Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 2
2 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR “Jú, sennilega. Þá hefðum við ekki þurft að gera framvirkan gjaldeyr- issamning til að verjast gengis- áhættu.“ Lúðvík Bergvinsson er oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Hann gagnrýnir að fyrr- um meirihluti tók lán í Bandaríkjadölum en gengis- breytingar urðu til þess að það snarhækkaði. Spurningdagsins Lúðvík, hefði verið betra að taka lán- ið í Herjólfsdal? HEILBRIGÐISMÁL Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir staðfesti við Fréttablaðið að Landlæknis- embættið hefði frá síðustu ára- mótum lagt til við heilbrigðis- ráðuneytið að einn læknir yrði sviptur leyfi. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um þetta einstaka mál, en sagði að á ári hverju hefði emb- ættið vegna lyfjamála afskipti af 2-3 læknum, sem annað hvort væru áminntir eða sviptir leyfi. Stundum væru höfð afskipti af sama manni oftar en einu sinni. Ráðu- neytið færi nánast alltaf að tilmælum landlæknisembætt- isins í þessum efn- um. Matthías sagði að væntanlegur lyfjagagnagrunnur myndi koma að góðum notum við að fylgjast meðal annars með notkun ávanabindandi lyfja. Grunnurinn kæmi væntanlega í notkun í janú- ar á næsta ári og yrði í umsjón Landlæknisembættisins. „Við fylgjumst að vísu með eft- irritunarskyldum lyfjum eins og Contalgin, sem er morfínlyf sem er í raun mjög gott lyf fyrir fólk með langvinna verki, til dæmis krabbameinssjúklinga,“ sagði Matthías. „Það er auðveldara að fylgjast með þessum lyfjum því þau eru eftirritunarskyld. Við minnum lækna á að eðlilegt sé að aðeins einn læknir sjái um að skrifa út slík lyf fyrir hvern sjúk- ling. Eðlilegast er að það sé annað hvort heimilislæknirinn eða sá sérfræðingur sem sér um sjúk- linginn, frekar en læknar sem ekki þekkja sjúklinginn.“ Matthías sagði að embættið skrifaði læknum öðru hverju og áréttaði ofangreind atriði. „Einstaka sinnum spyrjum við menn sem skrifa mikið út af þess- um lyfjum um tilganginn með því, einkum ef sést að sjúklingur- inn hefur fengið frá fleirum en einum lækni,“ sagði Matthías. Talsvert hefur verið fjallað um misnotkun vanabindandi lyfja að undanförnu. Lát konu sem lést ný- lega af völdum Contalgin, að því er talið er, er ennþá til rannsóknar hjá lögreglu. Hún lést í lok janúar síðastliðinn og maður hennar var þá langt leiddur af lyfjaneyslu. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort lyfið greinist í blóði konunnar, en niðurstaða liggur ekki enn fyrir. jss@frettabladid.is Hjón frá Sri Lanka gáfu sig fram við lögreglu og báðu um pólitískt hæli: Eru með fárra daga gamalt barn FLÓTTAMENN Hjón frá Sri Lanka, með tvö ung börn, komu til landsins um síðustu helgi, gáfu sig fram við lögregluna í Reykjavík og báðu um pólitískt hæli. Með þeim er maður sem segist vera vinur þeirra. „Hjónin eru á þrítugsaldri og annað barnið er ellefu daga gamalt og hitt tveggja ára. Mað- urinn sem kom með fjölskyld- unni er sá eini sem er mælandi á enska tungu,“ segir Georg Lár- usson hjá Útlendingastofnun. Hann segir málið enn vera í höndum lögreglunnar í Reykja- vík en hann býst við að fá það í sínar hendur eftir helgi. Georg segir fólkið hafa kom- ið til Keflavíkurflugvallar með flugi frá Frakklandi og þaðan farið til Reykjavíkur og gefið sig fram. Fólkið segist vera skil- ríkjalaust en ljóst er að fólkið hafi þurft skilríki til að komast til Frakklands. Nú er fólkið í umsjá félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ. Georg segir næstu skref í málinu verða ákveðin eftir að gögn frá lög- reglu berast. Tungumálaerfið- leikar eru nokkrir þar sem að- eins einn er enskumælandi í hópnum en hjónin tala einungis tamílsku og erfitt getur verið að fá túlk. ■ Atlanta stækkar: 3,8 milljarða fjárfesting ATHAFNALÍF Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á kjölfestuhlut í breska flugfélaginu Excel Airways Group. Í fréttatilkynningu kemur fram að 40,5% hlutur hafi verið keyptur á um 3,8 milljarða ís- lenskra króna. Í tilkynningunni kemur fram að Excel Airways sé eitt stærsta leiguflugfélag Bretlandseyja og var velta þess á síðasta ári um 31,6 milljarðar íslenskra króna. Excel á og rekur sjö Boeing 737- 800 flugvélar og leigir aðrar sjö á háannatímum. Félagið sérhæfir sig í flugi frá Gatwick-flugvelli til vin- sælla sumarleyfisstaða. ■ Ariel Sharon: Samráð við Bandaríkin JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísraels, heitir því að haft verði samráð við Bandaríkin áður en gripið verði til einhliða að- gerða á Vestur- bakkanum og Gaza- ströndinni. Sharon segir að ekki komi annað til greina en að fylgja hinum svokallaða vegvísi til friðar. Á fundi með bandarískri sendi- nefnd í Jerúsalem sagði Sharon að hann liti ekki svo á að hernaðar- aðgerðir Ísraela á hernumdu svæðunum væru brot gegn vegvísinum. Ísraelski for- sætisráðherrann sakar Palestínu- menn um að hafa ekki sýnt vilja til sátta og útilokar ekki að grípa til einhliða aðgerða ef enginn ár- angur næst í friðarviðræðum á næstu mánuðum. ■ Keflavíkurflugvöllur: Deila leyst á næstunni LAUNADEILA Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur haft samband við aðmírál bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli vegna umkvartana Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að ekki hafi verið staðið við gerða kjarasamninga um síðustu ára- mót. Málið varðar einnig álags- greiðslur frá þarsíðustu áramót- um. Kristján Gunnarsson, formað- ur stéttarfélagsins, segir menn bjartsýna á að þessi launadeila verði leyst innan tíðar. Hann segir að fulltrúar Varnarmálaskrifstofu muni væntanlega ræða við flot- ann á næstu dögum, enda hafi þeir fullan skilning á málinu. ■ Húsbruni í Kópavogi: Haldið sofandi BRUNI Konu á áttræðisaldri er haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi eftir að henni var bjargað úr brennandi húsi við Víðihvamm í Kópavogi í gærmorgunn. Blaðberi varð reyksins var um klukkan hálf sjö um morguninn og gerði slökkviliði viðvart. Fyrsta verk slökkviliðsins var að senda inn reykkafara, sem fundu kon- una meðvitundarlausa inni í hús- inu. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi. Eldurinn var mestur inni í eld- húsinu en mikill reykur var um alla íbúðina. Að slökkvistarfi loknu var húsið reykræst. Miklar skemmdir eru sökum elds í eldhúsinu og eru einnig miklar reykskemmdir ann- ars staðar í húsinu. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Tónleikar með Travis í Glasgow 12. - 14. mars Sjáðu eðalhljómsveitina Travis á tónleikum og njóttu lífsins í heimsborginni fallegu. Gisting í tveggja manna herbergi á Jurys Inn Glasgow, nýju 3ja stjörnu hóteli. Verð: 33.910 kr. auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 Mennirnir frá Sri Lanka: Komnir til Þýskalands FLÓTTAMENN Mennirnir frá Sri Lanka sem komu hingað til lands í haust og sóttu um pólitískt hæli fóru til Þýskalands á fimmtu- dagsmorgun. Þýska lögreglan tók á móti mönnunum í Frankfurt, þar sem þeir fá meðferð sinna mála. Kæra sem mennirnir sendu dómsmálaráðuneytinu um hvort þeir ættu fá meðferð um pólitískt hæli á Íslandi eða í Þýskalandi er óafgreidd. ■ KEFLAVÍK Fimm starfsmönnum Eft- irlits- og stjórnstöðvar á Keflavík- urflugvelli, sem vinnur úr gögn- um frá ratsjám, verður sagt upp störfum á næstu dögum vegna niðurskurðar hjá varnarliðinu. Rafiðnaðarsambandi Íslands hef- ur verið tilkynnt um uppsagnirn- ar. Tíu íslenskir starfsmenn hafa unnið í stöðinni á vegum Kögunar, sem er undirverktaki Ratsjár- stofnunar. Stofnunin vinnur þar samkvæmt samningi við banda- ríska flugherinn. Hingað til hefur varnarliðið greitt fyrir þjónustu sem hefur þýtt að sólarhringsvakt hefur verið í stjórnstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Vegna niður- skurðarins mun þjónustan skerð- ast verulega. Í stað sólarhrings- vakta verður aðeins vakt á dag- inn. Á kvöldin, um nætur og um helgar verður bakvakt. Ratsjárstöðin á Keflavíkur- flugvelli er miðstöð íslenska loft- varnakerfisins. Í stöðinni er hald- ið utan um og unnið úr gögnum um flugumferð sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum sem stað- settar eru í landinu. Upplýsing- arnar er nýttar af varnarliðinu, sem framsendir þær síðan til Flugmálastjórnar Íslands. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ratsjár- stofnun hefur niðurskurðurinn ekki áhrif á rekstraröryggi rat- sjárstöðvanna. ■ ARIEL SHARON Ísraelski forsætis- ráðherrann hyggst afnema fjölda landnema- byggða á Vestur- bakkanum og Gaza-ströndinni. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Ratsjárstöðin á Keflavíkurflugvelli er miðstöð íslenska loftvarnakerfisins. Frekari niðurskurður hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli: Fimm starfsmönnum sagt upp FRÁ VÍÐIHVAMMI Fyrsta verk slökkviliðsmanna var að fara inn í húsið og bjarga konu á áttræðisaldri. GEORG LÁRUSSON FORSTJÓRI ÚT- LENDINGASTOFNUNAR Georg segir að næstu skref í máli fimm- menninganna frá Sri Lanka verið tekin þegar gögn hafa borist frá lögreglu. Læknir sviptur leyfi vegna eigin neyslu Frá áramótum hefur landlæknisembættið svipt einn lækni leyfi vegna lyfjamála. Læknirinn misnotaði aðstoðu sína til að skrifa út ávana- bindandi lyf, sem hann notaði sjálfur. MORFÍNLYF Lyfið Contalgin er eitt af mörgum sem landlæknisembættið fylgist grannt með. Það er morfínlyf sem er notað til að lina þjáningar krabbameinssjúklinga. ■ Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um þetta einstaka mál, en sagði að embættið hefði afskipti af 2-3 læknum á ári hverju vegna lyfjamála, sem annað hvort væru áminntir eða sviptir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.