Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 32
Það færist í vöxt að fólk notistvið vefsíður til að kynnast öðr- um. Einkamal.is er sú umfangs- mesta hér á landi en til vefjarins var stofnað fyrir tæpum fjórum árum. Á þeim tíma hafa hátt í 11 milljón skilaboð flogið á milli not- enda sem þýðir að um 7.500 skila- boð eru send á degi hverjum. Um 35 þúsund notendur eru skráðir á vefinn en eins og nærri má geta eru menn misvirkir, sumir hafa kannski skráð sig bara til að kíkja inn á meðan aðrir eyða heilu og hálfu dögunum í vefspjalli við aðra. „Þetta veitir mér mikla ánægju,“ segir karlmaður um þrí- tugt sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann er kvæntur, þriggja barna faðir, búsettur í Breiðholti og í góðu starfi og siglir því undir fölsku flaggi á vefnum. „Ég er skráður undir nokkrum mismun- andi nöfnum,“ segir hann, „og bak við þau eru persónur með mismun- andi erindi og langanir“. Ein per- sónan er til dæmis á höttunum eft- ir skyndikynnum en aðrar eftir vináttu og spjalli eða stefnumóti. „Ég á margar vinkonur sem hafa ekki hugmynd um hver ég í raun- inni er og að sama skapi veit ég ekkert um þær. Við spjöllum bara um heima og geima, drauma og langanir og reynum að njóta lífs- ins.“ Líf hans getur vart verið mjög spennandi fyrst hann þarf að leita á náðir vefsíðna til að njóta lífsins. „Jú, jú, ég lifi fínu lífi, þetta er bara bónus,“ segir hann. En hefur hann einhvern tíma fært sig úr netheimum og hitt einhverja þeirra kvenna sem hann hefur komist í kynni við? „Jú, ég verð að viður- kenna það, ég hef nokkrum sinnum hitt konur og drukkið með þeim kaffi eða bjór. Svo hef ég tvisvar lent í aðeins meira ævintýri en ég vil ekki fara nánar út í það.“ Segjast vera sætar en eru það ekki Annar viðmælandi blaðsins hefur lengi verið á höttunum eftir unnustu en ekki gengið sem skyl- di að hitta á þá einu réttu. Hann hefur notast við einkamálavefinn og nokkrum sinnum farið á blind stefnumót. „Þetta var ágætt, nema hvað mín reynsla var sú að lítið mark væri takandi á lýsing- um stelpnanna,“ segir hann. Sem dæmi nefnir hann að sjaldnast fari þær rétt með þyngd sína og þó þær segist sætar eða myndar- legar sé slíkt engin trygging fyrir fallegu útliti. „Það getur reyndar verið að ég hafi alla tíð misskilið þessi hugtök, en þær voru sjaldn- ast sætar sem ég hitti þó þær segðust vera það.“ Eins og glöggir lesendur sjá talar þessi í fortíð sem stafar af því að hann er hætt- ur að reyna fyrir sér á vefnum. „Ég nenni þessu ekki lengur, þetta var bara tímaþjófur og vitleysa. Þetta var svolítið spennandi fyrst en það er löngu liðin tíð.“ Samkvæmt lauslegri athugun virðist fólk hafa ýmislegt í huga þegar það skráir sig á vefinn. Margir eru að leita að lífsföru- nauti en sú leit virðist ganga mis- vel því margir í þeim erindagjörð- um hafa verið skráðir lengi og slá hvergi af í heimsóknum sínum. Aðrir viljast kynnast einhverjum til að spjalla við og suma þyrstir í skyndikynni. Lýsingar eru að sama skapi margvíslegar, al- mennt segist fólk vera hresst og skemmtilegt með fjölbreytt áhugamál, gáfurnar yfir meðal- lagi og útlitið til fyrirmyndar. Þeir eru líka til sem viðurkenna galla sína fúslega, eða eigum við að segja að þeir séu hreinskilnari en gengur og gerist, og segjast vera feitir, lítt fríðir eða jafnvel þung- lyndir. Margir hafa mjög fastmót- aðar hugmyndir um eftir hverju þeir sækjast, óska til dæmis eftir einstaklingi af tiltekinni hæð og þyngd, með skilgreind áhugamál og jafnvel menntun og einnig hafa sést óskir um að viðkomandi haldi með tilteknu liði í ensku knatt- spyrnunni eða finnist rauður sér- lega fallegur litur. Hef fengið mörg þúsund heimsóknir „Ég fer inn svona við og við og tékka á svörum við auglýsingunni minni,“ segir 32 ára kona sem hef- ur verið skráð á vefinn í rúm tvö ár. Fyrstu dagana leið varla sú klukkustund að ég tékkaði ekki hvort eitthvað væri í gangi en síð- an hefur dregið úr þessu. Ég hef kynnst helling af skemmtilegum gæjum og farið á nokkur stefnu- mót.“ Hún auglýsti undir stefnu- mótaflokknum og sagði, sem satt er, að hún væri myndarleg, í góðu líkamlegu formi. „Ég hef fengið mörg þúsund heimsóknir og hef ekki tölu á svörunum en ég hef ekki svarað öllum, bara þeim sem mér líst vel á. Það verður nú að segjast að flest er óttalegt bull, graðir karlar að reyna að komast upp í til manns en inn á milli eru fínir gæjar.“ Hún er ekki komin á fast, þó hún hefði ekkert á móti því. „Nei, það hefur aldrei gengið svo langt, en maður veit aldrei hvað gerist.“ Spurst hefur af auglýsingum þar sem konur bjóða blíðu sína gegn greiðslu en aðstandendur síðunnar reyna hvað þeir geta til að útiloka ólöglegt athæfi auk þess sem óskað er eftir því við notendur að þeir tilkynni um hvers kyns misnotkun á vefnum. Þó hefur ekki tekist að útiloka allt slíkt enda mæla sumir vel undir rós. Einn viðmælandi sagðist til dæmis hafa komist í samband við „nuddkonur“ af vef- num sem þó var ekki notaður til annars en að miðla símanúmeri. Annar sagðist hafa reynt að verða sér út um slíka þjónustu en án ár- angurs þannig að mönnum virðist ganga það misvel. bjorn@frettabladid.is 32 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR DÆMI UM AUGLÝSINGAR Dökkhærður, stæltur, vel gefinn karl óskar eftir hressri konu sem hefur gaman af að ferðast Vefsíðan einkamal.is nýtur stöðugra vinsælda. Nærri lætur að um 7.500 skilaboð fljúgi þar á milli fólks á degi hverjum. Ég á margar vinkonur sem hafa ekki hugmynd um hver ég er og að sama skapi veit ég ekkert um þær. ,, 38 ára kona. 173 cm, 6 0–65 kg Við erum par að leita o kkur að ævintýrum. Hen ni er lýst að ofan, hann er 41 árs, 185 cm, 80 k g. Viljum kynnast frjálsly ndum stökum kvk. og pörum – við gerum þæ r kröfur að fólk sé þokk alega á sig komið, hafi gaman af því að láta sé r líða vel og skemmta s ér. Viljum sleppa við all t rugl. Ps. Við erum mjög frjálslynd og opin fyrir ö llu! 24 ára karl. 172 cm, 80–85 kg Hæ ég er 24 ára framhaldsskólanemi. Er ekki mikill djammari í mér en hefgaman af því að skemmta mér í góðra vina hópi. Er frekar hlédrægur og aðeinsvottar fyrir feimni en er traustur vinur. Áhugamál eru allt sem viðkemur útivistog svo er líka margt annað. Er að leita að vináttu, spjalli og/eða sambandi. Efþetta vekur áhuga þá sendu mér póst. 48 ára kona. 1 71 cm, 80–85 kg Langar að kynn ast manni sem viðhaldi eða e itthvað annað verður að vera fjársterkur og snyrtilegur. Er sjálf myndarleg og snyrtileg. Endil ega hafið sam - band. 36 ára karl. 177 cm, 70–75 kg Hæ, ég er að kíkja eftir vinskap og sp jalli, endilega hafðu samband. Ég er talin n myndarlegur en það er misjafn smek kur á hvað myndarlegt er. Ég er hress, jákv æður, hreinskilinn. Hef mörg áhugamál. En dilega hafið samband. 38 ára kona. 175 cm, 70–75 kgEr að leita að myndarlegum, dökkhærðum manni, ekki giftum. Er sjálf myndar- leg og ógift. Mann sem hefur gott sjálfsmat. Ps. HEIÐARLEGUM. 44 ára karl. 18 3 cm, 7 5–80 k g Er, að é g held, ósköp v enjuleg ur karl á besta aldri. H ef áhug a á að s pjalla við skem mtilega konu, e r einhle ypur. 25 ára kona. 170 cm, 7 0–75 kg Er hérna hress stelpa se m vill kynnast fólki á öllum al dri. Hef margvísleg áhugamál. E ndilega hafðu samband. EINKAMAL.IS Yfir 35 þúsund hafa skráð sig á vefinn og næstum 11 milljón skilaboð hafa flogið á milli notenda. Ég hef kynnst helling af skemmti- legum gæjum og farið á nokkur stefnumót. ,, PAR AÐ LOKNUM LJÚFUM LEIK Ætli þau hafi kynnst í gegnum einkamálasíðu á Netinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.