Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004                                                 !      "          # %&       "  '$( ))' *          $ +     "    ))                 *             ( ( *      $,  ' !*          -./!*             (   (   *       0         1     1 (       &       $,                #       &  $ 2,      #*   *      3  #    4$                                                    !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -               Austurbyggð: Hálft ár til Færeyja FLÖSKUSKEYTI Sextíu og átta ára gamall færeyskur sjómaður, sem oft hefur gengið Vogafjöru, Vest- mannssundi, fann fyrir skömmu flöskuskeyti sem nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar sendu frá sér í sept- ember síðastliðinn. Sjómaðurinn Jens Pauli stundaði sjómennsku við Íslandsstrendur á yngri árum. Forsagan er sú að í þemaviku í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar þar sem nemendur á yngsta stigi unnu verkefni tengd fjörunni útbjuggu nemendurnir meðal annars fimm flöskuskeyti og fengu sjómenn á skuttogaranum Ljósafelli SU 70 til þess að henda flöskunum í sjó- inn við Hvalbak. Nýlega barst krökkunum svo svar frá Færeyjum þar sem kem- ur fram að Jens Pauli hafi verið sjómaður allt sitt líf og á yngri árum hafi hann veitt við Íslands- strendur. Hann óskar krökkunum góðrar framtíðar og þakkar fyrir flöskuskeytið sem er það fyrsta sem hann fær. Af þessu tilefni eru krakkarnir nú byrjuð að vinna ýmis verkefni tengd Færeyjum. Einnig eru þau að undirbúa sendingu til Færeyja, myndir og ýmsar upplýsingar, um þeirra byggðarlag og menningu. ■ Karlmaður tekinn af lífi: Brenndi dætur sínar inni TEXAS, AP Karlmaður á fer- tugsaldri, sem dæmdur var til dauða fyrir að drepa þrjár dætur sínar, var tek- inn af lífi með eitursprautu í fangelsi í Texas. Stúlk- urnar voru á aldrinum eins til tveggja ára. Bifvélavirkinn Camer- on Willingham var fund- inn sekur um að hafa lagt eld að heimili fjölskyld- unnar og brennt dætur sínar inni á Þorláks- messu 1991. Willingham viðurkenndi að hann hefði ekki verið góður eiginmaður en neitaði að hafa orðið valdur að brunanum. Áður en Willingham var tekinn af lífi úthúðaði hann fyrrum eiginkonu sinni sem mætt var í fang- elsið til að vera viðstödd aftökuna. ■ ALSÆL MEÐ SVARIÐ Yngstu nemendur grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sendu fimm flöskuskeyti í september síðast- liðnum. Nýlega barst þeim svar við einu skeytanna sem rekið hafði á fjörur við Vestmannssund í Færeyjum. CAMERON WILLINGHAM Faðirinn neitaði að hafa orðið dætrum sínum þremur að bana. BETRI NÝTING Farþegum Flugleiða fjölgaði um 8 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting batnaði um 2,8 prósentustig. Aukingin var vegna farþega yfir Atlantshafið sem leið eiga um Ísland. Farþegum Flugleiða: Fjölgaði milli ára VIÐSKIPTI Farþegum Flugleiða fjölgaði um átta prósent í janúar í samanburði við janúarmánuð á síðasta ári. Þeir voru tæp 60 þús- und í fyrra en tæp 65 þúsund í ár. Framboð félagsins í áætlunar- flugi var 6,4% meiri en á síðasta ári, en salan jókst um 11,7%. Sætanýtingin var 59,1% í janúar í ár, en var 56,2% á sama tíma í fyrra. Farþegafjölgunin er til komin vegna mikillar aukningar á flutningum farþega sem leiða eiga um Ísland milli Evrópu og Bandaríkjanna, en 1,8% fækkun varð meðal farþega til og frá Ís- landi. Á fyrrihluta síðasta árs varð umtalsverður samdráttur á Norður-Atlantshafsmarkaðinum vegna stríðsins í Írak og bráðalungnabólgu. Þeirra áhrifa gætir ekki nú, og er staða bókana hjá Icelandair mun betri en á sama tíma á síðasta ári. Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 15% í janúar og voru tæplega 21 þúsund. Sætanýting jókst um 2,1 prósentustig, var 63,5% í ár, en 61,4% í janúar á síð- asta ári. Flutningar hjá Flugleið- um-Frakt jukust um 17% frá janú- ar á síðasta ári. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.