Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 15. febrúar 2004 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 N‡r áfangasta›ur Co st a de l S ol 54.942kr. á mann 1. júní - verð frá í 14 nætur í íbúð á Santa Clara miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman: 67.830 kr. á mann í stúdíói. Innifalið er: Flug, flugvallarskattar, gisting, 10.000 kr. bókunarafsláttur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Plúsfer›um er mikil ánægja a› kynna einn eftirsóttasta fer›amannasta› Spánar. Beint leiguflug me› íslensku flugfélagi, Loflei›ir- Icelandair, í sólina. Frábærir gistista›ir, strandlíf og stemming sem ekki ver›ur líkt eftir - og ver›i› kemur á óvart. 10.000 kr. kynningarafsláttur fyrir 200 fyrstu sætin. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast við 2.000 kr. þjónustugjöld á hverja bókun. Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmieins og þjóðin þekkir hann, segist yfirleitt bara eiga frí á sunnudögum. „Þá reyni ég að halda syni mín- um sofandi eins lengi og ég get fram eftir morgni, þannig næ ég kannski svefni til klukkan tíu,“ segir Simmi. „Frídagar mínir ein- kennast mikið af matarást minni og það sést á vaxtarlaginu. Dag- arnir byrja kannski á ferð í bak- aríið og svo reynir maður að hella upp á gott kaffi og njóta góðs morgunverðarhlaðborðs með fjöl- skyldu og vinum. Svo reynir mað- ur kannski að fara í einhvern bíltúr, á Þingvelli eða niður Laugaveginn.“ Sonur Simma er 14 mánaða gamall og skiljanlega snýst lífið mikið um hann. „Þegar það er gott veður þá förum við í göngutúr eða í fjölskyldugarðinn. Honum finnst gaman í Húsdýragarðinum og að skoða bíla.“ Ef örlögin haga því einhvern daginn þannig að Simmi fái þriggja mánaða frí, eins og pabbi hans sem er kennari, er hann þeg- ar með tilbúna dagskrá. „Ég myndi fá mér aukavinnu í einn mánuð og fara svo í innan- landsferðalag í einn mánuð. Keyra hringveginn í þrítugasta sinn. Í fyrra ferðaðist ég eins og útlendingur um Ísland og það er fátt skemmtilegra. Ég fór í raft- ing og jöklaferðir. Maður fer til Benidorm á eitthvað jeppasafarí sem er ömurlegt. Á sama tíma dettur engum í hug að fara í jökla- ferð hér sem er fimm sinnum meira fjör. Ég mæli með því.“ ■ Næsta vika verður þannig aðeftir að ég leik í Sporvagn- inum Girnd nú um helgina fer ég að æfa Don Kíkóta hér í Borgar- leikhúsinu,“ segir Björn Ingi Hilmarsson leikari og reiknar með að meistaraverkið eftir Cervantes verði frumsýnt í apríl. „Svo er ég að undirbúa minn- ingartónleika um bróður minn, Daníel Þór Hilmarsson, sem lést fyrir rúmu ári síðan. Hann var í skíðalandsliðinu um tíma og því ætlum við líka að stofna minning- arsjóð til að styrkja ungt fólk til skíðaafreka.“ Meðal þeirra sem koma fram eru Óskar Einarsson með hljómsveit, Hundur í óskilum með Jóni Ólafssyni, Þórarinn Hjartarson og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og fyrrum unnusta Daníels. „Ég vona að sem flestir mæti til að heiðra minningu bróður míns og styrkja gott málefni með frjálsum fram- lögum.“ Hann stoppar stutt við fyrir norðan því á laugardagskvöld halda Björn Ingi og unnusta hans, Hlín Helga, matarboð til að halda upp á tveggja ára sambands- afmæli sitt. „Ég veit ekki alveg hvað koma margir, það fer bara eftir því hvað er hægt að koma mörgum við borðið,“ segir hann brosandi. ■ BJÖRN INGI HILMARSSON er að skipuleggja minningartónleika um bróður sinn í Dalvíkurkirkju, sem verða á fimmtudagskvöld klukkan 20.30, og stofna minningarsjóð til styrktar ungu skíðafólki. Vikan sem verður BJÖRN INGI HILMARSSON ■ byrjar að æfa Don Kíkóta í vikunni sem verður frumsýnt í apríl. Frídagurinn SIMMA ÚR IDOL ■ langar til að borða, ferðast um landið og safna löndum í ferðabankann. Vill heiðra minningu bróður síns SIMMI segist nýta frídaga sína til þess að sinna matarást sinni. Frekar upp á jökul en á Benidorm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.