Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 34
BÓK VIKUNNAR Sabbath’s Theater eftir Philip Roth Philip Roth er almennt talinn einn besti núlifandi rithöfundur heims. Þetta er ein þekktasta bók hans og hlaut National Book- verðlaunin árið 1995. Aðalpersón- an er 64 ára gamall karlmaður, Mickey Sabbath, sem er vanur að láta eftir öllum löngunum, ekki síst á kynlífssviðinu. Gríðarlega kraftmikil bók, ögrandi, ósvífin og á köflum meinfyndin. Þeir sem ná ekki sambandi við hana hafa sagt hana vera langa og ógeðfellda klámsögu en hinir fjölmörgu að- dáendur Roths telja hana vera meistaraverk. Bækur Jacqueline Wilson njótamestra vinsælda á bókasöfnum í Bretlandi. Wilson hefur því velt Catherine Cookson úr sessi en síð- ustu 17 árin hafa bækur Cookson verið eftirsóttastar á breskum bókasöfnum. Á síðasta ári voru út- lán á bókum Wilson um tvær millj- ónir í Bretlandi. Í skoðanakönnun BBC fyrr á þessi ári um eftirlætis- skáldsögur Breta átti Wilson fjórar bækur á 100 bóka listanum. Í ný- legri könnun í Bretlandi var hún valin eftirlætisbarnabókahöfundur þjóðarinnar, en margir hefðu sennilega talið fyrir fram víst að J.K. Rowl- ing hreppti þann titil. Wil- son er marg- verðlaunuð og hefur skrifað um 70 barna- bækur. Fjórar þeirra hafa komið út hér á landi síðustu árin: Stelpur í s t r á k a l e i t , Stelpur í stressi, Stelpur í stuði og Stelpur í sárum. Í haust kemur svo út bókin Lóla Rósa. Sú bók er fyrir 14 til 17 ára lesendur og þar er tek- ið á heimilisofbeldi og drykkju en það gert af þeim léttleika sem ein- kennir skrif Jacqueline. Wilson er 58 ára gömul, lítil og grannvaxin kona sem gengur nær ætíð í svörtu og er með hring á hverjum fingri. Hún er orðin forrík af skrifum sínum en segist ekkert vita hvað hún eigi að gera við pen- ingana. Hún berst ekki á og býr í litlu húsi sem hún hefur átt í 30 ár. Þar er orðið þröngt um hana því hún á bókasafn sem telur um 10.000 bækur og auk þess safnar hún antíkdúkkum. Þegar hún yfir- gefur hús sitt bíða hennar aðdáend- ur, stúlkur á aldrinum 7 til 14 ára. Raunsæi og húmor Wilson handskrifar bækurnar sínar við eldhúsborðið og vélritar síðan handritið því hún segist ekki geta notað tölvu. Það tekur hana um þrjá til sex mánuði að skrifa bók. Það er ekkert ævintýralegt við bækur hennar, þær fjalla á raun- sæjan hátt um heim barna og ung- linga og tekið er á erfiðum málum eins og skilnaði foreldra, dauða ást- vina, þunglyndi, lystarstoli og sam- skiptum við hitt kynið. Um leið ein- kennast bækurnar af miklum húmor. Barnabókagagnrýnandi netsíðunnar Kistunnar, Nanna Jak- obsdóttir, 13 ára, er mikill aðdáandi Wilson og segir hana vera höfund sem lýsi lífi og tilfinningum ung- lingsstúlkna á skemmtilegan og raunsæjan hátt. Rithöfundurinn og dálkahöfund- urinn Amanda Craig segir að börn dái Wilson vegna þess að hún við- urkenni að börn geti þjáðst. En þetta er einmitt ástæða þess að sumum kennurum og foreldrum stendur ógn af bókunum og telja þær ekki henta börnum. Craig seg- ir eina háskólamenntaða móður hafa sagt við sig að bækur Wilson ýttu undir sjálfsmeðaumkun barna. Þetta hljómar ekki sem sér- lega gild röksemd, því nær væri að segja að í bókum Wilson finni börn, og þá sérstaklega unglingsstúlkur, höfund sem skilji langanir þeirra og tilfinningar, bæði þær jákvæðu og neikvæðu. Móðir nokkur sagði eitt sinn við Wilson að bækur henn- ar kæmu foreldrum til að líða óþægilega. „Það er satt,“ segir Wil- son, „en tímarnir hafa breyst og samskipti milli fullorðinna og barna eru erfið“. Nokkurs konar Mary Poppins Wilson fær hundruð bréfa í hverri viku frá börnum sem koma með hugmyndir að næstu bók eða spyrja hana meðal annars um skilnaði foreldra sinna og nýja stjúpforeldra. Wilson er ekki alls ókunnug skilnuðum, foreldrar hennar voru í óhamingjusömu hjónabandi og fyrir sex árum yfir- gaf eiginmaður hennar hana vegna annarrar konu. Í einni skólaheim- sókn spurði lítil stúlka Wilson hana hvort hún væri skilin við mann sinn. Wilson játaði því. Stúlkan sagði: „Það er allt í lagi. Nú hef- urðu meiri tíma til að skrifa bæk- urnar þínar“. „Ég hefði getað faðmað þetta barn,“ segir Wilson. Wilson býr yfir mikilli orku, er óþreytandi við að heimsækja skóla, svara aðdáendabréfum og árita bækur. Eitt sinn sat hún í sjö og hálfa klukkustund og árit- aði bækur fyrir aðdáendur sína. Vinur hennar, barnabókahöfund- urinn Philip Pullman, segir: „Ég hef í mörg ár verið að segja henni að hætta að gera allt sem fólk biður hana um. En hún er svo góðlynd að hún hlustar ekki á mig. Ég dáist mjög að þessum dugnaði en ég velti því stundum fyrir mér hvort hún myndi ekki skrifa enn betri bækur ef hún gerði minna af þessu. Kannski gefur þetta henni eitthvað sem hún þarfnast.“ Wilson fæddist árið 1945, var einkabarn og eyddi mestum tíma ein. Sex ára gömul var hún orðin daglegur gestur á bókasöfnum, ákveðin í að verða rithöfundur, og fyrstu bók sína skrifaði hún níu ára gömul. Átján ára gömul gerð- ist hún blaðamaður á nýstofnuðu unglingablaði sem var skírt í höf- uðið á henni og kallað Jackie. Árið eftir giftist hún lögreglumanni og eignaðist dóttur. Hún skrifaði nokkrar fullorðinsbækur áður en hún sneri sér að barnabókaskrif- um árið 1982. Hún segist ætíð hafa fundið til sterkari tengsla við börn en fullorðna. „Ég veit að það hljómar eins og ég sé nokkurs konar Mary Poppins,“ segir hún, „en ég hef alltaf haft meiri áhuga á börnum en fullorðnum“. kolla@frettabladid.is ■ Sagt og skrifað 34 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Wilson fær hundruð bréfa í hverri viku frá börnum sem koma með hugmyndir að næstu bók eða spyrja hana meðal ann- ars um skilnaði foreldra sinna og nýja stjúpforeldra. ,, ■ Bækur DOYLE ER LEIÐUR Á JOYCE Írski rithöfundurinn RoddyDoyle er lítið hrifinn af Ulyss- es eftir James Joyce. Bókin hef- ur margoft verið valinn besta skáldsaga 20. aldar en þykir ekki beinlínis auðlesin. Það vakti óskipta athygli þegar Doyle lýsti því yfir í New York á dögunum að Ulysses væri of- metin skáldsaga og allt of löng. „Ulyss- es hefði þurft góða ritstýringu,“ sagði Doyle og bætti við: „Fólk er alltaf að setja Ulysses á lista yfir 10 bestu bækur allra tíma en ég ef- ast um að þetta fólk hafi raunverulega hrifist af henni.“ Doyle sagðist hafa lesið þrjár blaðsíður í Finnegan’s Wake og það hafi verið sorg- leg tímaeyðsla. Þess má geta að leshring- ur í Dublin sem einbeitti sér að verkum Joyce var sjö og hálft ár að komast í gegnum Finnegan’s Wake. Doyle segir að Joyce sé ekki besti írski rithöfundurinn, þann heiður eigi Jennifer John- ston. Hann segir óþolandi að írskir rit- höfundar séu stöðugt bornir saman við Joyce og séu taldir undir áhrifum frá honum. Doyle hefur einnig gagnrýnt helsta sér- fræðing Íra í verkum James Joyce, David Norr- is, sem hef- ur haft veg og vanda af ýmiss konar há- tíðarhöldum tengdum Joyce og verkum hans. Norris svarar fullum hálsi, segir Doyle vera kjánalegan og gefur í skyn að hann sé einungis rithöf- undur í meðallagi. Ummæli Doyles um Joyce hafa vakið mikla athygli. Margir fagna hreinskilni hans en bók- menntafræðingar sem hafa tjáð sig um málið eru sammála um að ekkert fái haggað stöðu James Joyce. Og Ulysses er meistara- verk, fullyrða þeir. Á Amazon-vefnum hafa 97.107 eintök selst af skáldsögu Doyles, Paddy Clarke Ha Ha Ha, og 2.374 eintök af Ulysses. ELLISMELLUR Í BÓKMENNTA- HEIMINUM Þeir sem gengið hafa meðskáldadrauma en ekki náð ár- angri hingað til ættu að láta huggast. Það er nefnilega aldrei of seint að slá í gegn, eins og hinn 71 árs gamli Breti Charles Chadwick hefur nú sannreynt. Handrit að skáldsögu hans hefur verið selt til Bandaríkjanna fyrir nokkur hundruð þúsund dollara. Bókin kemur einnig út í Bret- landi hjá Faber & Faber, en þar á bæ neita menn að gefa upp hvað höfundi hafi verið borgað fyrir útgáfuréttinn. Það hefur vakið athygli að ritstjórar og útgáfu- stjórar hjá Faber & Faber hafa hlaðið lofi á skáldsöguna, sem enn er í yfirlestri hjá forlaginu, og sagt að hún sé einstök frum- raun, falleg og fyndin, með sér- lega eftirminnilegum persónum. Skáldsagan nefnist It’s All Right Now og aðalpersónan er Tom Ripple, sem lifir afar venjulegu lífi í London og á barnaníðing fyrir nágranna. Ripple er kvænt- ur og á samkynhneigðan son sem seinna gengur í hjónaband. Bók- inni lýkur á hátíðarhöldum vegna aldamótanna. Chadwick er fyrrverandi rík- isstarfsmaður og hefur áður skrifað nokkrar skáldsögur en útgefendur höfnuðu þeim öllum. Hann er vitanlega himinlifandi vegna þeirrar athygli sem þessi nýja bók fær en hún er væntan- leg á markað í maí 2005. Jacqueline Wilson er vinsælasti barnabókahöfundur Breta samkvæmt nýrri könnun þar í landi. Skýtur hún þar með starfssystur sinni J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, ref fyrir rass. Eftirlæti unglingsstúlkna Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Orð í gleði. Karl Sigurbjörnsson 2. Lífshættir fugla - útsölubók. David Attenborough 3. Öxin og jörðin - til- boð. Ólafur Gunnarsson 4. Bókin um viskuna og kærleikann - útsölubók. Dalai Lama 5. Einhvers konar ég - tilboðsverð. Þráinn Bertelsson 6. Stóra kynlífsbókin - útsölubók. Suzi Godson 7. Einkalíf plantna - útsölubók. David Attenborough 8. Fiskiveisla fiskihatarans - tilboð. Gunnar Helgi Kristinsson 9. Alkemistinn - útsölubók. Paulo Coelho 10. Sæludagar með kokki án klæða - útsölubók. Jamie Oliver SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Öxin og jörðin - tilboðsverð. Ólafur Gunnarsson 2. Alkemistinn - út- sölubók. Paulo Coelho 3. Öreindirnar - útsölubók. Michel Houellebeck 4. Vetrarferðin - út- sölubók. Ólafur Gunnarsson 5. Ilmurinn - útsölubók. Patrick Süskind 6. Í leit að glötuðum tíma - útsölubók. Macel Proust 7. Blóðakur - útsölubók. Ólafur Gunnarsson 8. Röddin - útsölubók. Arnaldur Indriðason 9. Djöflarnir - útsölubók. Fjodor Dostojevskí 10. Dauðinn á Níl - útsölubók. Agatha Christie SKÁLDVERK - KILJUR 1. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Svo fögur bein. Alice Sebold 4. Röddin. Arnaldur Indriðason 5. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 6. Meistarinn og Margaríta. Mikhail Búlgakov 7. Ár hérans. Arto Paasilinna 8. Brennu-Njáls saga með skýringum. Mál og menning 9. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 10. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 11.02.-17.02. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDS- SON OG PENNANS JAQUELINE WILSON Hún var á dögunum kosin vinsælasti barnabókahöfundur Breta og bækur henn- ar njóta mestra vin- sælda á bókasöfnum þar í landi. STELPUR Í STUÐI OG STELPUR Í STRÁKALEIT Bókaflokkurinn um Ellie og vinkonur hennar hefur notið mikilla vinsælda hér á landi líkt og í Bretlandi. RODDY DOYLE Hann hefur takmarkað álit á James Joyce.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.