Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 30
Það verður að viðurkennast aðenginn viðmælenda blaðsins sagði nokkuð í líkingu við fyrir- sögnina en það er samt ekki fjarri lagi að ætla að einverjir safni til að gleyma. Sumir gera það nefnilega af slíkri ástríðu og einbeitingu að ógjörningur er að ætla annað en að þeir geri það til að losna úr viðjum hversdagsins. Dót (drasl) Söfnunaráráttan er misrík í okk- ur mannfólkinu. Á meðan sumir vilja hafa sem minnst dót (í sumra hugum drasl) í kringum sig eru aðrir sem safna að sér alls konar dóti (í sumra hugum drasli) og leggja mikið á sig í þeim efnum. Nú stendur yfir í Gerðubergi í Breið- holti sýning nokkurra manna sem á mörgum árum hafa komið sér upp dágóðu safni af aðskiljanlegustu hlutum, t.d. spilum, plötuspilurum og Hawaii-skyrtum. Og í dag láta forsvarsmenn Gerðubergs kné fylgja kviði og efna til safnara- markaðar þar sem söfnurum gefst færi á að hitta aðra úr sama ranni og skiptast á munum ef svo ber undir. Mynt, bjórmiðar og barmmerki Baldvin Halldórsson er safnari af Guðs náð og safn- ar nánast hverju sem er að eigin sögn. „Ég er helst í myntsöfnun og öllu sem tengist gjaldmiðlum,“ segir hann, enda forsvarsmaður Myntsafnarafélags Íslands. „Félagið var stofnað fyrir 35 árum og hefur starfað óslitið síðan. Við höldum mánaðarlega uppboðs- og skiptifundi þar sem menn mæta og selja, kaupa og skipta.“ Á annað hundrað manns eru í félaginu, „bæði háir og lágir,“ að sögn Baldvins. Hann safnar þó ekki aðeins mynt heldur líka miðum af göml- um bjórflöskum og barmmerkj- um. „Ég á stærsta bjórmiðasafnið á Íslandi, þetta eru einungis miðar af íslenskum bjórflöskum og sá elsti er frá 1920.“ Og um barm- merkin segir hann: „Ég á nokkur þúsund íslensk barmmerki. Það getur verið rosa mál að nálgast þau. Þau merkilegustu í mínu safni eru frá konungskomunni 1907, ég á þrjú slík. Það er von- laust að fá þau í dag og menn eru alltaf að reyna að falast eftir þeim.“ Baldvin er duglegur að skipta á munum og segist aðspurður sjá á eftir ýmsu sem hann hefur látið frá sér: „Já blessaður vertu mað- ur, ég hef séð eftir mörgu, þá helst gömlum peningaseðlum.“ Að sama skapi hefur hann þurft að leggja nokkuð á sig fyrir suma hluti. „Já, já, ég hef haft talsvert fyrir sumu, þurft að bíða lengi og blíðka menn. Og auðvitað bjóða gull og græna skóga.“ Eins og gefur að skilja fer nokkuð fyrir safninu hans Bald- vins en hann segist geyma það á mörgum stöðum. Og aðspurður segist hann vart geta neitað því að nokkur verðmæti liggi í safninu. En söfnun er ekki það eina sem kemst fyrir í lífi Baldvins, hann hefur verið viðloðandi prent- bransann í 40 ár, er grafískur hönnuður og umbrotsmaður og tekur sem slíkur að sér ýmis verk- efni. En lítið fer fyrir sjónvarps- glápi hjá honum því kvöldunum ver hann til smáviðskipta á Net- inu, með mynt og annað slíkt. Gul og falleg Bjalla Fólk safnar einu og öðru en Steingrímur Björnsson hefur ein- beitt sér að frímerkjum og svoköll- uðum safnarabílum. Slíkir bílar eru af tiltekinni stærð og eru nákvæm- ar eftirlíkingar alvöru bifreiða. „Ég á nú ekkert rosalega marga, svona milli tvö og þrjú hundruð,“ segir Steingrímur, sem hefur hug á að stofna félagskap um söfnunina: „Þetta á að vera félag bílasafnara en gæti verið opið fyrir alla leik- fangasafnara,“ segir hann og ætlar að bera út boðskapinn á markaðn- um í Gerðubergi í dag. Hann áætlar að nokkur hundr- uð manns safni bílum eins og hann og segir ágætt að fá þá, t.d. í ákveðnum verslunum í borginni. Nýjasta bílinn sinn keypti hann í gær. „Þetta er nýja Bjallan, gul og falleg.“ Bílasöfnunina rekur hann til þess tíma er hann vann í vara- hlutaverslunum. Þá fékk hann áhuga á ýmsu sem tengdist bílum en nú, þegar vinnudagurinn er að kvöldi kominn, hyggst hann ein- henda sér í söfunina. Hlandkoppur á fimm þúsund kall Sverrir Thorláksson, fyrrum matreiðslumeistari á Hótel Holti, hefur tekið söfnun og söfnurum opnum örmum frá því hann lagði frá sér svuntuna fyrir nokkrum árum. Hann selur alls konar safn- aravöru í Kolaportinu flestar helg- ar og segist vera með afar fjöl- breytt úrval: „Ég hef ýmislegt á boðstólum en mitt sérsvið er flug- sagan. Menn safna öllu mögulegu í tengslum við flugið og ég hef lagt mig fram um að sinna því.“ Sverrir segist merkja aukna söfnunaráráttu landsmanna um þessar mundir og telur að unga fólkið sé að hverfa frá tölvunum og yfir í söfnunina. „Þetta er holt fyrir unglingana, þeir byrja í merkjunum, frímerkjunum og myntinni,“ segir hann og telur að tilfinning fyrir verðmætum fylgi allri söfnun. Sjálfur byrjaði hann sem gutti: „Ég byrjaði í frímerkj- unum og held reyndar að þetta sé meðfædd árátta. Ég hef alltaf ver- ið hirðusamur og viljað halda hlutum til haga.“ Og Sverrir velkist ekki í vafa um að söfnunin hafi gildi: „Þetta er menning, reyndar hámenning. Ef enginn hefði safnað neinu væri ekkert þjóðminjasafn til og engin byggðasöfn.“ Hann bendir á að ýmsu sé safnað, t.d. þvottabrett- um, gömlum bölum, strokkum og hlandkoppum. Hvaða gildi hefur hlandkoppasöfnun? „Hún hefur mikið gildi. Í hverjum koppi er saga. Ég seldi kopp um daginn á fimm þúsund kall.“ Sverrir segir aðspurður ekkert galið við söfn- un: „Margir segja að safnarar séu kolruglaðir en það er hægt að vera miklu ruglaðri en það. Og ef við erum ruglaðir þá erum við í það minnsta skemmtilega ruglað- ir,“ segir Sverrir og hlær. bjorn@frettabladid.is 30 21. janúar 2004 LAUGARDAGUR Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16. 50% af ullarkápum - stuttum og síðum Ullarjakkar kr. 5.900. Útsala! Þessa dagana stendur yfir í Gerðubergi í Breiðholti sýning nokkurra safnara sem í gegnum árin hafa komið sér upp dágóðu safni af alls kyns hlutum, eins og spilum, plötuspilurum og Hawaii-skyrtum. Í dag fer þar fram safnaramarkaður fyrir alla forfallna safnara. Fréttablað- ið tók þrjá valinkunna safnara tali. Ég safna til að gleyma BALDVIN Hefur boðið gull og græna skóga fyrir rétta hlutinn. SVERRIR „Ef við erum ruglaðir þá erum við í það minnsta skemmtilega ruglaðir.“ STEINGRÍMUR Segist „bara“ eiga á milli tvö og þrjú hundruð bíla. Þetta er menning, reyndar hámenning. Ef enginn hefði safnað neinu væri ekkert þjóð- minjasafn til og engin byggðasöfn. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.