Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 24
18. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Beckham gagnrýnir enska knattspyrnusambandið: Eriksson undir óþarfa þrýstingi FÓTBOLTI David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segist verða fyr- ir gífurlegum vonbrigðum ef þjálf- arinn Sven-Göran Eriksson heldur ekki áfram með liðið. Beckham tel- ur að enska knattspyrnusambandið hafi sett óþarfa þrýsting á Eriksson með því að bjóða honum að fram- lengja samning sinn svo snemma. Eriksson hefur lýst því yfir að hann vilji ljúka núverandi samningi, sem gildir til ársins 2006, og sé tilbúinn að ræða um tveggja ára framleng- ingu í sumar. Að sögn Beckhams hefur samn- ingsboðið valdið miklum vandræð- um enda sé Eriksson spurður um málið hvað eftir annað. „Ég er viss um að hann er orðinn leiður á að svara spurningum um framtíð sína á hverjum einasta degi þótt hann sé þegar samningsbundinn enska landsliðinu,“ sagði Beckham. „Ég er viss um að þessar spurningar halda áfram þangað til hann skrifar undir 10 ára samning en hann þarf að fá frið til að stýra okkur í Evrópu- keppnina.“ Beckham, sem leikur á miðjunni hjá Real Madrid og líkar vel, verður að öllum líkindum á hægri kant- inum í vináttulandsleik Englands og Portúgals í kvöld. „Ég er ekki viss um að ég fái þetta hlutverk hjá Englandi en ég nýt þess hjá Real því það er öðruvísi en það sem ég hef gert undanfarin 10-15 ár hjá Manchester United.“ ■ Barátta samherja Frank Williams spáir mikilli baráttu milli Montoya og Räikkönen hjá McLaren á næsta ári FORMÚLA 1 „Juan Pablo Montoya er erfiður maður. Hann vill að athyglin innan liðsins beinist öll að sér,“ sagði Patrick Head, tæknistjóri Williams-liðsins. „Ég er ekki viss um að hann fái allt sem hann vill hjá McLaren.“ Ákvörðun Montoya um að yfirgefa Williams-liðið eftir keppnina í ár hefur verið til um- ræðu að undanförnu eftir að Pat- rick Head upplýsti að rifrildi inn- an liðsins hafi orðið til þess að Montoya tók þessa ákvörðun. Or- sök rifrildisins var að hluta til sú að Montoya fannst sem Williams- liðið hampaði Ralf Schumacher á sinn kostnað. Hjá McLaren verður hvorki Montoya né Kimi Räikkönen hampað. McLaren-liðið notar tvo jafn góða bíla og hefur neitað að gefa einum ökumanni forystu- hlutverkið. Frank Williams, eig- andi Williams-liðsins, telur að bar- átta Juan Pablo Montoya og Kimi Räikkönen hjá McLaren geti orðið mögnuð. „Ég get ímyndað mér að frammistaða þeirra verði svipuð. Báðir hafa frábæra stjórn á bíln- um,“ sagði Williams. „Það er eðli- egt að okkur finnist Kimi vera frábær vegna þess að hann er í öðru liði og við höfum alltaf áhyggjur af andstæðingunum.“ „Ég þekki ekki styrkleika hans eða veikleika,“ sagði Williams. „Hann er augljóslega mjög fljót- ur. Það er Juan einnig og Juan hef- ur þann góða eiginleika að gera það óvænta og sjá tækifærin til að taka fram úr þegar aðrir sjá þau ekki. Baráttan innan McLaren- liðsins verður áhugaverð. Juan er þrjóskur og hann óttast engan,“ sagði Williams. Patrick Head og Frank Willi- ams eru sannfærðir um að síðasta ár Montoya hjá Williams-liðinu verði árangursríkt. Þeir telja að Montoya muni leggja sig allan fram í keppninni. „Hann á líklega sex eða sjö ár eftir af ferlinum og hann færi varla að kasta einu ári á glæ vegna skapvonsku.“ Head og Williams hafna því al- farið að Montoya fái ekki að taka þátt í þróunarvinnu Williams-liðs- ins. Þeir segja þó að á seinni hluta keppnistímabilsins fái hann ekki að vita af hverju Williams-liðið sé að spá í tiltekna þætti en hann muni sem ökumaður njóta þess nýjasta sem liðið hefur upp á að bjóða. ■ Leikmenn þýska lands- liðsins: 86 milljónir fyrir EM-titil FÓTBOLTI Hver og einn leikmaður þýska landsliðsins í fótbolta fær um 86 milljónir króna í sinn hlut ef liðið vinnur EM í Portúgal í sumar. Upphæðin er 10 prós- entum hærri en leikmennirnir fengu fyrir að komast á úrslita- leik HM fyrir tveimur árum. Fyrir að komast í úrslitaleik EM í ár fá leikmennirnir um 60 milljónir króna. Enginn bónus verður gefinn ef liðið nær ekki að komast upp úr riðlakeppninni. Þjóðverjar leika vináttulandsleik við Króata á morgun. Síðast mættu þeir Frökkum og lauk þeirri viður- eign með 3-0 sigri Frakka. ■ BECKHAM Vill að Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálf- ari Englands, fái frið til að stýra liðinu. SJÓNVARP  17.25 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  17.55 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  18.25 US PGA Tour 2004. Banda- ríska mótaröðin í golfi á Sýn.  19.20 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Leikur Arsenal og Bayern München í riðlakeppnini árið 2000.  21.00 Landsleikur í knattspyrnu á Sýn. Portúgal mætir Englandi í beinni útsendingu.  22.50 Handboltakvöld í Sjónvarpinu.  23.05 Olíssport á Sýn. LEIKIR  19.15 Eyjamenn taka á móti Sel- fyssingum í 1. deild karla í hand- bolta.  19.15 Grótta og KA eigast við á Seltjarnarnesi í úrvalsdeild karla í handbolta.  19.15 Þór Akureyri tekur á móti Víkingi í Höllinni á Akureyri í 1. deild karla í handbolta.  19.15 Njarðvík og Grindavík eigast við í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta.  20.00 Haukar taka á móti Stjörn- unni á Ásvöllum í úrvalsdeild karla í handbolta  20.00 Breiðablik mætir Aftureld- ingu í Smáranum í 1. deild karla í handbolta.  21.00 KR mætir Breiðabliki í Reykjavíkurmóti kvenna í Egils- höll. 15 16 17 18 19 20 21 FEBRÚAR Miðvikudagur hvað?hvar?hvenær? www.undur.is MÁLVERK? JUAN PABLO MONTOYA Verður samherji Kimi Räikkönen hjá McLaren á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.