Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 15. febrúar 2004 Þýska tölvupoppsveitinKraftwerk kemur til Íslands í vor og heldur tónleika í Kaplakrika 5. maí. Sveitin klára þriggja mánaða tónleikaferða- lag um Bretland og Bandaríkin í Hafnarfiði en heimsókn Þjóð- verjanna er óneitanlega ákveð- inn hvalreki fyrir tónlistará- hugamenn á Íslandi þar sem Kraftwerk hafði mikil áhrif á poppmenningu á síðasta aldar- fjórðungi 20. aldarinnar og ein- hverjir halda því fram að Kraftwerk hafi verið það fyrir hljóðgerfilinn sem Chuck Berry var fyrir rafmagnsgítarinn. Sveitin er á sínu fyrsta tónleika- ferðalagi í 13 ár til að fylgja eft- ir plötunni Tour De France Soundtracks sem kom út í fyrra- haust, en hún er fyrsta plata þeirra með nýju efni síðan plat- an Electric Cafe kom út 1986. Tónleikafyrirtækið Hr.Örlyg- ur stendur fyrir komu Kraftwerk til Íslands. Fyrirtæk- ið hefur lengi unnið að því að fá sveitina hingað og má því segja að 5 ára bréfaskriftir séu loks að bera ávöxt. Miðasala hefst 13. mars. ■ Tolvupopp ÞÝSKA HLJÓMSVEITIN KRAFTWERK ■ hefur boðað komu sína til landsins í vor. Kraftwerk í Krikanum Don Kíkóti er hinn eilífi maðursem er alltaf að reyna að end- urbæta heiminn og rétta ranglæti og koma í veg fyrir ofbeldi, en allt sem hann gerir snýst einhvern veginn í höndunum á honum. Þá verður hann ringlaður og kemst ekki aftur til vitsmuna sinna fyrr en hann er kominn á lokastig og deyr. En þá vitkast hann loksins,“ segir Guðbergur Bergsson, sem þekkir söguna um Don Kíkóta bet- ur en flestir aðrir. Guðbergur er á því að þessi harmsaga baráttumannsins hljóti alltaf að fylgja mannkyninu . „Það er óhjákvæmilegt, og þeir sem vilja bæta heiminn eru alltaf taldir vera geggjaðir og eru það kannski að einhverju leyti. En í einhverjum mæli vilja allir menn bæta bæði umhverfið og sjálfa sig. Þetta er í senn harmleikur og skop hvers einstaklings. Þetta verður nefnilega skoplegt vegna þess að menn ætla sér að gera svo mikið að þeir ráða ekki við það.“ Sjálfur er Guðbergur býsna ið- inn við að gagnrýna ýmislegt sem honum þykir ábótavant í mannfé- laginu en reynir þó að ætla sér ekki um of í þeim efnum. „Ég vara mig nú á því að ætla mér svo stórt hlutverk að koma fram sem einhver Messías,“ segir Guðbergur og bætir því við að hefði Jesús lifað mjög lengi þá hefði hann aldrei getað orðið neinn Messías. Messíasar geta nefnilega fallið á tíma. „Hefði Jesú gengið um heim- inn og alltaf verið að segja það sama þá hefðu allir orðið þreyttir á honum. Þess vegna verða menn líka að fara frá völdum þegar þeir eru búnir að vera lengi við völd. Menn geta ekki endalaust verið Messíasar.“ Á miðvikudaginn hefst í Borg- arleikhúsinu námskeið á vegum Mímis - símenntunar, þar sem Guðbergur ætlar að fjalla bæði um bókina og höfund hennar, Miguel Cervantes. Einnig ræðir hann um það sem var að gerast í sögu Spánar á þessum tíma og tengir þetta allt saman við mál- aralist þess tíma. „Ég set þetta líka í menningar- legt samhengi Miðjarðarhafsins. Cervantes var á Ítalíu í mörg ár og líka í Alsír. Þannig að ég fjalla dá- lítið um bæði ítalska menningu og þennan arabíska heim. Þetta var á þeim tíma þegar Spánn var heims- veldi og réði flestu þarna.“ ■ Hótel Örk rétt handan hæðar Konudagurinn Þriggja rétta kvöldverður, gisting og morgunverðarhlaðborð Hugljúf dinner músík Amor sér um sína Rós í barm Þú býður elskunni - við bjóðum þér Hótel Örk Sími 483 4700 Staður stórviðburða Verð fyrir 2 kr. 9.900,- KRAFTWERK Þessir þýsku frumkvöðlar í raftónlist hafa átt trausta aðdáendur á Íslandi í um þrjá- tíu ár þannig að ætla má að meðalaldur- inn á tónleikum sveitarinnar í Kaplakrika verði í hærri kantinum. GUÐBERGUR Í GERVI DON KÍKÓTA Í tilefni af námskeiði Guðbergs um Don Kíkóta brá hann sér í gervi kappans. Ef Jesús hefði lifað of lengi FB -M YN D T H O R ST EN H EN N Don Kíkóti GUÐBERGUR BERGSSON ■ verður aftur með námskeið í Borgar- leikhúsinu um Don Kíkóta, enda var góð aðsókn að námskeiðinu í haust. Brátt styttist líka í að Borgarleikhúsið frumsýni leiksýningu um riddarann sjónumhrygga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.