Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 36
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. ■ Bílamolar Vísindamenn við háskólann íUlm í Þýskalandi telja sig hafa lagt fram óhrekjanlegar sannanir fyrir því að áköf bíla- della geti ruglað heilastarfsemina og kallað fram ýmis alvarleg eðl- islæg viðbrögð. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu bílablaðsins AutoWeek þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknar, sem naut stuðnings DaimlerChrysler. Þar segir að þegar mönnum með ólæknandi bíladellu voru sýndar myndir af glæsilegum sportbíl- um, hafi það kallað fram svipuð viðbrögð í sæluskynjunarhluta heilans og við súkkulaði, kókaíni og kynlífi. ■ Merkileg rannsókn: Bíladella kallar fram sælu Á bílasölunni Ég er að kaupa minn fyrsta bíl og ermeð Mitsubishi Lancer árgerð 1996 í sigtinu. Ég er að fara í prufu- keyrslu og lýst bara nokkuð vel á bíl- inn en hann er keyrður 138.000 km. Það eru settar á hann 580.000 krónur en ég fæ hann væntanlega á 505.000. Ég hef verið að leita að góðum og traustum bíl sem kemst örugglega á milli staða og mér sýnist Lancerinn geta uppfyllt þær óskir,“ sagði Kol- brún, sem er frá Búðardal. ■ 36/14,50 R 15 GROUND HAWG 28,900. - 38/15.50 R 15 GROUND HAWG 29,900. - 36/14,50 R 16,5 GROUND HAWG 32,900,- 38/15,50 R 16,5 GROUND HAWG 39,900,- 44/18,50 X 15 GROUND HAWG 45,000,- 44/18,50 X 16,5 GROUND HAWG 49,900,- STÁLFELGUR 12 TOMMU BREIÐAR 12,900,- STÁLFELGUR 14 TOMMU BREIÐAR 13,900,- HJÓLBARÐAHÖLLIN H/F FELLSMÚLA 24 SÍMI - 530 5700 Lækkað verð á GROUND HAWG jeppadekkjum Dollarinn lækkar og við lækkum líka. Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn Michelin • Cooper • Loftbóludekk • Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar • Bremsuviðgerðir Smur, bón og dekkjaþjónustan Sætúni 4, sími 562 6066 Opið virka daga frá kl. 8-18 UMFELGUN OG BALANSERING VETRARDEKK Þvottur og bón • Olís smurstöð • Rúðuþurrkur • Allar perur • Rafgeymar Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Volkswagen Touraeg: Margverð- launaður jeppi Volkswagen Touraeg-jeppinn hef-ur notið mikilar hylli bílasér- fræðinga. Hann hefur verið sæmd- ur mörgum verðlaunum víða um heim, nú síðast bæði í Ástralíu og Portúgal. Nefnd sérfræðinga í Texas tilnefndi hann „Texas-jepp- ann“ síðastliðið haust og nú hefur hann einnig hlotið náð fyrir augum ástralskra sérfræðinga. Tímaritið Overlander er þekk- tasta jeppablaðið sem gefið er út í Ástralíu og það sæmdi Touareg- viðurkenningunni „Fjórhjóla- drifinn bíll ársins 2003“. Alls tóku 24 jeppar þátt í mörgum erfiðum þolraunum, meðal annars í frum- skógum Ástralíu. Dómnefndin lýsti því yfir að „allir jeppafram- leiðendur heims ættu að skrúfa Touareg-jeppa í sundur, kynna sér vel hvernig hann er smíðaður og draga af því sinn lærdóm“. Touareg var kjörinn jeppi árs- ins af 23 blaðamönnum við helstu bíla- og fjármálablöð, dagblöð, tímarit og útvarps- og sjónvarps- stöðvar Portúgals. R5 TDI vélin hefur náð gríðar- miklum vinsældum hjá þýskum kaupendum Touareg. Um sjö af hverjum tíu kaupendum velja þessa hagkvæmu fimm strokka vél. Leiðsögutæki eru vinsælasti aukabúnaðurinn en 79 af hundraði allra kaupenda velja þau í bíla sína. Leðurklæðning er í öðru sæti í 68 af hundraði nýrra bíla og 63 af hundraði kaupenda velja Climatronic miðstöðvar- og loft- ræstibúnaðinn. Liturinn „black magic pearl effect“ er á 40 af hun- draði nýrra bíla, „reflex silver metallic“ á 12 og „off-road grey“ á 11 af hundraði. Hér á landi er það loftpúða- fjöðrun, leðurinnrétting og lykil- laust aðgengi sem nýtur mestrar hylli af þeim aukabúnaði sem í boði er. Mest selda vélin til Ís- lands er V6 bensínvél en tíu Tou- areg jeppar hafa verið seldir með 330 hestafla V8 vél og 313 hest- afla V10 dísilvél. Hér á landi hafa verið skráðir um fimmtíu Tou- areg jeppar, þar af átta strax í janúar á þessu ári. ■ FINNIÐI SÆLUNA? Skyldi þessi glæsilegi Cadillac, sem nýlega var sýndur á bílasýningu í Toronto, kallar fram sæluviðbrögð í sælustöðvum heilans líkt og súkkulaði, kókaín og kynlíf gerir. PLATINI Fótboltakappinn fyrrverandi Michel Platini stendur við Touraeg-jeppa við komuna til Íslands í haust. OCTAVIA Í NÝJUM BÚNINGI Hekla hefur fengið til landsins Skoda Octavia Terno sem er sérstaklega útbúinn fyrir íslenskan markað. Terno er mun betur búin útgáfa af Octavia, þar sem gengið er skref- inu lengra í útliti og þægindum, með rafdrifnum rúðum og álfelg- um. Verð bílsins er frá 1.745.000 og er takmarkaður fjöldi til. AUKIN SALA Í HYUNDAI Í Evrópu seldi Hyandai 24% fleiri bíla í jan- úar en í sama mánuði í fyrra. Heildarsöluaukningin í heiminum í janúar var 5,3% eða alls 100.809 bílar seldir og er það besti janúar- mánuður í sögu Hyundai. Hyundai hefur ákveðið að hækka sölumark- mið sín fyrir þetta ár. Stefnt er að því að selja 330.000 bíla í Evrópu á árinu og 2.150.000 bíla á heimsvísu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.