Fréttablaðið - 18.02.2004, Side 13

Fréttablaðið - 18.02.2004, Side 13
13MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 Í fyrirspurn til forsætisráð-herra vegna kostnaðar við rit- un sögu stjórnarráðsins á dögun- um beitti Mörður Árnason al- þ i n g i s m a ð u r fyrir sig grunn- viðmiðun um greiðslur fyrir greinaskrif sem Hagþenkir, fé- lag höfunda fræðirita og kennslugagna, birtir á heima- síðu sinni. Þessi grunnviðmiðun er ekki, frekar en kröfur og v i ð m i ð a n i r h a g s m u n a - félaga og stéttarfélaga almennt, sett fram til þess að hún sé not- uð til að tala niður kjör fólks. Notkun Marðar á viðmiðuninni er þess vegna í besta falli á mis- skilningi byggð. Viðmiðun Hagþenkis Upphæðirnar sem birtar eru á heimasíðunni eru miðaðar við ritlaun fyrir verk sem byggja á sérþekkingu þess sem það ritar. Öðru máli gegnir ef beðið er um „nýja rannsókn/úttekt eða um- fjöllun sem krefst sérstakra rannsókna eða víðtækrar heim- ildaleitar“ eins og skýrt er tekið fram. Viðmiðunina er því ekki hægt að nota til að meta kostnað við stærri rannsóknarverkefni sem krefjast mikillar heimilda- vinnu og sköpunar nýrrar þekk- ingar. Slík verk taka mun meiri tíma og það er óeðlilegt að meta þau eingöngu út frá blaðsíðu- fjölda í útgefnu riti. Á bak við hverja síðu í birtri rannsókn get- ur legið mjög mismikil vinna, sem þar að auki er breytileg eft- ir fræðigreinum og eðli rann- sóknarinnar. Vill Mörður efla rannsóknir? Hagþenkir hlýtur að fagna því að fræðimenn séu ráðnir til slíkra rannsókna og að þeim séu tryggð sæmileg laun á meðan á vinnunni stendur. Greiðslur fyrir að rita sögu stjórnarráðsins ættu að verða öllum þeim sem efla vilja rannsóknir, hvort sem er í sagnfræði eða á öðrum fræðasviðum, umhugsunarefni. Þar má sjá svart á hvítu hver er raunverulegur kostnaður við slíka rannsókn ef greidd eru fyrir hana laun sem hljóta að telj- ast lágmarkskjör fyrir rannsókn- ir sérfræðinga. Í því ljósi blasir við hversu lágir styrkir til rann- sókna á Íslandi eru og hversu litlu er varið til samkeppnissjóða eins og Rannsóknasjóðs og Launasjóðs fræðiritahöfunda. Það hefur lengi tíðkast hér á landi að halda slíkum styrkjum í algjöru lágmarki og treysta svo á að fólk fullvinni rannsóknir í sjálfboðavinnu þegar styrkina þrýtur. Óskandi er að í stað þess að tortryggja vinnulaun þeirra fræðimanna sem unnu að sögu stjórnarráðsins geti þingmenn stjórnarandstöðunnar tekið höndum saman við þingmenn stjórnarflokkanna um að auka það takmarkaða fé sem fer í styr- ki til fræðirannsókna og ritunar fræðirita hér á landi. ■ Loðnuveiðar hafa gengið brösug-lega undanfarna mánuði. Margir hafa þungar áhyggjur af vexti og viðgangi þessa fiskistofns sem í venjulegu árferði er Íslands stærsti. Aðeins hafa veiðst tæp hundrað þúsund tonn frá áramót- um. Mörg ár eru síðan loðnuveiðar hafa gengið jafn illa hér við land. Okkur ber að fara varlega í nýtingu loðnunnar, því færa má mörg rök fyrir því að þessi litli laxfiskur gegni lykilhlutverki í vistkerfi Ís- landsmiða. Ævintýri í Íshafinu Á hverju sumri á sér stað mikið ævintýri í hafinu djúpt norður af landinu. Þar fer fram gríðarleg frumframleiðsla í næringarríkum sjó. Bjart er all- an sólarhringinn, mergð krabba- dýra nærist á svifi. Þau eru svo aftur fæða fyrir loðnuna sem liggur í æti, stækkar og fitn- ar fyrir hrygn- ingargöngu sína sem hefst að haustlagi suður á bóginn í átt að landgrunni Ís- lands. Þessi nær- ingarmikli smá- fiskur kemur upp að austurströnd- inni, syndir vestur með suður- ströndinni og oftast inn í Faxaflóa og Breiðafjörð. Sum árin koma göngur suður yfir Vestfjarðamið og áfram suður inn á firði og flóa vestanlands. Á leið sinni yfir land- grunnið hrygnir loðnan og deyr. Loðnan er mikilvæg fæða fyrir verðmæta nytjastofna svo sem þorsk og steinbít. Loðna sem hrygnir og drepst og skilur eftir sig mikla næringu í loðnuhrognum nýtist einnig í fæðukeðjunni á ís- lenska landgrunninu. Ýmis sjávar- dýr sem síðar nýtast sem fæða fyr- ir nytjastofna fiska lifa á loðnuleif- unum. Þannig má segja að loðnan sé áburður fyrir vistkerfi land- grunnsins, hún er ekkert annað en flutningur á orku og næringarefn- um frá hinni miklu fæðuvél sem er í gangi um sumartímann í Íshafinu, inn á íslenska landgrunnið. Brýnar rannsóknir Það má færa rök fyrir því að loðnan sé lykillinn að því að Íslands- mið hafa í aldanna rás verið ein rík- ustu fiskimið í heimi. Þrátt fyrir það er sorglega lítið í hendi sem sannar þetta. Við höfum vanrækt allt of mikið að stunda grundvallarrann- sóknir á lífríki hafsins umhverfis Ísland. Það er okkur, íslenskri þjóð, til vansa hve litlu fjármagni er var- ið til slíkra rannsókna. Bæði er of litlu af peningum varið til hafrann- sókna og svo er forgangsröðunin röng þegar hafrannsóknir eru ann- ars vegar. Það er skoðun okkar í Frjáls- lynda flokknum að það verði að gera stórátak í því að efla rannsókn- ir á loðnu ásamt því að auka rann- sóknir á vistkerfi Íshafsins norður af Íslandi. Stjórnvöld eiga strax að láta gera vandaða rannsóknaráætl- un að minnsta kosti til næstu fimm ára, þar sem áhersla verður lögð á að kanna líffræði, göngur og út- breiðslu loðnu og hlutverk þessa litla laxfisks í vistkerfi Íslands og Íslandsmiða. Við þurfum að búa okkur undir að veita um 100 millj- ónum króna árlega í slíkt verkefni. Endurskoðum nýtingu Við þurfum líka að endurskoða alvarlega hvort við séum ekki að veiða of mikið af loðnu árlega. Hingað til hefur þumalfingurreglan verið sú að skilja eftir um 400.000 af loðnu árlega til að reyna að tryggja að hrygning takist vel. Við höfum hins vegar ekki tekið þann pól í hæðina að það eru fleiri en við, fólkið á landi, sem eru háðir því að fá loðnu. Fiskistofnar allt í kringum landið þurfa æti, og það má færa rök fyrir því að ætisskort- ur hafi verið viðvarandi á miðum víðs vegar kringum landið. Kolmunnaveiðar til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi hafa stórlega auk- ist á undanförnum árum. Stjórn- völd hafa gert mistök með því að draga ekki að einhverju leyti úr loðnuveiðum til bræðslu í takt við aukninguna í kolmunnaveiðunum. Þannig hefðum við sparað loðnuna fyrir lífríkið og látið náttúruna njóta vafans með auknu fæðufram- boði, og sennilega ýtt undir það að bolfiskstofnar við landið næðu að rétta úr kútnum. Það er ekki ein- leikið hve illa gengur að byggja þá upp undir núgildandi fiskveiði- stjórnun, þó mörg nátturuskilyrði virðist hafa verið hagstæð til þess á undanförnum árum. ■ Mörður Árnason bar fram fyr-irspurn á Alþingi nýverið vegna kostnaðar við útgáfu á sögu stjórnarráðsins og gerir alvarleg- ar athugasemdir við hvernig stað- ið var að ritun verksins og kostn- aði vegna þess. Athugasemdir Marðar varða í fyrsta lagi greiðslur til höfunda verksins sem hann telur of háar. Í öðru lagi telur hann að áætlanir hafi á einhvern hátt farið úr bönd- um og telur að hvorki hafi verið starfað að útgáfu þessa verks af fyrirhyggju né ráðdeild, enda hafi kostnaður hækkað mjög á ritunar- tímanum, hækkun í hafi nefnir Mörður það. Í þriðja lagi telur hann útgáfukostnað of háan og í fjórða lagi hafi ritnefndin fengið of miklar greiðslur. Mér finnst illt að sitja undir þessum ásökunum, enda ber ég ábyrgð á þeirri áætl- un sem lögð var til grundvallar við ritun verksins og að við hana væri staðið. Sex höfundar - þrjú bindi Þegar hafist var handa við söguritunina var ákveðið að fjalla skyldi um sögu stjórnarráðsins í þremur bindum sem hvert um sig skyldi vera í kringum 500 síður. Nánari verka- skipting var út- færð í Stefnu- skrá ritstjórnar sem var gefin út árið 2000. Einnig var ákveðið að sex höfundar skyldu skipta með sér þessum v e r k e f n u m . Skyldi hver höf- undur fá 12 mánuði til þess að ljúka sínum verkhluta og síð- an tveggja mán- aða greiðslu að auki til þess að lagfæra handrit sitt að loknum yfirlestri rit- stjóra og ann- arra sem fengn- ir voru til þess að fara yfir handritin. Sam- tals skyldu höf- undar því fá greitt í 14 mánuði fyrir sinn verkhluta. Handrit skyldu vera að meðaltali um 180 síður en það gerir í kringum 250 síður í prentaðri bók. Greiðslur til höfunda Eins og fram kom í svari for- sætisráðherra við fyrirspurn Marðar var greiðsluviðmiðun til þessara höfunda tiltekinn taxti háskólakennara og skyldi hver höfundur fá 250 þúsund krónur á mánuði sem verktakagreiðslu, enda útveguðu þeir starfsaðstöðu sjálfir og voru að öllu leyti á eigin vegum. Undir lok starfstíma höf- undanna var ákveðið að þeir fengju uppbót vegna mikilla hækkana á viðmiðunartaxta og vegna umtalsverðra verðlags- breytinga á starfstímanum. Sam- tals fengu höfundarnir greiddar um 24 milljónir króna. Rétt er að ítreka að greiðslur til höfundanna voru verktakagreiðslur og er yfir- leitt gert ráð fyrir að þar af fari um tveir þriðju til þess að greiða viðkomandi höfundi laun en um þriðjungur fari í annan kostnað. Sé við þetta miðað hafa meðallaun höfundanna ekki náð 200 þús- undum á mánuði. Kannski finnst Merði þessi viðmiðun of há, ekki veit ég, en að minnsta kosti er ljóst að hann telur þann tíma sem höfundarnir hafa fengið til að vinna verk sitt allt of langan. Hann vitnar til taxta Hagþenkis og staðhæfir að samkvæmt honum sé eðlilegt að greiða 5.900 krónur fyrir síðu af fræðilegu efni en sé vilji fyrir rausnarskap mætti tvöfalda þá upphæð segir hann. Þrátt fyrir það sé greinilegt að höfundum hafi verið greitt allt of mikið fyr- ir störf sín eða nær helmingi of mikið. Ég verð að segja að fyrirfram hefði ég talið að af samanlögðum þingheimi á Alþingi hefði Mörður Árnason mestan skilning á stöðu og kjörum fræðimanna í hugvís- indum. Því miður verður víst að segja að svo er ekki. Sá taxti sem hann vitnar til er ekki miðaður við frumrannsóknir heldur er um að ræða ritlaun vegna fræðilegra greina vegna rannsókna sem fræðimenn hafa þegar fjármagn- að á annan hátt. Í athugasemdum Hagþenkis vegna þessa taxta seg- ir einmitt: „Ofangreind viðmiðun fyrir fræðilegar greinar miðast ekki við að beðið sé um nýja rann- sókn/úttekt eða umfjöllun sem krefst sérstakra rannsókna eða víðtækrar heimildaleitar.“ Um frumrannsókn að ræða Saga stjórnarráðsins er frum- rannsókn og það er hreint glapræði að taka að sér rannsókn sem á að skila 250 síðum af fræði- legum texta á minna en einu ári. Þetta get ég fullyrt hafandi nokkra reynslu á þessu sviði. Raunar þykist ég vita að flestir kollegar mínir telji þetta skamm- an tíma. Ég vona bara að hug- myndir Marðar um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig valdi ekki öðrum fræðimönnum, sem nú kunna að vera að semja um rit- un fræðilegra verka, erfiðleikum. Ritstjóri var í hálfu starfi frá því í mars 2000 og fram í júní 2002 en í fullu starfi eftir það, enda ljóst að álag ykist verulega þegar styttist í útgáfudag, hinn 1. febrú- ar 2004. Ég á eins von á því að þörf sé á að skýra út fyrir Merði hvert hlutverk ritstjóra er þegar ráðist er í útgáfu af þessu tagi, miðað við skilning hans á vinnu- brögðum fræðimanna. Ég freist- ast þó til að fara fljótt yfir sögu en fullyrði að útilokað er að áætlanir um útgáfu af þessu tagi standist nema til komi umsjón ritstjóra sem fylgist stöðugt með fram- gangi verksins, aðstoði höfundana eftir þörfum, sjái um samræmi, yfirlestur, fylgi eftir athugasemd- um o.s.frv. Auk þessa sá ritstjóri einnig um myndaritstjórn. Greiðslur til ritstjóra námu um 300 þúsund kr. að meðaltali á þessu tímabili og voru einnig verktakagreiðslur (laun því um- talsvert lægri, samanber ofan- greint). Til síðustu áramóta hafði ritstjóri þegið greiðslur í tæplega þrjú ár. Áætlanir stóðust Öðrum liðum sem Mörður nefnir er fljótsvarað. Þóknun til ritnefndar er ákvörðuð af opin- berri nefnd og fátt um það að segja. Ritnefndin hélt þrjá til fjóra fundi á ári auk þess sem henni var skylt að lesa yfir hand- rit á öllum stigum þeirra og hafði því ærinn starfa. Prentun og bók- band var boðið út en aðrir verk- hlutar vegna útgáfunnar ekki (þar á meðal prófarkalestur, skrár, um- brot, myndvinnsla og fleira). Út- gjöld vegna þessa telur Mörður allt of há. Hugsanlega hefði mátt ná prentkostnaði niður ef verkið hefði verið prentað erlendis en að öðru leyti hefur verið gætt að- halds í hvívetna hvað alla þessa liði varðar og á það raunar við um allt þetta verk. Ég vil loks geta þess að þegar við upphaf verksins árið 2000 var lögð fram kostnaðaráætlun vegna ritunar verksins og hljóðaði hún upp á 40 milljónir. Þessi áætlun stóðst. Ekki var þá talið raunhæft að setja fram áætlun um útgáfu- kostnað vegna þess hversu langt væri í útgáfu. Verðugur minnisvarði Mörður getur þess réttilega í athugasemdum sínum að framlög til Menningarsjóðs (13 milljónir 2004) og Launasjóðs fræðirita- höfunda séu lág (10,1 milljón 2004) og er þakkarvert að nefna það. Ég vil bæta við þetta sjóðum Rannsóknaráðs en úthlutun til nýrra verkefna í hugvísindum á vegum ráðsins nam í kringum 13 milljónum króna á síðasta ári. Framlög nú til nýrra verkefna í hug- og félagsvísindum nema ríf- lega 35 milljónum króna Ég æski liðsinnis Marðar við að auka þessi framlög og hvet hann til að beita sér fyrir því á Alþingi að svo verði gert, minnist reyndar ekki frumkvæðis hans á því sviði. Samtímis vil ég hvetja stjórnvöld, menntamálaráðherra og forsætisráðherra í tilefni af heimastjórnarafmæli til að beita sér fyrir því að stórefla þessi framlög og væri það satt að segja verðugur minnisvarði við þessi tímamót. ■ Misskilningur Marðar og kjör fræðimanna MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ■ alþingismaður skrif- ar um loðnuveiði. Umræðan Umræðan SUMARLIÐI R. ÍSLEIFSSON ■ ritstjóri Sögu stjórnar- ráðs Íslands skrifar um kostnaðarliði útgáfunnar. Um kostnað vegna söguritunar um stjórnarráð Íslands „Ég verð að segja að fyrir- fram hefði ég talið að af samanlögð- um þingheimi á Alþingi hefði Mörður Árnason mestan skiln- ing á stöðu og kjörum fræðimanna í hugvísindum. Því miður verður víst að segja að svo er ekki. Loðnurannsóknir í lamasessi „Stjórnvöld hafa gert mistök með því að draga ekki að ein- hverju leyti úr loðnuveiðum til bræðslu í takt við aukn- inguna í kolmunna- veiðunum. LOÐNUVEIÐAR „Það má færa rök fyrir því að loðnan sé lykillinn að því að Íslandsmið hafa í aldanna rás verið ein ríkustu fiskimið í heimi.“ Umræðan JÓN YNGVI JÓHANNSSON ■ framkvæmdastjóri Hagþenkis skrifar um kjör fræðimanna.„Í því ljósi blasir við hversu lágir styrkir til rannsókna á Íslandi eru og hversu litlu er varið til sam- keppnis- sjóða...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.