Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 15. febrúar 2004 Hver er maðurinn? Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Maðurinn sem við spyrjum umað þessu sinni er í nokkuð áberandi starfi í samfélaginu. Hann kemur oft fram í fjölmiðl- um og talar þá jafnan um háalvar- leg mál sem varða fjölmarga ein- staklinga. „Hann er glaðvær og góður félagi,“ segir Andri Teits- son, framkvæmdastjóri KEA, en leiðir þeirra lágu meðal annars saman í öflugum félagsskap fyrir áratug. „Mér finnst hann stundum óþarflega alvörugefinn í núver- andi starfi,“ segir Andri en bætir við, „kannski þýðir ekki annað.“ Hann minnist þess líka að okkar maður hafi verið liðtækur í bad- minton hér í eina tíð. Um viðkom- andi segir Helgi Jóhannesson lög- maður þetta. „Hann er mikill húmoristi og það er alltaf gaman þegar hann er með í hópnum. Þá hefur hann mikinn áhuga á þjóð- málunum og ótrúlega gott minni,“ og til vitnis um það nefnir Helgi að viðkomandi geti vitnað orðrétt til texta og samtala þó langt sé um liðið síðan hann heyrði eða las. „Engum er illa við hann og hann leggur ekki fæð á nokkurn mann nema í mjög stuttan tíma í senn. Í eðli sínu friðarins maður,“ segir Helgi Jóhannesson, en hann og okkar maður eru vinir. Og nú er spurt, við hvern er átt? Svarið er á blaðsíðu 28. ■ Hvernig líst ykkur á þá hug-mynd að geta kíkt á barnið ykkar á Netinu á daginn? Séð hvað það er að dunda sér við. Við hvern það leikur mest. Og um- fram allt, séð að það fái góða um- önnun frá dagmóðurinni.“ Svona hljómar auglýsing sem Jóhanna Björg Óladóttir setti inn á vefsíðuna barnaland.is fyr- ir skömmu. Jóhanna, sem hyggst gerast dagmóðir í mars næstkomandi, ætlar að setja upp myndavél í leikherbergi barnanna. Foreldr- ar þeirra fá svo aðgang að heimasíðu og geta þannig fylgst með börnunum á Netinu á meðan þau eru í vist hjá Jóhönnu. „Með þessu móti vil ég full- vissa foreldra um að barnið sé öruggt og fái góða umönnun,“ segir hin verðandi dagmóðir. Fann fyrir vantrausti foreldra Jóhanna segir að hugmyndin að myndavélinni hafi kviknað eftir at- vik sem átti sér stað í Kópavogi fyr- ir nokkru þegar ungt barn sem var í vist hjá dagmóð- ur lést þegar það kom heim. „Það varð mik- il sorg í kjölfarið og ég varð vör við mjög mikið van- traust hjá foreldr- um í garð dag- mæðra. Ég var að vinna á leikskóla á þessum tíma og heyrði að foreldr- ar voru stressaðir yfir því að hafa börnin hjá dag- mæðrum, sérstak- lega þeim sem starfa einar,“ seg- ir Jóhanna. „For- eldrar geta ekki fylgst eins vel með börnum sín- um á meðan þau eru hjá dagmæðr- um. Ekki óþægilegt að vinna undir eftirliti Jóhanna starfaði um þriggja ára skeið á leikskóla. Aðspurð hvort henni hefði þótt óþægilegt að starfa undir eftirliti mynda- véla. „Mér hefði ekki þótt það óþægilegt en ég veit ekki hvort það hafi verið þörf á því. Ég get unnið með öðru fólki sem getur fylgst með mínum störfum; þar af leiðandi finnst mér ekki óþægilegt að vinna undir eftirliti foreldra, ef eftirlit mætti kalla,“ segir Jóhanna og bætir við. „Þótt foreldrar eigi ekki eftir að fylgj- ast með hverju einasta skrefi sem ég tek er þessi möguleiki fyrir hendi.“ Ekki erfitt að vinna undir eftirliti Umræðan um eftirlitssamfé- lagið, hin svokallaða Stóra bróð- ur, hefur oft skotið upp kollinum síðustu ár. Eftirlitsmyndavélar er víða að finna, svo sem í mið- bænum, verslunum og vinnu- stöðum, og finnst mörgum sem verið sé að vega að trausti á náung- anum. Aðspurð hvort íslenskt sam- félag sé orðið þannig að ekki sé hægt að treysta náunganum segir Jóhanna: „Mér finnst það, en það er að sjálfsögðu persónubundið. Við búum í litlu þjóðfélagi sem er ofsa- lega einangrað og fólk er nánast hætt að heilsast úti á götu. En þetta er enginn Stóri bróðir heldur for- eldrar að fylgjast með börnunum sínum. Þetta eru gullmolarnir okkar og við viljum vita að þeim sé óhætt. Það er ekki eins og ég ætli að láta Jón úti í bæ fylgjast með börnunum.“ Auglýsing Jóhönnu birtist á Netinu fyrir um viku síðan og við- brögðin hafa ekki látið á sér stan- da. „Ég hef nú þegar fengið nokkr- ar fyrirspurnir og það finnst mörg- um þetta ofsalega sniðugt. Það er mánuður síðan ég fór að varpa þessari hugmynd fram og fékk rosalega mikil og sterk viðbrögð. Fólk er mjög hrifið af þessu,“ segir dagmóðirin verðandi. kristjan@frettabladid.is algjörlega óþolandi hversu hægt gengur hér að vinna á kynbundn- um launamun sem er mikil hneisa í íslensku samfélagi. Eitt af því sem verður að skoða er að stjórn- sýslustofnanir og eftirlitsaðilar hafi fullnægjandi tæki í höndum. Ég tel þetta frumvarp til veru- legra tíðinda í jafnréttisbaráttu kynjanna. Það er liður í miklu víð- tækari baráttu okkar á þessu sviði. Menn hljóta að viðurkenna að við höfum að miklu leyti tekið forystuna í baráttu gegn klám- væðingu í samfélaginu og fyrir jafnrétti kynjanna. Við erum lang heitasti gerjunarpottur róttækrar kvenfrelsisbaráttu í landinu. Þó að einhverjum finnist við fara geyst þá er það aðeins til marks um að við erum að hrista upp í hlutunum. Menn sigla þá bara í kjölfarið þegar þeir eru búnir að átta sig á að við erum búin að ryðja brautina á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum.“ Ríkisstjórn á glannalegri ferð Þú mættir ásamt Illuga Gunn- arssyni, aðstoðarmanni Davíðs Oddssonar, í sjónvarpsþátt á dög- unum þar sem þið rædduð meðal annars um auðhyggju og þið voruð ekki svo mjög ósammála. „Ég má kannski orða það þannig að Illugi, og þeir sem hann starfar með í pólitíkinni, séu orðn- ir svona hugsi yfir því sem þeirra eigin stefna hefur kallað yfir þjóðina. Það er vel, þótt það gerist heldur seint. Það var Davíð Odds- son og ríkisstjórnir hans sem lögðu af stað í þennan einkavæð- ingar- og markaðsvæðingar leið- angur. Davíð hefur verið skip- stjóri á skútu nýfrjálshyggjunnar. Stjórnvöld hafa til dæmis afhent einstökum aðilum bankana sem síðan hafa notað þá sem tæki í valdabaráttu sinni í viðskipta- lífinu og til að mylja undir sig. Við horfum upp á mikla og grimma fá- keppni, samþjöppun valds og fjár- muna í viðskiptalífinu. Ég er ekki að segja að ýmsar breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu hafi ekki verið tímabærar. En menn hafa farið of glannalega og allt hefur átt að gera á tvöföldum eða þreföldum hraða. Auðvitað endar illa þegar menn vaða þannig áfram. Svo má velta því fyrir sér hvaða hugur fylgir máli þegar menn viðra áhyggjur sínar um þessar mundir. Ég gef ekki mikið fyrir það þótt Davíð Oddsson taki stórt upp í sig á fundum og Val- gerður Sverrisdóttir hafi áhyggur í einum fjórða af þingræðum meðan þau gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég tel að þarna liggi ein skýrasta víglína íslenskra stjórn- mála. Öðrum megin hennar er Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð, og við höfum oft og tíðum staðið ein. Samfylkingin er tví- stígandi, hefur skrifað upp á mik- ið af þessu. Hún hefur viljað selja bankana, bara fyrir hádegi en ekki eftir eins og ríkisstjórnin, en selja þá samt. Afstaða okkar hef- ur verið skýr og við berjumst áfram. Ef menn ætla að færa víg- línuna nær kjarna velferðarþjón- ustunnar þá er engu nema blóðug- um slag að mæta frá okkur. Og ég spái því að stór hluti þjóðarinnar eigi samleið með okkur í þessu efni. Þjóðin vill búa í manneskju- legu velferðarsamfélagi.“ kolla@frettabladid.is STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Ég gef ekki mikið fyrir það þótt Davíð Oddsson taki stórt upp í sig á fundum og Valgerður Sverrisdóttir hafi áhyggur í einum fjórða af þingræðum meðan þau gera ekki nokkurn skapaðan hlut.“ GÓÐUR FÉLAGI Maðurinn þykir mikill húmoristi en kannski full alvarlegur í núverandi starfi. Glaðvær og gamansamur F04140204 JÓHANNA Verðandi dagmóðir ætlar að setja upp myndavél svo foreldrar geti fylgst með börnum sínum á Netinu. Dagmóðirin vill fullvissa foreldrana um að börnin séu örugg og fái góða umönnun. Fylgst með börnum á Netinu JÓHANNA BJÖRG ÓLADÓTTIR MEÐ FIMM MÁNAÐA GAMLAN SON SINN, ELD ÁRNA Foreldrar geta fylgst með börnum sínum sem verða í vist hjá Jóhönnu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.