Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 20
20 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Árni Johnsen sat ekki auðumhöndum þegar hann afplánaði refsivist sína á Kvíabryggju held- ur mundaði hamar og meitil og vann nokkra tugi höggmynda úr grjóti. Þær eru misjafnar að lögun en form margra þeirra er svipað, grjótstallur með stálsúlum upp úr sér og hnullungur eða hella þar of- an á. Þar má svo sjá skraut af ýmsu tagi, til dæmis glerkúlur, kýrauga, vaskafat, bronsstyttur og uppstoppaðan fugl. Ljóst má vera að á bak við verk- in liggur gríðarleg vinna en höf- undurinn er jú þekktur af dugnaði og miklar sig ekki af þessu frekar en öðru sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Þetta var vinna eins og lífið sjálft en ég er vanur að vinna mikið og láta ekkert stoppa mig,“ segir Árni. „Það kostaði blóð, svita og tár að velta grjótinu upp úr fjörunni eða brjóta það úr fjöru- hömrunum og það fóru margir meitlar í þetta.“ Þótt Árni Johnsen hafi komið víða um ævina og ekki alltaf bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamenn kom mörgum í opna skjöldu þegar spurðist af höggmyndagerð hans á Kvía- bryggju. Hvernig í ósköpunum kom hún til? „Það er nú ósköp ein- falt, þegar ég var kominn vestur á Snæfellsnes til að dvelja þar um stund ákvað ég að búa eitthvað til úr umhverfinu. Eitt og annað kom til greina, skrif og fleira, en ég féll fyrir þessu sérstæða stuðla- bergsgrjóti sem er slípað af haf- inu í alls konar stærðir og form. Ég hef reyndar alltaf haft mjög mikinn áhuga á grjóti, grjót er eitt það fallegasta sem ég sé.“ Hugsun á bak við hvert verk Árni fæddist og ólst upp í Vest- mannaeyjum þar sem tengslin við hafið eru meiri en víða annars staðar enda allt um kring. Steinar voru líka meðal leikfanganna: „Ég lék mér með steina, á steinum og í urð og grjóti.“ Það er óravegur frá fjörugrjóti í listaverk og ekki úr vegi að spyrja hvað Árni hafi séð fyrir sér þegar hann horfði í steinana. „Hver einasta mynd er hugsuð þó hún sé ekki flókin,“ segir hann og nefnir dæmi: „Eitt verkið heitir sálarþvottur. Ég fann gamalt vaskafat í fjörunni undir Kross- nesbjargi sem hefur örugglega verið úti árum eða áratugum sam- an. Það var kolryðgað að stórum hluta, botnlaust og slitið. Ég ákvað strax að nota það í eitt verkið. Fat er fallegt form og gamlir slitnir hlutir segja mikla sögu. Það hafa mörg handtök far- ið um þetta vaskafat,“ segir Árni. Hann nefnir líka annað verk sér- staklega og það ekki að ástæðu- lausu: „Eitt verkið er byggt á stór- ri þriggja tonna steinhellu. Í því notaði ég mótíf sem eru mér mjög kær, fjölskylduna mína og vini. Það verk heitir Bergvættirnir.“ Þótt Árna sé ýmislegt til lista lagt þekkir hann sín takmörk og leitar til annarra um aðstoð og þátttöku ef svo ber undir: „Sem betur fer fær maður stundum hugmyndir sem eru manni ofviða og þá leitaði ég til þeirra sem voru flinkastir á því sviði og fékk þá til liðs við mig. Ég fékk sérlega fallegar blásnar glerkúlur frá Sig- rúnu í Bergvík, og Ranka í Gýgj- arhólskoti í Biskupstungum tálg- aði fyrir mig músarrindla og lóu sem ég steypti svo í kopar,“ segir Árni og bendir á að málarar kaupi sér liti en í stað litanna fái hann form sem hann svo vinnur úr. Það munar bara einum sálmi á fólki Það tók nokkurn tíma að vinna verkin en Árni fékk talsvert út úr erfiðinu. „Já, ég hafði feikilega gaman af þessu, allt svona erfiði er líka hvíld. Það fylgja þessu líka pælingar,“ segir hann en neitar að afplánunin á Kvíabryggju sem slík hafi haft sérstök áhrif á hann við vinnuna: „Nei, nei, engin. Það eru allir jafnir að því leyti á þess- ari jörðu að þeir fylgja þessari jörð hvar sem þeir standa. Hvort sem þeir standa í fátækt, ríki- dæmi, afplánun eða hverju sem er. Og ef menn bara leita í ljósið við allar kringumstæður þá er ósköp lítill munur á fólki, sama hvar það er og hvar það hefur lent. Þó að einn sé dæmdur en annar ekki þá er munurinn á fólki, þegar upp er staðið, bara einn sálmur til eða frá.“ Segja má að skjálfta hafi gætt í menningarheiminum þegar spurðist að Árna hefði boðist að sýna verk sín í Listasafni Reykja- nesbæjar, Duushúsum. Kjartan Guðjónsson listmálari brást til dæmis hinn versti við en fyrir- hugað var að hann sýndi verk sín þar. Hann hætti hins vegar við þegar sýning Árna var ákveðin. „Ég hef alltaf metið Kjartan Guð- jónsson, menn mega hafa sínar skoðanir og það er reyndar mjög gott. En ég sé ekki betur en að það sé pláss fyrir flesta á þessari jörð. Ég er ekkert að stilla mér upp meðal listamanna, ég er bara venjulegur Jón. Ég hef skrifað margar bækur, samið tugi laga, skrifað fyrir sinfóníuhljómsveit og gripið í ýmsa hluti og ég óska ekki eftir nokkrum titlum.“ Að sama skapi var fundið að sýningarhaldinu í Reykjanesbæ þar sem bæjarstjórinn Árni Sig- fússon er frændi Árna Johnsen. „Árni hafði ekki hugmynd um þetta. Gamlir kunningjar mínir, Valgerður Guðmundsdóttir menn- ingarfulltrúi bæjarins og maður hennar Hjálmar Árnason, komu í heimsókn til mín og þá kom þetta upp og var í gadda slegið. Þetta kom Árna frænda mínum ekkert við.“ Líklega of einfalt fyrir hina lærðu En hvernig ætli Árna líði nú þeg- ar verið er að opna sýninguna? „Ég hef bara gaman af þessu, margir hafa haft gaman af þessu og mér þykir vænt um það. Mér er sagt að það sé ekki mikið af svona einfaldri útfærslu, þetta er líklega of einfalt fyrir hina lærðu í faginu og það er bara af hinu góða. Þetta eru einföld form og fallegt grjót og einhver saga á bak við hvert verk. Ég vona bara að fólk komi og sjái þetta.“ Og áhugasamir geta fest sér verk á sýningunni. „Já, ætli þetta sé ekki bara allt til sölu þegar á reynir. Ég veit ekki hvað þetta kostar en vonast til að hafa upp í kostnað.“ Árni segir að þegar hafi verið falast eftir einstaka verkum en hann hafi ekki viljað selja þau strax. Fyrst vilji hann sýna þau almenningi. bjorn@frettabladid.is UNNIÐ Í GRJÓT Hamar og meitill dugðu ekki alltaf til, stundum þurfti stórtækari vélar. „Ég hafði feikilega gaman af þessu,“ segir Árni, „allt svona erfiði er líka hvíld. Það fylgja þessu líka pælingar.“ Fólki gefst nú færi á að sjá höggmyndirnar hans Árna Johnsen í fyrsta sinn frá því að þjóðin sá vörubílana streyma frá Kvíabryggju í nóvember. Sýning á verkunum opnar í Duushúsum í Reykjanesbæ í dag. Ég er bara venjulegur Jón BERGVÆTTIR Árni stendur hér við eitt verka sinna, sem er honum kært, en í því eru bronsmyndir af eig- inkonu hans, syni og vini. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÚTRÉTT HÖND OG HNEFI Sýning Árna í Gryfjunni í Duushúsum í Reykjanesbæ er opnuð í dag og stendur til 13. mars. „Já, ætli þetta sé ekki bara allt til sölu þegar á reynir,“ segir Árni. „Ég veit ekki hvað þetta kostar en vonast til að hafa upp í kostnað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.