Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 48
48 21. febrúar 2004 LAUGARDAGURSkautahlaup FÓTBOLTI Chelsea hefur möguleika á að hefna fyrir 2-1 tapið gegn Arsenal í bikarnum á dögunum en að sama skapi fær Arsenal kjörið tækifæri til að gera nánast út um drauma Chelsea um enska meist- aratitilinn. „Ef við vinnum er bilið á milli liðanna mjög lítið,“ segir Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, sem er í þriðja sæti deildarinnar. „Ef Arsenal vinnur verður staðan nánast vonlaus fyrir okkur í meist- arabaráttunni vegna þess að níu stig eru of mikið.“ Spænski framherjinn Jose Ant- onio Reyes, sem sló í gegn er hann skoraði bæði mörkin gegn Chelsea, verður væntanlega í framlínu Arsenal ásamt Thierry Henry, sem kemur aftur inn í liðið eftir meiðsli. Liðið verður aftur á móti án þeirra Gilberto Silva, Ashley Cole og Ray Parlour, sem eru allir meiddir. Chelsea hefur átt í mestu erfið- leikum með Arsenal í gegnum tíðina. Þeir bláu hafa ekki unnið „skytturn- ar“ í heil fimm ár í deild og bikar, eða síðan þeir burstuðu þær 5-0 í deildar- bikarkeppninni í nóvember 1998. Síðan þá hefur Chelsea tapað tíu viðureignum liðanna og fimm sinn- um hefur orðið jafntefli. Chelsea hefur reyndar átt í ægi- legum vandræðum með Arsenal síð- an úrvalsdeildin var stofnuð og hef- ur ekki náð að vinna í 16 deildar- leikjum liðanna í röð. Chelsea hefur tapað níu af viðureignunum og sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Síðustu þrír heimaleikir Chelsea í deildinni gegn nágrönnum sínum hafa endað með jafntefli og í raun hafa þeir ekki unnið þá heima í sjö síðustu deildarleikjum. Síðasti sigur þeirra gegn Arsenal á Stamford Bridge var 30. september 1995 þegar Mark Hughes skoraði sigurmarkið. Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink getur skráð nafn sitt í sögubækurnar í dag með því að skora sitt 100. mark í úrvalsdeild- inni. Takist það verður hann þriðji útlendingurinn sem nær því tak- marki og fetar þar í fótspor Dwight Yorke og Thierry Henry. Hassel- baink hefur gengið vel á móti Arsenal í gegnum tíðina og skorað sex deildarmörk gegn liðinu. Hvorki Damien Duff né Hernan Crespo geta leikið með Chelsea í dag auk þess sem Carlo Cudicini verður líklega ekki á milli stang- anna vegna nárameiðsla. Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen verður í byrjunarliðinu, en hann kom inn á sem varamaður gegn Arsenal á Highbury. Ljóst er að leikmenn Chelsea þurfa að taka á öllu sem þeir eiga ætli þeir sér sig- ur í leiknum, enda ekki annað hægt ef stöðva á sigurgöngu Arsenal í úr- valsdeildinni, sem samanstendur af 27 leikjum í röð án taps. ■ Roy Keane gefur eftir: Vill aftur í landsliðið FÓTBOLTI Roy Keane, harðjaxlinn í liði Manchester United, hefur gef- ið kost á sér á ný í írska landslið- ið. Hann segir að ákvörðunin um endurkomu hans sé í höndum Bri- ans Kerr, sem nýlega tók við landsliðinu. Keane var rekinn úr írska lands- liðshópnum árið 2002, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik liðsins á HM. Hafði hann meðal annars gagn- rýnt Mick McCarthy þjálfara harð- lega. Keane saknar þess að spila fót- bolta á alþjóðavettvangi. „Hluti af mér hefur alltaf sagt að ég hafi ekki lokið mínu verki með landsliðinu,“ sagði hann. ■ ■ ■ LEIKIR 12.15 KA og Grindavík í Boganum í deildarbikarkeppni karla í fótbolta. 14.00 Breiðablik mætir Eyjamönnum í Remax-deild karla í handbolta. 14.00 Víkingar og Fram eigast við í Vík- inni í Remax-deild kvenna í handbolta. 15.00 Keflavík og KR eigast við í Kefla- vík í 1. deild kvenna í körfubolta. 15.00 Stjarnan og Grótta KR í Ásgarði í Remax-deild kvenna í handbolta. 15.15 Völsungar mætir Hetti í Power- ade-mótinu í fótbolta. 16.00 Selfyssingar taka á móti Þórsur- um í Remax-deild karla í handbolta. 16.30 Fram leikur við Hauka í Framhús- inu í Remax-úrvalsdeild karla í hand- bolta. 17.00 Stjarnan tekur á móti Gróttu/KR í Ásgarði í Remax-úrvalsdeild karla í handbolta. 17.00 Haukar taka á móti Val á Ásvöll- um í Remax-deild kvenna í handbolta. 17.15 Grindavík tekur á móti ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta. 19.15 Keflavík mætir KFÍ í Intersport- deildinni í körfubolta. hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 FEBRÚAR Laugardagur BARÁTTA Sol Campbell í harðri baráttu við Jimmy- Floyd Hasselbaink í bikarleik Arsenal og Chelsea á dögunum. Hasselbaink getur skorað sitt 100. úrvalsdeildarmark í dag. Án sigurs í fimm ár Sjö leikir verða háðir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lundúnafélögin Chelsea og Arsenal mætast í toppslag umferðarinnar á Stamford Bridge. LEIKIR DAGSINS Chelsea-Arsenal Manchester United-Leeds Bolton-Manchester City Charlton-Blackburn Newcastle-Middlesbrough Southampton-Everton Wolves-Fulham STAÐAN L U J T Stig Arsenal 25 18 7 0 61 Man. Utd. 25 18 2 5 56 Chelsea 25 17 4 4 55 Liverpool 25 10 8 7 38 Newcastle 25 9 11 5 38 Charlton 25 10 7 8 37 Aston Villa 25 10 6 9 36 Fulham 25 10 5 10 35 Birmingham 24 9 8 7 35 Bolton 25 8 10 7 34 Tottenham 25 10 3 12 33 Southampton 25 8 7 10 31 Middlesbrough 24 8 7 9 31 Blackburn 25 7 6 12 27 Everton 24 6 7 12 25 Man. City 25 5 9 11 24 Portsmouth 25 6 5 14 23 Leicester 25 4 9 12 21 Leeds 25 5 5 15 20 Wolves 25 4 8 13 20 HART SKAUTAÐ Hin bandaríska Chris Witty skautaði hart í 1.000 metra skautahlaupi kvenna á heimsbikarmóti í Þýskalandi í gær. Witty vann hlaupið en á eftir henni komu landa hennar Jennifer Rodrigez og Monique Gabrecht-Enfeldt frá Þýskalandi. AP /M YN D 5 manna fjölskylda með smáhund óskar eftiríbúð til leigu sem fyrst á Rvk-svæðinu. S. 694 5993 Gunnar og 691 7668 Gerður. Til sölu eða leigu falleg 3ja herb. 135m2 íbúð m. bílageymslu í hinu vin- sæla hringhúsi í Garðabæ. Frábært út- sýni. Upplýsingar í síma 565 0936 & 893 3475. Hús á Spáni og margt fleira. http://www.bonalba.com” Sendum bæklinga. Umboðsmaður: Árni Björn Guðjónsson. Skrifstofa: Síðumúli 35, sími 662 5941. Til sölu eða leigu Veitingahúsið og skemmtistaðurinn að Aðalgötu 7 Sauð- árkróki. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldu eða einstakling til að skapa sér sjálf- stæðan atvinnurekstur. Tökum hús eða bíla upp í útborgun ef um sölu er að ræða. Uppl. í s. 892 6085. ****Bónstöð til sölu.**** Hef bónstöð til sölu á góðum stað í góðu hverfi. Miklir möguleikar fyrir duglegan aðila. Möguleiki að skipta á bíl. Allar upplýs- ingar í síma 820 3373. Til sölu ca 500 fm atvinnuhúsnæði í Dugguvogi. Nýtist undir skrifstofur, íbúð og fl. Einnig 170 fm húsnæði við Skúla- götu fyrir verslun eða skrifstofu. Uppl. í síma 846 1948. Úrvals góð heilsárshús á góðu verði. Gólfefnaval, s. 517-8000. gunn- ar@golfefnaval.is RB-hús Akranesi, Sumarhús til sölu. Til sölu og sýnis hús i Hafnarskógi, Borgarfirði. Grunnflötur hússins er 53m2. Lofthæð í borðstofu/stofu/eld- húsi er 5,27m. Á efri hæð er eitt stórt rými 30 fm. sem nýta má undir sjón- varpshol eða annað. Tilbúinn að utan og fulleinangraður að innan. Stórkost- legt útsýni. Áhvílandi 3,4 millj. sumar- húsalán. RB-hús framleiðir sumarhús til flutnings. Vönduð vinnubrögð, góð þjónusta, gott verð. Fáið sendar uppl. með því að senda tölvupóst á midba- er@simnet.is eða hringið í síma 698 4747 Sumarbústaður m. heitum potti til leigu í nágr. Flúða. Uppl. í s. 486 6683 Guðbjörg, 486 6510 Kristín. Sumarhúsalóðir til sölu eða leigu. Smíðum einnig sumarhús. Sýningar- hús á staðnum. S. 892 4605. Lager eða iðnaðarhúsnæði óskast til leigu, ca 150 fm. Undir heild- sölulager. Helst með innkeyrsludyr- um. Uppl. í síma 894 1204. 100 fm. iðnaðarhúsnæði til sölu/ leigu. Ath. skipti. S. 893 4595/ g@vortex.is Til leigu 426 ferm. skrifstofu og lagerhúsn. í Gilsbúð Garðabæ, má skipta i minni einingar. Tvennar inn- keyrsludyr, tölvulagnir. Laust frá 1. maí. S. 696 8110. Óska eftir húsnæði, hentugu undir þvottavélaviðgerðir. Innkeyrsludyr. Uppl. í s. 848 2574. Grandagarður Rvík 101. Til leigu 240 fm verslunar/þjónustuhúsn. 1. hæð 120 fm rými+salerni og inn- keyrsludyr. 2. hæð 120 fm sem skipt- ist í 5 herbergi+kaffiaðstæðu, salerni og tvær skjalageymslur. Sími 898 9241 og 552 9241. Til leigu bílskúr. Leigist aðeins sem geymsla. Uppl. í síma 663 7595. Óska eftir stórum bílskúr til leigu. Helst í Múlahverfi. Svör sendist FBL merkt “123”. Íbúð til leigu í Barcelona-Menorca vetrar- eða sumarfrí. Sími 899 5863. Gisting í stúdíóíbúð fyrir 2-4. Leigist í 1 nótt eða fleiri. Uppl. í símum 555 2712/822 1941. Vilt þú vinna heima og byggja upp vaxandi aukatekjur? Þjálfun í boði 7-10 klst. í viku. Halldóra Bjarna hjúkrunarfræðingur, sími 861 4019 www.heilsuvorur.is/tindar Viltu Læra Netviðskipti? Skráðu þig þá á www.netvidskipti.com og ég mun hafa sam- band. JVJ verktakar óska eftir að ráða vana véla- menn á beltagröfu og hjólaskóflu. Einnig starfsmenn vana röralögnum. Uppl. gefur verkstjóri 893 8213 og á skrifstofutíma, 555 4016. Nonnabiti óskar eftir starfskrafti, reyklausum. Uppl. í s. 899 1670 & 551 2312. Starfsmaður óskast á Sólbaðsstofuna Smart Grensásvegi 7. Kvöld- og dagvaktir. Yngri en 20 ára koma ekki til greina. Um- sóknareyðublöð á staðnum. Nuddari óskast til starfa hjá Kínversku nátt- úrulækningum, Skólavörðustíg 16. Uppl. veitir Sigrún í síma 862 0822. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen (VST). Óskar eftir aðstoðarmanneskju í mötuneyti. Vinnutími 10:30-14:30 virka daga. Nánari uppl. veitir starfmannastjóri í síma 569 5000 eða 861 6641, ea@vst.is. Einnig á heimasíðu www.vst.is Vanan kranamann vantar á 40-tonna skip- skrana, á 10 daga fresti einn dag í senn. Gæti einnig verið fullt starf í boði. Sækið um á gar- dlist.is Vantar strax duglegan Íslending/útlending til að þrífa fyrir veika konu á svæði 105, 2 í viku eftir skóla eða meira. Aðeins ábyrgir og traustir aðilar undir 20 ára aldri koma til greina. 500 kr. á tímann. S. 562 1585, 846 3816. 24 ára, áreiðanleg og stundvís kona óskar eftir hlutastarfi. Allt kemur til greina. Er vön símsvörun, barnagæslu, þrifum ofl. Uppl. í s. 868 0890. Húsasmiður á miðjum aldri óskar eft- ir atvinnu. Vanur útivinnu ásamt mörgu öðru. S. 694 3155. 31 árs maður óskar eftir vinnu. Er með meirapróf og vélavarðaréttindi. S. 845 4238. BÍLSKÚRSALA. Allt á að seljast erum að flytja erlendis. Opið hús í Drápuhlíð 17, kjallara, eftir kl. 12 laugard. og sunnud. www.adamogeva.is - Nýjar DVD myndir frá 1500 kr. Unaðstæki, sleipi- efni og undirföt. Adam og Eva, Hafnar- stræti 106, Akureyri, sími 461 3031 og Kjarni Mosfellsbær, sími 517 1773. Karlmaður um sextugt óskar eftir kynnum við konu á líkum aldri. Svar merk “Félagi” sendist FBL (smaar@frettabladid.is). Speeddater.is-Stefnumótakvöld. Frá- bær kvöldstund fyrir einhleypa á aldrin- um 40-55 ára þriðjudaginn 24. feb. Skráning á speeddater.is eða í s. 864 6002. Næsta kvöld er 09/03 (aldur 55- 67). ● einkamál Scrapbooking vörur Opið hús hjá Ísey.is Sunnudaginn 22.02. Kl. 11 - 17 Súðarvogi 7, önn- ur hæð til vinstri. Sýnikennsla og kynning á Scrapbooking Nánari upplýsingar í síma 891 6304. ● tilkynningar /Tilkynningar Vertu áskrifandi að breska lottóinu og skapaðu tekjur um leið. 88 raðir í viku og hægt er að spila frítt! Skráðu þig núna! www.lottoland.net ● viðskiptatækifæri ● atvinna óskast ● atvinna í boði /Atvinna ● gisting ● bílskúr ● atvinnuhúsnæði● sumarbústaðir ● fasteignir ● húsnæði til sölu Damon Johnson: Leikur gegn Real á morgun KÖRFUBOLTI Körfuknattleikskappinn Damon Johnson gekk í byrjun mán- aðarins til liðs við spánska félagið C.B. Murcia. Johnson hefur leikið á Spáni frá því í fyrra, fyrst með 3. deildarfélaginu C.B. Aracena Ponts og með 2. deildarfélaginu Cáceres frá því í haust. Johnson hefur leikið tvo leiki með Murcia en á morgun leikur fé- lagið gegn Real Madrid. Murcia er neðst í deildinni og hefur unnið sex af 24 leikjum sínum í vetur en Real er í fimmta sæti. Murcia tapaði 91-73 á heimavelli fyrir Ricoh Manresa fyrir tveimur vikum. Johnson var í byrjunarliðinu og lék í 29 mínútur. Hann skoraði tólf stig, sex með tveggja stiga skot- um og sex með þriggja stiga skot- um. Skotnýtingin var 50% í báðum tilvikum. Johnson tók einnig tvö fráköst í vörninni, fékk þrjár villur, stal þremur boltum en tapaði fjór- um. Spánverjinn Ferran López var stigahæstur Murcia-manna í leikn- um með fimmtán stig en Banda- ríkjamaðurinn Brent Scott skoraði tólf eins og Johnson. Fyrir viku tapaði Murcia 89-70 fyrir Jabones Pardo Fuenlabrada á útivelli. Johnson lék í 27 mínútur og skoraði ellefu stig, fjögur með tveggja stiga skotum og hitti úr sjö af tíu vítaskotum. Hann tók einnig fjögur fráköst og fékk fjórar villur. Spánverjinn José Luis Galilea var stigahæstur með fimmtán stig og Brent Scott skoraði fjórtán. ■ DAMON JOHNSON Leikur með C.B. Murcia í efstu deildinni á Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.