Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 26
■ Maður að mínu skapi 26 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR ÁSGEIR SIGURVINSSON Er að sögn Loga Ólafssonar mikill húmoristi. Heiðarlegur húmoristi Ásgeir Sigurvinsson er maðurað mínu skapi. Það er fyrst og fremst vegna þess að hann er sá íslenski íþróttamaður sem hefur náð hvað lengst,“ segir Logi Ólafs- son, sem þjálfar karlalandsliðið í knattspyrnu ásamt Ásgeiri. „Samstarf mitt við hann hefur verið mjög farsælt og það er ákaf- lega gott að vinna með honum. Hann er heiðarlegur og hrein- skiptinn og glöggur á mörgum sviðum. Það er annað sem hefur ekki birst þjóðinni sérstaklega en það er að hann er mjög skemmti- legur maður og mikill húmoristi,“ segir Logi, sem sjálfur er annálað- ur gleðimaður. Logi hefur ferðast mikið um heiminn með Ásgeiri síðan þeir tóku við þjálfun landsliðsins. „Hann nýtur mikillar virðingar í knattspyrnuheiminum í Evrópu. Mér sýnist það vera mjög sann- gjörn og eðlileg virðing enda skaraði hann fram úr þegar hann lék í Þýskalandi. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki grein fyrir því hversu mikilsvirt- ur hann er. En Ásgeir er fyrst og fremst drengur góður og þægileg- ur í öllum samskiptum.“ ■ REYKJAVÍKURSJAMPÓ FRÁ GRENIVÍK Torfi Halldórsson framkvæmdastjóri með nýja sjampóið. Vatnið á höfuðborgarsvæðinu er basískt, það vill þurrka húð og hársvörð og getur valdið kláða. Sjampóið frá Grenivík vinnur gegn þessu. Línan heitir Reykjavík SPA. Fyrirtækið PharmArctica í Grenivík hyggur á landvinninga í gerð snyrtivara og samheitalyfja á komandi árum. Ný vara er nú komin markað frá fyrirtækinu: Sérþróað sjampó fyrir Reykvíkinga Lítið og ungt fyrirtæki norður ílandi hefur þróað og framleitt nýja gerð sjampós og sturtusápu sem eru sérsniðin að eiginleikum heita vatnsins í Reykjavík. Vatnið á höfuðborgarsvæðinu er basískt, það vill þurrka húð og hársvörð og get- ur valdið kláða. Nýju sápunum er ætlað að koma jafnvægi á sýrustig húðarinnar og viðhalda heilbrigði hennar. Línan heitir Reykjavík SPA og auk áðurnefndra vara eru fram- leidd fótakrem, handáburður, húð- mjólk, rakakrem og svitaeyðir. Framleiðandinn er fyrirtækið PharmArctica á Grenivík sem var stofnað á síðasta ári. „Að baki þess- um vörum liggja talsverðar rann- sóknir,“ segir Torfi Rafn Halldórs- son, framkvæmdastjóri PharmArctica. „Við unnum með ít- arlegar upplýsingar um efnasam- setningu reykvíska vatnsins og með frönskum samstarfsaðilum okkar tókst okkur að búa til blöndur sem vinna gegn þessu háa ph-gildi vatnsins. Að auki er græðandi jurt- um á borð við Aloa Vera og Jojoba bætt við,“ segir Torfi en alls standa sjampóið og sturtusápan saman af á fjórða tug efna. Þróunarvinnan hef- ur tekið hálft ár og eru vörurnar nú á leið í verslanir, til dæmis Nóatún, Hagkaup og Bónus sem og á aðra sölustaði á borð við sundlaugar. Hörð samkeppni en stór markaður Það kann að skjóta skökku við að fyrirtæki í miðjum Eyjafirðinum framleiði vörur sem eru sérstak- lega miðaðar við notkun á höfuð- borgarsvæðinu en Torfi segir stað- setninguna ekki skipta máli: „Þess- ari hugmynd var lætt að okkur og við réðumst í verkið, það kostaði engin vandamál þó langt væri í næsta krana með basísku vatni.“ Sem ljóst má vera ríkir hörð sam- keppni á sjampómarkaðnum og gott úrval af heimsþekktum vörum í hill- um verslana: „Við gerum okkur grein fyrir samkeppninni og það segir sig sjálft að við keppum ekki auðveldlega við þessi risastóru al- þjóðlegu fyrirtæki. Hagkvæmni framleiðslu þeirra verður alltaf meiri en okkar. Hinsvegar teljum við að okkar vara sé góð að gæðum og á sanngjörnu verði og erum óhrædd við allan samanburð.“ Að- spurður segist Torfi hafa leitt hug- ann að útflutningi á Reykjavík SPA vörunum en fyrsta skrefið sé að ná fótfestu á Íslandi. Framleiðsla samheitalyfja áætluð PharmArctica var stofnað í októ- ber 2002 að frumkvæði tveggja lyfjafræðinga og eins snyrtifræð- ings. Þremenningarnir fengu Gren- víkinga til liðs við sig og er Sænes, útgerðarfélag á staðnum, í hópi hluthafa. Fyrirtækið býr að full- kominni aðstöðu til framleiðslu lyfja og snyrtivara og framleiðir ýmsar vörur á báðum sviðum fyrir fjölda fyrirtækja. Þá framleiðir það undir eigin merkjum sem eru Apotheke og Gaia. Stefnt er að framleiðslu svonefndra samheita- lyfja og gera áætlanir ráð fyrir að fullt lyfjaframleiðsluleyfi fáist síð- ar á árinu. Tólf manns vinna hjá fyrirtækinu en ráðgert er að þeim fjölgi nokkuð með tímanum. bjorn@frettabladid.is 750 þúsund lítrar af sjampói Gera má ráð fyrir að meðalmaðurinn noti 12 sjampóglös á ári – um það bil þrjá lítra af þessum þykka vökva sem gerir hár okkar hreinna og eykur um leið vellíðan okkar. Sé miðað við að þetta eigi við um 250 þúsund manns (smábörnum og sköllótt- um sleppt) kemur í ljós að árleg sjampónotkun þjóðarinnar er 750 þúsund lítrar. Það er því eftir nokkru að slægjast á sjampó- markaðnum. ■ Við unnum með ítarlegar upplýsingar um efnasamsetningu reyk- víska vatnsins.“ ,, FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA LOGI ÓLAFSSON Hefur miklar mætur á samstarfsmanni sín- um, Ásgeiri Sigurvinssyni landsliðsþjálfara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.