Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 28
28 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Kalli Bjarni rúllaði upp Idol-keppninni á Stöð 2 í byrjun árs. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðan. En hvað ætli hinir keppendurnir átta séu að gera og hvað hyggjast þeir gera í framtíðinni? Hvernig er lífið eftir Idol? Ég er í þriðja bekk á félags-fræðibraut í Menntaskólanum á Akureyri. Svo er ég að leika með leikklúbbnum Sögu. Við erum að æfa spunaverk, undir leikstjórn Laufeyjar Brár, sem við ætlum að setja upp í Ketilshúsinu í apríl. Svo förum við líklega með verkið til Danmerkur í sumar,“ segir Jó- hanna Vala Höskuldsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, sem varð fyrst til að yfirgefa níu manna úrslitin í Idol. Eftir menntaskóla langar Völu í leiklistarskóla. „En áður en ég geri það ætla ég að vera búin að mennta mig brjálæðislega mikið. Mig langar rosalega að læra hvernig á að stjórna huganum og nota fleiri rásir í heilanum. Ég hlýt að vera betur undirbúin fyrir lífið ef ég kann að nota heilann betur. Það er enginn svona skóli á Íslandi svo ég býst við að fara til útlanda til að læra þetta,“ segir Vala. „Þetta er draumurinn í dag en það verður líklega einhver ann- ar á morgun.“ Vala hefur haft lítinn tíma síð- ustu daga enda var hún að klára próf í skólanum, sem hún stóðst með ágætum. „Ég hef gert svolít- ið af því að syngja og tók meira að segja smá uppistand um daginn þar sem ég gerði grín að sam- bandi okkar Bubba. Það tókst vel en í augnablikinu er ekki söngfer- ill í myndinni.“ Vala segir fólk stundum biðja sig um eiginhandaáritanir en fyndnasta atvikið var þó í sundi. „Það voru krakkar að biðja um eiginhandaáritun þegar ég var í sundi. Það var mjög fyndið og hef- ur ekki gerst áður. Þau fengu blautar áritanir,“ segir hún og hlær. Vala segir það hafa margborg- að sig að taka þátt í Idolinu. „Þetta var mjög gaman og ég borgaði ekkert fyrir það,“ segir Vala. ■ Ég er að vinna hjá rekstrarfélagiKringlunnar og er stjórnandi þjónustuborðsins. Starfið er mjög fjölbreytt, ég sé meðal annars um alla starfsemi á þjónustuborðinu og allar þær vörur sem við seljum þar. Svo sé ég um starfsfólk og allt það sem viðkemur því. Þetta er í raun almennur rekstur þjónustu- borðsins ásamt ýmsum aukaverk- efnum,“ segir Sesselja Magnús- dóttir, sem varð önnur til að detta úr Idol-keppninni. Sessý, eins og hún er vanalega kölluð, er komin sex mánuði á leið og hafa síðustu mánuðir farið í að undirbúa komu barnsins. Hún hefur þó gefið sér tíma til að syngja annað slagið. „Ég hef verið að einbeita mér að vinnunni og óléttunni en er að planleggja ýmislegt,“ segir Sessý, sem stefnir að því að syngja meira og jafnvel gefa út sólóplötu seinna meir. „Ég hef verið að setja drauma mína niður á blað og tek ákveðin skref til að láta þá ræt- ast.“ Aðspurð hvort hún sé orðin fræg segir Sessý: „Frægð er fynd- ið orð en auðvitað finn ég fyrir því að fólk þekkir mig. Það er samt mjög óraunverulegt. Það eru aðal- lega krakkar sem þora að tala við mig um Idolið.“ Sessý segir allt í kringum Idol- keppnina hafa verið ánægjulegt. „Krakkarnir í keppninni og starfs- fólkið í kringum hana voru mjög skemmtileg. Það sem ég lærði hins vegar hvað mest á þessari keppni er hvert ég stefni á að fara í tón- listinni.“ ■ Ég er í barnseignarleyfi og þaðfer nú mestur tími í það,“ seg- ir Jón Sigurðsson, sem eignaðist barn í miðri Idol-keppninni. „Ég svindla þó stöku sinnum og er að taka upp smá tónlist.“ Jón hefur nýlokið tökum á ís- lensku útgáfunni af laginu Words sem hann söng í lokakeppni Idols- ins. Lagið fer væntanlega í spilun á næstu dögum. Hann segist vel geta hugsað sér að fara að vinna eitthvað að tónlist þó hann búist ekki við að gera það af fullum krafti. „Ég ætla ekki að hella mér út í tónlistina 110%. Ég byrja smátt og kannski fer það að rúlla.“ Áður en Jón fór í barnseignar- leyfi starfaði hann hjá Símanum og var í diplómanámi í stjórnun og starfsmannamálum í Háskóla Ís- lands. Hann útskrifaðist úr nám- inu í gær. Jón vill ekki meina að hann sé orðinn frægur á Íslandi í kjölfar Idol-keppninnar. „Þetta er allt já- kvæð athygli sem ég fæ en ég myndi ekki kalla það frægð,“ seg- ir söngvarinn brosmildi. „Þetta er eiginlega meira svona að vera þekktur. Annars er ég svo hógvær í þessu öllu.“ Jón segir það hafa verið vel þess virði að taka þátt í Idol. „Já, það var alveg hiklaust þess virði. Þetta var mikil reynsla og ég hef eiginlega öðlast nýja sýn á sjálf- an mig. Þó ég hefði ekki náð svona langt hefði þetta borgað sig.“ ■ Ég er á milli starfa eins og er ener jafnframt að undirbúa tón- listarferil minn,“ segir Tinna Marína Jónsdóttir, sem varð sú fimmta til að falla úr leik í níu manna úrslitum Idol-keppninnar. Tinna Marína stefnir að því að vinna að tónlist í framtíðinni. „Það er verið að semja lög fyrir mig sem stendur og ef það gengur vel verða þau sett á plötu í ár,“ segir Tinna Marína. „Nú krossa ég bara fingurna og vona að þetta gangi.“ Það hefur talsvert verið að gera hjá Tinnu Marínu síðan hún tók þátt í Idol-keppninni. Hún hef- ur meðal annars sungið á skemmtistaðnum NASA og tals- vert í grunnskólum á höfuðborg- arsvæðinu. Tinna Marína segist finna tals- vert fyrir frægðinni sem virðist fylgifiskur keppninnar. „Það er alltaf einhver að biðja um eigin- handaáritun og stundum fæ ég tölvupóst þar sem fólk er að segja mér hvernig ég sé,“ segir Tinna Marína, sem finnur stundum fyrir stingandi augnaráði fólks. „Það getur stundum verið óþægilegt, ef ég lít til dæmis illa út einn daginn. Það er einnig mikið um kjaftasög- ur sem fara á flakk en þeir sem þekkja mig vita að það er ekkert til í þeim.“ Tinna Marína mælir eindregið með því að fólk taki þátt í Idol. „Þetta er frábær leið til að koma sér á framfæri,“ segir söngkonan unga. ■ Vala - Er í Menntaskólanum á Akureyri en hyggur á nám tengt heilanum. Tinna - Undirbýr tónlistarferil sinn af fullum krafti. „Það er verið að semja lög fyrir mig sem stendur og ef það gengur vel verða þau sett á plötu í ár.“ „Mig langar rosalega að læra hvernig á að stjórna huganum og nota fleiri rásir í heilanum.“ Fáir sjónvarpsþættir hafa notiðjafn mikilla vinsælda á Íslandi og Idol stjörnuleit. Á meðan keppninni stóð skeggræddi fólk í kaffitímum um hver væri besti söngvarinn, hver liti best út, hver ætti skilið að detta út og hver ætti skilið að sigra. Hundruð manna reyndu fyrir sér í forkeppninni en aðeins 32 komust áfram. Af þessum 32 voru síðan aðeins níu sem komust í lokakeppnina í Smára- lind. Flestir vita hvað sigurveg- arinn Kalli Bjarni er að brasa í dag enda í nógu að snúast hjá honum. Spurningin er hins veg- ar hvað hinir keppendurnir átta eru að gera, hvort þeir eru enn að vinna að tónlist og hvað þeir gera dags daglega. kristján@frettabladid.is Jón - Er í barnseignarleyfi og var að ljúka diplóma- námi í stjórnun og starfsmannamálum. „Þetta var mikil reynsla og ég hef eiginlega öðlast nýja sýn á sjálfan mig.“ Sessý - Er yfirmaður þjónustuborðs Kringlunnar en fer brátt í fæðingarorlof. „Frægð er fyndið orð en auðvitað finn ég fyrir því að fólk þekkir mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.