Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 2
2 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR „Við erum nú ekki að fara að stjórna henni en það eru órjúfanleg tengsl þarna á milli.“ Sigurður Helgason er forstjóri Flugleiða en félag- ið hefur keypt stóran hlut í Eimskipafélaginu. Ekki er langt síðan Eimskip var stærsti hluthafinn í Flugleiðum. Spurningdagsins Sigurður, á nú eggið að fara að stjórna hænunni? Stungu göt á líkið Maðurinn sem fannst látinn í höfn Neskaupstaðar hafði gleypt 350 grömm af amfetamíni í um fjörutíu pakkningum. Leki á umbúðum dró hann til bana. Verðmæti amfetamínsins er að lágmarki tvær milljónir. RANNSÓKN Við krufningu á líki mannsins sem fannst vafinn inn í plast á botni hafnar Neskaupstaðar leiddi í ljós að hann lést af völdum amfetamíns sem hann hafði innbyrt en ekki af völdum áverka sem voru á líkinu. Í líkamanum fundust um fjörutíu pakkningar sem samtals innihéldu um 350 grömm af am- fetamíni. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld var enn ekki vitað hver maðurinn er né hvaðan hann kom. Búið er að senda fingraför hans til lögreglu í mörg- um löndum og í gærkvöld var ekki vitað um árangur þeirrar vinnu. Umbúðir gáfu sig og efnið fór í blóð mannsins og drógu hann til dauða, samkvæmt því sem heimild- ir herma. Talið er að þá hafi vitorðs- mennirnir ákveðið að koma líki hans fyrir í höfninni. Þeir eru grun- aðir um að hafa stungið þrjú sár á líkið, til að forðast gasmyndun sem yrði til þess að líkið myndi fljóta innan ekki langs tíma, kætt það í plast, þyngt og hent fram af bryggj- unni. Í gærkvöld leitaði lögregla vit- orðsmannanna, en samkvæmt heimildum er þeir taldir vera tveir, báðir Íslendingar. Sam- kvæmt því sem best er vitað rann- sakar lögregla helst að maðurinn hafi komið með flugi til Keflavíkur og flogið þaðan beint til Egilsstaða. Lögregla hefur tekið farþegalista og athugar hvort hægt er að finna út hver hinn látni er. Ekki er talið útilokað að sá látni hafi sótt am- fetamínið um borð í skip í Nes- kaupstað og að hann hafi átt að flytja það til Reykjavíkur. Helst er grunur um að sá látni hafi komið til Íslands með flugvél á sunnudag og flogið beint til Egils- staða þar sem hann mun hafa hitt vitorðsmenn sína. Teknar eru myndir af öllum sem koma með flugi til landsins. Verið er að bera mynd af líkinu saman við myndir sem teknar voru á Keflavíkurflug- velli. Það verk hefur tafist þar sem trúlegt er að myndin af manninum látnum geti verið frábrugðin mynd- inni sem tekin var af honum þegar hann kom til landsins, hafi hann komið með flugi um síðustu helgi. Lögreglan í Bodö í Noregi hefur yfirheyrt sjómenn af loðnuskipinu Senior sem var í Norðfirði um síð- ustu helgi vegna óska lögreglunnar hér á landi. Sjómenn af skipinu eru jafnvel taldir hafa setið að drykkju með þeim látna. Lögregla hefur varist frétta af rannsókninni. hrs@frettabladid.is Ráðist á bækistöðvar íraskra öryggissveita í Fallujah: Á þriðja tug féll og fangar sluppu ÍRAK Að minnsta kosti 22 létu lífið og 33 særðust þegar tugir vopnaðra uppreisnarmanna réðust á lög- reglustöð og bækistöðvar íraskra öryggissveita í Fallujah í Írak. Árásarmennirnir leystu um 75 fanga úr haldi, óbreytta sakamenn sem ekki eru taldir tengjast upp- reisnarmönnunum. Hátt í fimmtíu skæruliðar réð- ust til inngöngu í lögreglustöðina, gengu á milli herbergja og köstuðu handsprengjum og skutu úr vél- byssum. Einnig var ráðist inn í bæj- arstjórnarskrifstofur í Fallujah. Til skotbardaga kom milli íraskra ör- yggissveita og uppreisnarmann- anna á götum úti. Fjórtán lögreglu- menn og fjórir árásarmenn féllu í þessum átökum. Þegar bandarískir hermenn mættu á svæðið voru árásarmennirnir horfnir á braut. Árásin þykir sýna að Írakar hafi ekki burði til að verjast skærulið- um að svo stöddu. Fallujah er eitt helsta vígi uppreisnarmanna í Írak og hafa þeir gert fjölda árása á bandaríska hernámsliðið og Íraka sem starfa á þess vegum í borginni. Í síðustu viku létust yfir eitt hundrað manns í tveimur sjálfs- morðsárásum í Írak. ■ BEÐIÐ EFTIR LÆKNISHJÁLP Um 268.000 manns eru háðir aðstoð Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Haítí. Óeirðir á Haítí: Neyð vofir yfir HAITI Alþjóðlegar hjálparstofnanir vara við því að neyðarástand sé yfirvofandi í norðurhluta Haítí. Uppreisnarmenn, sem krefjast af- sagnar Jean-Bertrand Aristide forseta, hafa reist vegatálma við borgir og bæi á svæðinu og hefur ekki reynst unnt að flytja þangað matvæli og sjúkragögn svo dög- um skiptir. Um fimmtíu manns hafa fallið í óeirðum síðustu daga. Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hefur lýst þeirri skoðun sinni að afsögn Aristide, forseta, sé ekki rétta leiðin til að binda endi á átökin. Hann segir að til greina komi að senda erlent lög- reglulið til landsins til að aðstoða heimamenn. ■ HIV-TILFELLUM FJÖLGAR HIV- smituðum hefur fjölgað verulega í Svíþjóð á síðustu árum. Í fyrra greindust 379 einstaklingar með HIV-veiruna og er heildarfjöldi smitaðra nú um 3.500. Stór hluti þeirra sem hafa smitast á síðustu árum eru sænskir karlmenn sem hafa keypt sér þjónustu vændiskvenna í Taílandi. KRÓNPRINSESSAN SKÍRÐ Norska krónprinsessan Ingiríður Alex- andra verður skírð í Hallarka- pellunni í Ósló 17. apríl næstkom- andi. Ingiríður Alexandra kom í heiminn 21. janúar en hún er dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit, eiginkonu hans. Kóngafólki víðs vegar að úr Evr- ópu verður boðið til skírninnar. Líkfundurinn í Neskaupstað: Upplýs- ingagjöf lögreglu 1. TILKYNNING FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR KLUKKAN 12 Rannsókn lögreglu á manns- látsmáli í Neskaupstað hefur ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hinn látna. Engar vísbendinar um grun- aða aðila liggja fyrir og eng- inn hefur verið handtekinn vegna málsins, en rætt hefur verið við mikinn fjölda fólks víðs vegar á Austurlandi. Rannsókn málsins heldur áfram í samvinnu við Ríkis- lögreglustjórann og tækni- deild lögreglunnar í Reykja- vík. 2. TILKYNNING FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR KLUKKAN 16 Rannsókn á láti manns sem fannst í höfninni í Neskaup- stað 11. febrúar er haldið áfram. Engar nýjar vísbend- ingar hafa komið fram, sem leitt geta í ljós hver hinn látni var. Réttarlæknisfræði- leg rannsókn stendur yfir. Enginn hefur enn verið hand- tekinn vegna málsins. Málið er unnið í samvinnu við tæknideild Lögreglustjórans í Reykjavík og embætti Rík- islögreglustjórans og eru fjórir lögreglumenn frá því embætti á leið austur til að- stoðar. 3. TILKYNNING, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR KLUKKAN 21 Engin tilkynning kom. 4. TILKYNNING LAUGARDAG- UR 14. FEBRÚAR KLUKKAN 11 Rannsókn lögreglunnar á Eskifirði í samvinnu við emb- ætti Ríkislögreglustjóra er fram haldið vegna fundar á líki í höfninni í Neskaupstað þann 11. febrúar. Eins og kunnugt er fór í gær fram réttarkrufning á líkinu sem er lokið á frumstigi, enn getur nokkur tími liðið þar til lokaniðurstöður fást. Unnið er að því að bera kennsl á lík- ið. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna rannsókn- ar málsins. 5. TILKYNNING LAUGARDAG- UR 14. FEBRÚAR KLUKKAN 16 Rannsókn er fram haldið hjá lögreglunni á Eskifirði í sam- vinnu við lögreglumenn frá embætti Ríkislögreglustjór- ans vegna líkfundar í Nes- kaupstað þann 11. febrúar. Óskað hefur verið eftir því að kennslanefnd Ríkislög- reglustjórans komi að málinu með því að freista þess að bera kennsl á hinn látna. Enn hefur enginn verið handtek- inn í tengslum við rannsókn málsins. ÓDÝRT Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K T ÍK n r. 4 0 A SÆRÐIR LÖGREGLUMENN Tveir íraskir lögreglumenn liggja særðir á sjúkra- húsi í Fallujah eftir árás uppreisnarmanna. Fingraförum af líki mannsins dreift til útlanda: Kennslanefnd safnar upplýsingum LÖGREGLUMÁL Kennslanefnd, svokölluð ID-nefnd embættis rík- islögreglustjóra, viðar nú að sér upplýsingum um manninn sem fannst látinn höfninni í Neskaupstað, að sögn Gísla Páls- sonar, formanns nefndarinnar. Alþjóðadeild ríkislögreglu- stjóra hefur dreift fingraförum af líki mannsins á net alþjóðalög- reglunnar Interpol. Lögregluyfir- völd annarra ríkja eru beðin um að bera fingraförin saman við fingrafarabanka sína til að kanna hvort hægt sé að bera kennsl á lík- ið. Frekari upplýsingar sem lágu fyrir eftir krufningu mannsins í gær voru einnig sendar alþjóða- lögreglunni. „Þær upplýsingar sem safnað er, eru síðan skráðar niður eftir ákveðnum vinnureglum sem Interpol hefur samið fyrir aðild- arríki sín. Síðan er það hlutverk okkar í framhaldinu að reyna að finna eitthvað á móti þessum upp- lýsingum sem er samsvarandi.“ „Málið fer fljótlega í þann far- veg sem við teljum að þurfi að beina svona máli í. Samskiptaleið okkar er í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjórans sem aftur er í tengslum við Interpol og sam- bærilegar stofnanir. ■ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Kennslanefnd starfar undur embætti rík- islögreglustjóra Kýpurdeilan: Lausn í sjónmáli KÝPUR, AP Þáttaskil urðu í samein- ingarviðræðum leiðtoga gríska og tyrkneska hluta Kýpur á föstudag. Ákveðið var að hefja að nýju við- ræður um sameiningu eyjarinnar á fimmtudag. Vonir standa til þess að áratugadeilum um eyjuna ljúki með niðurstöðu sem málsaðilar geta fellt sig við. Fjölmiðlar í Grikklandi og Tyrklandi fagna áfanganum og lýsa yfir því að deil- an sé svo gott sem leyst. Leiðtogar deilenda hafa þingað og telja þeir líklegt að samningar um varanlega lausn mála á Kýpur liggi fyrir áður en gríski hlutinn gengur í Evrópu- sambandið þann 1. maí. ■ ■ Norðurlönd NETABRYGGJAN Í NESKAUPSTAÐ Margt hefur breyst frá upphafi rannsóknarinnar. Í fyrstu var haldið að framið hefði verið kaldrifjað morð en nú hefur komið fram að sá látni var að smygla amfetamíni með því að fela það innvortis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.