilborg Guð- jónsdóttir, verslunarstjóri Penn- ans í Austurstræti, um starfsfólk- ið sem ákveðið hefur að klæðast litum ástarinnar, rauðum og bleik- um, í tilefni af Valentínusardegin- um. Í tilefni dagsins verður dag- skrá helguð ástinni í Pennanum. Ljóðskáldin Gerður Kristný, Margrét Lóa, Kristian Guttesen og Hlín Agnarsdóttir ætla að lesa frumsamin ljóð. Þá mun Sigþrúð- ur Gunnarsdóttir, útgáfustjóri barnabóka Eddunnar, lesa tvær ástarsögur fyrir yngra fólkið og segir Gunnur að um sykursætar unglingasögur sé að ræða. Ljóst er að allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi um ástina. Gunnur segir aldrei áður hafa verið haldið upp á Valentínusar- daginn í Pennanum. „Í seinni tíð höfum við orðið vör við að æ fleiri halda upp á daginn og að aukin vakning er í gangi. Þá verður að bregðast við. Vissulega höfum við áður otað fram bókum og gjafa- vörum þennan dag til jafns við konu- og bóndadaginn, en aldrei verið með sérstaka dagskrá.“ Konur virðast enn sem komið er í meirihluta þeirra sem halda upp á Valentínusardaginn. Gunn- ur segir karlmenn vera að koma til. „Þeir leita gjarnan eftir ráð- leggingum um hvað sé sniðugt að kaupa. Við mælum gjarnan með fallegum gjafabókum, annaðhvort með ástarljóðum eða viskukorn- um um ástina. Þá bendum við þeim á falleg kort og hvetjum þá til að skrifa eitthvað hjartnæmt fyrir elskuna sína.“ Hún segir bangsa vinsæla gjöf á Valentínus- ardaginn. Gunnur var spurð hvort ein- hverjir bókahöfundar hafi sér- staklega gert út á ástina. Gunnur bendir þá á bók Önnu Valdimars- dóttur, Leggðu rækt við ástina. „Bókin var einmitt að koma út í kilju sem auðveldar fólki að ganga með hana á sér til áminn- ingar. Anna er alger snillingur og okkar sérfræðingur í ástarmál- um.“ Gunnur var beðin um að rifja upp eitthvert ástarljóð í tilefni dagsins. Hún valdi ljóð eftir Guð- rúnu Árnadóttur sem heitir Guln- að blað. Með gætni strýk ég gulnað blað, sem geymir nafnið þitt. Hver stafur minnir mig á það, hver mörgum sinnum þess ég bað, þú myndir nafnið mitt. ■ Valentínusardagurinn ■ Penninn í Austurstræti helgar daginn í dag elskendum á öllum aldri. Starfsmenn klæðast litum ástarinnar. CARL BERNSTEIN Rannsóknarblaðamaðurinn sem galopnaði Watergate-málið með félaga sínum Bob Woodward á Washington Post er 59 ára í dag. 14. febrúar ■ Þetta gerðist Leggja sig fram við að vera væmin Guðni Guðmundsson, fyrrverandi rekt- or MR, er 79 ára í dag. Steinþór Sigurðsson leikmyndahönn- uður er 71 árs í dag. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður er 64 ára í dag. Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri er 54 ára í dag. Irma Erlingsdóttir, rannsóknarstofu í kvennafræðum, er 36 ára í dag. Elva Dögg Melsted, fyrrverandi Ungfrú Ísland.is, er 25 ára í dag. 1899 William McKinley undirritar frum- varp sem gerir kosningavélar lög- legar í Bandaríkjunum. 1920 Konur í Chicago stofna kosninga- bandalag. 1945 Chíle, Ekvador og Paragvæ ganga í Sameinuðu þjóðirnar. 1990 Farþegaflugvél frá Indian Airlines hrapar í aðflugi með þeim afleið- ingum að 94 farast. 1999 John Ehrlichman, ráðgjafi Nixons forseta, sem var fangelsaður fyrir þátt sinn í Watergate-hneykslinu, deyr í Atlanta, 73 ára að aldri. 2000 Fellibylur gengur yfir suðvestur- hluta Georgíu og verður 19 manns að bana. 2003 Klónaða kindin Dolly er sex ára gömul þegar hún er aflífuð eftir að dýralæknar staðfesta að hún þjáist af lungnasjúkdómi. Sjö snyrtilega klæddir mennfundust í vöruskemmu í norður- hluta Chigaco að kvöldi þessa febr- úardags. Þeir höfðu verið skotnir í bakið með vélbyssum og þegar bet- ur var að gáð voru þeir allir, nema einn, þekktir glæpamenn í þjónustu glæpaforingjans og sprúttsalans Bugs Moran. Böndin beindust því strax að Al Capone, sem var helsti keppinautur Morans um brenni- vínsgróða bannáranna. Lögreglan átti í mestum erfið- leikum með að fá botn í það hvernig hægt var að afvopna þessa harðsvíruðu glæpamenn, fá þá til að snúa sér upp að vegg og skjóta þá síðan á færi. Sjónarvottar vörpuðu ljósi á málið þegar þeir greindu frá því að þeir hefðu séð einkennis- klædda lögregluþjóna fylgja mönn- unum inn í skemmuna þannig að það lá ljóst fyrir að hinir myrtu töldu sig vera í vörslu yfirvalda þegar þeim var komið fyrir kattar- nef. Það tókst aldrei að sanna morðin á Capone og hann gaf aldrei nein af- dráttarlaus svör en talið er að hann hafi verið búinn að leggja á ráðin nokkrum mánuðum áður, en þá á hann að hafa talað um nauðsyn þess að ryðja Moran úr vegi. Þegar hon- um var bent á að hann yrði að drepa ansi marga til þess svaraði hann einfaldlega: „Ég sendi blóm.“ ■ BLÓÐBAÐ ■ Glæpaforinginn Al Capone lét taka sjö manns af lífi í skemmu á Valentínusar- deginum árið 1929. 14. febrúar 1945 Hvað vildir þú heita ef...? AL CAPONE Engin efast um að hann hafi staðið fyrir blóðbaðinu á Valentínusardegi árið 1929 en með því að láta salla niður sjö manns úr liði helsta keppinautar síns í sprúttsöl- unni innsiglaði hann völd sín í undirheim- um Chigaco. Blóðbað á Valentínusardegi Hver er ekki hóra í dag?“ spyrValur Gunnarsson á fyrstu plötu Ríkisins, sem kom út fyrir jól. Sú plata hlaut nokkra athygli fyrir beittar laga- og textasmíðar auk þess sem frábært myndband þar sem sveitin spilar fyrir nánast tómu marmaragólfi í Versló hefur fengið spilun í sjónvarpi. Nú er fyrsta ljóðabók Vals komin út og þar kveður við annan tón. Í stað þess að pota eins og hann gerir í textum Ríkisins leitar Valur inn á við og þar virðist útlit- ið oft vera dökkt. „Maður getur ekki alltaf verið reiður, maður þarf stundum að vera sorgmæddur líka,“ segir Val- ur um ljóðin í nýju bókinni, A Fool For Believing. Sagan að baki því hvernig bókin komst út úr kollinum á Vali inn í raunheiminn er ansi skemmtileg. „Ég var staddur í Finnlandi og þáverandi kærasta mín skráði mig inn á ljóðavef- síðu. Síðar fékk ég svaka boðskort um að mæta til Wash- ington til þess að taka þátt í al- þjóðlegu ljóðahófi. Ég fór og komst að því að þetta væri eitt- hvað Hótel Ísland dæmi, eitt- hvað kóverband að spila og bjór- inn á íslensku verði. Ég las upp mitt ljóð og lenti svo á blinda- fyllirí með einfættum hermanni og hjúkkunni hans. Missti þess vegna alveg af verðlauna- afhendingunni. Einhverjum mánuðum seinna var mér til- kynnt að ég hefði unnið nýliða- verðlaun á hátíðinni. Verðlaunin voru prentun á ljóðabók á ensku.“ Og nú er bókin komin til landsins og fæst í flestum bóka- búðum. ■ VALUR GUNNARSSON Fyrsta ljóðbók Vals heitir A Fool For Believ- ing eftir lokaljóði bókarinnar. „Það fjallar um þá flónsku að trúa á frelsarann og að það geri allt fínt og gott,“ segir Valur. Útgáfa VALUR GUNNARSSON ■ Fór á fyllirí og missti af ljóðaverð- launaafhendingu þar sem hann fékk ný- liðaverðlaun sem voru prentun á ljóða- bók á ensku. Missti af verðlaunafhendingunni 11.00 Bára Sveinsdóttir, Búhamri 28, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. 14.00 Þórhildur Salómonsdóttir, fyrr- um forstöðumaður Þvottahúss ríkisspítalanna, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal. 14.00 Guðmundur Ó. Bjarnason, Teiga- seli 1, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Hveragerðiskirkju. 14.00 Jakobína Guðlaugsdóttir, Skuld, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju. 14.00 Magnús Þorbergur Þorsteinsson frá Blikalóni, Melrakkasléttu, verð- ur jarðsunginn frá Raufarhafnar- kirkju. 14.00 Sigurður Hjálmar Tryggvason verður jarðsunginn frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. 14.00 Hulda Jónsdóttir, Selási 5, Egils- stöðum, frá Freyshólum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju. GUNNUR VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR Gunnur segir aldrei áður hafa verið haldið upp á Valentínusardaginn í Pennanum. „Í seinni tíð höfum við orðið vör við að æ fleiri halda upp á daginn og að aukin vakn- ing er í gangi. Þá verður að bregðast við.“ ÞORGEIR JÓNSSON Kafarinn sem fann líkið í höfninni í Nes- kaupstað. Þetta er í annað sinn sem hann finnur lík í höfn en í fyrra skiptið var það 1994 þegar hann fór til Seyðisfjarðar að leita að manni sem var saknað. Hver? Ég er lærður vélvirki og vinn á vélaverkstæði Geirs Skúlasonar hér í bæ. Hvar? Ég er staddur hérna heima að glugga í fréttirn- ar í dag á Netinu. Hvaðan? Ég er fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hvað? Köfun er mitt stærsta áhugamál, auk þess að vinna við þetta að einhverju leyti. Ég reyni að fara erlendis og kafa annað hvert ár og var nú síðast á Orkneyjum. Það er mikill munur á því að kafa hér heima og að kafa á suðrænni slóðum þar sem ég hef verið eins og á Flórída, Jamaíka og Mexikó. Það er alltaf gaman að kafa hér heima en það eru bara svo frá- brugðnar aðstæður miðað við það sem geng- ur og gerist erlendis. Hérna er meiri kuldi og yfirleitt minna skyggni og maður sér yfirleitt ekki mikið af fiski. Það er alltaf skemmtilegt að kafa í gjánum á Þingvöllum. Flórída hefur alltaf verið heillandi og mig langar aftur til Orkneyja. Þar er stór floti af þýskum skipsflök- um úr fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta eru stór og mikil skip og það er gaman að skoða þau. Hvernig? Í dag er auðvelt að verða kafari. Það er hægt að finna upplýsingar um kennara á heimasíðu Sportkafarafélags Íslands; www.kofun.is. Ég byrjaði á því að fara á björgunarköfunarnám- skeið í Hafnarfirði sem tók rúmlega viku. Þetta var eitthvað sem ég gerði í gegnum skátana á sínum tíma vegna þess að ég var í Slysavarn- arfélaginu. Það er hægt að læra nánast enda- laust í þessu því það eru til svo margir köfun- arstaðlar og það er misjafnt hverju menn eru að taka mikið af á námskeiðum og hvaða rétt- indi þeir fá út úr því. Svo er alltaf verið að finna eitthvað nýtt og breyta stöðlum. Hvers vegna? Köfun er bara eitthvað sem er búið að heilla mig frá því ég var lítill gutti og sá kafarana hér í höfnunum í den. Hvenær? Ég hef stundað köfun síðan frá 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.