Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 20
20 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR GERVIHNETTI SKOTIÐ Á LOFT Rússar skutu geimflauginni Molniya M á loft frá Plesetsk-geimferðastöðinni í gær. Molniya M flytur gervihnött hersins á spor- braut og fylgdist Vladimír Pútín með þegar flauginni var skotið á loft. Guðni Ágústsson um Samfylkinguna: Fari á námskeið í landbúnaði ALÞINGI Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra sagði á Alþingi að sú aðferð bænda að leggja áherslu á að markaðssetja dilkakjöt sem árs- tíðabundna hágæðavöru lofaði góðu. Ríkið bæri engan beinan kostnað við sölu á lambakjöti er- lendis á þessu ári, bændur bæru alla ábyrgðina og hefðu útflutn- ingsskyldu í samræmi við samn- inga. Áhersla hefur verið lögð á markaði í Bandaríkjunum, Dan- mörku, Þýskalandi og Ítalíu. „Með þessari aðferð er verið að stíga skynsamleg skref. Þessu fylg- ir auðvitað að verið er að selja Ís- land í leiðinni,“ sagði Guðni. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði landbúnaðarráðherra tala eins og ekkert hefði breyst í greininni. „Afkoman bænda í þessum efnum er ekki til að hrópa húrra fyrir. Það er vafasamt að leggja útflutningskvaðir á alla í grein- inni og fáránlegt að selja kjötið langt undir kostnaðarverði,“ sagði Lúðvík. Landbúnaðarráð- herra spurði hvort Samfylkingin væri slíkur frjálshyggjuflokkur að hann fordæmdi alla félagslega skyldu. „Ég tel brýnast að Samfylking- in fari á námskeið í landbúnaði. Þessi umræða er sundurlaus. Get- ur Samfylkingin ekki viðurkennt það sem félagshyggjuflokkur að bændur geta komið sér saman um fyrirkomulag?“ sagði Guðni. ■ Þegar hann komst til valda fyrirfjórtán árum síðan var honum fagnað sem þjóðhetju, prestinum unga sem hafði um margra ára skeið krafist frelsis og lýðræðis fyr- ir þjóð sína og barist gegn spilltum stjórnvöldum sem á endanum urðu að láta eftir. Fyrst var bundinn endi á 29 ára einræðisstjórn Duvalier- fjölskyldunnar 1986 og síðan voru haldnar kosningar fjórum árum síð- ar eftir að nokkir stjórnendur höfðu setið skamma stund. Jean-Bertrand Aristide var á þessum tíma róttækur prestur og sagði margt réttlætan- legt til að binda enda á einræði og kúgun. Hann var sakaður um að efna til vopnaðrar uppreisnar og varð það til að kaþ- ólska reglan sem hann hafði starfað innan frá sex ára aldri afneitaði honum. Það var um þetta leyti, árið 1988, sem vopnaðir menn á vegum stjórnvalda réð- ust inn í kirkju hans meðan hann söng messu og myrtu tólf sóknar- börn. Sjálfur slapp Aristide, rétt eins og frá tveimur öðrum morðtil- ræðum sem voru gerð við hann. Því var það svo að þegar efnt var til kosn- inga 1990 vann Aristide sigur þrátt fyrir að her- inn og framámenn úr röðum atvinnulífs og landeigenda hafi lagst gegn kjöri hans. Þá naut hann stuðnings þjóðarinnar, sem var orðin þreytt á stjórnmálamönn- um og herstjórnum sem héldu fast í völd sín á kostnað landsmanna, leit á hann sem tákn gegn kúgun. Það átti eftir að breytast. Frelsari verður kúgari? „En dásamlegt tæki! Það lyktar vel og hvar sem þú ferð viltu finna lyktina.“ Þetta hafði blaðamaður Associated Press eftir Aristide í september 1991. Þar vísaði Aristide til grimmdarlegrar aftökuað- ferðar sem hefur verið notuð á Haítí. Bíldekk er vætt í bensíni, sett um háls þess sem á að taka af lífi og kveikt í dekkinu. Myndir af slíkum grimmdarverkum, frömdum af fyrrum stuðningsmönnum Arist- ides, hafa birst undanfarið en eru fjarri því einu dæmin um illa leikin lík manna sem hafa verið myrtir á óhugnanlegan hátt. Presturinn sem réttlætti ofbeldi í baráttu gegn stjórn sem kúgar borgara sína hefur setið þráfaldlega undir ásökunum um að brjóta gegn lýðræðislegum réttindum lands- manna og að nota lögreglu og vopn- aða menn til að koma í veg fyrir mótmæli. Fjöldi manna hefur verið myrtur eða illa leikinn í mótmæla- aðgerðum og stjórnvöld hafa verið sökuð um að láta það óátalið þó lítið væri gert til að upplýsa morð á tveimur blaðamönnum sem gagn- rýndu ríkisstjórn Aristides. Stjórnarandstæðingar snið- gengu kosningarnar árið 2000 þegar Aristide komst aftur til valda eftir að hafa látið af starfi forseta fimm árum áður og sögðu stjórnvöld hafa komið í veg fyrir lýðræðislegar kosningar. Bandamennirnir skipta um skoðun Þegar Bandaríkjamenn komu Aristide aftur til valda 1994 var það réttlætt með því að hann væri lýð- ræðislega kjörinn forseti sem hefði verið steypt af stóli. Þó voru ekki allir sannfærðir um hversu lýðræð- islegir stjórnarhættir hans yrðu. „Aristide kann að hafa unnið kosn- ingar en hann er ekki líklegur til að vinna til verðlauna fyrir að stuðla að lýðræði,“ sagði öldungadeildar- þingmaðurinn Jesse Helms skömmu áður en Bill Clinton Banda- ríkjaforseti sendi 20.000 hermenn til Haiti til að koma herstjórninni frá og Aristide aftur til valda. Í dag virðast fleiri í Banda- ríkjastjórn sammála Helms, enda hefur stjórnin skrúfað fyrir nær alla aðstoð við Haítí og gagnrýnt Aristide fyrir ólýðræðislega stjórnarhætti. ■ Aldraðir ökumenn: Hættara við að slasast WASHINGTON, AP Ökumenn á sex- tugs- og sjötugsaldri eru meðal öruggustu ökumanna, en þegar þeir komast á eftirlaunaaldur eiga þeir frekar á hættu en yngri öku- menn að lenda í árekstrum, að sögn bandarísku umferðarörygg- isstofnunarinnar. Ökumenn sem hafa náð 85 ára aldri eru fjórfalt líklegri til að láta lífið í bílslysi en miðaldra öku- menn. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru ökumenn 65 ára og eldri fjórðungi líklegri til að lenda í árekstri en miðaldra ökumenn og 50 prósent líklegri til að lenda í árekstri þegar þeir eru orðnir 85 ára eða eldri. ■ GREITT FYRIR AÐGANG Vegagjald í miðborg Lundúna nemur tæp- um níu milljörðum króna fyrsta árið. Vegagjald: Tafir minnka um þriðjung LONDON, AP Samgönguyfirvöld í London segja að dregið hafi úr umferðartöfum í miðborginni um þriðjung eftir að farið var að inn- heimta vegatolla fyrir ári síðan. Með því átti að draga úr fjölda þeirra bíla sem leggja leið sína í miðborgina dag hvern og flýta fyrir umferð. Vegagjaldið sem hefur verið innheimt fyrsta árið er þó ekki nema rétt rúmlega helmingur þess sem Ken Livingstone borgar- stjóri hafði spáð fyrir um, and- virði tæpra níu milljarða króna í stað tæpra sautján milljarða. Einkabílum sem keyrt er inn í London hefur fækkað um átján prósent, litlu minna en þau 20% sem borgarstjórinn spáði. Livingstone segir mikinn árangur hafa náðst og vill stækka svæðið sem gjaldskyldan nær til. ■ Dýraverndarsamtök: Grimmilegur dauði humars SYDNEY, AP Humrar verða ekki lengur soðnir lifandi í Ástralíu ef þarlendum dýraverndunarsam- tökum verður að ósk sinni. Konunglega samfélagið um að koma í veg fyrir illa meðferð á dýrum vill að humrar verði svæfðir í ísskápum eða frystikist- um og stungnir til bana áður en þeir eru soðnir. „Ef þú hendir lif- andi krabbadýri í sjóðandi vatn finnur það fyrir því og þú ert þar með að drepa það á grimmilegan máta,“ sagði formaður samtak- anna, Hugh Wirth. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra spurði á Alþingi hvort Samfylkingin væri slíkur frjálshyggjuflokkur að hann fordæmdi alla félagslega skyldu. Fréttaskýring BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um Jean-Bertrand Aristide, forseta Haítí, þar sem óöld ríkir nú. Austurbyggð: Kolmunninn farinn að berast SJÁVARÚTVEGUR Færeyska skipið Finnur Fríði kom á mánudaginn til Fáskrúðsfjarðar með fyrsta kolmunnafarminn sem berst á land á þessu ári. Skipið var með 2.500 tonn, sem veiddust vestur af Írlandi. Finnur Fríði er nýtt skip, sem kom til heimahafnar í Fær- eyjum 20. desember síðastliðinn og var þetta þriðja veiðiferð skipsins. ■ Uppreisnarmennirnir semhafa hertekið hluta Haítí eru margir hverjir fyrrum stuðn- ingsmenn Jean-Bertrand Arist- ide forseta, hópar manna sem hann hefur treyst á til að berja niður andstöðu við sig. Meðal uppreisnarmanna eru einnig fjöl- margir gamlir hermenn sem stóðu að eða unnu með einræðis- stjórnum hersins á níunda og tí- unda áratug síðustu aldar. Sá sem er talinn leiða aðgerðir uppreisnarmanna í borginni Hinche er talinn vera Louis Jodel Chamblain. Hann var yfirmaður dauðasveita herstjórnarinnar undir lok níunda áratugar síðustu aldar og stjórnaði sveitum sem unnu mörg grimmdarverk eftir að Aristide var steypt af stóli 1991. Fleiri fyrrum herforingjar, sem sakaðir hafa verið um gróf mannréttindabrot, taka þátt í uppreisninni. Því er það svo að þó að Aristide hafi treyst á vopnaðar sveitir til að halda völdum eru íbúar Haiti fjarri því að vera öruggir um að fá stjórn sem sýnir meiri virðingu fyrir mannréttindum, verði hon- um steypt af stóli. ■ UPPREISNARMAÐUR Í GONAIVES Uppreisnarmenn í borginni Gonaives vörðu Jean-Bertrand Aristide áður en bróð- ir foringja þeirra var myrtur. Þá snerust þeir gegn honum. Andstæðingar Aristides: Engir kórdrengir Sakaður um það sem hann barðist gegn Sem ungur maður barðist Jean-Bertrand Aristide gegn ofríki einræðisstjórnar og herstjórna. Eftir að hann komst til valda hefur hann þótt taka stjórnhætti sinna gömlu andstæðinga að nokkru leyti sér til fyrirmyndar. Nú verður hann fyrir svipaðri andstöðu og hann mælti áður með. NOKKUR ÁRTÖL Í SÖGU HAÍTÍ 1986 Duvalier-fjöl- skyldan hrökklast frá völdum. 1990 Jean-Bertrand Aristide er kjörinn forseti. 1991 Herinn tekur völdin. 1994 Bandaríkjastjórn kemur Aristide aftur til valda með sam- þykki Sameinuðu þjóðanna. 1995 Aristide lætur af völdum við lok kjör- tímabils síns að kröfu Bandaríkjanna. 2000 Aristide kjörinn forseti á ný í kosn- ingum sem stjórnar- andstæðingar snið- gengu. 2004 Uppreisn hefst gegn stjórn Aristides. BÚA VIÐ ÓÖLD Íbúar Haiti hafa lengi búið við mikla fátækt og vafasamt stjórnarfar. Afstaða þeirra til uppreisn- arinnar er skipt. Sumir fagna því að risið sé upp gegn Aristide, sem hefur treyst á vopnaða fauta til að berja niður andstöðu við sig. Aðrir óttast að arftakar hans kunni að verða enn verri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.