Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 26
Við erum einfaldlega að sækjamenn hingað,“ segir Sæmundur Norðfjörð, framleiðandi hjá Sagafilm, þegar hann er spurður hvort erlendir kvikmyndagerðar- menn séu almennt farnir að beina sjónum sínum frekar að Íslandi en á síðustu árum hafa til dæmis atriði í stórmyndum á borð við Tomb Raider og James Bond myndinni, Die Another Day, verið tekin upp við rætur Vatnajökuls og nú síðast hafa borist fregnir þess efnis að til standi að Batman-myndin, Intim- idation Game, verði tekin upp að hluta hér á landi. „Við vinnum mjög ötullega að því að kynna Ísland sem tökustað, bæði fyrir bíómyndir og auglýsing- ar,“ segir Sæmundur. „Við kostum til þess miklum fjármunum, leggj- um hart að okkur við að sannfæra menn um að koma hingað, höfum gert það um árabil og það hefur haft sitt að segja.“ Peningarnir streyma inn í landið En hvað er það við Ísland sem dregur að sér fólk sem vinnur að gerð risavaxinna stórmynda? „Það má velta þessu fyrir sér á alla kanta en fyrir mér eru þrjú atriði sem skipta meginmáli. Í fyrsta lagi er náttúra landsins stórbrotin og getur hentað vel sem baksvið stórmynda. Í öðru lagi hafa erlendir aðilar kom- ið hingað síðustu áratugi til að gera auglýsingar og sumar eru sýndar um allan heim. Við höfum þjónustað þessa aðila vel og það hefur spurst út, meðal annars til stóru kvik- myndaveranna. Í þriðja lagi er ljóst að framleiðsla myndefnis er að aukast og það segir sig sjálft að það eykur eftirspurn eftir nýjum töku- stöðum. Áhugi erlendra kvikmynda- gerðarmanna á landinu mun því ör- ugglega haldast og vonandi sjáum við aukningu á framleiðslu kvik- mynda á Íslandi. Svo má ekki gleyma að stjórnvöld hafa spilað með og nú eru veittar skattaívilnan- ir sem nema 12 prósenta endur- greiðslu af útlögðum framleiðslu- kostnaði hér á landi. Það er hins vegar alltaf spurning hversu góður bisniss þetta er. Það er mikið fyrir þessu haft en auðvitað er kærkomið að fá erlenda aðila hingað enda koma þeir með fullt af þekkingu og peningum í landið sem dreifast á marga staði ekki síst til þeirra sem starfa í ferðaþjónustu.“ Aðdráttarafl jökulsins Það er vitaskuld fyrst og fremst landslagið sem heillar og Sæmund- ur segir rætur Vatnajökuls ómót- stæðilegar. „Jökullinn og Jökulsár- lón hafa mikið aðdráttarafl. Það má heldur ekki gleyma því að svæðið er mjög hagkvæmt fyrir tökur enda liggur það nánast við þjóðveginn. Hagkvæmnin vegur alltaf þungt og aðrir spennandi staðir, til dæmis á hálendinu, hafa síður verið notaðir, af því að þeir eru ekki eins aðgengi- legir. Íslenskt landslag þykir sér- stakt og býður vissulega upp á marga áhugaverða tökustaði. Það er hægt að finna svipað landslag á Nýja-Sjálandi eins og sést best á Hringadróttinssögumyndunum. Það er gaman að geta þess að Ísland var á sínum tíma skoðað sem tökustað- ur þeirra mynda. Það hefði vita- skuld haft gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð. Menn eru auðvitað alltaf að leita að einhverju nýstár- legu. Við höfum áttað okkur á því að við getum fundið margt á Íslandi sem svipar til þess sem kvikmynda- gerðarmenn hafa verið að sækjast eftir. Þess vegna erum við sífellt að tala við þá og svo falla menn bara einfaldlega fyrir landi og þjóð.“ Bond dregin til Íslands Jón þór Hannesson tók þátt í að stofna Sagafilm árið 1978 og starfar enn í fyrirtækinu. Þá hafði hann eitt skrifborð til umráða en fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg og get- ið sér gott orð langt út fyrir land- steinana. „Fyrirtækið hefur 25 ára reynslu, er mjög þekkt um allan heim og hefur skapað sér gott orð á löngum tíma. Sagafilm hefur líka sýnt ákveðna staðfestu og þraut- seigju og þeir sem sækjast eftir að taka upp hérna leita oftar en ekki að því öryggi sem fylgir þessari löngu sögu og miklu reynslu.“ Það má segja að Ísland hafi fyrst komist almennilega á kortið hjá út- lendum kvikmyndagerðarmönnum þegar upphafsatriði síðustu James Bond myndarinnar með Roger Moore í titilhlutverkinu, A View to a Kill, var tekið upp á Vatnajökli en myndin var frumsýnd árið 1985. „Jón Þór sjálfur dró þá bara til landsins en fyrir A View to a Kill var það nánast óþekkt að erlendir kvikmyndagerðarmenn kæmu hingað til að taka upp. Ætli Rauða skikkjan eftir Gabriel Axel sé ekki eina undantekningin. Frá okkar bæjardyrum séð var ekkert að ger- ast í erlendum verkefnum fyrr en James Bond kom og skömmu síðar fóru menn að átta sig á Íslandi sem sniðugum tökustað fyrir auglýsing- ar og það má segja að síðan hafi Ís- land notið mikilla vinsælda.“ Ísland er heitt Sæmundur segir að það sé ekki gott að átta sig á því hvort stór- myndirnar séu að vekja meiri athygli á landinu en auglýsingarnar. „Það ber meira á bíómyndunum og í Die Another Day var talað um Ísland og landið var hluti af mynd- inni. Auglýsingarnar eru fleiri og ganga fyrr yfir en í þeim fær landið mjög fallega meðferð í gegnum lin- sur frægra kvikmyndatökumanna. Hummer-auglýsingin sem var tekin hérna um árið hefur farið víða um heim, vakið mikla athygli og það eru margir sem vita að hún var tek- in á Íslandi.“ Allt umtal um Ísland hjálpar til við markaðssetningu þess á þessum vettvangi og Sæmundur segir það alltaf gott þegar þekktir menn í bransanum tala vel um landið er- lendis en í þessu sambandi er skemmst að minnast Elis Roth, leik- stjóra hryllingsmyndarinnar Cabin Fever, en hann talar um Ísland í öll- um viðtölum og segist hafa mikinn áhuga á að gera stórmynd hérna. „Þetta hefur allt sitt að segja en ég held að gróska í listum og ein- stakir listamenn á borð við Björk og fleiri hafi gert Ísland að stað sem það þykir flott að heimsækja þótt landið virðist fjarlægt og stundum ógnvekjandi. Þegar menn svo á ann- að borð koma hingað fara þeir mjög ánægðir til baka og gerast góðir sendiherrar landsins. Við verðum samt sem áður að halda vöku okkar, megum ekki gleyma okkur í innan- tómu sjálfshóli. Ísland er heitt um þessar mundir en það getur snúist fljótt við. Það er best að vinna sín verk af fagmennsku og heilindum. Þannig náum við árangri og munum laða til okkar fleiri erlend kvik- myndaverkefni.“ thorarinn@frettabladidi.is 26 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Erlend kvikmyndafyrirtæki sýna Íslandi mikinn áhuga. Atriði í stórmyndum hafa verið tekin upp hér og fleiri á döfinni. Kvikmyndatökulið Hringadróttinssögu skoðaði aðstæður hér. Ísland kom til greina fyrir Hringadróttinssögu Íslenskt landslag þykir sérstakt og býður vissulega upp á marga áhugaverða töku- staði. Það er hægt að finna svipað landslag á Nýja-Sjá- landi eins og sést best á Hringadróttinssögu mynd- unum. Það er gaman að geta þess að Ísland var á sínum tíma skoðað sem tökustaður þeirra mynda. Það hefði vitaskuld haft gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð. ,, SÆMUNDUR NORÐFJÖRÐ Hann segir Sagafilm hafa unnið ötullega að því að kynna Ísland sem tökustað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.