Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 22
22 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Það eru rúm þrjátíu ár síðan Guð-varður Gíslason kom í land af togara og lærði til kokks. Síðan hef- ur hann átt nokkra vinsæla veit- ingastaði, flesta í miðborg Reykja- víkur, og á nú bæði Apótekið í Aust- urstræti 16 og Maru í Aðalstræti 12. Apótekið opnaði fyrir fjórum árum og vakti strax athygli enda glæsi- legur staður í sögufrægu húsi. Og hann kostaði sitt: „Við vörðum 70 milljónum í uppsetningu staðarins,“ segir Guðvarður, sem er alltaf kall- aður Guffi eða Guffi á Gauknum síðan hann rak Gauk á Stöng á sín- um tíma. Hann og kona hans Guð- laug Halldórsdóttir textíllistakona hafa lengi staðið saman í veitinga- rekstrinum og leggja bæði sitt af mörkum. „Okkur langaði að setja upp veitingastað í miðbænum, ekki ósvipaðan þessum, og leituðum í einhver ár að heppilegu húsnæði þar sem hátt væri til lofts og vítt til veggja. Það stóð aldrei neitt sér- staklega til að vera hér, þetta er stórt og dýrt, en eftir að við löbbuð- um hér um og sáum möguleikana var fjandinn laus,“ segir Guffi. Mikil þróun í veitinga- mennskunni Sú var tíðin að það þurfti vart meira en stóla og borð til að kalla húsnæði veitingasal, lítið var lagt upp úr innréttingum og umhverfi að öðru leyti. Sú tíð er liðin. „Núna skiptir öllu máli að þú sitjir í þægi- legu og góðu sæti og sért með hlý- legt umhverfi í kringum þig. Við búum í köldu landi og það er mikil- vægt að gestirnir upplifi hlýju á veitingastöðum. Fólk vill hafa fallega hluti í kringum sig, hvort sem er í skreytingum eða borðbún- aði,“ segir Guffi og rifjar upp orð gamals stjórnmálamanns: „Ólafur Jóhannesson sagði einhvern tíma að veitingastaðir væru útvíkkun á stof- um heimilanna. Það er nákvæmlega það sem fólk er að gera, það er að fara út og vill hafa jafn huggulegt á veitingastaðnum og heima hjá sér.“ Að sama skapi hefur margt breyst í matar- og vínmenning- unni, ferðalög til útlanda hafa aukist og kröfur gesta aukist í samræmi við það. „Fólk vandist því í útlöndum að fá betri mat og þjónustu en bauðst hér heima og íslensku staðirnir tóku því upp nýja siði. Það hefur líka komið okkur til góða þegar útlendingar koma hingað til okkar, þeir segja okkur alls ekki standa öðrum þjóðum að baki, stundum reyndar framar þar sem fiskurinn hér er alltaf ferskur.“ Byrjaði á Óðali Eins og áður segir á Guffi lang- an feril að baki í veitingahúsa- rekstri. Hann hefur lúmskt gam- an af að segja frá því að fyrstu skrefin í veitingamennsku steig hann á nafntoguðum stað. „Ég lærði matreiðslu á veitingastað sem hét Óðal og heitir ennþá Óðal,“ segir hann og hlær. „Þetta er yndislegt hús. Jón og Haukur Hjaltasynir áttu Óðal sem þá var mjög fínn veitingastaður, allt í silfri og fíneríi og staðurinn keppti við Grillið á Sögu, Loftleið- ir og Holtið. Ég hætti þarna 1974 og fór fljótlega eftir það upp á Bifröst í Borgarfirði þar sem ég var kokkur og hótelstjóri og þar hófst mín eigin veitinga- mennska.“ Sem kunnugt er var Bifrastar- skóli rekinn af samvinnuhreyf- ingunni og ekki úr vegi að spyrja hvort Guffi hafi smitast af hug- sjónum hennar og framsóknar- mennsku. „Jájá, ég varð mikill samvinnumaður. Maður varð það bara ósjálfrátt þarna. Ég kynntist mörgu góðu fólki í hreyfingunni, forstjóra SÍS og kaupfélagsstjór- um af landinu öllu auk auðvitað þeim gríðarlega fjölda nemenda sem rann í gegnum skólann. Margir úr þeim hópi eru máttar- stólpar samfélagsins í dag, bæði í þinginu og úti í viðskiptalífinu og góðir vinir mínir.“ Guffi á Gauknum Frá Bifröst lá svo leiðin aftur í bæinn, fyrst um sinn í samloku- gerðina Júmbó sem Guffi rak um skeið, þaðan á Ask og svo á Gauk á Stöng. „Ég kom að opnun Gauks- ins með eigendunum, þeim Páli Kr. Pálssyni, Árna Vilhjálmssyni, Sigurði Skagfjörð, Sveini Úlfars- syni og Elíasi Gunnarssyni, og vann hjá þeim í eitt og hálft ár. Síðan keyptum við Gulla staðinn og rákum hann til 1989. Það var svakalega gaman. Gaukurinn var mjög vinsæll matsölustaður á þessum tíma, við héldum úti stóru og miklu eldhúsi og þegar mest var vorum við með fimm kokka í vinnu. Staðurinn þróaðist yfir í að vera tónlistarpöbb og um líkt leyti keyptum við veitingastaðinn Við sjávarsíðuna sem við gerðum að Jónatan Livingston mávi. Við seld- um svo Gaukinn og einbeittum okkur að Mávinum, sem við kom- um á mjög hátt flug. Þaðan lá leið- in inn á Loftleiðir, sem var mjög krefjandi og spennandi verkefni og mun viðameiri rekstur en við höfðum áður fengist við. Til dæm- is fór launaskráin úr 13 manns í 60 til 70 manns og veltan varð fimm- falt meiri.“ Eftir sjö ár á Loftleiðum kom að því að Guffa fór að langa til að takast á við nýtt verkefni, eitt- hvað sem hann gat sagt vera sitt eigið, og þá varð Apótekið til. Ný- lega tók hann svo við rekstri nýs staðar, Maru, sem er til húsa þar sem áður var Sticks ‘n’ sushi. Veitingarekstur er umfangs- mikill og áhættusamur og út- heimtir langan vinnutíma, alla daga vikunnar. Hefur Guffi grætt á þessu? „Ég hef grætt mikla pen- inga einhvern tíma en ég hef ekki verið að græða þá undanfarið.“ Langar að prófa eitthvað annað Guffi á rúm þrjátíu ár að baki í faginu og hefur í hyggju að halda rekstri Apóteksins áfram. Hann stefnir þó ekki að því að vera í veit- ingamennsku fram í rauðan dauð- ann: „Það er ekki stefnan,“ segir hann og bætir við að hann hafi svo sem engin langtímaplön. „Helst vildi ég geta blómstrað á einhverj- um öðrum vígstöðvum líka. En ég hef hugmyndir um ennþá stærri og meiri hluti í þessu,“ segir hann en fer ekki nánar út í þá sálma. Aðspurður segir hann þó spennandi að reka veitingastað í útlöndum: „Það gæti verið svaka- lega gaman. Ef ég fengi boð um að opna jafn fallegan stað og Apótek- ið í útlöndum væri ég til í að gera það. Ég hef reyndar fengið slík boð en þá hef ég þurft að fjár- magna það. Ég væri til í að gera þetta ef einhver annar myndi sjá um fjárfestinguna.“ Og Guffi heldur áfram: „Það væri sniðugt ef kjöt- og fiskfram- leiðendur byndust samtökum með íslenskum veitingamönnum um að opna stað í erlendri stórborg þar sem Ísland og íslenskur matur nytu kynningar. Slíkt gæti gengið í New York, London og Kaupmannahöfn og yrði mörgum til góða.“ Borðar ekki rautt kjöt Þó að vinna Guffa snúist um veit- ingarekstur lætur hann ekki þar við sitja heldur fer talsvert út að borða í sínum frístundum. „Já, ég get ekki neitað því. Ég stend mig reyndar allt of oft að því að sækja mína eigin veitingastaði“ segir hann og skellir upp úr, „en fer reyndar á aðra staði líka. Við Gulla reynum að borða sam- an úti í einu hádegi í viku og förum þá víða og eins hitti ég félaga mína í karlaklúbbnum vikulega og þá á ein- hverjum veitingastað.“ Hann segist yfirleitt fá mjög góðan mat og býst ekki við að samkeppnisaðilar hans leggi neitt meira en vanalega í elda- mennskuna þó að hann sé í salnum. „Ég held að íslenskir veitingastaðir séu yfirhöfuð fínir, víðast hvar er mjög góður matur.“ En matreiðslumeistaranum og veitingamanninum Guffa þýðir víst ekki að bjóða hvað sem er: „Ég borða ekki rautt kjöt. Ég ákvað fyr- ir 12 árum að draga úr því og það endaði með að ég hætti að borða það. Þetta var einhver lífsstíls- ákvörðun sem ég tók og stend við.“ En lífið er ekki bara matur; Guffi reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni og saman rennir hún sér á skíðum og ferð- ast um landið og heiminn. Vill hafa gaman Guffi er annálaður gleðimaður, hann er oftast brosandi og leggur mikið upp úr fjöri í kringum sig. „Ég er nú að reyna að koma mér niður, ég er orðinn fimmtugur og þarf að gæta mín í gleðinni,“ seg- ir hann hlæjandi. „En ég vil hafa gaman, annars líður mér illa.“ En þarf eitthvað sérstakt til að gleðja hann? „Nei, en það þarf stundum lítið til að gera mig fúlan. Ég vakna yfirleitt glaður á morgnana enda sef ég vel. Einhver smámál í amstri dagsins geta hins vegar pirrað mig og ég get verið að tuða hitt og þetta. Ég geng hins vegar ekki öskrandi og æpandi um ganga heldur reyni að leysa öll mál í jákvæðni.“ Þegar fjörið var sem mest á Gauknum í gamla daga átti veit- ingamaðurinn Guffi það til að bregða sér upp á borð og tjútta. Og þegar stuðið var algjört dreif Gulla sig upp líka. En dansa þau ennþá uppi á borðum? „Nei, eða... ja, ég geri það ekki á mínum stöð- um en ég væri alveg til í að gera það einhvers staðar annars stað- ar,“ og enn er hlegið, „menn sjá stundum til mín á einhverjum diskótekum eða öldurhúsum í hörkustuði. Sjálfur fæ ég nú eng- an svakalegan móral yfir því og er alveg til í að vera hrókur alls fagnaðar þó að einhverjum öðrum þyki ég ganga of langt í því.“ bjorn@frettabladid.is Sælkerahátíðin Food and fun fer fram í Reykjavík þessa dagana. Einn af þeim sem verið hafa í fararbroddi í veitingabransanum um árabil er Guðvarður Gíslason, sem nú er kenndur við Apótekið. Hann talar um ferilinn og veitingahúsamenninguna í viðtali við Fréttablaðið. Dansað uppi á borðum KOSTAÐI 70 MILLJÓNIR „Það stóð aldrei neitt sérstaklega til að vera hér, þetta er stórt og dýrt, en eftir að við löbbuðum hér um og sáum möguleikana var fjandinn laus,“ segir Guðvarður um Apótekið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N BYRJAÐI Á ÓÐALI Óðal var mjög fínn veitingastaður þegar Guðvarður byrjaði veitingarekstur þar, allt í silfri og fíneríi og staðurinn keppti við Grillið á Sögu, Loftleiðir og Holtið. Ég held að íslenskir veitingastaðir séu yfirhöfuð fínir, víðast hvar er mjög góður matur. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.