Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 32
32 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ÞÉTTUR Japanski súmóglímumaðurinn Tosanoumi haggast ekki þrátt fyrir að fjöldi barna reyni að ýta honum niður enda maður mikill að vexti. Súmóglíma hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 FEBRÚAR Sunnudagur Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum: Jón Arnar og Sunna sigursæl FRJÁLSAR Það var líf og fjör á fyrri degi meistaramóts Íslands í frjáls- um íþróttum en keppt var í Bald- urshaga og í Kaplakrika. Reynir Logi Ólafsson Ármanni sigraði í 60 metra hlaupi á 6.96 sek. en í undanúrslitum hljóp hann á 6,91 sek. sem er meistaramótsmet sem og persónulegt met hjá Reyni. Andri Karlsson Breiðabliki varð annar á 6,99 sek. Það kom síðan fáum á óvart að Sunna Gestsdóttir UMSS skyldi sigra í 60 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 7,58 sek. sem er meistaramótsmet og jöfnun á hennar besta árangri. Hin efnilega Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðabliki varð önnur á 7,62 sek. Sunna nældi í annað gull skömmu síðar þegar hún sveif 5,94 metra í langstökki. Sigurbjörg varð einnig önnur í langstökkinu með stökki upp á 5,72 metra. Jón Arnar Magnússon var í fínu formi í gær og hann byrjaði daginn á því að sigra í langstökki með stökki upp á 7,58 metra en frændi hans Ólafur Guðmundsson UMSS varð annar með stökk upp á 7,09 metra. Það er óhætt að segja að meist- aramótið hafi farið vel af stað en mótið klárast í dag. Keppt verður í Kaplakrika upp úr tíu en klukkan eitt færist mótið yfir í Baldurs- haga þar sem það klárast. ■ Héðinn gerði gæfumuninn Framarar voru í engum vandræðum með að klára HK í Safamýrinni. ÍR skaust á toppinn með dramatískum sigri á KA. Valur tapaði óvænt í Garðabæ HANDBOLTI Framarar unnu stór- sigur á HK, 33-25 í leik sem var í járnum allan fyrri hálfleikinn. HK-ingar köstuðu nánast frá sér möguleikanum á sigri á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þar sem staðan breyttist úr 13-14 í 22-15 Fram í vil. Gæfumuninn fyrir Framara gerði Héðinn Gilsson sem kom inn á seint í fyrri hálfleik þegar ekkert gekk hjá Frömurum í sókninni og fór að raða inn mörkum. HK-ingar gerðu sig hins vegar seka um allt of mikið af sóknarmistökum til þess að eiga möguleika að þessu sinni. Valdimar Þórsson og Héðinn Gilsson voru at- kvæðamestir í liði Fram þar sem 11 komust á blað í marka- skorun og Andrius Rackauskas var langatkvæðamestur HK- inga þar sem aðeins fimm komust á blað. Mörk Fram: Valdimar Þórs- son 10/5, Héðinn Gilsson 8, Jón Björgvin Pétursson 4/1, Guðjón Drengsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Hjálmar Vil- hjálmsson 2, Martin Larsen 1, Arnar Sæþórsson 1, Guðlaugur Arnarsson 1, Þorri Ólafsson 1, Hafsteinn Ingason 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 19. Mörk HK: Andrius Rac- kauskas 12/3, Haukur Sigurvins- son 5, Elías Már Halldórsson 5, Alexander Arnarsson 2, Davíð Höskuldsson 1. Varin skot: Björgvin Gústafsson 15/1, Arnar Freyr Reynisson 1. Spenna í Breiðholtinu ÍR vann mikilvægan sigur, 30-29, þegar KA kom í heimsókn í Austurbergið. Leikurinn var æsispennandi og úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins. Þá fengu KA-menn kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en skot Einars Loga Friðjónssonar hafnaði í slánni á ÍR-markinu og því tóku heima- menn öll stigin í leiknum. Einnig fóru þeir upp fyrir KA á stiga- töflunni. Mörk ÍR. Tryggvi Haraldsson 6, Bjarni Fritzson 5, Einar Hólmgeirsson 5, Ingimundur Ingimundarson 5, Hannes Jóns- son 4/1, Fannar Þorbjörnsson 2, Lárus Jónsson 1, Ragnar Helga- son 1 og Sturla Ásgeirsson 1/1. Varin skot: Ólafur Gíslason 26/1, Stefán Petersen 1/1. Mörk KA: Arnór Atlason 8/1, Andreus Stelmokas 7/2, Sævar Árnason 5, Einar Logi Friðjóns- son 5, Jónatan Magnússon 2, Þorvaldur Þorvaldsson 1 og Bjartur Máni Sigurðsson 1. Var- in skot: Hans Hreinsson 5, Haf- þór Einarsson 4/1, Stefán Guðnason 2. Óvæntur sigur Stjörnunnar Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á því að Stjarnan ætti möguleika gegn Val þegar blásið var til hálfleiks í Garðabænum í gær. Þá var staðan 9-14 fyrir Val en það var allt annað Stjörnulið sem mætti til leiks í síðari hálf- leik. Þeir hreinlega tóku öll völd á vellinum, völtuðu yfir heillum horfna Valsmenn og unnu að lokum sanngjarnan og öruggan sigur, 30-24. Mörk Stjörnunnar: Gústaf Bjarnason 6, David Kekelia 5, Sigtryggur Kolbeinsson 4, Arn- ar Theodórsson 4/1, Arnar Jón Agnarsson 4, Gunnar I. Jóhanns- son 2, Björn Friðriksson 2/1, Bjarni Gunnarsson 1, Jóhann Jó- hannsson 1. Varin skot: Jarek Kowal 19/1. Mörk Vals: Markús Máni Maute 7/2, Hjalti Gylfason 5, Sigurður Eggertsson 4, Hjalti Pálmason 2, Heimir Örn Árna- son 2, Baldvin Þorsteinsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 1, Freyr Brynjarsson 1. Varin skot: Örvar Rúdolfsson 7, Pálmar Pét- ursson 2. ■ HÉÐINN Í HAM Varnarmenn HK réðu ekk- ert við tröllið Héðin Gils- son í Safamýrinni í gær. ÚRSLIT Fram-HK 33-25 ÍR-KA 30-29 Stjarnan-Valur 30-24 ÍR (8) 3 2 0 1 88:85 12 KA (7) 3 2 0 1 94:84 11 Valur (8) 3 1 1 3 80:77 11 Stjarnan (6) 3 2 0 1 86:86 10 Haukar (5) 2 1 1 0 57:50 8 Fram (6) 3 1 0 2 88:88 8 Grótta KR (3) 2 1 0 1 49:55 5 HK (5) 3 0 0 3 76:93 5 Innan sviga eru stigin sem liðin tóku með sér í deildina. ■ ■ LEIKIR  13.15 Tindastóll og Þór mætast í Powerademótinu í Boganum.  15.15 Höttur og Leiftur/Dalvík mætast í Powerademótinu í Bog- anum.  17.00 Haukar og Grótta/KR mæt- ast í RE/MAX-deild karla í hand- knattleik, úrvalsdeild.  19.00 KR og Fylkir mætast í úrslit- um Reykjavíkurmótsins í fótbolta í Egilshöll.  19.15 Breiðablik og FH mætast í RE/MAX-deild karla í handknatt- leik, 1. deild.  19.15 Haukar og KR mætast í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 KFÍ og Hamar mætast í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Njarðvík og Breiðablik mætast í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Tindastóll og Keflavík mæt- ast í Intersportdeildinni í körfu- bolta.  19.15 Snæfell og ÍR mætast í Intersportdeildinni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Arsenal og Chelsea á Sýn. Bein útsending frá enski bikarn- um.  15.45 Liverpool og Portsmouthá Sýn. Bein útsending frá enska bik- arnum.  20.00 PGA-mótaröðin í golfi á Sýn. Bein útsending frá Buick- mótinu.  23.00 Real Madrid og Valencia á Sýn. Útsending frá spænska bolt- anum.  01.40 Stjörnuleikurinn í NBA á Sýn. Bein útsending frá hinum ár- lega stjörnuleik. FR ÉT TA B LA Ð IÐ V IL H EL M SIGURSÆLL Jón Arnar Magnússon var mjög sigursæll á meistaramótinu eins og venjulega. Hér sjáum við hann varpa kúlunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.