Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 32 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR ÚTIVIST FYRIR ALLA Orkuveita Reykjavíkur og Ferðafélag Íslands efna til fjölskyldugöngu í Elliðaárdalnum í dag. Leiðsögumenn verða þeir Einar Gunn- laugsson og Kristinn Þorsteinsson. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 klukkan 11. Að lokinni leiðsögn býður Orkuveitan upp á veitingar í Minjasafni sínu. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGT KÓLNANDI Í DAG Í borginni verður milt fyrripartinn en hitinn fer líklega niður í tvær gráður í kvöld. Hlýnar aftur síðdegis á morgun og þá hvessir að nýju um vestanvert landið. Sjá síðu 6. 15. febrúar 2004 – 45. tölublað – 4. árgangur GANGUR Í KJARAVIÐRÆÐUM Mörg smærri ágreiningsefni í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hafa verið leyst. Stóru málin eru enn eftir. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að hagsmunir fyrirtækja og starfsfólks fari saman í þeim efnum. Sjá síðu 4 SAMEINING SVEITARFÉLAGA Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum eru já- kvæðir gagnvart frekari sameiningu sveitar- félaga. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir ekkert hafa sparast á sameiningu en vill sameina stærra svæði. Sjá síðu 6 REÐASAFNIÐ NORÐUR Hið íslenzka reðasafn verður flutt til Húsavíkur. Eigandi safnsins sér fram á bjarta tíma fyrir norðan. 75% gesta hans eru útlendingar og 60% af heildargestafjöldanum eru konur. Sjá síðu 10 DEILUR RAKTAR TIL KOL- KRABBANS The Economist telur deilur Davíðs Oddssonar og atvinnulífsins mikilvæg- ar breytur varðandi framtíðarhorfur í íslensku efnahagslífi. Fullyrt er að þær megi rekja til veikari stöðu kolkrabbans. Sjá síðu 14 BYLUR Í MIÐAUSTURLÖNDUM Hríðarbylur geisaði víða í Miðausturlöndum í gær. Ísraelskur hermaður mátti standa vaktina í kófinu í úthverfi borgarinnar el-Hader á Vesturbakkanum. RANNSÓKN Við krufningu kom fram að maðurinn sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað á miðviku- dag hafði innbyrt um 350 grömm af amfetamíni sem var í um fjörutíu smokkum eða einangrað með öðru móti. Heimildum innan lögreglunnar ber ekki saman um þetta, talað er um að efnið hafi ver- ið haft í áður óþekktum hylkjum. Sannað þykir að maðurinn hafi lát- ist við að gat kom á umbúðir og amfetamín komst í blóð hans. Þrjú stungusár eru á líkinu, á kvið og brjóstholi og er talið að þau hafi verið veitt eftir að maðurinn lést og það hafi verið gert til að forðast gasmyndun í líkinu, en hún veldur því að líkið flýtur upp eftir ákveð- inn tíma í vatni eða sjó. Þeir sem til þekkja segja sárin veitt af kunn- áttumönnum. Þegar Fréttablaðið fór í prent- un í gærkvöld leitaði lögregla tveggja Íslendinga sem eru grun- aðir um að hafa komið líkinu fyrir í höfninni. Innan lögreglunnar eru misvísandi kenningar um hverju rannsóknin hefur skilað. Flestir telja að sá látni hafi komið til Ís- lands flugleiðis og farið í flugi frá Keflavík til Egilsstaða. Aðrir telja allt eins líklegt að maðurinn hafi sótt amfetamínið í skip sem var í Norðfirði. Ætlunin hafi verið að koma því þaðan á markað í Reykjavík. Rannsóknin beinist helst að því hvaða menn hinn látni ætlaði að hitta þar sem allt bendir til að þeir sem áttu að taka við efninu hafi komið líki mannsins fyrir í höfn- inni. Sjá nánar bls. 2 Steingrímur J. í yfirheyrslu: Enginn einn hópur sem ræður STJÓRNMÁL „Það er enginn einn hópur sem ræður því að lokum hvaða áherslur flokkurinn hefur. Það gerum við öll saman. Því verða þessir ágætu félagar að sæta eins og allir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í viðtali við Fréttablaðið í dag um óánægju- hóp innan flokksins. „Ég gef ekki mikið fyrir það þótt Davíð Oddsson taki stórt upp í sig á fundum og Valgerður Sverrisdóttir hafi áhyggur í ein- um fjórða af þingræðum meðan þau gera ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir Steingrímur J. jafn- framt. Sjá nánar síðu 16–17. Tíu ár á Evrópska efnahagssvæðinu Stjórnmálamenn deildu hart í aðdraganda aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Tíu ára reynsla er nú komin á samninginn og áhrif hans á íslenskt samfélag. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, fjallar um samninginn í tilefni tímamótanna. SÍÐA 12 ▲ Fjölmiðlar eru speglar samfélagsins Fylgst með börnum á Netinu SÍÐA 17 ▲ SÍÐUR 18–19 ▲ Páll Magnússon er kominn aftur til starfa á Stöð 2. Hann yfirgaf fyrirtækið fyrir þremur árum til að gegna fram- kvæmdastjórastarfi hjá Ís- lenskri erfðagreiningu en snýr nú aftur sem framkvæmda- stjóri dagskrársviðs Íslenska útvarpsfélagsins. Verðandi dagmóðir ætlar að setja upp myndavél svo for- eldrar geti fylgst með börnum sínum á Netinu. Dagmóðirin vill fullvissa foreldrana um að börnin séu örugg og fái góða umönnun. Var með 350 grömm amfetamíns innvortis Maðurinn sem fannst látinn í Norðfjarðarhöfn reyndist hafa innbyrt um fjörutíu umbúðir sem samtals innihéldu rétt um 350 grömm af amfetamíni. Götuverð efnisins er að lágmarki tvær milljónir króna. Þrjú göt voru stungin á líkið til að forðast gasmyndun svo það flyti ekki. Forseti Íslands: Kominn heim úr vetrarfríi STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og kona hans, Dorrit Moussaieff, komu til landsins í gær eftir vetrarfrí í Bandaríkjunum. Við komuna heim vildi Ólafur Ragnar ekki tjá sig við fjölmiðla um deilurn- ar sem orðið hafa milli hans og Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í kjölfar hátíðarhalda vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar á Íslandi. Ólafi Ragnari var ekki gert viðvart um ríkisráðsfund sem haldinn var 1. febrúar og hélt því fram að fundinum hefði ver- ið haldið leyndum fyrir sér. ■ M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.