Fréttablaðið - 22.02.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 22.02.2004, Síða 1
FYRIRMYND:E.R. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 40 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR LEIKIÐ KÖRFU OG HANDBOLTA Einn leikur verður í Remax-deild karla. Klukkan 19.15 mætast FH og Afturelding. Tveir leikir eru í 1. deild kvenna í körfu- bolta. KR sækir Keflavík heim klukkan 15 og Grindavík tekur á móti ÍS klukkan 17.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝNAR HRATT Það verða skamm- vinn hlýindi á landinu í dag með vaxandi vindi og rigningu vestan til. Sjá nánar á bls. 6. 22. febrúar 2004 – 52. tölublað – 4. árgangur STÁL Í STÁL Deila hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða við ríkið er í hnút. 46 starfs- menn ganga út 1. mars. Talsmaður starfs- manna segist hafa fengið nóg. Sjá síðu 6 HEIMSÓTTU SADDAM Tveir fulltrúar Rauða krossins hittu Saddam Hussein í fyrsta sinn í gær. Talsmaður Rauða krossins tjáði sig ekkert um líkamlegt eða andlegt ásigkomulag Saddams. Sjá síðu 2 EINANGRUÐ VEGNA FLÓÐS Íbúar fjölda bæja einangruðust þegar Skjálfanda- fljót flæddi yfir bakka sína. Þjóðvegur 85 var sundurtættur eftir og verður áfram ill- fær. Sjá síðu 4 SIGUR HARÐLÍNUMANNA Léleg kosningaþátttaka í Íran varpar skugga á yfirgnæfandi sigur harðlínumanna í Írak. Staða umbótasinna verður þar með sterk- ari. Sjá síðu 8 EIÐUR SMÁRI SÁ RAUTT Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins, var í sviðsljósinu í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Eiður Smári kom Chelsea í 1-0 eftir 27 sekúndna leik en var síðan rekinn út af á 60. mínútu. Chelsea tap- aði leiknum 2-1 og Arsenal er nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Sjá nánar bls. 41 LÖGREGLUMÁL Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Litháinn Tomas Malakauskas eru grunaðir um ólögleg fíkniefnaviðskipti, ósæmilega meðferð á líki og að bjarga ekki manni í lífsháska eða um morð að yfirlögðu ráði. Þremenningarnir voru úr- skurðaðir í ellefu daga gæslu- varðhald í gær vegna rannsóknar á líkfundi í höfninni í Neskaup- stað en líkið er af Litháanum Vaidas Jucevicius. Upplýsingar lögreglu segja að þeir Tomas og Jónas hafi tekið á móti Vaidas annan febrúar síðast- liðinn. Allt bendir til að Jucevicius hafi farið með þeim félögum í bíla- leigubíl af gerðinni Pajero austur á land. Grétar fór þangað flugleiðis sama dag. Þeir félagar Tomas og Jónas eru taldir hafa farið til Reykjavíkur frá Neskaupstað þann níunda þessa mánaðar en vitni sáu þá bera nokkuð magn af hreingern- ingarefnum í bílinn við verslun 11- 11 á Hvolsvelli þann dag. Eitt af því sem tengir menn- ina við Jucevicius er að Jónas breytti flugmiða hans og bókaði hann í flug frá landinu tveimur dögum síðar en hann átti upp- haflega að fara. Síðar var brott- för Jucevicius seinkað um óákveðinn tíma. Sjá nánar bls. 2 Reglulega skjóta upp kollinum í íslensku sjónvarpi þættir sem eru byggðir á erlendri fyrirmynd. Þættirnir Idol og Viltu vinna milljón eru dæmi um þetta. Spyrja má hvort ekki væri ráð að stíga skrefið alla leið og búa til fleiri slíka þætti. Fréttablaðið leggur til nokkrar hugmyndir. SÍÐA 24-25 ▲ Útiloka ekki morð Lögregla færir meðal annars þau rök fyrir gæsluvarðhaldi yfir þremur mönnum að ekki sé útilokað að þeir hafi myrt Vaidas Jucevicius. Yfirheyrslur í Litháen. Bakkavör í sóknKonudagurinn SÍÐA 28 og 29 ▲ Fyrirtækið Bakkavör Group er á hraðri leið með að verða alþjóðlegt stórfyrirtæki. Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa stýrt fyrirtækinu frá upphafi og stefna þeirra er skýr. SÍÐA 16 OG 17 ▲ Konudagurinn er í dag. Fréttablaðið spurði tíu karlmenn á aldrinum 10 til 100 ára um álit þeirra á konum og hvað væri best að gera fyrir konur. Forseti Íslands Var 50 daga í einkaferðum ÚTTEKT Forseti Íslands var samtals 50 daga í einkaerindum og í sum- arfríi í útlöndum á árinu 2003. Þetta kemur fram í svari forseta- skrifstofu við fyrirspurn Frétta- blaðsins um ýmsa þætti í starfi forsetaembættisins. Í 52 daga var forsetinn í opinberum erinda- gjörðum erlendis. Þá kemur einnig fram að forsetinn flutti 49 skrifaðar ræður á liðnu ári og ríf- lega 6 þúsund manns sóttu Bessa- staði heim. Sjá nánar á síðum 22 og 23. Þórhildur Þorleifsdóttir: Bakslag í jafnréttið SUNNUDAGSVIÐTAL „Við breyttum mjög mörgu í íslensku samfélagi en mér finnst fjara hratt undan því núna eftir að Kvennalistinn fór af vaktinni,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður, í við- tali við Fréttablaðið. Þórhildur segir bakslag vera komið í jafn- réttisumræðuna á Íslandi. „Það er litið á hana eins og sérmál sem þurfi ekki lengur að taka mikið til- lit til,“ segir hún. „Konur taka til dæmis ekki þátt í þjóðfélags- umræðunni til jafns við karla.“ Þórhildur segir íslenskt leikhús vera strákaleikhús. Sjá nánar á síðum 20 og 21. Nýjar hugmyndir fyrir íslenskt sjónvarp AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.