Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 14
Breska vikuritið TheEconomist hefur gefið út skýrslu um efnahagslega stöðu Ís- lands. Í skýrslunni er fjallað um bæði efnhagsmál og stjórnmál hér á landi og horfur í þeim efn- um skoðaðar fyrir næstu tvö ár. Almennt telja höfundar skýrsl- unnar að útlit sé fyrir jákvæða þróun á Íslandi en töluverðum hluta skýrslunnar er varið í um- fjöllun um hið pólitíska landslag þar sem sérstök áhersla er lögð á deilur forsætisráðherra og for- svarsmanna í viðskiptalífinu. The Economist telur að deilurnar megi rekja til minnkandi vægi þeirra sem kenndir voru við „kol- krabbann“ í íslensku viðskiptalífi. Innlend stjórnmál The Economist telur að þótt forsætisráðherrastóllinn flytjist frá Sjálfstæðisflokki til Fram- sóknarflokks í september á þessu ári þá muni Sjálfstæðisflokkurinn áfram vera ráðandi aðilinn í stjórnarsamstarfinu, enda ráði hann 22 af 34 þingsætum ríkis- stjórnarinnar. Af þessum sökum telur rannsóknardeild The Economist ekki líklegt að miklar breytingar verði á stjórnarstefn- unni við forsætisráð- herraskiptin. The Economist fullyrðir að ákvörð- un Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur um framboð í þing- kosningum hafi gert Samfylking- una að alvarlegum keppinaut Sjálf- s t æ ð i s f l o k k - sins. Blaðið telur einnig að vel- gengni Samfylkingarinnar á næstu árum ráðist að miklu leyti af því hvaða stöðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fær innan flokksins. Tímaritið tel- ur að framboð Ingibjargar Sól- rúnar til formannsembættis í Samfylkingunni leiði til vadabaráttu innan flokks- ins. Alþjóðamál The Economist telur ólíklegt að Íslendingar stofni eigin her þótt óvissa ríki um framtíð varnarsam- starfsins við Bandaríkin en greinir frá aukinni þátt- töku Íslands í ýmis kon- ar friðargæsluverk- efnum í tengslum við framboð til setu í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Þá skýrir blaðið frá áformum um aukna þróunar- aðstoð. Hvað varðar E v r ó p u s a m - bandið segir The Economist að skiptar skoðanir séu um málið bæði innan Sjálf- stæðisflokks- ins og meðal k j ó s e n d a . Hins vegar séu inngönguviðræður ólíklegar sökum afdráttarlausrar andstöðu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Blaðið telur þó að afstaða ríkisstjórnarinnar kunni að breyt- ast nokkuð þegar Halldór Ás- grímsson tekur við forsætisráðu- neytinu; en blaðið fullyrðir að hann sé Evrópusinni. Helstu þættir í fjármála- stefnu Í skýrslu The Economist segir að fjárlög ársins 2004 séu til marks um þá stefnu stjórnvalda að straumlínulaga ríkisfjármálin og draga úr skuldum ríkisins. Þrátt fyrir þetta telur blaðið líkur á ofþenslu á næstu tveimur árum sökum stóriðjuframkvæmda og fyrirhugaðra skattalækkana. The Economist telur að aukin langtímaskipulagning í ríkisfjár- málum hafi aukið trúverðugleika íslenska ríkisins þótt líkur séu taldar á því að meira muni mæða á peningamálastefnunni, sem er undir stjórn Seðlabankans, í nán- ustu framtíð. Þá er talið að einkavæðing muni halda áfram meðal annars með sölunni á Símanum. Ríkisfjármál The Economist telur ríkisfjár- málin vera í ágætu horfi þótt út- gjaldaþensla og minni slagkraftur í efnhagslífinu hafi grafið undan 14 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti The Economist spáir í íslensku spilin The Economist telur deilur Davíðs og atvinnulífsins mikilvægar breytur varðandi framtíðarhorfur í íslensku efnahagslífi. Fullyrt er að þær megi rekja til veikari stöðu kolkrabbans. Almennt útlit í efnahagsmálum á næstu tveimur árum er gott að mati blaðsins. INGIBJÖRG SÓLRÚN OG ÖSSUR Í skýrslu The Economist er fullyrt að innkoma Ingibjargar Sólrúnar í landsmálapólitíkina hafi gert Samfylkinguna að alvarlegum keppu- naut Sjálfstæðisflokksins. Höfundar skýrslunnar telja að gæfa flokksins muni ráðast af því hvaða hlutverki henni verður fundið en gerir ráð fyrir ólgu í flokknum vegna fyrirsjáanlegrar kosningabaráttu hennar og Össurar Skarphéðinssonar um embætti formanns árið 2005.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.