Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 Meira en tvö þúsund leikskóla-börn eru þessa dagana að undir- búa þátttöku sína í Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, sem hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. „Allflestir leikskólarnir taka þátt með því að hittast á opnum svæðum víðs vegar um borgina,“ segir Kol- brún Vigfúsdóttir, sem er leikskóla- ráðgjafi hjá Leikskólum Reykjavík- ur. „Þar syngja þau eitthvað skemmtilegt og ganga um í hringi, hvert með sinn fána. Hver leikskóli hefur valið sér einhvern þjóðfána og svo hrópa þau öll slagorðið: Allt fólk- ið í heiminum á að vera vinir eins og við!“ Leikskólabörn hafa frá upphafi tekið þátt í Vetrarhátíð með ýmsum hætti. Að þessu sinni verður fjöl- menning eitt helsta þema hátíðarinn- ar, og þess vegna var ákveðið að þátttaka barnanna yrði með þessum hætti. „Börnin eru að biðja um betri heim í raun og veru,“ segir Kolbrún, sem hefur skipulagt þessa uppá- komu í samvinnu við borgina. „Þau eru þessa dagana að búa til fánana, og fá um leið fræðslu um landið sem þau hafa valið sér.“ Leikskólarnir mætast á eftirtöld- um stöðum: Við undirgöngin hjá Ár- bæjarstíflu, Bakkatúni, við Útvarps- húsið, Steinahlíð, tjaldstæði í Laug- ardal, Miklatúni, Austurvelli og á Ægisíðu hjá grásleppukofunum. ■ Vinir á Vetrarhátíð Vetrarhátíð ÞÚSUNDIR BARNA Á VETRARHÁTÍÐ ■ Vetrarhátíð Reykjavíkur hefst á morg- un. Á föstudaginn ætla rúmlega tvö þús- und leikskólakrakkar að taka þátt með því að hrópa saman: Allt fólkið í heimin- um á að vera vinir eins og við! 08.00 – 08.10 Mæting og morgunverður 08.10 – 08.20 Ávörp Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss Árni Magnússon félagsmálaráðherra 08.20 – 09.20 Framsöguerindi Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur Toshiki Toma prestur innflytjenda Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Gústaf Adolf Skúlason forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins 09.20 – 10.00 Pallborðsumræður Þinglok Fundarstjóri Óðinn Jónsson fréttamaður Alþjóðahús efnir til morgunverðar-málþings í Iðnó föstudaginn 20. febrúar, kl. 08-10 í samvinnu við ASÍ, Samtök atvinnulífsins og félagsmálaráðuneytið Dagskrá: Skráning á idno@xnet.is þátttökugjald 1200 kr. innflytjenda Mannauður FÉLAGSMÁLARÁÐANEYTIÐ Forvarnir á Sögu Ragnheiður Davíðsdóttir for- varnafulltrúi mætir hálfsmánað- arlega upp á Útvarp Sögu með forvarnahorn VÍS, þar sem hún fjallar um forvarnir, öryggismál og tryggingamál. Ragnheiður er ekki ókunn ljósvakamiðlum því hún var þáttastjórnandi á Rás 2 og í Sjónvarpinu um árabil. „Þetta er óþrjótandi efni,“ seg- ir Ragnheiður. „Það spannar allt frá því að fjalla um einstaka liði trygginga í að fjalla um þá sem verða fyrir tjóni. Í þættinum í dag mun ég til dæmis fjalla um bruna- slys og tala við hjúkrunarfræðing á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Það er vel varðveitt leyndarmál hversu margir fara illa úr brunaslysum. Það eru börn að fikta með eld, fólk sem hellir yfir sig heitu vatni og áramótaslysin sem enginn talar um. Stóra málið er auðvitað að koma í veg fyrir að slysin gerist.“ Hún bætir því við glettin að þetta sé ekki klukkutíma auglýsing fyr- ir VÍS, því með slíkan þátt hefði hún enga hlustendur. „Ég hef einna mest að gera í forvörnum í umferðinni enda er þörfin mest þar. Við höfum reynd- ar fundið marktækan mun hvað slysatíðni ungs fólks hefur lækk- að, sem okkur þykir vænt um því það er afleiðing öflugra for- varna.“ ■ Útvarp RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR ■ er á Útvarpi Sögu í dag klukkan 17 og fjallar um forvarnir. VINIR EINS OG VIÐ Leikskólabörn hafa valið sér þjóðfána og ætla að hittast með þá á föstudagsmorgun víðs vegar um borgina. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR Reynir að koma í veg fyrir slys og tjón með öflugri forvarnafræðslu, meðal annars á Útvarpi Sögu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.