Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 14. febrúar 2004 Bókmenntamenn vita að þegarbreskir gagnrýnendur eru í ham komast fáir með tærnar þar sem þeir hafa hæl- ana. Ný bók um franska skáldið Charles Baude- laire fær óblíða dóma í Sunday Times. Bókin nefn- ist Baudelaire in Chains: Portrait of the Artist as a Drug Addict. Höf- undurinn er Frank Hilton. Gagnrýn- andinn, Ferdinand Mount, hefur dóminn á því að telja upp margvíslegar syndir Baudelaires í lifanda lífi en bætir því síðan við að í hvaða hluta helvít- is sem Baudelaire brenni nú eða frjósi þá hafi hann samt ekki átt það skilið að Frank Hilton veitti honum athygli. Mount segir þetta undarlega ævisögu skáldsins, hún byggi á þeirri einföldu staðhæfingu að ópí- umfíkn hafi verið rótin að öllum vandamálum Baudelaires. Hilton taki fram í bókinni að enginn annar ævisagnahöfundur Baudelaires hafi gert sér grein fyrir þessu – sem sé býsna einkennileg yfirlýsing. „Það er eins og ævisagnaritari sem stær- ir sig af því að væntanleg ævisaga hans um Dylan Thomas muni leiða í ljós þann furðulega sannleika að skáldið hafi ekki alltaf verið edrú,“ segir Mount.“ Hann segir Hilton setja fram ansi ódýrar kenningar um ástæður fyrir óhamingju og þjáningum Baudelaires og ekki síð- ur um lækningu, en Hilton heldur því fram að í nútímaþjóðfélagi hefði vandi Baudelaires verið auðveld- lega leystur. „Hálftími af klámi á Netinu og hann (Baudelaire) hefði verið eins og nýsleginn túskilding- ur,“ skrifar Mount hæðnislega um lausnir ævisagnaritarans á raunum skáldsins. Mount segir að Hilton hafi svo litla samúð með Baudelaire að furðulegt sé að hann hafi ákveðið að skrifa um hann. „Það má vera að kjánalegri bækur komi út þetta árið, en ekki margar,“ segir þessi skeleggi gagnrýnandi að lokum. ■ The Beautiful and theDamned er heiti á nýjum söngleik um samband rithöfund- arins Francis Scott Fitzgerald og eiginkonu hans Zeldu, en þau voru, eins og alkunna er, falleg, rík og ógæfusöm. Söngleikurinn verður frumsýndur í Lyric-leik- húsinu 6. maí næstkomandi. Höfundurinn er Roger Cook og það hefur tekið hann um aldar- fjórðung að fullsemja tónlist og texta. Ekki hefur enn verið ráðið í aðalhlutverkin. Söngleikurinn er helgaður minningu Zeldu Fitzgerald, sem lést í bruna á geðveikrahæli árið 1948. ■ Ég hef verið að lesa þýðingar áljóðum rússneska skáldsins Josif Brodskij,“ segir Bergsveinn Birgisson rithöfundur. „Ég varð einkum gagntekinn af elegíu sem hann skrifaði um John Donne, þá 23 ára að aldri. Það er einhver dul- in og óræð kyrrð yfir ljóðinu, og undarlegar myndir – Brodskij vissi að skáldið verður alltaf að hafa ein- hverja frumlega skynjun á hlutun- um, að lýsa einhverju eins og eng- inn annar hefur gert. Brodskij var af skóla Mandelstam, sem ég lít mjög upp til, og sagði verkefni skáldsins að vernda tungumálið gegn hinni opinberu lygi. Merki- legt nokk heyrði ég í kunningja mínum í fyrradag, Jóanesi Nilsen í Færeyjum, og þá kom fram að hann hafði einmitt verið að stúdera þessa sömu elegíu Brodskijs. Til- viljun? Svo hef ég verið að skoða Jakobínu Sigurðardóttur, einkum Dægurvísu og Snöruna. Ótrúlegt hvað þessi kona frá nyrsta kletti heimsins fékk áorkað, kona sem gekk samanlagt tvö ár í skóla. Snaran hefur eflaust haft á sér vís- indaskáldsögulegt yfirbragð er hún kom út 1968 – en nú virðist allt í bókinni rætast, sópari nokkur á í samtali við ein- hvern, en honum er aldrei svarað: tilvist nútímamanns- ins! Annars hefur ein bók legið lengi á náttborðinu: Comproma- teria eftir hinn norska Thure Erik Lund. Þetta er einhver ógur- legasta lesning sem ég hef ratað í. Gerist í framtíðinni þar sem ólíkir flokkar kvikinda berjast um að hafa tilvist í samþéttingsheiminum Compromateria, sumir eru í slímugum flokkum og hafa nautn af því að éta limi af hverjum öðr- um, sem svo vaxa aftur. Þetta er í raun göfguð frústrasjón yfir nú- tímanum, við höfum til dæmis metafórur í dag sem tengja át við kynlíf. Thure Erik keyrir allt út í fyllingu sína, og það er vægast sagt skrekkfullur heimur sem maður endar í. Þess vegna les ég bara smábita í einu. Gafst upp á Natalie Sarraute, einum af frönsku ný- skáldsagna- höfundun- um, en bók- in hét því skemmti- l e g a nafni: Þú e l s k a r e k k i þig.“ ■ Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 35 68 0 2/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 35 68 0 2/ 20 04 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. www.landsbanki.is sími 560 6000 Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa allt að 7% af eigin hlutabréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fjalla meðal annars um aðlögun sam- þykkta að lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og varða verkaskiptingu bankaráðs og bankastjórnar. Þá er lagt til að heimild bankaráðs til aukningar hlutafjár verði aukin. Einnig er gert ráð fyrir að tilkynna þurfi um framboð til bankaráðs með fimm daga fyrirvara. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.  Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, í dag kl. 14.00. BERGSVEINN BIRGISSON Hann hefur undanfarið legið yfir verkum eftir Brodskij, Jakobínu Sigurðardóttur og Thure Erik Lund. Tilvist nútímamannsins Svo hef ég verið að skoða Jakobínu Sig- urðardóttur, einkum Dægur- vísu og Snöruna. Ótrúlegt hvað þessi kona frá nyrsta kletti heimsins fékk áorkað, kona sem gekk samanlagt tvö ár í skóla. ,, SCOTT OG ZELDA FITZGERALD Stormasamt hjónaband þeirra er orðið að söngleik. Söngleikur um Zeldu og Scott BAUDELAIRE Gagnrýnandi Sunday Times slátrar nýrri bók um hann. Ný bók um Baudelaire fær skelfilega dóma í Sunday Times: Kjánaleg ævisaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.