Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Vonbrigði að vinna ekki Ólympíugull Bakhliðin Á PÁLI ÓLAFSSYNI undur.is Hvernig ertu núna? Þokkalegur. Hæð: 188 eitthvað. Augnlitur: Blár. Starf: Dreifingarstjóri hjá Vífilfelli. Stjörnumerki: Naut. Hjúskaparstaða: Kvæntur. Hvaðan ertu? Fæddist á Sólvangi, ólst upp í Vogunum Helsta afrek: Hef ekki ennþá unnið það. Helstu veikleikar: Á erfitt með að segja nei. Ertu í bókinni Íslenskir samtíma- menn? Ekki hugmynd hef aldrei séð þá bók. Helstu kostir: Annarra að dæma um. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fræðslu- þættir frá BBC. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Hlusta of lítið á útvarp til þess að eiga uppá- haldsþátt. Mestu vonbrigði lífsins: Vinna ekki Ólympíugull 1988. Hobbý: Golf og handbolt.i Viltu vinna milljón? Nei, helst ekki. Jeppi eða sportbíll: Sportbíll. Handbolti eða fótbolti: Handbolti. Bingó eða gömlu dansana: Alltaf gaman í bingói. Kristján Ara eða Siggi Sveins: Siggi af því hann er eldri. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Stærri. Skelfilegasta lífsreynslan: Hef sem betur fer ekki lent í neinu mjög slæmu. Hver er fyndnastur? Siggi. Hver er kynþokkafyllst? Konan. Trúir þú á drauga? Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera: Inni- köttur. Hvort vildirðu heldur vera Bogdan eða Gaupi? Ert þú ekki í lagi? Áttu gæludýr? Köttinn Fritz og hundinn Castró. Hvar líður þér best? Heima með dýr- unum og hinu heimilisfólkinu. Þér býðst landsliðsþjálfarastaðan í handbolta en meðal skilyrða sem þú þarft að uppfylla er að leika í auglýs- ingu fyrir Pepsi. Hverju svarar þú? Ekki að ræða það. Besta bók í heimi: Er ekki ennþá búinn að lesa hana. Næst á dagskrá: Finna hver er besta bók í heimi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.