Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 12
Tíu ár eru liðin frá því samning-urinn um Evrópska efnahags- svæðið (EES) gekk í gildi. Á þeim tíma hafa miklar breytingar orðið á evrópsku samstarfi og rekstrar- umhverfi EES-samningsins er gjörbreytt. Fyrirhuguð stækkun ESB mun ennfremur hafa umtals- verð áhrif á rekstur EES-samn- ingsins en þann 1. maí næstkom- andi ganga tíu ný ríki í Mið- og Austur-Evrópu í sambandið og markar það nýtt upphaf í evr- ópsku samstarfi sem rekja má til endaloka kaldastríðsins fyrir rúmum áratug. Evrópusambandið hefur tekið hreinum stakkaskipt- um frá því EES-samningurinn var gerður og er nú vart þekkjanlegt því bandalagi sem við sömdum við fyrir áratug. Á tíu ára afmæli samningsins er því ekki úr vegi að líta um öxl, skoða hvernig til hafi tekist og meta stöðu okkar í sam- starfinu. Í kjarna evrópskrar samvinnu Segja má að með gildistöku EES-samningsins hafi íslenskt við- skiptaumhverfi loksins orðið sam- bærilegt við það sem þekktist á meginlandi Vestur-Evrópu. Ísland varð hluti af innri markaði Evrópu- sambandsins og er því í raun aðili að innsta kjarna evrópskrar sam- vinnu. Með samningnum varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims með um það bil 380 milljónir íbúa í 18 ríkjum. Höfuðmarkmið EES-samnings- ins er að auka viðskipti og efna- hagsleg tengsl ríkjanna og efna- hagslega og félagslega velsæld íbúa svæðisins. Samningurinn fel- ur í sér frjáls viðskipti með iðn- varning, frjáls þjónustuviðskipti, frjáls fjármagnsviðskipti og frjáls- an atvinnu- og búseturétt alls stað- ar á svæðinu. Ennfremur eru í samningnum ákvæði um samvinnu í félagsmálum, neytendamálum, jafnréttismálum, rannsóknum og þróun, menntamálum og umhverf- ismálum. Íslensk stjórnvöld sam- þykktu um leið að taka upp í ís- lenskan rétt nær allar þær við- skiptareglur sem giltu á evrópsk- um mörkuðum. Í samningnum fel- ast því ekki aðeins frjáls viðskipti og sameiginleg réttindi heldur ein- nig að vissu marki sameiginlegar reglur á ýmsum sviðum til að tryggja sanngjarna samkeppni í viðskiptum, neytendavernd, vernd umhverfisins, lágmarks félagsleg réttindi og svo framvegis. Ótvírætt framfaraspor Eftir áratuga reynslu af EES- samningnum er það samdóma álit manna að undirritun hans hafi verið ótvírætt framfaraspor fyrir íslenskt þjóðarbú og virkað sem vítamínsprauta á efnahagslíf þjóðarinnar. Fullyrt er að samn- ingurinn hafi stuðlað að auknum stöðugleika í efnahagslífinu og leitt bæði til aukins frjálsræðis og nútímalegri stjórnunarhátta. Samningurinn hefur einnig verið ein helsta lífæð Íslands í alþjóða- samvinnu. Til að mynda hefur að- gangur að mörkuðum ESB stór- aukist og þátttaka í samstarfs- áætlunum ESB, svo sem á sviði vísinda-, mennta- og menningar- mála hefur skilað umtalsverðu fjármagni og þekkingu inn í ís- lenskt þjóðfélag. Til að mynda fengu íslenskir athafnamenn að reyna sig í evrópsku atvinnulífi og vísindamenn hér á landi komust í mun betri tengsl við kol- lega sína í álfunni svo eitthvað sé nefnt. Afsal fullveldis EES-samningurinn nær til flestra sviða samfélagsins og mælir fyrir um nokkuð flókið net samskipta. Samningurinn er í stöðugri þróun og mótun þar sem 12 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR 6,0%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.01.2004–31.01.2004 á ársgrundvelli. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 11,1% -1,5% -1,9% 23,3% 11,3% Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta mán. þri. mið. fim. fös. Austurbakki hf. Síldarvinnslan hf. Kaldbakur hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Íslandsbanki hf 7.952 milljónir Eimskipafélag Íslands hf. 4.348 milljónir Landsbanki Íslands hf. 2.971 milljónir mán. þri. mið. fim. fös. -2,6% Tíu ár á Evrópska efnahagssvæðinu Stjórnmálamenn deildu hart í aðdraganda aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahags- svæðið. Tíu ára reynsla er nú komin á samninginn og áhrif hans á íslenskt samfélag. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, fjallar um samninginn í tilefni tímamótanna. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r ÞYKKUR BUNKI Samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið var mikill að vöxtum. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, talaði af sannfæringarkrafti fyrir mikilvægi samningsins. Hann var því kampakátur þegar hann fletti honum í janúar 1993. 25 20 15 10 5 0 -5 Jarðboranir hf. Fjárfestingarfélagið Atorka hf. Líf hf. TALAÐ FYRIR SAMNINGI Jón Baldvin Hannibalsson , þáverandi utanríkisráðherra, gerði víðreist og kynnti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Jón Baldvin beitti öllum sannfæringarkrafti sínum til að leiða landsmönnum fyrir sjónir hversu mikilvægur samningurinn væri fyrir þjóðina. Hér er hann á kynningarfundi árið 1991.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.