Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 10
Sovétmenn hættu öllum hernaði íAfganistan á þessum degi árið 1989 þegar síðustu hermenn þeirra flugu frá Kabúl, höfuðborg lands- ins, aftur heim til Sovétríkjanna. Brottflutningurinn var í samræmi við friðarsamning sem var undir- ritaður í Genf í apríl árið áður. Þegar síðustu hermennirnir flugu burt í fjórum herflugvélum sátu 30.000 skæruliðar um höfuð- borgina og hermenn afgönsku stjórnarinnar voru á undanhaldi og gáfu eftir varðstöðvar sem þeir höfðu tekið við af þegar þeir leystu Sovétherinn af hólmi. Rósturnar héldu áfram þrátt fyrir að Rúss- arnir væru á förum og daginn áður var gerð eldflaugaárás á Kabúl. Viðræður skæruliðanna um myndum bráðabirgðastjórnar mið- aði líka hægt án þátttöku kommún- ista og Frelsisfylking Afgana lýsti því yfir að hún myndi sniðganga viðræðurnar þangað til afgönskum skæruliðum í Íran yrði boðið leyft að taka þátt. Stríðssögu Afganistan var langt því frá lokið en Talibanar komust til valda í landinu og sátu sem fast- ast þar til Bandaríkjamenn réðust inn í landið eftir hryðjuverkaárás- ina 11. september 2001. ■ 10 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Þórhalla Jónasdóttir, Sólbakka Bakka- firði, verður áttræð mánudaginn 16. febrúar. Þórhalla ætlar í tilefni afmælis- ins að taka á móti ættingjum og vinum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Búlandi 23, Reykjavík, sunnudaginn 15. febrúar klukkan 16–19. Örnólfur Árnason er 80 ára í dag. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi er 60 ára í dag. Bergþóra Árnadóttir þjóðlagasöngkona er 60 ára í dag. Margeir Pétursson, stórmeistari, er 44 ára í dag. Sigrún Jónsdóttir frá Bjargi, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést 10. febrúar. Einar Sverrisson, frá Kaldrananesi í Mýrdal, lést 30. janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Selma Kristiansen íþróttakennari, lést 11. febrúar. Sigurjón Jónsson, fyrrv. lögregluvarð- stjóri, lést 9. febrúar. Finnbogi Bjarnason, Sogavegi 164, lést 5. febrúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Ólöf Erla Hjaltadóttir, Borgargerði 9, lést 6. febrúar. Helgi Brynjólfsson, vélstjóri frá Þingeyri, lést 7. febrúar. Sveinn Pétursson, Hrafnistu, lést 11. febrúar. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Akur- gerði 42, lést 7. febrúar. Margrét Ólafsdóttir, áður til heimilis í Nökkvavogi 12, lést 11. febrúar. Gerður Ebbadóttir, Blönduhlíð 20, lést 5. febrúar. Síðasti opnunardagurinn hér íReykjavík verður laugardag- urinn 3. apríl. Eftir það loka ég safninu og meiningin er að opna það aftur á Húsavík upp úr miðj- um maí,“ segir Sigurður Hjartar- son, safnstjóri Hins íslenzka reða- safns, sem hefur ákveðið að pakka veglegu ballasafni sínu saman og flytja það til Húsavíkur. Rekstur safnsins hefur verið þungur og Sigurður reyndi því að selja það til útlanda í sumar en það gekk ekki upp. Lausnina fann hann svo á Húsavík. „Ég fæ stærra, betra og ódýrara húsnæði fyrir norðan. Ég er búinn að stan- da í þessu í fimm ár án þess að greiða sjálfum mér krónu í laun og nú er svo komið að ég verð að fara að fá einhver laun út úr þessu og það er ekki gerlegt hér.“ Sigurður hefur kennt við MH í tæp 40 ár en er að fara á eftirlaun. „Ég fæ þá meiri tíma til að sinna safninu og öðum áhugamálum, en ég hef mikið verið að þýða og skrifa. Leigan í Reykjavík gerir það af verkum að ég get ekki hald- ið þessu áfram þar á eftirlaunun- um en ég sé fram á bjartari og betri tíma. Ég er samt ekkert beiskur eða bitur þó Reykjavíkur- borg hafi ekki stutt betur við safnið en það hefur í það minnsta glatt þá ferðamenn sem koma til höfuðborgarinnar.“ Húsvíkingar tóku Sigurði af- skaplega vel og hann segist flyja fullur tilhlökkunnar. „Ég fékk 6.300 gesti í fyrra og ég vænti þess að fá annað eins eða meira á Húsa- vík enda gríðarlegur ferðamanna- straumur um bæinn á sumrin.“ Sigurður hefur, eins og alþjóð veit, safnað saman getnaðarlim- um hinna ýmsu spendýra og sýnir þá uppstoppaða á safninu. Sem stendur skortir þó enn lim af manni en Sigurður hefur fengið vilyrði fyrir fjórum stykkjum. „Ég er með fjögur gjafabréf; eitt frá Íslendingi, eitt frá Banda- ríkjamanni og svo frá Breta og Þjóðverja. Málið snýst auðvitað fyrst og fremst um Pál Arason, sem er enginn venjulegur maður, en hann verður að fá að lifa sitt áður en limurinn kemur. Hinir eru auðvitað ekki íslensk spendýr og fara því í flokk erlendra dýra.“ Sigurður segir flókið ferli búa að baki þessum líffæragjöfum. „Fyrst verða menn að framvísa móti en það kemst ekki hver sem er í safnið. Þetta verður að vera það sem kallað var lögreður sem er í það minnsta fimm þumlungar. Þessir uppfylla það nú allir. Síðan afhenda menn gjafarbréf. Allir sem gefa safninu eitthvað eru umsvifalaust teknir inn sem svokallaðir gildir heiðurslimir en ef gjöfin skilar sér ekki eftir að menn eru hættir að nota þetta eða deyja, hvort sem gerist á undan, þá eru þeir teknir út og verða ógildir limir. Það eru svona gæðaflokkar á þessu.“ ■ Reðursafn SIGURÐUR HJARTARSON ■ Ætlar að flytja Hið íslenzka reðasafn til Húsavíkur. Hann sér fram á bjarta tíma fyrir norðan. 75% gesta hans eru útlendingar og 60% af heildargestafjöldanum eru konur. MATT GROENING Höfundur teiknimyndaþáttanna um Simp- sons fjölskylduna er 50 ára í dag. 15. febrúar ■ Þetta gerðist 1842 Frímerki með lími á bakhliðinni eru selt í fyrsta sinn á pósthúsi í New York. 1879 Rutherford Hayes, forseti Banda- ríkjanna, undirritar lög sem heimila kvenkyns lögfræðingum að flytja mál fyrir hæstarétti. 1942 Japanskir hermenn ná bresku nýlendunni Singapúr á sit vald í seinni heimsstyrjöldinni. 1965 Söngvarinn Nat King Cole deyr í Kaliforníu 45 ára gamall. 1978 Leon Spinks nær meistaratitlin- um í þungaviktarhnefaleikum af Muhammad Ali. 1982 84 verkamenn farast þegar olíu- borpallur sekkur í stormi undan strönd Nýfundnalands. 1990 George Bush, forseti Bandaríkj- anna, fundar með leiðtogum Bólivíu, Kólombíu og Perú um aðgerðir gegn eiturlyfjabarónum. 1999 64 deyja í eldsvoða í nætur- klúbbi í Tævan. KABÚL Höfuðborg Afganistans hefur nokkrum sinnum verið í brennidepli sögulegra átaka. Síðustu rússnesku hermennirnir yfir- gáfu borgina á þessum degi árið 1989. Ég á svo marga góða vini að þaðer náttúrlega ekki hægt að gera upp á milli þeirra,“ svarar Einar Örn Benediktsson aðspurð- ur um hver sé besti vinur hans. „Aftur á móti varð mér einhvern tímann hugsað til þess hvað væri gott að eiga góða vini. Þá fékk ég í hugann eitt andartak, eitt minnis- brot, sem í mínum huga gerði það að verkum að Bragi Ólafsson varð minn besti vinur. Þá var ég að spila á sviði í London með Purrki Pilnikk, sennilega í mars eða maí 1982. Þá varð mér litið á Braga og mér fannst hann svo flottur bassa- leikari að ég varð svo kátur í hjar- ta mínu að eiga hann sem vin. Ég hef alltaf álitið Braga vera einn af þessum góðu vinum.“ „Einar hefur áður sagt frá því að við höfum þekkst í rúman aldar- fjórðung, og á þeim tíma höfum við ekki rifist svo mikið sem einu sinni,“ segir Bragi um vin sinn Ein- ar. „Samt höfum við nánast allan þennan tíma starfað saman að verkefnum sem gefa endalaus til- efni til ósættis. Vinskapur okkar hlýtur því að vera þess eðlis að við geymum allan pirring okkar og óá- nægju fyrir annað fólk. En svo finnst mér heldur ekki aumt að vera besti vinur aðal - þess tónlist- armanns á Íslandi sem bjó til flott- ustu hljómplötu síðasta árs.“ ■ Rússarnir fara 15. febrúar 1989 AFGANISTAN ■ Síðustu sovésku hermennirnir yfirgefa Afganistan og þar með lýkur 9 ára hern- aðarafskiptum Sovétríkjanna í landinu. ■ Breyttir tímar Í fyrra? ... trúði ég ekki á Guð. Núna? ... er ég að leika djöfulinn. Segir Kristján Franklín Magnús sem leikur djöfulinn í Meistaranum og Margarítu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. EINAR ÖRN OG BRAGI Hafa þekkst í rúman aldarfjórðung og hafa aldrei rifist þrátt fyrir ærin tilefni. Hafa aldrei rifist Besti vinur minn EINAR ÖRN BENEDIKTSSON ■ á marga vini en eftir hugljómun í London 1982 telur hann Braga Ólafsson vera þann besta. Flytur norður með alla sína limi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.