Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 33
33SUNNUDAGUR 15. febrúar 2004 Íslandsmótið í glímu: Ólafur og Svana Íslandsmeistarar GLÍMA Þriðja og síðasta umferðin á Íslandsmótinu í glímu fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í gær. Ólaf- ur Oddur Sigurðsson HSK sigraði í opnum flokki karla og tryggði sér um leið Íslandsmeistaratitil- inn með fullu húsi. Frábær árang- ur hjá Ólafi Oddi. Í opnum flokki kvenna varð Sólveig Jóhannsdótt- ir hlutskörpust í gær en það var aftur á móti systir hennar, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, sem sigraði samanlagt í mótunum þremur og hún er því Íslandsmeistari. Svana varð í öðru sæti í gær og fékk samtals 16 stig úr mótum vetrarins en Sólveig 15. Inga Gerða Pétursdóttir úr HSÞ varð síðan þriðja með 12,5 stig. Eins og áður segir vann Ólafur Oddur með fullu húsi eða 18 stig- um en annar í heildarkeppninni varð Stefán Geirsson HSK með 13 stig. Pétur Eyþórsson HSÞ fékk bronsið með 12 stig. Athygli vakti að þegar keppni í opnum flokki karla fór fram voru ljósin í salnum slökkt en þess í stað var glímuvöllurinn lýstur upp með sterkum ljóskösturum. Þetta var skemmtileg nýbreytni hjá Glímusambandinu og má með sanni segja að þessi ljósasýning hafi sett sterkan svip á mótið. ■ ÍSLANDSMEISTARI Ólafur Oddur Sigurðsson úr HSK er Ís- landsmeistari í opnum flokki karla. Hann fékk fullt hús í mótunum þremur. RE/MAX-deild kvenna: Ekkert óvænt HANDBOLTI Þrír leikir fóru fram í RE/MAX-deild kvenna í gær. Á Seltjarnarnesi tók Grótta/KR á móti Víkingsstúlk- um. Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik en sú varð ekki raunin því gestirnir voru mikið sterkari og unnu ör- uggan fimm marka sigur, 28-23. Með sigrinum skiptust liðin á sætum - Víkingur fór í sjötta sætið en Gróttan í það sjöunda og ljóst að liðin munu berjast allt til enda um betra sæti í úrslitakeppninni. Það var einnig lítil spenna í Safamýrinni þegar Haukar sóttu Framstúlkur heim. Hauk- ar voru með yfirburði allan leik- inn og unnu að lokum stórsigur, 26-19. Haukar eru sem fyrr í þriðja sæti, rétt á eftir Val, en Framstúlkur eru enn langneðst- ar með aðeins eitt stig og með álíka frammistöðu fá þær ekki fleiri stig í vetur. Á Akureyri tók KA/Þór á móti Stjörnunni. Þar var spennustig- ið einnig í lægri kantinum enda Stjarnan betri frá upphafi og vann sjö marka sigur, 30-23. Bæði lið standa í stað eftir leik- inn. Stjarnan í fjórða sæti en KA/Þór í áttunda. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ V AL LI Einstök upplifun Árni Gautur Arason stóð á milli stanganna hjá Man. City í gær er félagið mætti Man. Utd á Old Trafford í enska bikarn- um. United vann 4-2 í skrautlegum leik en Árni verður seint sakaður um mörkin fjögur. KNATTSPYRNA Það gekk mikið á þeg- ar erkifjendurnir í Manchester United og Manchester City áttust við á Old Trafford. Okkar maður, Árni Gautur Arason, stóð á milli stanganna og mátti sætta sig við það að hirða boltann fjórum sinnum úr netinu. Þar af þrisvar eftir að City varð manni fleiri en Gary Neville var vikið af velli þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en hann skallaði Steve McManaman og Jeff Winter dómari gat lítið ann- að gert en að kasta honum af velli. Þá var staðan 1-0 fyrir United en Paul Scholes kom United yfir fimm mínútum áður en Neville var vikið af velli. Leikmenn City mættu gríð- arlega grimmir til síðari hálfleiks- ins. Uppskáru fjölda færa en komu boltanum ekki fram hjá Tim Howard, markverði United, sem var besti maður vallarins. Það nýttu leikmenn United sér og Van Nistel- rooy og Ronaldo komu heimamönn- um í 3-0 þegar rúmur stundarfjórð- ungur var eftir af leiknum. Tarnat klóraði í bakkann fyrir City tólf mínútum fyrir leikslok en Nistel- rooy gerði út um vonir City-manna tveim mínútum síðar með fjórða marki United. Robbie Fowler minnkaði muninn í tvö mörk tveim mínútum fyrir leikslok en lengra komust gestirnir ekki. Völlurinn alveg skelfilegur „Þetta var einstök upplifun að spila á Old Trafford en það var verra að það skyldi enda með tapi,“ sagði Árni Gautur Arason í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik í gær. „Þetta er frábær leikvangur og það var virkilega skemmtileg stemning en völlurinn sjálfur var alveg skelfilegur.“ Árni segir að tilfinningin að labba inn á völlinn í upphafi leiks hafi verið mjög góð og hann fann ekkert fyrir stressi. „Tilfinningin var mjög góð. Ég var ekkert stressaður en tilhlökkun- in að byrja var þeim mun meiri í staðinn. Það er svekkjandi að hafa ekki náð sigri eftir að hafa verið manni fleiri svona lengi. Við feng- um fín færi til þess að koma okkur inn í leikinn í stöðunni 1-0 en Tim Howard varði alveg ótrúlega vel. Ofan á það kemur að við fengum á okkur frekar ódýr mörk og við hefð- um einnig alveg getað jafnað undir lokin því færin voru alveg til stað- ar.“ Gat lítið gert við mörkunum Árni gat lítið gert við flestum mörkum United í leiknum og hann var tiltölulega sáttur við eigin frammistöðu. „Ég á eftir að skoða þetta betur í sjónvarpinu en mér fannst ég lít- ið geta gert við mörkunum. Mér fannst ég ekki eiga neinn mögu- leika í mörkin í síðari hálfleiknum en það er spurning um fyrsta markið og hvort ég hefði átt að fara út í boltann. Ég sá varnar- mann sem hefði getað hreinsað og hann hélt að ég myndi koma út þannig að þetta var frekar erfitt,“ sagði Árni Gautur og hann játaði að það hefði verið lítil gleði hjá Kevin Keegan, stjóra City, eftir leikinn. „Hann var að sjálfsögðu ekkert ánægður með þetta og svo sem skiljanlega. Það var mikið svekk- elsi og mönnum fannst þeir hafa getað gert betur. En United spilaði þetta mjög vel og kláruðu færin sín mjög vel.“ Árni hefur núna leikið tvo leiki fyrir City - fengið á sig sjö mörk en samt staðið sig mjög vel. Hann gat ekki neitað því að þetta væri búin að vera frekar skrítin upplifun. „Vissulega hefur þetta verið svolítið skrítið. Maður er að sjálf- sögðu ekki sáttur við að fá á sig svona mikið af mörkum en það er vitað mál að United skorar mikið á heimavelli og við höfum líka verið að fá á okkur mikið af mörkum.Við verðum að bæta okkur þar.“ Ferguson sáttur Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var verulega ánægður eftir leikinn og voru menn almennt á því að hann hefði ekki brosað eins bre- itt í marga mánuði. „Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik. Við hefðum getað verið þrem eða fjórum mörkum yfir. Brottvikningin breytti síðan gangi leiksins en skyndisóknir okkar voru stórkostlegar. Strák- arnir sýndu mikinn karakter og ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Ferguson. Aðrir leikir voru ekki eins skemmtilegir en Tranmere er komið áfram sem og Millwall. Ful- ham og West Ham og Sunderland og Birmimgham verða að mætast aftur og fara þeir leikir fram 24. febrúar næstkomandi. ■ ÚRSLIT Man. Utd-Man. City 4-2 1-0 Paul Scholes (33.), 2-0 Ruud Van Ni- stelrooy (71.), 3-0 Cristiano Ronaldo (73.), 3-1 Michael Tarnat (78.), 4-1 Ruud Van Nistelrooy (80.), 4-2 Robbie Fowler (85.). Fulham-West Ham 0-0 Millwall-Burnley 1-0 Danny Dichio (70.). Tranmere-Swansea 2-1 0-1 Andy Robinson (16.), 1-1 Ryan Taylor, víti (24.), 2-1 Iain Hume (59.). Sunderland-Birmingham 1-1 0-1 Mikael Forssell (28.), 1-1 Kevin Kyle (38.). LEIKIR DAGSINS: Arsenal-Chelsea Sheff. Utd-Colchester Liverpool-Portsmouth AÐEINS OF SEINN Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason kemur eng- um vörnum við þegar Ruud Van Nistelrooy skorar annað tveggja marka sinna í 4-2 sigri Man. Utd á Man. City í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.