Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 54
Hrósið 50 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Ásdís Rán Gunnarsdóttir hjáModel.is vinnur nú hörðum höndum að því að skipuleggja Ís- drottninguna, sem er módel- og fegurðarsamkeppni stúlkna á framhaldsskólaaldri og verður haldin í Smáralind þann 7. apríl. Keppnin verður með ísþema, út- litið klaki, töff og kalt og þurfa stúlkurnar ekki að koma fram í bikini. „Við erum að leita að fram- haldsskólanema sem fellur að ímynd ísdrottningarinnar, það er ung metnaðarfull kona sem ætlar að ná langt í framtíðinni og er sú ímynd sem Model.is vinnur með. Verðlaunin í keppninni miðast við þetta og eru til dæmis námsstyrk- ir. Allur undirbúningur fyrir keppnina miðast að því að gera þær betur í stakk búnar til að mæta framtíðinni.“ Í upphafi var hugmyndin sú að nemendaráð framhaldsskólanna tilnefndu eina stúlku fyrir hönd síns skóla en vegna mótmæla var fyrirkomulaginu breytt og verða áhugasamar stúlkur að hafa sam- band við Model.is. „Það voru einhverjir sem voru á móti þessari tillögu,“ segir Ás- dís Rán. „En það eru ekki allir á móti keppninni og skólarnir geta ekki bannað þeim að taka þátt. Ég ætla að vona að skólarnir taki þessu eins og eðlilegt fólk og séu ekki að mótmæla enda snýst þetta um nemendur en ekki nemenda- ráðin sem eiga ekki að stjórna krökkunum. Annars var of mikið gert úr þessu og mótmælin komu aðallega frá MH. Ég hringdi í fleiri skóla og það voru allir voða- lega líbó.“ ■ Fegurðarsamkeppni MODEL.IS ■ Leitar að ísdrottningu framhalds- skólanna með breyttu fyrirkomulagi. ... fær ríkislögreglustjóri fyrir að boða blaðamenn til fundar, að er- lendri fyrirmynd, um líkfundinn í Neskaupstað. Leitin að ísdrottningunni í dag Hver losaði sig við líkið af Vaidas? RÚV ritskoðar „barnaklám“ Astrid Lindgren Syni synjað um sjúkra- skýrslu sem Kári fékk Þetta hefur verið afskaplegaskemmtilegur tími og fljótur að líða,“ segir Logi Berg- mann Eiðsson, frétta- maður og stjórnandi spurningaþáttarins Gettu betur. Logi hefur verið við stjórnvölinn lengst allra þáttastjórn- enda og er þetta sjötta árið í röð sem hann stýrir spurn- ingaþættinum. Í kvöld færist spurningaþátt- urinn inn í sjón- varpssal. Skól- arnir sem keppa eru Menntaskólinn Hrað- braut í Hafnarfirði og Fjölbrauta- skólinn í Garðabæ. „Einn eftirminnilegasti þáttur- inn hingað til var án efa þegar við klúðruðum tímatalningunni í úrslitaþætti. Við þurftum að stoppa þáttinn, sem var í beinni útsendingu, og reikna út tímann. Það var allt löðrandi í stressi. Til að kóróna spennuna fór þátturinn í bráðabana eftir að Borgarholtsskóli tók sex síð- ustu stigin og jafnaði,“ segir Logi. Sem fyrr er Stefán Páls- son í dómarasætinu. „Stefán er mikill húmoristi og það kemur stundum fram í spurningunum. Þá á hann sér undarleg áhugamál og ég held að enginn Íslendingur sé meðlimur í jafn mörgum félögum. Stefán er áhugamaður um allt mögulegt og spurningarnar oft flugbeittar.“ Í heildina eru 1.500 spurningar búnar til fyrir hverja þáttaröð. Blaðamaður velti fyrir sér hvort sama spurningin komi fyrir oftar en einu sinni. „Ég geri ráð fyrir því, sérstaklega í hraðaspurning- unum. Ég held að menn þurfi að vera með einhverja sérgáfu til að muna eftir því ef það kemur fyrir.“ Af tuttugu og einum keppanda eru einungis fjórar stelpur sem taka þátt. „Ég hreinlega veit ekki hvað veldur þessu. Stelpurnar þurfa greinilega að taka sig betur á,“ segir Logi. Venja er að hver skóli komi með skemmtiatriði þegar komið er í sjónvarpssal. Logi segir að breyt- ing verði í ár og meiri áhersla lögð á að kynna skólana. Hann gaf ekki mikið fyrir það þegar hann var spurður hvort hann fyndi löngum til að skemmta sjálfur. Þá virtist hann frekar áhugalaus um áskor- un Fréttablaðsins að bæta um betur en sagðist hafa það á bak við eyrað í síðasta þættinum sem stjórnandi. „Annars hef ég mestan áhuga á að klúðra sem minnstu hverju sinni.“ ■ Glæpasagan Grafarþögn eftirArnald Indriðason hefur gert stormandi lukku í Þýskalandi. Bókin kom í verslanir á mánudag- inn og fór rakleiðis í 15. sæti þýska bóksölulistans. Íslensk skáldsaga hefur ekki fengið aðrar eins viðtökur í Þýskalandi áður og þrátt fyrir að þýskir útgefendur Arnaldar hafi ákveðið að prenta bókina í 100.000 eintökum, sem er eitt stærsta upplag sem prentað hefur verið af íslenskri bók fyrr og síðar, var ákveðið að prenta fleiri eintök aðeins tveimur dög- um eftir að bókin kom á markað. Það þótti þó ljóst strax í haust að áhugi Þjóðverja á Arnaldi væri mikill en kynningareintök af Grafarþögn, eða Todeshauch eins og hún heitir á þýsku, gengu kaup- um og sölum á uppboðsvefnum Ebay. Þá hafði Mýrin verið að gera það gott og hafði selst í 150.000 eintökum. Grafarþögn kom fyrst út á Ís- landi árið 2001. Hún hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda, seldist ákaflega vel og kiljuútgáfa henn- ar hefur verið í hópi mest seldu bóka hérlendis undanfarin tvö ár. Réttindastofa Eddu hefur gengið frá samningum um sölu á Grafar- þögn til Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Tékklands. Áður hafði bókin verið seld til Englands, Hollands og Þýska- lands. Fyrir Grafarþögn fékk Arnaldur öðru sinni Glerlykilinn árið 2003, norrænu glæpasagna- verðlaunin, sem veitt eru bestu glæpasögu Norðurlanda. ■ Loftfimleikauppfærsla Vestur-ports á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare hefur gert stormandi lukku í London og er skemmst að minnast þess þegar Dorrit Moussaieff forsetafrú bauð sjálfum Sean Connery að sjá sýninguna í London. Gamli jaxlinn heillað- ist, líkt og svo margir aðrir, og nú eru aðstand- endur sýning- arinnar farnir að þreifa fyrir sér með að koma henni á fjalirnar, eða rjáfrin, á West End. Það væru vitaskuld stórtíðindi ef íslenskt verk yrði sett upp á þessum ann- álaða stað en West End þarf þó heldur alls ekki að vera endastöð- in þar sem liðstjórarnir í herbúð- um Rómeó og Júlíu hafa augastað á fleiri stöðum á heimskortinu. Hin ástsæla hljómsveit Spaðarheldur sitt árlega Spaðaball í Iðnó í kvöld. Böllin eru eftirsótt- ur viðburður í samkvæmislífinu og hörðustu aðdáendur sveitar- innar eru löngu búnir að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja sér miða á skrallið. For- sala fer fram í versluninni 12 tónum, einu helsta musteri sérvitr- ingatónlist- ar í Evr- ópu. Það eru engir aukvisar sem skipa sveitina en þeirra á meðal eru Guðmundur Andri Thorsson, Sigurður G. Val- geirsson, Sveinbjörn I. Baldvins- son og harmonikkuleikarinn pró- fessor doktor Gunnar Helgi Kristinsson, sem mun ekki lesa úr verkum sínum að þessu sinni. Grafarþögn ARNALDUR INDRIÐASON ■ hefur fengið frábærar vuðtökur í Þýskalnadi þar sem þýðing bókarinnar hefur runnið út eins og heitar lummur. ARNALDUR INDRIÐASON Velgengni Mýrarinnar í Þýskalandi hafði ekki búið útgefanda Grafarþagnar undir þær góðu viðtökur sem bókin hefur fengið þar í landi. Tveimur dögum eftir að hún kom á markað var ákveðið að prenta meira. Arnaldur funheitur í Þýskalandi Gettu betur LOGI BERGMANN EIÐSSON ■ stjórnar þættinum Gettu betur í sjötta sinn. Enginn hefur verið lengur við stjórnvölinn. Stefnir að því að klúðra sem minnstu LOGI BERGMANN EIÐSSON Logi segir nokkra keppendur eftirminnilegri en aðra og nefnir Sæma sem keppti fyrir Borgarholtsskóla fyrir þremur árum. „Það ár munaði litlu að Borgarholtsliðið næði að slá MR-inga út. Lið MR eru yfir- leitt eftirminnileg og MH-ing- ar eru oft með fersk og frekar kjaftfor lið sem er skemmti- legt að vera með. Það skemmir aldrei að krakkarnir séu dálitlir karakterar.“ ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR Vonar að skólarnir muni ekki mót- mæla leitinni að fegurðardrottningu framhaldsskólanna, enda eigi nem- endaráð ekki að stjórna krökkunum. Fréttiraf fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.