Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 34
Í Bandaríkjunum er komin útævisaga Luciu Joyce, dóttur rit- höfundarins James Joyce. Höf- undurinn er Carol Loeb Schloss og bókin nefnist Lucia Joyce: To Dance in the Wake. Nokkur fjöl- miðlaumfjöllun hefur þegar orðið um bókina en þetta er ekki eina athyglin sem Lucia Joyce fær því í Bretlandi verður bráðlega frum- sýnt leikrit um hana, Calico eftir Michael Hastings. Joyce átti tvö börn með eigin- konu sinni Nóru, þau Giorgio og Luciu. Hjónin voru á sífelldum þvælingi um Evrópu með börnin, sem voru oft skilin eftir ein og fengu litla menntun, en lífið sner- ist um skriftir heimilisföðurins. Bæði börnin voru í ójafnvægi. Giorgio var þjakaður af frægð og snilligáfu föður síns. Hin hæfi- leikamikla Lucia var andlega van- heil og var vistuð á fjölmörgum stofnunum frá því hún var tæp- lega þrítug fram á dauðadag árið 1982. Schloss segir að ástæðan fyrir andlegri vanheilsu Luciu hafi verið sú ákvörðun fjölskyld- unnar að hún gæfi upp á bátinn helstu ástríðu sína, sem var nú- tímadans. Lucia var listamaður af lífi og sál. Þegar hún var svipt þeirri skapandi túlkun sem gaf lífi hennar gildi og var auk þess yfir- gefin af mönnum sem hún elskaði (föður sínum og Samuel Beckett) hrundi tilvera hennar og geðveik- in blossaði upp. Schloss segir að Joyce hafi gert sér grein fyrir þætti sínum í ástandi dóttur sinn- ar og reynt að að sameina Luciu og fjölskylduna, þrátt fyrir að eig- inkona hans meinaði Luciu að- gang að heimilinu og bróðir Luciu, Giorgio, krefðist þess að Lucia væri vistuð á stofnunum. Kona í skugga snillinga Í leikriti Michaels Hastings um Luciu kemur rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Samuel Beckett nokkuð við sögu. Beckett varð aðstoðarmaður Joyce í París árið 1928. Hann var þá 22 ára gamall og Lucia 21 árs. Svo virðist sem Lucia hafi orðið ástfangin af honum en óljóst er hvort ástar- samband var á milli þeirra. Hastings telur svo ekki hafa verið en í leikritinu er Beckett látinn ala á vonum Luciu um sameigin- legt fjölskyldulíf. Brenda Maddox, ævisagnarit- ari Nóru, eiginkonu Joyce, telur að Lucia hafi verið geðklofi og ýmislegt í hegðan Luciu styður þá kenningu. Shloss og Hastings telja þó að svo hafi ekki verið, heldur hafi umhverfið og þá ekki síst karlmenn með snilligáfu brot- ið hana niður. Schloss lagðist í miklar rannsóknir á sjúkrasögu Luciu og sakar aðra ævisagnahöf- unda um að hafa tekið mark á óáreiðanlegum heimildum. Schloss segir að sálfræðingar og sálkönnuðir (þar á meðal Carl Gustav Jung) hafi notað Luciu sem eins konar tilraunadýr við ýmsar rannsóknir sínar. Jung taldi að Lucia væri geðveik en það gat Joyce ekki viðurkennt því honum fannst að með því væri hann að gefa í skyn að sjálfur væri hann andlega vanheill. Meðhöfundur að Finnegan’s Wake Schloss segir að Lucia hafi átt mikinn þátt í ritun Finnegan’s Wake og þau feðgin hafi læst sig inni tímunum saman til að skapa í sameiningu texta bókarinnar. Lucia hafi því verið meðhöfundur. Schloss telur einnig að Lucia hafi verið fyrirmynd að nokkrum kvenpersónum í skáldsögum föð- ur síns. Djarfasta kenningin sem komið hefur fram um samband feðginanna (og er ekki frá Schloss komin) er sú að Lucia hafi átt í ástarsambandi við föður sinn. „Ég verð þér aldrei ótrú,“ sagði hún eitt sinn við hann. Þeir sem hallast að þessari kenningu benda á að í Finnegan’s Wake er vikið að sifja- spelli milli föður og dóttur. Annað sem þykir styðja kenninguna er að Stephen Joyce, sonur Giorgios og sonarsonur Joyce, brenndi öll bréf Joyce, þar á meðal fjölmörg sem fóru milli hans og Luciu. Hvað var hann að fela? spyrja menn. Hugsanlega hneykslanlegt fjölskylduleyndarmál. Úr því fæst þó sennilega aldrei skorið. Hvað um það, harmræn ævi Luciu Joyce er í sviðsljósinu þessa stundina. kolla@frettabladid.is ■ Sagt og skrifað 34 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Djarfasta kenningin sem komið hefur fram um samband feðgin- anna er sú að Lucia hafi átt í ástarsambandi við föður sinn. „Ég verð þér aldrei ótrú,“ sagði hún eitt sinn við hann. ,, BÓK VIKUNNAR The Emperor’s Last Island eftir Juliu Blackburn Þessi bók fjallar um eyjuna St. Helenu sem var síðasti áfanga- staður Napóleons í þessu lífi. Napóleon er í forgrunni í bók sem er einstaklega heillandi blanda af mannkynssögu, ferðabók og per- sónulegum minningum. Höfundi tekst einstaklega vel að draga upp sterka og lifandi mynd af Napóleon. Bókin er skrifuð af inn- sæi og innlifun en um leið af virð- ingu fyrir staðreyndum. ■ Bækur NÆSTU JÓL Í UNDIRBÚNINGI Það er miður febrúar og því ersannarlega margt á huldu um jólabækur þessa árs. Þó er víst að höfundar sem frestuðu bók- um sínum í fyrra munu vera með í ár. Ólafur Jóhann Ólafs- son, Bragi Ólafsson, Jón Atli Jónasson og Gerður Kristný munu senda frá sér skáldsögur sem upphaflega áttu að koma út fyrir síðustu jól. Huldar Breið- fjörð frestaði ferðabók sinni um Kína en hún kemur út þetta árið. Heyrst hefur að Stefán Máni sé langt kominn með skáldsögu sem gerist í undirheimum Reykjavíkur og Þórar- inn Eldjárn mun vera á góðu róli við ritun sögulegrar skáldsögu sem miklar vonir eru bundnar við. Arnaldur Indriðason er í góðum málum því hann er víst löngu búinn að skrifa nýja spennusögu um góðvin lesenda, Erlend lögreglumann. Og Guðrún Helgadóttir er að skrifa skáld- sögu fyrir fullorðna. Víst er að mun fleiri höfundar eiga eftir að bætast við þennan ágæta hóp. Óhætt ætti að vera að veðja á að næstu jól verði prýðileg skáld- sagnajól. Af þýddum verkum sem þegar er vitað um er ástæða til að minna á fyrsta bindi end- urminninga Gabriel Garcia Marquez sem fengið hefur frá- bæra dóma og hina yndislegu nýju Whitbread-verðlaunabók Mark Haddon sem á frummálinu heitir því langa nafni The Curi- ous Incident of the Dog in the Night-Time. ALMENNINGUR SÁTTUR VIÐ VERÐLAG Á BÓKUM Nýleg könnun sem Gallup gerðifyrir Félag íslenskra bókaút- gefenda um jólabókakaup lands- manna leiðir margt athyglisvert í ljós. Samkvæmt henni virðist bókagagnrýni ekki skipta ýkja miklu máli þegar kemur að bóka- kaupum en 7,4 prósent aðspurðra sögðu hana hafa mest áhrif á bókaval sitt. Einungis 8,7 prósent sögðu skipta mestu máli hver höf- undur bókarinnar væri. Mestu skipti við bókaval að sá sem átti að fá bókina hafði óskað sér hennar en 27 prósent völdu bók til kaupa samkvæmt þessu. Stundum heyrist sagt að auglýsingar skipti litlu um sölu bóka en 13 prósent aðspurðra sögðust þó hafa valið bækur vegna auglýsinga. Kaup- endur kvarta ekki undan verði á bókum því 67,1 prósent aðspurðra sögðu verðlagningu á bókum vera sanngjarna meðan aðeins 15,3 prósent voru ósátt við verðlag. 40,1 prósent fékk enga bók í jóla- gjöf. ÞÓRARINN ELDJÁRN Vinnur að sögulegri skáldsögu sem búist er við að komi út fyrir jólin. LUCIA JOYCE Ævi hinnar ógæfusömu dóttur James Joyce eru gerð skil í nýrri ævisögu og leikriti. Dóttir James Joyce var hæfileikarík listakona sem fékk ekki að njóta sín. Í nýrri ævisögu og leikriti er ævi hennar loksins gerð skil. Lucia Joyce í sviðsljósinu Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Orð í gleði. Karl Sigurbjörnsson 2. Öxin og jörðin - tilboðsverð. Ólafur Gunnarsson 3. Lífshættir fugla - útsölubók. David Attenborough 4. Bókin um viskuna og kærleikann - útsölubók. Dalai Lama 5. Einhvers konar ég - tilboðsverð. Þráinn Bertelsson 6. Fiskiveisla fiskihatarans - tilboðsverð. Gunnar Helgi Kristinsson 7. Einkalíf plantna - útsölubók. David Attenborough 8. Líf með þunglyndi. Dr. Robert Buckman & Anne Charlish 9. Bókin um bjórinn - útsölubók. Roger Protz 10. Sonja de Zorrilla - útsölubók. Reynir Traustason SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Öxin og jörðin - tilboðsverð. Ólafur Gunnarsson 2. Ilmurinn - útsölu- bók. Patrick Suskind 3. Plateró og ég - útsölubók. Juan Ramón Jiménez 4. Glæpur og refsing - útsölubók. Fjodor Dostojevski 5. Endurfundir - útsölubók. Mary Higgins Clark 6. Djöflarnir - útsölubók. Fjodor Dostojevski 7. Blinda - útsölubók. Jose Saramago 8. Alkemistinn - útsölubók. Paulo Coelho 9. Í leit að glötuðum tíma - útsölubók. Macel Proust 10. Frá ljósi til ljóss - útsölubók. Vigdís Grímsdóttir SKÁLDVERK - KILJUR 1. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Brennu-Njáls saga með skýringum. Mál og menning 4. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxnes 5. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 6. Djöflaeyjan. Einar Kárason 7. Röddin. Arnaldur Indriðason 8. Ár hérans. Arto Paasilinna 9. Synir duftsdins. Arnaldur Indriðason 10. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 04.02.-10.02. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDS- SONAR OG PENNANS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.