Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 36
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Er gamli góði bílinn orðinn eitt-hvað öðruvísi en hann á að sér að vera, ekki bilaður en eitthvað sem er þreytandi við hann? Það er þá hugsanlegt að eitthvað af þess- um minni hlutum í bílnum mættu vera í betra ástandi. Til dæmis hurðalamir sem eru orðnar slitnar og valda því að hurðin dettur aðeins niður þegar hún er opnuð. Hurða- lamir eru ódýrar og sumar eru þannig gerðar að hægt er að skipta um þolinmóðinn (slitflötinn). Best er að fá atvinnumann í verkið því það getur verið snúið að skipta um lamir. Slitna gírstangahnúða og stýri er leiðinlegt að horfa á í hvert sinn sem sest er inn í bílinn. Hægt er að fá þessa hluti á partasölum fyrir sanngjarnt verð og auðvelt er að skipta um þá. Svo er líka hægt að skipta um gúmmíið á fótstigunum ef það er mikið slitið eða vantar. Það er mikið öryggisatriði að hafa gúmmí á fótstiginu, því að bert járnið getur orðið mjög hált þegar stigið er á það, til dæmis á blautum skónum. Ekki þarf að spyrja að leikslokum ef maður missir fótinn af bremsunni á ögurstundu. ■ JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ minnir fólk á að halda bílnum vel við. Góð ráð Fótinn öruggan á bremsunni Júlíus Bess, starfsmaður Alcan íStraumsvík, viðurkennir að hann sé haldinn mikilli bíladellu og hafi verið það allt frá unglings- árunum. Hann hefur átt fjölda bíla og tryllitækja og segist ekki hafa tölu á þeim lengur. Nú ekur hann um á BMW 523 árgerð 1998 en segir að draumurinn sé að eignast einn stærri og kraftmeiri. „BMW 540 er draumabíllinn þessa stundina og vonandi rætist sá draumur. Ég viðurkenni bíladell- una fúslega og skammast mín ekkert fyrir hana enda verið hald- inn henni frá því ég var ungur strákur í Firðinum. Þetta hefur alltaf loðað við mig og ég er líka mjög pjattaður með bílana mína. Ég vil að þeir líti vel út og séu gljáandi fínir. Hreyfi þá helst ekki úr skúrnum ef veðrið er leiðin- legt,“ sagði Júlíus. Aðspurður um uppáhaldsteg- undina segist Júlíus hafa haldið sig við BMW-inn alveg frá árinu 1979. „Ég hef átt þá fjóra í röð og átti þann fyrsta í nokkur ár. Síðan keypti ég ‘89 módelið með nýja boddíinu og svo ‘93 módelið áður en ég keypti þennan sem ég á núna. Þetta er mjög skemmtilegur bíll með miklum og góðum búnaði. Hann er allur leðurklæddur með upphituðum sætum og allan helsta stjórnbúnaðinn í stýrinu. Það er vart hægt að hugsa sér það betra. Ég keypti hann innfluttan frá Þýskalandi rúmlega ársgaml- an og sé ekki eftir því. Ég tími varla að láta hann frá mér og ætli það sé ekki helsta ástæðan fyrir því að ég hef ekki enn látið drauminn rætast,“ sagði Júlíus. Júlíus segist hafa keypt sinn fyrsta bíl strax eftir bíl- prófið árið 1959. „Þá keypti ég Ford Custom árgerð ‘51. Reyndar eignaðist ég tvo þannig bíla, annan tveggja dyra og hinn fjögurra dyra. Í dag teljast þeir til forngripa og ég veit ekki til þess að nokkur slíkur sé lengur til hér á landi. Þeir voru með kúlulagað húdd, með tveimur kúlum, en ég hef séð einn svartan ‘49 eða ‘50 mód- el, sem einn safnarinn á.“ Þegar Júlíus var spurður hvaða bíll stæði upp úr í minning- unni sagði hann að þrír glæsi- vagnar kæmu fyrstir upp í hug- ann. „Þar fer Ford Mustang ár- gerð ‘69 fremstur í flokki meðal jafningja en ég eignaðist hann árið 1971. Það var mjög skemmti- legur bíll. Oldsmobile ‘76 módel, sem ég keypti í Sölunefndinni árið 1980, er einnig mjög eftir- minnilegur bíll en hann var með T-toppi og snúningsstólum. Sama er að segja um Pontiac Trans Am árgerð ‘78, tveggja dyra sportara með löngu húddi, sem ég keypti síðar. Það var líka mjög skemmti- legur bíll. Samt finnst mér BMW- inn alltaf bestur af öllum þeim fjölda bíla sem ég hef átt um æv- ina en gef Bensinum einnig prik fyrir strákana mína, þá Magnús, Reyni og Rikard. Þeir eiga allir Bensa og við kýtum oft um það hvor tegundin sé betri,“ sagði Júlíus. erlingur@frettabladid.is Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn Michelin • Cooper • Loftbóludekk • Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar • Bremsuviðgerðir Smur, bón og dekkjaþjónustan Sætúni 4, sími 562 6066 Opið virka daga frá kl. 8-18 UMFELGUN OG BALANSERING VETRARDEKK Þvottur og bón • Olís smurstöð • Rúðuþurrkur • Allar perur • Rafgeymar Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Draumabíllinn: BMW-inn alltaf bestur JÚLÍUS BESS Júlíus segist ekkert skammast mín fyrir bíladelluna enda verið haldinn henni frá því hann var ungur strákur í Firðinum. Hér stendur Júlíus við BMW-inn sem hann tímir varla að skipta út fyrir draumabílinn. PONTIAC TRANS AM Mjög eftirminnilegur bíll. MUSTANG Fremstur í flokki jafningja. OLDSMOBILE Hann var með T-toppi og snúningsstólum. MERCEDES SLR MCLAREN Ný týpa af Mercedes sem kynnt var á bíla- sýningu sl. haust. Hagnaður Merc- edes Group á síð- asta ári var 784 milljón evrur, andvirði um 68 milljarða íslenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.