Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 Ma llorc a 34.142 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Po rtúg al 38.270 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Krít 48.230 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Co sta del Sol 53.942 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Be nid orm 35.942 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! Færeyingur gerir það gott Það getur verið erfitt að vekjaathygli á sér sem listamaður, ekki síst ef maður er frá rétt rúm- lega 40 þúsund manna samfélagi í Atlantshafi. Teitur er Færeyingur sem hefur náð að fanga athygli MTV í Evrópu og megin- straumsútvarpsstöðva víða. Þar sem Teitur ólst upp ríkir mikil hefð fyrir söng og söngvasamkomum. „Ég er vanur að heyra fólk syngja nánast hvar sem er,“ segir Teitur í viðtali við MTV. „Þegar ég var lítill sat fólk í stofunni heima og söng án allr- ar hjálpar hljóðnema eða undir- leiks“. Sjálfur byrjaði Teitur að spila á orgel 13 ára gamall og lærði í kjölfarið á gítar og píanó. Fljót- lega fór hann einnig að semja sína eigin tónlist og hljóðsetja, fyrst á færeysku en ákvað svo að semja aðeins á ensku. „Popptónlist og rokk er allt á ensku svo það meikar ekki sens að spila þannig tónlist með fær- eyskum texta.“ Þegar Teitur var 17 ára yfir- gaf hann Færeyjar og fór til Danmerkur í skóla. Á síðasta ári hitti hann útgefandann Rupert Hine á einu tónleikaferðalagi sínu. Teitur samþykkti að vinna með honum að einni plötu. Rupert er vel þekktur og hefur meðal annars unnið með Suzanne Vega, Duncan Sheik og Tinu Turner. Teitur sendir frá sér plötuna Poetry and Aero- planes á næstunni. ■ Samtök herstöðvaandstæðingaog Sverrir Hermannsson virð- ast í fljótu bragði ekki eiga margt sameiginlegt en nú hafa herstöðvarandstæðingar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir taka sérstak- lega undir til- lögur Sverris Hermannsson- ar, fyrrum for- manns Frjáls- lynda flokksins um breytingar á stjórnarskrá Íslands þegar hann mælti með því að það verði stjórnarskrárbundið „að Ísland fari aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum.“ Þar sem Sverrir var nú uppruna-lega í Sjálfstæðisflokknum áður en hann stofnaði Frjálslynda flokkinn, og Samtök herstöðvaand- stæðinga hafa frekar tengst vinstri lopapeysuöflunum, virðast þessi öfl vart eiga mikla samleið þrátt fyrir að Frjálslyndi flokkur- inn sé óneitanlega nokkuð vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Sverrir tekur þessari ályktunfagnandi og sagði við Frétta- blaðið að skynsamleg afstaða og ályktanir væru alltaf fagnaðar- efni. Stefán Pálsson hjá Samtök- um herstöðvaandstæðinga segir samtökin ekki vera á leiðinni að taka Frjálslynda flokkinn yfir en þau séu alltaf til í að vinna með góðu fólki að sameiginlegum markmiðum. „Að þessu sinni sýn- ast okkur markmið okkar og Sverris fara vel saman.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti semSverrir Hermannsson er með friðelskandi yfirlýsingar. Í um- ræðum á Alþingi árið 1999 um skýrslu utanríkisráðherra um ut- anríkismál sagði Sverrir: „Ég hef fyrir mitt leyti alltaf haft gróinn ímugust á öllum hernaðarumsvif- um og vopnaburði umfram það að stunda rjúpnaveiðar og gæsa- skytterí“ og vildi því áfram treysta á samstarfsþjóðirnar í NATO. Ólíklegt verður að teljast að markmið Sverris og her- stöðvaandstæðinga sameinist í þeirri hugsjón, nema fyrri hlutinn hafi horfið úr slagorðinu „Ísland úr NATO og herinn burt“. TEITUR Svo virðist sem Eivör Pálsdóttir sé ekki eina undrabarnið frá Færeyjum. Tónlist FÆREYINGURINN TEITUR ■ hefur náð athygli MTV í Evrópu og gæti því náð langt. Hann syngur á ensku. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.