Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 12
Komið hefur fram að norskirblaðamenn, sem hingað komu vegna líkfundarins í höfninni í Nes- kaupstað, urðu gáttaðir á vinnu- brögðum lögreglunnar, enda vanir eðlilegum samskiptum fjölmiðla og lögregluyfirvalda. Þeir sögðu að í Noregi væri vaninn sá að yfirmenn rannsókna héldu blaðamannafundi á hverjum degi. Íslenska lögreglan einskorðar upplýsingagjöf sína hins vegar við útgáfu einstaklega fáorð- aðra fréttatilkynninga og neitar að svara spurningum blaðamanna. Hvað veldur þessum mismun í starfsaðferðum lögreglu hér og í næsta nágrannalandi okkar? Eru upplýsingar um gang rannsóknar á Íslandi á einhvern hátt viðkvæmari en sams konar upplýsingar í Nor- gegi? Varla. Ástæðan fyrir þessum mun hlýtur að liggja í einhverju öðru – og þá líklega í mismunandi afstöðu ríkisstarfsmanna til upplýsinga- skyldu gagnvart almenningi. Lögregla, ákæruvald og dóms- vald starfa í umboði almennings og sækja vald sitt þangað. Í fljótu bragði mætti því ætla að það væri bæði hollt almenningi og starfs- mönnum viðkomandi stofnana að al- menningur þekkti vel til þess hvern- ig þessu valdi er beitt. Auðvitað er hægt að fræða almenning í almenn- um útlistunum en slík fræðsla getur aldrei komið í stað fréttaflutnings af einstökum málum. Það er nú einu sinni svo að flestum okkar er eðlis- lægt að skilja hið almenna út frá hinu einstaka. Opinn fréttaflutning- ur af starfi lögreglu er því mikil- vægur þáttur í að upplýsa almenn- ing um samfélagið, reglur þess og virkni. En opinn og gagnsær fréttaflutn- ingur er ekki síður nauðsynlegur fyrir opinbera starfsmenn sem starfa í umboði almennings. Það er þeim nauðsynlegt að vera þess vit- andi frá degi til dags að þeir sækja umboð sitt til almennings en eru ekki að starfa á eigin vegum. Opinn fréttaflutningur og gægnsæi er því grundvallarþáttur opins og lýðsræð- islegs samfélags. Þögn lögreglunnar um rannsókn sína á líkfundinum í Neskaupstað er ekki einsdæmi. Við þekkjum fjöl- mörg dæmi um víðtækar rannsóknir sem standa yfir mánuðum og jafnvel árum saman án þess að lögregluyfir- völd telji sér skylt að upplýsa hvað þau starfa við í umboði almennings. Og þögn opinberra starfsmanna er ekki bundin við lögregluna. Opinber- ir starfsmenn á Íslandi virðast ekki hafa getað vanið sig af ósiðum fyrri alda þegar þeir voru hafnir upp yfir annað fólk og sóttu vald sitt til kóngsins en ekki almennings. Það er kannski útjöskuð klisja að gestsaugað sé glöggt. En ef til vill ættum við að velta undrun norsku blaðamannanna aðeins fyrir okkur og spyrja hvort við getum ekki farið örlítið hraðar á leið okkar að opnu og lýðræðislegu nútímalegu samfélagi. Almenningur á Íslandi er engu síður hæfur til að lifa og starfa í slíku sam- félagi en nágrannar hans í Noregi. Karl Gústaf 16. Svíakonungurþykir hafa orðið sér rækilega til skammar með ummælum sín- um um soldáninn í Brunei en eftir opinbera heimsókn þangað sagði konungurinn að Brunei væri opið land og soldáninn væri í góðum tengslum við þjóð sína. Þessi um- mæli þykja vægast sagt einkenni- leg því Brunei er einræðisríki þar sem mannréttindi eru fótum troð- in. Konungur hefur verið harð- lega gagnrýndur og ríkisstjórnin er ekki hress með frammistöðu hans en almenningur virðist enn styðja konung sinn, megi marka skoðanakannanir. Eftirleikur málsins er sá að konungur baðst afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki nægt því ráðherra í ríkisstjórninni mun hér eftir fylgja konungi í opinberum heim- sóknum hans til útlanda til að tryggja að hann tali ekki af sér. Þetta hlýtur að teljast nokkur nið- urlæging fyrir konung. Karl Gústaf fæddist árið 1946 og foreldrar hans áttu fyrir fjórar dætur. Faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf krónprins, lést í flugslysi í Kaupmannahöfn ári eftir fæðingu sonar síns. Móðir Karls Gústafs, Sybilla, lést árið 1972. Karl Gústaf hlaut nokkra þjálfun í hernum og lærði við Há- skólann í Uppsölum, þar á meðal sögu, stjórnmálafræði og hag- fræði. Les- og skrifblinda settu nokkurt mark á nám hans en um þessi vandamál hefur konungs- fjölskyldan ekki viljað ræða opin- berlega. Ekki er ýkja langt síðan Viktoría, elsta barn Karls Gúst- afs, viðurkenndi að eiga við sama vandamál að stríða og sagði það sömuleiðis eiga við bróður sinn, Karl Filippus. Karl Gústaf varð konungur 27 ára gamall árið 1973. Á Ólympíu- leikunum í München árið 1972 kynntist hann Silviu Sommerlath, sem vann þar sem túlkur. Þau giftust fjórum árum seinna og eiga þrjú börn. Konungurinn hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og er formaður Alþjóðanáttúruverndar- sjóðsins. Í fyrra vakti athygli þeg- ar hann lýsti því yfir að hann borðaði ekki þorsk úr Eystrasalti þar sem Eystrasaltsþorskurinn er á lista yfir dýr og fiska í útrým- ingarhættu. Karl Gústaf þykir góður íþróttamaður og hefur áhuga á útivist. Hann hefur þrisvar tekið þátt í Vasa-skíðagöngunni en skíðaíþróttin er í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann er mikill veiði- maður og hefur einnig unun af siglingum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um glæpi, lögreglu og almenning. 12 18. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fyrir fáeinum dögum efndiVerslunarráð Íslands til fundar með fréttamönnum og var tilefnið að kynna stefnu samtakanna í heilbrigðismálum. Í stuttu máli gengur þessi stefna út á að einkavæða heilbrigðis- kerfið. Í fyrstu skrefum á að tálga nánast alla þjónustu utan af sjúkrahúsunum og mark- aðsvæða hana. Til að undirbúa markaðsvæðinguna þarf náttúr- lega að gera sjúklingum grein fyrir því að þeir eru ekki veikt fólk að leita lækninga, heldur eru þeir viðskiptavinir á mark- aði að leita eftir ódýrri þjón- ustu. Til þess þarf að sjálfsögðu hugarfarsbreytingu hjá veiku fólki. Þá hugarfarsbreytingu kalla þeir hjá Verslunarráðinu að innræta fólki kostnaðarvit- und. Það liggur í augum uppi að fólk sem ekki býr yfir kostnað- arvitund er með öllu ófært að taka þátt í verslun og viðskipt- um. Hærri gjöld - skýrari kostn- aðarvitund Ekki er þetta með öllu nýtt trúboð. Á fyrri hluta stjórnar- samstarfs Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fyrir rúmum ára- tug var sama uppi á teningnum. Kapp skyldi lagt á að inn- ræta bæði starfsfólki og ekki síður sjúk- lingum vitund um hvað veik- indi og lækn- ingar kostuðu s a m f é l a g i ð . Markvissasta leiðin til að ná þessu takmarki væri að láta fólkið borga. Því meira sem menn fyndu fyrir í eigin pyngju, þeim mun skýrari yrði vitundin. Settar voru upp sjóðsvélar á öll- um heilsu- gæslustöðvum landsins og var nú farið að rukka um að- gangseyri. Efnt var til sér- stakra nám- skeiða fyrir starfsfólkið til að kenna því á sjóðsvélarnar og að sjálf- sögðu fengu menn fræðslu um allar hliðar kostnaðarvitundar. Samtök launafólks andæfðu þessu sem best þau gátu. BSRB réðst í upplýsingaherferð með greinaskrifum og auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi. Einnig urðu til sérstök samtök sjúk- linga, Almannaheill, sem mót- mæltu af miklum krafti. Þetta varð til þess að ríkisstjórnin hætti við ýmis grófustu áform sín. Þó eimdi lengi eftir af þess- ari stefnu og má nefna sem dæmi að fyrsta ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks, frá 1995 að telja, gaf út sérstök ''vasafjárlög'', smábæk- ling þar sem til dæmis fatlaðir gátu flett því upp hvað þeir kostuðu þjóðfélagið mikið. Ég efast ekki um að Verslunarráð- inu hafi þótt þetta til mikillar fyrirmyndar. Reyndar er það svo að frá þessum árum sitjum við uppi með stóraukna gjaldtöku á sjúk- linga. Í árslok 2001 gerði BSRB sérstaka könnun á kostnaðar- þátttöku sjúklinga í heilbrigðis- þjónustunni. Athugað var hvað einstaklingar, hrjáðir af sjö mis- munandi sjúkdómum, þurftu að greiða fyrir sams konar með- ferð árin 1990, 1996 og 2001. Í ljós kom að þessi kostnaður hafði margfaldast og munaði tugum þúsunda króna. Almennt séð greiða sjúkling- ar sem leggjast inn á sjúkrahús ekki fyrir aðhlynningu og lækn- ingar. Hins vegar fæ ég ekki betur séð en þetta kerfi sé allt að molna enda þannig búið að sjúkrahúsunum að þeim er bein- línis þröngvað til að seilast í vasa sjúklinganna. Þannig á þetta hins vegar ekki að vera og berast stöðugt ábendingar og kvartanir bæði frá starfsmönn- um og sjúklingum. Nýlegt dæmi úr veruleikan- um Eftirfarandi er nýlegt dæmi, eitt af mýmörgum og alls ekki dæmi um hæstu upphæðir sem greiddar eru. Það vill svo til hins vegar að ég hef reikning- ana fyrir framan mig. Kona kemur á Landspítala - háskóla- sjúkrahús til að gangast undir skurðaðgerð í meltingarvegi. Í aðdraganda innlagnar eru gerð- ar athuganir á sjúkrahúsinu og var konan krafin um 15.771 kr. fyrir. Konunni var brugðið. Ef hún hefði verið mjög peningalít- il hefði hún sennilega íhugað að hverfa frá. Rannsóknir sýna að sá hópur fer stækkandi sem ger- ir það. En ekki hefði það verið gott í þessu tilviki. Sjúkdómur- inn var þess eðlis. Konan liggur núna á sjúkrahúsinu og er búin að gangast undir aðgerð. Ég vona að henni heilsist vel. En ég get borið vitni um að kostnaðar- vitund hennar hefur verið vak- in. Ég get fullvissað Verslunar- ráðið um það. Það hlýtur að vera ánægjuefni á þeim bæ þegar upplýsingar berast um árangur af starfi ráðsins. ■ Merktur fatn- aður barna! pabbar.is skrifa: Víða á Vesturlöndum í dag eruforeldrar hættir að merkja fatn- að; húfur, úlpur og fleira, með nafni barna sinna. Mér sem foreldri brá þegar ég heyrði að þetta væri bann- að víða í Bandaríkjunum. Ástæðan er talin vera sú að barnaræningjar og kynferðisglæpamenn höfðu not- að þessa aðferð og komið til að sækja börnin og þar með verið með nöfn barnanna á hreinu. Ein jólagjöf dóttur minnar var falleg flísefnis- húfa merkt á enni með nafni hennar. Sumir ávarpa hana þegar þeir sjá hvað hún heitir og mér þótti vænt um að sjá þetta. En það gat nú verið að þetta sakleysi barnanna sé eyði- lagt og er ekki þessum grimma heimi um að kenna? Ennþá getum við hér á Íslandi borið með stolti merktan fatnað og höfuðföt barna okkar...Ennþá? ■ ■ Bréf til blaðsins Seinheppinn konungur Enginn græðir á leyndinni Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16. 50% af ullarkápum - stuttum og síðum Ullarjakkar kr. 5.900. Útsala! Um daginnog veginn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ formaður BSRB skrifar um heil- brigðisþjónustuna. „Almennt séð greiða sjúklingar sem leggjast inn á sjúkra- hús ekki fyrir aðhlynningu og lækningar. Hins vegar fæ ég ekki betur séð en þetta kerfi sé allt að molna enda þannig búið að sjúkrahúsun- um að þeim er beinlínis þröngvað til að seilast í vasa sjúkling- anna. Verslunarráð Íslands nær árangri Maðurinn ■ Karl Gústaf 16. Svíakonungur þykir hafa orðið sér rækilega til skammar með um- mælum sínum um soldáninn í Brunei. KARL GÚSTAF SVÍAKONUNGUR Honum er ekki lengur treyst til að fara ráðherralaus til útlanda. ■ Af Netinu Baunað á blaðamenn „Óhugnanlega leiðinlegar frétt- ir alltaf hreint af sama liðinu endalaust að kaupa eitthvað drasl hvort af öðru. Hverjum er ekki sama hvað Björgúlfur bleiki eða Jón Ásgeir eiga í það og það skiptið? Þetta hlýtur samt að enda með því að ann- að hvort Jón kaupi Björgúlf eða öfugt. Svo heita þessar valda- blokkir alltaf voðalega fínum og virðulegum nöfnum – Burða- rás, Straumur, Samson og ég veit ekki hvað og hvað – þó það séu kannski bara alltaf sömu gaurarnir á bakvið draslið. Af- hverju ekki að nefna þetta ein- hverjum kúl nöfnum, „Græna Sæslangan“ til dæmis, eða „Hressi apinn“ eða „Bakhluti Sólveigar“. Þá yrðu fréttirnar kannski skemmtilegar af þessu kaupbulli endalaust... „Hressi apinn aldrei sterkari – keypti 14% í Steikta eyranu í morg- un“... „Græna sæslangan metin á 15m.m.kr – keypti 35% í Úldnu Amöbunni í morgun“. Í guðanna bænum hættiði þess- um sleikjuskap við peninga- menn landsins, kæru blaða- menn, og farið að segja okkur neytendum frá einhverju sem okkur kemur við og við höfum áhuga á.“ DR. GUNNI Á VEF SÍNUM WWW.THIS.IS/DRGUNNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.