Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 4
4 18. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Myndi John Kerry sigra George W. Bush í forsetakosningum? Spurning dagsins í dag: Hverja telurðu möguleika Ástþórs Magnússonar gegn sitjandi forseta? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 19%Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Uppsagnir hjá Útgerðarfélagi Akureyringa: Yfirmönnum Sléttbaks var sagt upp störfum SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þetta er liður í endurskipulagningu hjá ÚA,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, aðal- eigandi Útgerðarfélags Akureyr- inga, um uppsagnir fjögurra yfir- manna í brú frystitogarans Slétt- baks EA. Meðal þeirra sem sagt var upp eru skipstjórarnir Kristján Halldórsson og Ívan Brynjarsson. Báðir hafa þeir starfað hjá ÚA um áratuga skeið en einnig var tveimur stýrimönnum sagt upp störfum. Guðmundur segir að ekki séu uppi nein áform um að leggja skipinu enda hafi öðrum í áhöfn ekki verið sagt upp störfum. Þess er beðið með hvaða hætti Guð- mundur hagræði í rekstri ÚA. Nokkurs kvíða gætir meðal heimamanna um það hvort hann muni selja skip og aflaheimildir í burtu af staðnum. Guðmundur vill ekkert tjá sig um næstu aðgerðir í endurskipulagningu fyrirtækisins eða hvort breyting verði á útgerð Sléttbaks, sem er með kvóta upp á rúmlega 3.700 þorskígildi. Hann segir að ekkert undir sólinni sé óumbreytanlegt og lífið sé á stöðugri hreyfingu. ■ SAMKEPPNI „Sú klisja heyrist stundum að á Íslandi hafi eignir verið „að færast á sífellt færri hendur“. Af opinberum tölum að dæma virðist þróunin hins vegar vera þveröfug, þannig að þessi neikvæða staðhæfing styðst við tilfinningar þeirra sem þessu halda fram fremur en staðreynd- ir,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, í leiðara fréttabréfs sam- takanna. Ari vísar til umræðna um stöð- una í íslensku viðskiptalífi og seg- ir þær eðlilegar eftir alla þá upp- stokkun og umrót sem þar hafi átt sér stað á undanförnum misserum og árum. Einka- væðing og aukið frelsi, ekki síst á fjármagnsmark- aði, hafi leyst úr læðingi mikinn kraft í efnahags- og viðskiptalífi l a n d s m a n n a , sem hafi gert því kleift að sækja fram sem aldrei fyrr. „Eðlilega eru sett spurningar- merki við ein- stök atriði í þeirri þróun, en menn mega ekki týna sér svo í neikvæð- um alhæfingum um viðskiptalífið, að sá stórkostlegi árangur sem náðst hefur, gleymist í öllu mold- viðrinu,“ segir Ari Edwald og bætir við að íslenskur almenning- ur hafi notið árangurs atvinnulífs- ins í ríkum mæli. Hann segir staðhæfingar um aukna samþjöppun klisju, þróunin virðist þveröfug samkvæmt opin- berum tölum um eignarskatt- stofn. „Eignamenn með eignir sem námu 7,5 milljónum eða meira voru ríflega 15 þúsund árið 1996 en um 39 þúsund árið 2002. Þannig að hátt í 10% þjóðarinnar bætast í þennan hóp á 5 árum. Á sama tíma fækkaði þeim sem áttu engar eignir og þeim sem borguðu eng- an eignarskatt. Stóreignamönnum með 20 milljónir eða meira í eign- arskattsstofn fjölgaði um 226% á sama tíma. Eignir eru því að fær- ast á sífellt fleiri hendur, þótt sumir verði ríkari en aðrir,“ segir Ari og bætir við að í stað þess að tvær viðskiptablokkir hafi lang- mest umsvif á hendi, eins og áður var, séu „klasarnir“ nú margir sem hafi afl til að láta til sín taka í samkeppni sem krefst mikils fjár- magns. „Engum blöðum er um það að fletta að samkeppni hefur al- mennt stóraukist í íslensku við- skiptalífi á undanförnum árum í kjölfar þess frelsis og opnunar sem leikið hefur um efnahagslíf- ið,“ segir Ari. En þó almennt sé verið að gera góða hluti í íslensku viðskiptalífi segir Ari að alltaf megi gera bet- ur. Málefnaleg yfirferð geti verið gagnleg. Nýjar almennar tak- markanir megi þó ekki verða til þess að hefta möguleika atvinnu- lífsins. the@frettabladid.is MICHAEL EISNER Yfirmaður Walt Disney neitaði að taka upp samningaviðræður við Comcast. Walt Disney: Tilboði Comcast hafnað LOS ANGELES, AP Stjórnarmenn Walt Disney-fyrirtækisins samþykktu einhjóða að hafna yfirtökutilboði bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Comcast. Tilboðið, sem var metið á 54 milljarða Bandaríkjadala, þótti of lágt. Stjórnin lýsti yfir stuðningi við Michael Eisner, yfirmann Disney, en hann hafði neitað að taka upp samningaviðræður við Comcast. Þeim möguleika var þó haldið opn- um að selja fyrirtækið ef betra til- boð bærist. ■ Meintur barnaníðingur: Áfram í haldi GÆSLUVARÐHALD Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður á fer- tugsaldri sæti áfram gæsluvarð- haldi til fjórða mars vegna gruns um að hann hafi framið kynferðis- brot gegn ungmennum. Leitað var í íbúð mannsins í byrjun febrúar eftir að upp komst að hann hafði verið í netsambandi við 12 ára dreng. Í framhaldinu fannst klámefni í íbúð mannsins sem lögregla þurfti að rannsaka betur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Dómurinn féllst á lengra gæsluvarðhald þar sem mikil rannsóknarvinna er eftir og maðurinn gæti hugsanlega torveld- að rannsóknina og jafnvel haft áhrif á vitni. Sami maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn sex ung- um drengjum auk þess að hafa gíf- urlegt magn af barnaklámi í sínum fórum. ■ Mánaðar fangelsi: Vildi komast til Banda- ríkjanna DÓMUR Rúmlega tvítugur Albani, sem tekinn var með falsað vega- bréf á Keflavíkurflugvelli, var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- ness á mánudag í mánaðar fang- elsi. Maðurinn kom til landsins á föstudag og framvísaði fölsuðu ít- ölsku vegabréfi við komu sína til landsins. Mynd af manninum hafði verið sett í staðinn fyrir mynd af eiganda vegabréfsins. Fyrir dómi skýrði maðurinn frá því að hann hefði ætlað að fara til Bandaríkj- anna og sækja um pólitískt hæli þar, en þar býr stór hluti fjöl- skyldu hans. Einnig var manninum gert að greiða allan sakarkostnað, þar með taldar 65 þúsund krónur til skipaðs verjanda síns. ■ GUÐMUNDUR M. KRISTJÁNSSON Vill ekkert tjá sig um næstu aðgerðir í endurskipulagningu fyrirtækisins. Norsk-íslenski síldar- stofninn: Norðmenn fastir fyrir SÍLDARSTOFNINN Ekkert samkomulag náðist um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessu ári á fundi samninganefndar strandríkjanna sem lauk í gær í Kaupmannahöfn. Samkvæmt utanríkisráðuneyt- inu sagði sendinefnd Noregs að norsk stjórnvöld stefndu að því að stórauka hlutdeild sína í veiðunum á kostnað annarra strandríkja. Ekki yrði ljáð máls á tvíhliða samkomu- lagi um bráðabirgðaskiptingu veið- anna líkt og í fyrra. Að svo stöddu varð það því niðurstaðan að þessu sinni að ekki væri grundvöllur fyrir samkomulagi. Frekari samninga- fundir hafa ekki verið ákveðnir. ■ Framkvæmdaráðið: Vilja völdin í eigin hendur ÍRAK Vaxandi stuðningur er við það innan íraska framkvæmdaráðsins að ráðinu verði falið að fara með völdin í Írak þegar Bandaríkjamenn láta þau af hendi um mitt ár. Flestir meðlimir framkvæmdaráðsins eru orðnir andvígir því að efna til hér- aðsþinga sem kjósa fulltrúa í nýja valdastofnun sem tekur við völdum og næsta ómögulegt er talið að halda kosningar áður en valdaafsal- ið á sér stað. Samkvæmt tillögum Bandaríkja- manna á framkvæmdaráðið að velja nefndir í átján héruðum, sem ráða því hverjir fá að sitja á héraðsþing- unum og velja næstu stjórnendur Íraks. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Starfsmönnum dæmdar bætur DÓMSMÁL Forsvarsmanni fyrir- tækisins Leikskólar fyrir alla var gert að greiða fimm fyrr- verandi starfsmönnum rúmlega tvær og hálfa milljón í skaða- bætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Starfsmennirnir fimm fóru til fundar dag einn í janúar til að ræða stöðu sína á leikskólunum gagnvart leikskólanum. Þrír starfsmannanna höfðu farið úr vinnunni til að fara á fundinn en hinir tveir höfðu tilkynnt veik- indi sín eða barns. Að fundinum loknum fengu þau öll uppsagn- arbréf og áttu þau að hætta störfum strax. Þrátt fyrir að stéttarfélagið Efling hafi skorað á forsvarsmenn leikskólans að draga uppsagnirnar til baka var það ekki gert. Einnig tilkynnti stéttarfélagið að starfsmennirn- ir myndu mæta til vinnu tveim- ur dögum síðar. Starfsmönnun- um var hins vegar vísað frá þeg- ar þeir mættu. Dómurinn taldi brot starfsmannanna ekki svo alvarleg að þau réttlættu fyrir- varalausa uppsögn. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Tónleikar með Travis í Glasgow 12. - 14. mars Sjáðu eðalhljómsveitina Travis á tónleikum og njóttu lífsins í heimsborginni fallegu. Gisting í tveggja manna herbergi á Jurys Inn Glasgow, nýju 3ja stjörnu hóteli. Verð: 33.910 kr. auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is 81% ARI EDWALD Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það klisju að samþjöppun í íslensku við- skiptalífi sé meiri nú en fyrir nokkrum árum. Þvert á móti staðfesti opinberar tölur um eignarskattsstofn hið gagnstæða. „Þessi nei- kvæða stað- hæfing styðst við tilfinning- ar þeirra sem þessu halda fram fremur en staðreyndir. Klisjukennt tal um aukna samþjöppun Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir staðhæfingar um sam- þjöppun í íslensku viðskiptalífi styðjast við tilfinningar þeirra sem haldi slíku fram fremur en staðreyndir. Þvert á móti hafi eignamönnum fjölgað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.