Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 48
48 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR NAKIN Á SKÍÐUM Fyrsta nakta skíðamótið hófst í Austurríki í gær. Upphaflega stóð til að allir keppend- ur yrðu að vera allsnaktir á mótinu. Síðar var ákveðið að alla vega 60 keppendur þyrftu að klæðast undirfötum. Skíði hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 FEBRÚAR Laugardagur Gordon Strachan: Ekki lengur í dýrlingatölu FÓTBOLTI „Þetta er sannarlega frábært félag, skipað frábærum hópi atvinnumanna og það er með mikilli eftirsjá sem ég yfir- gef það af persónulegum ástæð- um,“ sagði í yfirlýsingu Gor- dons Strachan á heimasíðu Southampton. Strachan lét af störfum hjá Southampton í gær eftir rúm- lega tveggja ára starf. Hann tók við dýrlingunum í október 2001 þegar félagið var í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Strach- an tókst að stýra Southampton burtu af fallsvæðinu í ársbyrjun 2002 og lauk félagið tímabilinu í 11. sæti. Í fyrra varð South- ampton í áttunda sæti deildar- innar og lék til úrslita í bikar- keppninni. Strachan ætlaði að ljúka leik- tíðinni með Southampton en ákvað eftir fund með stjórnar- formanninum Rupert Lowe að hætta strax. „Ég vona að fjöl- miðlar leyfi félaginu að einbeita sér að leikjunum sem eftir eru á meðan stjórnarmaðurinn vinnur að því að finna eftirmann minn,“ sagði Strachan. Steve Wigley stjórnar South- ampton til vors. Hann lék með Nottingahm Forest, Sheffield United, Birmingham City og Portsmouth á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Talið er lík- legt að Glenn Hoddle taki við félaginu eftir leiktíðina en Paul Sturrock, framkvæmdastjóri Plymouth, mun einnig vera inni í myndinni. ■ FÓTBOLTI Íslenski landsliðsmaður- inn Árni Gautur Arason verður í markinu hjá Manchester City í grannaslagnum gegn Manchester United í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar á Old Trafford í dag. Árni Gautur á víst sæti í lið- inu þar sem aðalmarkvörður liðs- ins, David James, má ekki spila með liðinu í bikarkeppninni þar sem hann hefur þegar spilað með West Ham í keppninni. Árni Gautur sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri orðinn mjög spenntur fyrir leiknum en hann fyndi þó ekki fyrir mikilli pressu. „Það má eig- inlega segja að það sé gamall draumur að rætast. Mig hefur dreymt um að spila á Old Traf- ford síðan ég var lítill strákur og það er frábært að það sé að verða að veruleika. Það verður gaman að spila á þessum fræga velli sem verður væntanlega troðfull- ur og ég viðurkenni að það er miklu skemmtilegra að spila á stórum leikvöngum með mikilli stemningu en því kynntist ég í meistaradeildinni með Rosen- borg. Það er mikil stemning í borginni og ég verð var við að það eru allir að tala um leikinn. Stemningin er gífurleg og eftir- væntingin orðin mikil enda er þetta stærsti leikur ársins hjá stuðningsmönnum okkar. Fyrir þeim er þetta eins og bikar- úrslitaleikur og vonandi völdum við þeim ekki vonbrigðum.“ Árni Gautur sagði að það væri hans tilfinning að pressan væri öll á leikmönnum Manchester United. „Ég held að það trúi því enginn raunverulega að við getum unnið þennan leik. Við höfum engu að tapa en öðru máli gegnir um leikmenn Manchester United. Þeir töpuðu síðast leik gegn Midd- lesbrough, eru á heimavelli og mikið ofar en við í deildinni. Það er því pressa á þeim en nánast engin á okkur.“ Hann sagðist ekki vera smeyk- ur við stórstjörnur Manchester United enda vanur að mæta mörg- um af bestu leikmönnum Evrópu með Rosenborg í meistaradeild- inni. „Ég ber mikla virðingu fyrir þessum leikmönnum enda eru þeir frábærir en ég ætla ekki að hugsa um það hvað þeir séu góðir. Ég einbeiti mér bara að því að verja hvert skot sem kemur á markið og standa mig eins vel og ég get.“ Árni Gautur sagði að Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester United, ætti 53 ára afmæli á morgun. Það væri gam- an að gefa honum sigur í leiknum í afmælisgjöf. ■ Talsmaður McDonald’s : Ming í stað Bryants KÖRFUBOLTI Kínverjinn Yao Ming, leikmaður Houston Rockets, hefur tekið við af Kobe Bryant, leikmanni L.A. Lakers, sem tals- maður McDonald’s skyndibita- staðarins. Bryant hafði verið talsmaður fyrirtækisins í þrjú ár en samn- ingur hans var látinn renna út eft- ir að hann var ákærður fyrir nauðgun. „Við áttum gott sam- starf við Kobe,“ sagði Larry Light, markaðsstjóri McDonald’s. „Yao hefur alþjóðlega skírskotun og hentar vörumerki okkar vel. Hann er ungur, atorkusamur og hefur gott skopskyn. Hann er líka mjög góður í sér,“ sagði Light. ■ Íslandsmótinu í glímu lýkur í dag: Sjö meistarar krýndir GLÍMA Þriðja og síðasta umferð Ís- landsmótsins í glímu fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla í dag. Búast má við jafnri og spenn- andi keppni í flestum flokkum en allt besta glímufólk landsins er skráð til leiks. Eftir mótið verða krýndir sjö Íslandsmeistarar í glímu. Í opnum flokki karla er Ólafur Oddur Sigurðsson með góða forystu og á góða möguleika á að tryggja sér sigur í opnum flokki annað árið í röð. Svana Jóhannsdóttir er með forystu í opnum flokki kvenna. ■ FÓTBOLTI Alan Curbishley, knatt- spyrnustjóri Charlton, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2007. Curbishley, sem hafði verið sterklega orðaður við stjórastöð- una hjá Tottenham, hefur verið í herbúðum Charlton frá árinu 1991. Aðeins Alex Ferguson, stjóri United, hefur verið lengur knattpyrnustjóri hjá sama félag- inu af þeim sem nú eru að störf- um í úrvalsdeildinni. „Ég hef alltaf sagt að ég sé ánægður hjá Charlton þrátt fyrir allar þær vangaveltur sem hafa komið upp,“ sagði Curbis- hley. „Félagið hefur tekið fram- förum bæði innan vallar sem utan og ég trúi því að við eigum enn eftir að sýna okkar besta.“ Curbisley, sem er fyrrver- andi leikmaður West Ham, Aston Villa og Birmingham City, var ráðinn sem knattspyrnu- stjóri Charlton ásamt Steve Gritt árið 1991. Þegar Gritt hætti fjórum árum síðar tók Curbisley alfarið við starfinu. Hann kom Charlton í úrvals- deildina árið 1998 og aftur árið 2000 eftir að liðið hafði fallið árið áður. Hermann Hreiðarsson og félagar hafa staðið sig vonum framar á þessari leiktíð og eru í sjötta sæti deildarinnar. ■ Lakers og Phil Jackson: Viðræðum frestað KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers hef- ur frestað viðræðum við þjálfarann Phil Jackson um að framlengja samning hans við liðið. Fimm ára samningur Jackson frá árinu 1999 rennur út eftir þessa leiktíð. Ákveðið var að fresta samn- ingaviðræðunum til loka þessarar leiktíðar en þær höfðu staðið yfir frá því síðasta sumar. Kobe Bryant, Karl Malone og Gary Payton, ásamt fimm öðrum leikmönnum, verða með lausa samninga eftir þessa leiktíð og mun Lakers fyrst einbeita sér að þeim samningamálum. ■ GORDON STRACHAN Hættur hjá Southampton af heilsufarsástæðum. CURBISHLEY Aðeins Alex Ferguson hefur verið lengur knattspyrnustjóri hjá sama liðinu. Stjórinn Alan Curbishley: Hjá Charlton til 2007 Gamall draumur að rætast Árna Gaut Arason hefur dreymt um að spila á Old Trafford frá því að hann var lítill strákur. ÁRNI GAUTUR ARASON SPILAR Á OLD TRAFFORD Í DAG Árni Gautur Arason, sem sést hér í leik með Manchester City gegn Tottenham á dögunum, mun standa í marki liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í dag. MING Stillir sér upp ásamt Ronald McDonald og David Stern, forstjóra NBA. ■ ■ LEIKIR  12.15 KA mætir Hetti í Powerade- mótinu í fótbolta í Boganum.  13.00 Grótta KR mætir Víking á Seltjarnarnesi í Remax-deild kvenna í handbolta.  13.30 Haukar leika við Fram í Framhúsinu í Remax-deild kvenna í handbolta.  14.00 Víkingar taka á móti Eyja- mönnum í Remax 1. deild karla í handbolta í Víkinni.  15.15 KS og Leiftur/Dalvík eigast við í Powerademótinu í fótbolta í Boganum.  15.30 Framarar taka á móti HK í Remax-deild karla í handbolta í Framhúsinu.  16.00 KA/Þór og Stjarnan eigast við í KA-heimilinu í Remax-deild kvenna í handbolta.  16.30 ÍR tekur á móti KA í Austur- bergi í Remax-deild karla í hand- bolta.  17.00 Stjarnan mætir Val í Remax- deild karla í handbolta í Ásgarði. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Enski boltinn á Sýn. Man. Utd tekur á móti Árna Gauti Ara- syni og félögum í Man. City í bik- arkeppninni.  13.00 Íslandsmótið í handbolta í Sjónvarpinu. Bein útsending frá leik Gróttu/KR og Víkings í Remax-deild kvenna.  14.25 Þýski fótboltinn í Sjónvarp- inu. Bein útsending.  14.30 PGA-mótaröðin í golfi á Sýn.  14.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá 5. umferð bikar- keppninnar.  15.00 Trans World Sport á Sýn.  15.55 Supercross (Pacific Bell Park) á Sýn.  16.20 Íslandsmótið í handbolta í Sjónvarpinu. Bein útsending frá leik ÍR og KA í Remax-deild karla.  16.55 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta  17.25 Enski boltinn á Sýn.  19.55 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýms- um þrautum  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá toppslag Real Madrid og Valencia.  22.30 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá bardaga Micky Ward og Arturo Gatti í Connecticut í Bandaríkjunum árið 2002.  0.10 Supercross (Pacific Bell Park) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.