Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 35
Mamma mín gaf mér skó í af-mælisgjöf fyrir um þremur árum og ég hef notað þá mjög mikið,“ segir Vigdís Hrefna Páls- dóttir leikkona þegar hún er spurð um bestu skóna sína. „Þetta eru svona hermannaskór úr 38 þrep- um. Þeir hafa enst vel en ég hef reyndar látið gera við þá einu sinni.“ Vigdís Hrefna segir skóna vera þægilega, hlýja og passa við margt, bæði pils og buxur. Hún segir ekkert einsdæmi að hún noti skó svona mikið. „Ég fæ svona æði á skóm og geng mikið í þeim. Þá er ég að tala um gönguskó. En svo er líka mjög gaman að ganga í háhæluðum skóm.“ Vigdís Hrefna er nú að leika í Jón Gabríel Borkmann í Þjóðleik- húsinu en þar leikur hún mikið berfætt. „Ég er líka oft berfætt heima hjá mér og er það einmitt núna,“ segir hún. „En ég er tiltölu- lega nýbyrjuð að ganga í inni- skóm, svona sandölum, og mér finnst það mjög gott. Þá get ég bara hlaupið á þeim niður í bakarí. Það er ekki sjaldséð sjón. Við vilj- um hafa þetta svolítið heimilislegt hérna í Þingholtunum.“ ■ 31 ■ Tískan í London FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004 ■ Í búðunum                                       Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16. 50% af ullarkápum - stuttum og síðum Ullarjakkar kr. 5.900. Útsala! Mjódd - Sími 557 5900 Vorvörurnar streyma inn m.a. nýtt merki Soya. Enn hægt að gera góð kaup á útsölunni. Verið velkomnar Uppáhaldsskórnir: Á inniskónum út í bakarí VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR Þegar hún er ekki berfætt á sviði eða heima hjá sér er hún oft í hermannaskóm sem hún fékk í afmælisgjöf. Ég kappkosta að ná fram per-sónuleika sýningarstúlknanna enda eru þær í mínum huga „hún Katrín“, „hún Soffía“ eða einhver önnur einstök persóna. Þess vegna teikna ég upp þá greiðslu sem á við hverja og eina,“ segir Ásgeir Hjartarson hárgreiðslu- meistari sem sér um hár módel- anna á Reykjavík Fashion – Icelandic Fashion week. Sú sýn- ing fer fram í Ráðhúsi Reykjavík- ur nú á laugardaginn 21. febrúar. Þar munu 14 íslenskir hönnuðir sýna fataframleiðslu sína og Ás- geir kveðst einnig leggja mikla vinnu í undirbúning. „Ég tel mig fagmann út í fingurgóma og í raun fimmtánda hönnuðinn á sýning- unni því það er heilmikil pæling á bak við hárið. Auk þess að taka mið af stúlkunum sjálfum pæli ég í litum í fötum, skóm og förðun, húsnæði og lýsingu svo nokkuð sé nefnt. Þetta þarf allt að harm- ónera saman,“ segir hann. Ásgeir rekur hárgreiðslustof- una Supernova á bak við Hótel Borg. Þar hefur hann meðal ann- ars góðan liðsmann sem heitir Emil Ólafur Ólafsson er mun verða hans hægri hönd í sýning- unni. Ásgeir starfaði áður á Tony and Guy og þar áður var hann úti í Mílanó. Hann hefur unnið fyrir sjónvarp, leikhús, auglýsinga- bransann og ýmsa erlenda aðila. Meira að segja hefur hann tekið þátt í sýningunni Icelandic Fas- hion week áður. Þá var hún haldin í íshelli uppi á Vatnajökli við krefj- andi aðstæður. Sem fyrr er það Kolbrún Aðalsteinsdóttir sem sér um sýninguna og Ásgeir kveðst þakklátur henni fyrir að leyfa sér og sínu fólki að taka þátt því þetta sé dýrmæt reynsla. „Það er hraði og það er stress. Maður þarf að vera gífurlega snöggur og með góða yfirsýn yfir allt sem er að gerast en ég er stoltur af að taka þátt í þessu ævintýri.“ ■ Ásgeir Hjartarson: Heilmikil pæling bak við hárið ÁSGEIR OG EMIL Í SUPERNOVU Ætla að sjá til þess að hárið á módelunum verði við hæfi. Tískuvikan í London er spenn-andi nú sem fyrr. Þar ægir öllu saman og greinilegt að tískan næsta vetur verður mjög fjölbreytt. Jasper Conran er einn besti hönnuður Breta og sýndi það og sannaði á tískusýningu sinni. Klassísk hönnum, ein- faldleiki og svartur lit- ur voru ráðandi – og undirtónninn mjög sexí. Eins og hans er von og vísa var hugað að smáat- riðum í hönnuninni sem mæltist vel fyrir hjá áhorf- endum. Ekki síður var sýningu AntoniBurakowski og Alison Ro- berts vel tekið. Leikar- arnir í Friends og Sex in the City hafa verið aðdáendur hönnuð- anna sem héldu skemmtilega sýn- ingu. Áhorfendur rugluðust reyndar nokkuð í ríminu þegar fyrstu fyrir- sæturnar birtust, klæddar í hvíta stuttermaboli og gallabuxur. Þeir héldu um stund að heiti sýningar- innar „Ekkert“ þýddi að þeir fengu ekkert fyrir sinn snúð. En skömmu síðar birtust fyrirsætur í fjörugri klæðum, litagleðin réð ríkjum og efnin voru fjölbreyti- leg. Kvikmyndastjörnuútlit réðríkjum á sýningu hönnuðanna Tata- Nake. Hönnuðurnir sýndu haustlínu sína þar sem jarðlitir réðu ríkjum og loð- feldir eiga greinilega að halda á manni hita næsta vetur. VORVÖRUR Vorið er komið – að minnsta kosti í fataverslunum. Útsölum er lokið á flestum stöðum og nýjar og litríkar sumarvörur komnar í verslanir. Kringlan er full af nýjum vör- um og Smáralind sömuleiðis. Sömu sögu er að segja af fata- búðum á Laugaveginum. Mikil litagleði er í sumartískunni, bleikur, grænblár, gulur og blár eru meðal vinsælla lita. Pils eru áberandi, en ekki stuttu pilsin. Nú eiga pilsin að vera hnésíð og víð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.