Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 40
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir japönsku kvikmyndina Tokyo Monogatari eftir Yasujiro Ozu frá árinu 1953 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar- firði.  12.00 Bíó Reykjavík er með klass- íska kvikmyndahátíð nú um helgina í bíósal MÍR við Vatnsstíg. Í dag verða sýndar myndirnar The Man with the Movie Camera (1929), The Battle over Citizen Kane, The 39 Steps (1935), The Colditz Story (1955), Nachts, wenn der Teufel kam (1957), Die Brücke (1959) og Ice Cold in Alex (1958). ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Jón Bjarnason organisti og Madrigalakórinn flytja verk eftir Buxtehude, Anton Bruckner og Thomas Baleson í Seljakirkju.  17.00 Peter Tompkins óbóleikari og Pétur Jónasson gítarleikari flytja hugljúf verk eftir frönsk, spænsk og ís- lensk tónskáld á tónleikum í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ.  21.00 Hljómsveitin Úlpa spilar á Laugavegi 11.  22.00 Hljómsveitirnar Harum Scar- um, Hölt hóra, Brúðarbandið og Hryðjuverk rokka á Grand Rokk.  22.30 Gítarleikarinn Björn Thoroddsen leiðir hljómsveit sína, Predikarana, í jazztónleikaröðinni á Kaffi List. Auk Björns skipa Predikarana þeir Stefán S. Stefánsson á saxófón, Jón Rafnsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Borgarleikhúsið sýnir Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren á Stóra sviðinu.  19.00 Einleikurinn vinsæli Selló- fon eftir Björk Jakobsdóttur er sýndur í Iðnó.  20.00 Þjóðleikhúsið sýnir Vegur- inn brennur eftir Bjarna Jónsson á Smíðaverksstæðinu.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir Chicago eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse á Stóra sviðinu.  20.00 Þjóðleikhúsið sýnir Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á Litla sviðinu.  20.00 Þjóðleikhúsið sýnir Jón Gabríel Borkmann á Stóra sviðinu í allra síðasta skipti.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir Spor- vagninn Girnd eftir Tennessee Willi- ams á Nýja sviðinu.  20.00 Gamanleikurinn Bless Fress með Þresti Leó Gunnarssyni verður sýndur í Loftkastalanum.  20.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýn- ir Meistarann og Margarítu.  21.00 FIMMstelpur.com sýnt í Austurbæ við Snorrabraut. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Sýning á listaverkum Árna Johnsen verður í Gryfjunni, Duushús- um í Reykjanesbæ. Um er að ræða tæp- lega 40 verk sem unnin eru úr grjóti frá Grundarfirði, stáli og ýmsu öðru efni. Sýningin stendur til 14. mars og er hún opin 13-18 alla daga.  16.00 Magnús Sigurðarson opnar í Gallerí Kling & Bang, Laugavegi 23, annarri hæð, innsetninguna „Greining hins augljósa“, sem samanstendur af prentuðum myndverkum, texta og myndbandsverki.  17.00 Ólöf Dómhildur opnar sýn- ingu á Thorvaldssen, Austurstræti 8-10. Hún sýnir nokkurs konar heimildamynd- ir af gjörningi sem fór fram víðs vegar um landið árið 2003. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Bítlarokksveitin Sixties verð- ur á Players í Kópavogi.  Sóldögg spilar á Gauknum.  Austfirski Blús, rokk og djassklúbb- urinn á Nesi (Brján) verður með sína árlegu skemmtun á Broadway. Þema skemmtunarinnar í ár er breskt rokk. Hljómsveitirnar Alþjóðlegabandið og Búálfarnir leika fyrir dansi.  00.00 Poppsveitin Í svörtum föt- um verður í Sjallanum í kvöld. Dj Leibbi verður í búrinu á Dátanum. ■ ■ FUNDIR  09.00 Þekkingarleit og þróunar- mál nefnist þverfagleg ráðstefna rektors Háskóla Íslands um rannsóknir á sviði þróunarmála, sem haldin verður í Aðal- byggingu Háskólans. Gestafyrirlesarar verða Nigel Dower, heimspekingur við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi, og Alexandre Kolev, hagfræðingur hjá Al- þjóðabankanum. Allir áhugasamir vel- komnir.  11.00 Á fyrstu Laugardagsstefnu Listasafns Íslands um stöðu myndlistar á Íslandi verður rætt um Myndlist og fjöl- miðla, fréttir - túlkun - áhrif. Frummæl- endur verða þau Aðalsteinn Ingólfs- son, listfræðingur og listgagnrýnandi, Fríða Björk Ingvarsdóttir blaðamaður, Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmað- ur og Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur.  13.30 Málþing um Hannes Haf- stein verður haldið í Möðruvallakirkju í Hörgárdal. Bjarni Guðleifsson, náttúru- fræðingur á Möðruvöllum, Björn Teits- son, kennari við Menntaskólann á Akur- eyri, og Páll Valsson, útgáfustjóri Máls og menningar, flytja erindi. ■ ■ DANSLIST  20.30 Danshópurinn Lipurtré stendur fyrir danssýningu í Tjarnarbíói. Miðasala er í Tjarnarbíói. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 40 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 FEBRÚAR Laugardagur Þetta verður ólíkt því sem éghef verið að gera undanfarið,“ segir Björn Thoroddsen gítar- leikari um tónlistina sem hann ætlar að flytja á Kaffi List í kvöld. „Ég hef meira verið í því að spila nokkuð hefðbundinn djass, en þetta er allt rafmagn- aðra og aðeins öðruvísi.“ Björn hefur fengið til liðs við sig þá Stefán S. Stefánsson saxofónleikara, Erik Qvick trommuleikara og Jón Rafnsson bassaleikara. „Við ætlum meðal annars að flytja músík sem ég hef verið að glíma við undanfarið, sem eru gamlir Lútherssálmar. Þetta hef- ur aldrei verið flutt af djassleik- urum áður, ekki svo ég viti til, og ég flyt þetta bara eins og ég ímynda mér að það eigi að vera.“ Þessir sálmar hljóma í með- förum Björns ekkert líkt neinni miðaldatónlist, þótt lögin séu um það bil fimm hundruð ára gömul. Björn hefur eitthvað verið að flytja þessa sálma í kirkjum og víðar, en á eftir að nota þetta efni töluvert í framtíðinni. „Við erum ennþá að prufu- keyra þetta svolítið. Mér finnst þessi tónlist passa mjög vel inn í djassinn. En ég á eftir að gera heilmikið við þetta ennþá.“ Þrír af þessum sálmum, sem Björn hefur verið að vinna með, hafa verið notaðir í kirkjum, og af þeim eru aðallega tveir þekkt- ir. „En hitt er held ég allt saman tiltölulega óþekkt músík. Maður kemst ekkert í þetta á bókasöfn- um til dæmis. Það var Sigurjón Árni Eyjólfsson, stórvinur minn, sem er bæði prestur og doktor í lútherskum fræðum, sem fór að ýta þessu efni að mér og reyndi að vekja áhuga minn á þessu verkefni.“ Björn segist nú hafa verið frekar tregur til framan af, en eftir að hann fór að skoða þetta vaknaði geysilegur áhugi. „Þetta er svo einstætt verk- efni og mjög spennandi. Ég hef líka orðið var við mikinn áhuga hjá útlendingum á þessu.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Sjóðandi heitir sálmar STÓRDANSLEIKUR MEÐ HLJÓMUM Í KVÖLD „leikhúsgestir, munið spennandi matseðil! Borðapantanir í síma 568 0878 www.kringlukrain.is fös. 13. feb. - nokkur sæti laus lau. 14. feb. - nokkur sæti laus fös. 20. feb. - nokkur sæti laus lau. 21. feb. fös. 27. feb. lau. 28. feb. Missið ekki af einstökum tónlistarviðburði! Samíska söngkonan Mari Boine hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2003 og heldur nú tónleika í fyrsta sinn á Íslandi ásamt hljómsveit sinni. MARI BOINE Salurinn - Kópavogi laugardaginn 21. febrúar kl. 20 Aðgangseyrir: Kr. 2.200.- Forsala aðgöngumiða í Salnum. Norræna húsið stendur fyrir tónleikunum. Styrktaraðilar: Norræni menningarsjóðurinn og Menningarmálaráðuneyti Noregs. „Frábært - drepfyndið - átakanlegt“ Ekki við hæfi barna fös. 13. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 20. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 21. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 27. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 6. mars kl. 20 -laus sæti lau. 13. mars kl. 20 -laus sæti BJÖRN THORODDSEN GÍTARLEIKARI Verður með tónleika á Kaffi List í kvöld þar sem hann ætlar að flytja sálma eftir Lúther í sjóðandi heitum útsetningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.