Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 22 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 19 Sjónvarp 24 MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG DREGUR ÚR VINDI Í borginni eftir því sem líður á daginn. Víða hvasst austan- og suðaustantil. Grenjandi rigning í Reykjavík og víðar en hlýtt þó það fari smám saman kólnandi. Sjá síðu 6. 18. febrúar 2004 – 48. tölublað – 4. árgangur ● tónleikar í salnum í kvöld Einar Jóhannesson: ▲ SÍÐA 26 Sól stattu kyr ● nýtt leikrit frumsýnt Draugalest: ▲ SÍÐA 22 Karlar í vítahring ● 49 ára í dag Stefán Jón Hafstein: ▲ SÍÐA 14 Karlmenn þvo þvott ● séð og heyrt með einkarétt Ástþór Magnússon: ▲ SÍÐA 26 Fær ekki brúðkaupsmyndir RANNSÓKNIN GAGNRÝND Guð- mundur St. Ragnarsson lögmaður gagnrýnir rannsókn líkfundarins í Neskaupstað. Lögregl- an í Litháen sýndi manni í Vilníus mynd af hinum látna og tilkynnti honum ranglega að sonur hans væri dáinn. Sjá síðu 2 MILLJARÐA TAP DeCode, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, tapaði í fyrra 35,1 milljón Bandaríkjadala, sem nemur 2,4 millj- örðum íslenskra króna. Sjá síðu 2 ENGIN SAMÞJÖPPUN Framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins segir stað- hæfingar um samþjöppun í íslensku við- skiptalífi styðjast við tilfinningar þeirra sem haldi slíku fram fremur en staðreyndir. Sjá síðu 4 ÁRÓÐUR PÚTÍNS Ríkisreknu rússnesku fjölmiðlarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að draga upp svo jákvæða mynd af forsetanum að það líkist frekar áróðri en fréttaflutningi. Sjá síðu 6 BROTTKAST Norska ríkissjónvarp- ið NRK sýndi í gærkvöld þáttinn Brennpunkt þar sem fjallað var um brottkast í norskri fiskveiði- lögsögu og var rætt við sjómenn sem viðurkenndu að þeir stund- uðu stórfellt brottkast til að auka aflaverðmæti. Sjómennirnir sögðu meðal annars að um helm- ingur af öllum smáþorski undir einu kílói færi í sjóinn. Þátturinn hefur þegar vakið hörð viðbrögð í Noregi, enda brottkast bannað samkvæmt norskum lögum. Í þættinum voru meðal ann- ars sýndar brottkastsmyndir úr umdeildri frétt Magnúar Þórs Hafsteinssonar, fyrrverandi fréttamanns RÚV. Magnús segir að mikil umræða hafi verið um málið ytra, en sjávarútvegsráð- herra Noregs hefur þegar lýst því yfir að hann muni strax bregðast við vandanum. Aksel Eikemo, hjá nytja- stofnadeild norsku Fiskistofunn- ar, sagði í samtali við Fréttablað- ið í gærkvöld að hann hefði enga ástæðu til að ætla að norsku sjó- mennirnir væru að segja ósatt. „Þetta er mjög alvarlegt mál og það verður að grípa til að- gerða til að hindra að sjómenn stundi þetta. Fiskistofu og norsku landhelgisgæslunni ber að fylgjast með og koma í veg fyrir brottkast, en eftirlitið er erfitt í þessu sambandi og fáir hafa fengið sekt vegna brott- kasts. Ég hef miklar áhyggjur af umfangi brottkastsins,“ sagði Eikemo. ■ KRUNKAÐ YFIR KRÆSINGUNUM Matar- og skemmtihátíðin „Iceland Food and Fun Festival“ hefst formlega í dag. Hátíðin er haldin á sama tíma og vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Árni Mathiesen og Guðni Ágústsson, ráðherrar sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, stungu saman nefjum yfir kræsingunum í gær, ásamt meistarakokknum Sigga Hall og Sigurði Helgasyni, forstjóra Icelandair. Féll sjö hæðir: Barnið lifði af HONG KONG Fjögurra ára drengur féll út um glugga á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi í Hong Kong. Það varð drengnum til lífs að hann lenti á tjaldhimni og kastaðist þaðan á jörðina. Drengurinn var með meðvit- und og grét hástöfum þegar kom- ið var að honum. Hann var fluttur á sjúkrahús og að sögn lækna er ástand hans stöðugt. Barnið hafði verið skilið eftir eitt heima og hefur móðirin verið handtekin fyrir vanrækslu. ■ SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Vest- mannaeyja virti að vettugi ráð- gjöf og viðvaranir Kaupþings árin 2000 og 2001 þegar bæjarsjóður tók lán að upphæð tólf milljónir Bandaríkjadollara. Lánið var í upphafi í dollurum en Kaupþingsmenn ráðlögðu bæj- aryfirvöldum að gera gjaldeyris- skiptasamning til að minnka áhættu af gengistapi. Bankinn taldi í áminningu sinni að geng- iskarfa sem fylgdi betur íslenskri gengisvísitölu væri betri. Þessu sinnti bæjarstjórn ekki fyrr en vorið 2001, tíu mánuðum eftir að lánið var tekið, en þá hafði dollar- inn snarhækkað á tímabilinu. Við yfirferð og endurskipulagningu núverandi meirihluta á lánamál- um bæjarins kom í ljós að áhættutap bæjarins vegna „doll- aralánsins“ er á bilinu 75-80 milljónir króna, sem nemur 50 þúsundum króna á hvern íbúa í Eyjum. Bæjaryfirvöld gerðu samkvæmt þessu tvenn mistök; fyrst með því að hafa ráðgjöfina að engu fyrr en tíu mánuðum seinna, þegar dollarinn var hvað sterkastur gagnvart íslensku krónunni, en síðan með því að breyta viðmiðuninni og festa dollaralánið. Hefði lánið áfram verið bundið dollara væri höfuð- stóllinn lægri í dag en þegar lán- ið var tekið árið 2000. Mál þetta var til umræðu á fundi bæjarráðs í Vestmannaeyj- um síðdegis í gær. Þar var lögð fram yfirlýsing Kaupþings þar sem staðfest er að ráðgjöfin hafi verið hundsuð. „Skiptasamningur var ekki gerður þegar lánið var tekið og ekki fyrr en vorið 2001, þrátt fyrir ítrekaðar áminningar Kaupþings,“ segir í yfirlýsingu Kaupþings. „Bæjarbúar hafa tapað á þessu 77 milljónum króna. Það er stað- reynd sem við bæjarbúar verðum að horfast í augu við,“ segir Berg- ur Ágústsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Aðspurður um ábyrgð fyrri meirihluta vegna þessa segist bæjarstjórinn ekki vilja tjá sig um hana. „Ég sest ekki í dómarasæti,“ segir Bergur. rt@frettabladid.is Norsk mynd um brottkast vekur hörð viðbrögð: Alvarlegt mál sem kallar á aðgerðir HAUKAR MÆTA STJÖRNUNNI Fimm leikir fara fram í Remax-deild karla í handbolta. Klukkan 19.15 mætast Grótta/KR - KA, Þór Ak. - Víkingur og ÍBV - Selfoss. Klukkan 20 mætast Haukar - Stjarn- an og Breiðablik - Afturelding. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JOHN KERRY Fáir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa birt fréttir af meintu framhjáhaldi Johns Kerry. Ásakanir um framhjáhald: Ekkert ástar- samband KENÍA, AP Blaðakonan Alexandra Polier neitar því alfarið að hafa átt í ástarsambandi við öldunga- deildarþingmanninn John Kerry. Í síðustu viku var greint frá því á vefsíðunni Drudge Report að Kerry, sem þykir líklegastur til að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins, hefði haldið framhjá eiginkonu sinni með Polier árið 2001. Kerry hefur vísað þessum ásökunum á bug. Polier, sem er 27 ára, er stödd í Naíróbí í Kenía ásamt unnusta sínum. Hún hefur verið elt á rönd- um af blaðamönnum undanfarna daga en í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér bað hún fjölmiðla að láta sig vera. ■ Notkun þunglyndislyfja: Mikil aukning HEILBRIGÐISMÁL Notkun þunglyndis- lyfja nálgast nú 100 dagskammta á hverja 1.000 íbúa, sem svarar til þess að um það bil tíundi hluti þjóðarinnar noti þessi lyf. Samkvæmt heilbrigðismála- ráðuneytinu kemur fram að notkunin sé meiri hérlendis en í nokkru nágrannaríkjanna. Notkun lyfjanna hafi fimmfaldast á ára- tug. Árið 1993 hafi dagskammtar á hverja 1.000 íbúa verið um 20. Heildarkostnaður vegna lyfja- notkunarinnar hefur sexfaldast á sama tímabili og var um 1.300 milljónir króna í fyrra. ■ Eyjamenn töpuðu um 77 milljónum Bæjarstjórn Vestmannaeyja lét ógert í tíu mánuði árið 2000 að breyta dollara- láni yfir í myntkörfu. Kaupþing varaði bæinn ítrekað við en án árangurs. Dollaralánið kostar hvert mannsbarn í Eyjum 50 þúsund krónur aukalega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.