Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 39
39LAUGARDAGUR 14. febrúar 2004 Popparinn Michael Jackson ersagður við það að verða lýstur gjaldþrota. Það verður gert ef hann borgar ekki 66 milljóna dollara lán fyrir næsta þriðjudag. Fjármála- stjórar Jacksons eru sagðir óttast að bankarnir muni leggja hald á verð- mætustu eign söngvarans, en það er höf- undaréttur Bítlalaganna. Um- boðsmaður popparans vísar þessu þó alfarið á bug og segir Jackson ekki hafa neina skuld á bakinu. Courtney Love gerði illt verra áGrammy-verðlaunahátíðinni þegar hún týndi dóttur sinni. Hún berst nú fyr- ir forræði hennar en barna- verndaryfir- völd vilja svipta hana forræðinu eftir að Love var hand- tekin fyrir að eiga ólögleg lyf. Love ráfaði um á milli fólks spyrjandi um dóttur sína, sem fannst síðar hágrátandi og hrædd. Þetta atvik verður líkleg- ast ekki til þess að bæta málsvörn hennar fyrir dómara. Mel Gibson segist hafa ráðist ígerð myndar sinnar um síð- ustu ævidaga Jesú Krists vegna þess að hann hafi verið að berjast við þunglyndi. Hann segist hafa verið ná- lægt því að fremja sjálfs- morð og það að gera myndina hafi verið sáluhjálp hans. Leikkonan Renée Zellweger seg-ist vera reiðubúin til þess að leika Bridget Jones í þriðju myndinni, verði af gerð hennar. Stúlkan hefur nýlega lokið við tökur á annarri myndinni og þriðja bókin um persónuna er ekki til. Renée hefur þó þegar mótað sínar skoð- anir á því hvernig hún myndi vilja sjá persónu Bridget þróast. Jude Law þykir mjög líklegurarftaki Pierce Brosnan í hlut- verk James Bond. Law hefur lýst yfir áhuga sínum á því að leika njósnar- ann þar sem hann segir að börn sín yrðu mjög spennt. Leikarinn Hugh Jackman, sem leikur Wolverine í X-manna mynd- unum, þykir einnig líklegur. Christina Aguilera segist viljasættast við fyrrum vinkonu sína Britney Spears. Þær hafa síðustu mánuði verið að skjóta hvor á aðra í blaðaviðtöl- um og greini- legt að vin- skapurinn er úti. Aguilera reið á vaðið og sendi Britney bréf þar sem hún baðst afsökunar og bað hana um að hitta sig og spjalla. Ekkert svar hefur borist ennþá. Kvikmyndin Master and Comm-ander: The Far Side of the World vann aðalverðlaunin sem „besta myndin“ á verðlaunahá- tíð sem Samtök breskra gagn- rýnenda héldu á dögunum. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir besta hand- rit og leikarinn Paul Bettany fyr- ir besta leik í aukahlutverki. Kvikmyndin The Holy Grail eft-ir Monty Python-hópinn var valin besta breska mynd allra tíma í nýlegri skoðanakönnun sem Amazon.co.uk og Internet Movie Database létu gera saman. Myndin A Clockwork Orange eft- ir Stanley Kubrick lenti í öðru sæti og Trainspotting var þar á eftir á listanum. Í Join the Dots safnkassanum er að finna fjóra diska. Á þeim eru öll b-hliðalög sveitarinnar frá upphafi, það er að segja þau lög sem fylgdu með sem aukalög á smáskífum, og hafa flest þeirra aldrei litið dagsins ljós á breiðskífum sveitarinnar. Einnig eru þarna öll þau lög sem sveitin hefur samið fyrir kvik- myndir, sómaplötur (e. tribute album) eða tekið upp sérstak- lega fyrir útvarp. Þarna eru einnig um 5 lög sem hvergi hafa komið út áður. Í heildina eru þetta 70 lög og skyldueign fyrir hörðustu aðdáendur. ■ e Cure THE CURE Hljómsveitin The Cure hefur í 28 ára verið undir harðri stjórn Roberts Smith, laga- smiðs, gítarleikara og söngvara. Smáralind Kópavogi VOR OG SUMARVÖRURNAR KOMNAR BROSTU! KRAKKADAGATILBOÐ: 20% afsláttur af völdum vörum. Fréttiraf fólki Jónsi og félagar hans í popp-sveitinni Í svörtum fötum áttu fimmtudagskvöldið þegar útvarpsstöðin FM957 afhenti Hlustendaverðlaun sín fyrir ný- liðið tónlistarár. Í svörtum föt- um var verðlaunuð í sex af þeim átta flokkum sem sveitin var til- nefnd í. Piltarnir tóku við verð- launum fyrir heimasíðu ársins, söngvara ársins, að vera bestir á balli, sem vinsælasta hljóm- sveitin og fyrir plötu ársins. Jónsi var svo sérstaklega verð- launaður sem kynþokkafyllsti popparinn. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum auk þess sem Björgvini Halldórssyni voru afhent sér- stök heiðursverðlaun. Hátíðin var sýnd í beinni út- sendingu á PoppTívi og verður endursýnd í heild sinni á Stöð 2 næstkomandi fimmtudag. ■ ÚRSLIT HLUSTENDAVERÐLAUNA FM975 2004 Nýliði ársins: Love Guru Kynþokkafyllsti popparinn: Jón Jósep (Í svörtum fötum) Heimasíða ársins: Gassi (Í svörtum fötum) Myndband ársins: - Fáum aldrei nóg - Írafár eftir Guðjón Jónsson Söngkona ársins: Birgitta Haukdal (Írafár) Söngvari ársins: Jón Jósep (Í svörtum fötum) Bestir á balli: Í svörtum fötum Vinsælasta hljómsveitin: Í svörtum fötum Lag ársins: Mess It Up - Quarashi Plata ársins: Tengsl - Í svörtum fötum Heiðursverðlaun FM957: Björgvin Halldórsson ■ Tónlist Í SVÖRTUM FÖTUM Fékk sex verðlaun og hlýtur því að teljast vinsælasta poppsveit landsins. Ár svartra fata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.