Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 2
LÖGREGLUMÁL Tveir Íslendingar og einn Lithái voru í Héraðs- dómi Reykjavíkur úrskurðaðir í ellefu daga gæsluvarðhald en þeir eru grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot og að hafa komið líkinu af Litháanum Vaidas Jucevicius fyrir í höfninni í Nes- kaupstað. Mennirnir eru þeir Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Litháinn Tomas Malakauskas. Lögregla ætlar að yfirheyra fólk í Litháen og freista þess að finna þar hugsanlega samverka- menn. Leitað var í híbýlum mannanna á föstudag og var leitað víðar í gær. Vaidas kom með flugi til Keflavíkurflugvallar frá Kaup- mannahöfn klukkan hálf ellefu mánudagskvöldið annan febrú- ar. Samkvæmt upplýsingum sem lögregla hefur fengið var Thom- as í Leifsstöð það kvöld ásamt félögum sínum til að taka á móti Vaidas. Mennirnir segja allir að þeir hvorki þekki né hafi talað við Vaidas Jucevicius. Ein af ástæðum fyrir því að lögregla hefur náð að tengja mennina þrjá við þann látna er að Jónas Ingi breytti flugmiða Vaidas til sunnudagsins áttunda febrúar. Síðar var fluginu frestað um ótiltekinn tíma. Jónas kveðst hafa verið í sam- skiptum við einhvern mann að nafni Vaidas vegna hugsanlegs innflutnings á sumarhúsum. Hins vegar hafi þessi hugsanlegi viðskiptafélagi ekki gefið sig fram þegar Jónas hafi farið að sækja hann á Leifsstöð annan febrúar. Næst kveðst Jónas hafa heyrt í honum í síma þar sem Vaidas bað hann um að breyta bókun á fluginu til baka. Jónas og Malakauskas segja að þeir hafi tekið bílaleigubíl til skoða Gullfossi og Geysi og á Selfossi hafi þeir ákveðið að fara til Nes- kaupstaðar. Þar sem þeir hafi verið komnir vel áleiðis hafi þeir ákveðið að heimsækja Grétar þar sem hann var gestkomandi hjá fjölskyldu sinni. Lögreglunni þykja skýringar á ferðalaginu ótrúverðugar auk þess sem sög- um mannanna ber ekki saman. Fram til morguns föstudags- ins sjötta febrúar er talið að þeir Jónas og Malakauskas hafi verið á höfuðborgarsvæðinu. Þá tóku þeir félagar Pajero-jeppa á leigu og héldu á austur á land. Á sama tíma flaug Grétar til Egilsstaða og þaðan hélt hann áfram til Neskaupstaðar. Grétar hélt til hjá fjölskyldu sinni, sem býr á Norðfirði, til tólfta febrúar. Þeir Jónas og Malakauskas voru veðurteppir í tvo daga á Djúpa- vogi. Um miðjan sunnudag eru þeir hins vegar taldir hafa hitt Grétar á Norðfirði og gist þá um nóttina hjá fjölskyldu hans. Talið er að þeir Jónas og Malakauskas hafi haldið af stað til Reykjavíkur upp úr hádegi mánudagsins níunda febrúar og komið til Reykjavíkur að kvöldi sama dags. Vitni sáu mennina koma út úr verslun 11-11 á Hvolsvelli á mánudagskvöldið þar sem þeir báru mikið magn af hreinsiefnum út í jeppabifreið- ina. Lögregla telur ljóst að félag- arnir þrír hafi staðið að fíkni- efnainnflutningnum með hinum látna. Einnig eru þeir grunaðir um að hafa komið líki Jucevicius fyrir í höfninni eftir að hann dó. Mennirnir eru grunaðir um alvarleg sakarefni sem gætu varðað allt að tólf til sextán ára fangelsi. hrs@frettabladid.is 2 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR „Nei, ekki alveg. Þetta er aðeins öðruvísi viðskiptahugmynd en hjá Skjá einum – en þeir verða alltaf á sanngjörnu verði.“ Kristinn Þ. Geirsson er nýtekinn við sem forstjóri Ingvars Helgasonar hf. Hann var áður framkvæmdastjóri Skjás eins – en Skjár einn er alltaf ókeypis. Spurningdagsins Kristinn, verða þá bílar frá Ingvari Helgasyni „alltaf ókeypis“? Fulltrúar Rauða krossins: Heimsóttu Saddam Hussein BAGDAD, AP Tveir fulltrúar Rauða krossins hittu Saddam Hussein í fyrsta sinn í gær þar sem hann situr í haldi Bandaríkjamanna á ótil- greindum stað í Írak. Nada Doumani, talskona Rauða krossins, sagði að Saddam hefði skrifað bréf til fjölskyldu sinnar, sem Rauði krossinn kemur á fram- færi. Einnig fullyrti hún að fulltrú- ar Rauða krossins myndu hitta hann á ný. Hún sagði þó ekkert um hvernig Saddam væri á sig kominn andlega eða líkamlega. Annar fulltrúanna sem hitti Saddam er læknir. Rauða krossinum ber sam- kvæmt Genfarsáttmálum að heim- sækja stríðsfanga til að kanna ástand þeirra, en skýrir aldrei opin- berlega frá niðurstöðum sínum. Þó ber honum að skýra yfirstjórn her- námsliðsins frá niðurstöðum heim- sóknarinnar. „Tilgangurinn með þessari heim- sókn er að fylgjast með ástandi í varðhaldinu og meðferð fangans,“ sagði Doumani. „Við viljum sjá hvort hann fær nægan mat og vatn, kanna heilsufar hans og gefa honum tækifæri til að koma skriflegum skilaboðum til fjölskyldu sinnar, sem hann og gerði.“ ■ Vélsleðaslys á Snæfellsjökli: Sendur með þyrlu til Reykjavíkur LÖGREGLUFRÉTTIR Vélsleðaslys varð á Snæfellsjökli um hádegisbilið í gær. Ökumaður vélsleðans keyrði fram af hengju og lenti í grjóti. Félagar hans fluttu hann á heilsugæslustöðina í Ólafsvík en læknir þar kallaði eftir þyrlu sem flutti manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlan var á æfinga- flugi yfir Faxaflóa og því ekki langt undan. Að sögn vakthafandi læknis á slysamóttöku Landspít- alans er maðurinn m.a. brotinn á höndum en ekki talinn alvarlega slasaður. ■ ■ Lögreglufréttir www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Vor í París 14. - 17. maí Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur. Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 ÞRÍR MENN VORU ÚRSKURÐAÐIR Í ELLEFU DAGA GÆSLUVARÐHALD Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Þrír menn eru grunaðir um að hafa að hafa komið líki Vaidas Jucevicius fyrir í höfninni í Neskaupstað. Frá vinstri: Tomas Malakauskas, Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson. Stórfelld fíkniefnabrot Þremenningarnir sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald eru grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot. Lögreglan leitar að hugsanlegum samverkamönnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SADDAM HUSSEIN Skrifaði bréf til fjölskyldunnar og sendi með fulltrúum Rauða krossins. TVÆR BÍLVELTUR Bíll valt við Litlu Kaffistofuna seinni part föstudags. Tveir voru fluttir til athugunar á sjúkrahús en meiðsli voru ekki tal- in alvarleg. Aðfaranótt laugardags varð svo önnur bílvelta á sama stað. Tveir voru fluttir til athugun- ar, lítið meiddir. REYKUR FRÁ ELDAMENNSKU Slökkviliðið var kallað út um hálf- fjögur í gærmorgun vegna elds í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Aðeins reyndist um reyk að ræða frá potti sem gleymst hafði á eldavél. STÁLU ÁFENGI Töluverð ölvun var í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Snemma í gærmorgun var brotin rúða á veitingastað á Laugavegi. Skemmdarvargarnir stálu tveimur áfengisflöskum. EGILSSTAÐIR HÖFN SKAFTAFELL VÍK HELLA KEFLAVÍK BORGARNES STYKKISHÓLMUR ÍSAFJÖRÐUR BLÖNDUÓS AKUREYRI DJÚPIVOGUR NESKAUPSTAÐUR REYKJAVÍK GEYSIR GULLFOSS HVOLSVÖLLUR SELFOSS Félagarnir Thomas og Jónas sögðust hafa ætlað að skoða Gullfoss og Geysi. Vitni sá tvo menn á Pajero jeppa koma með mikið magn af hreingerningavörum úr verslun 11-11 þann 9. febrúar. Í nágrenni Selfoss fannst félögunum þeir vera komnir vel á leið til Norðfjarðar og ákváðu að heimsækja Grétar. Á leiðinni til Norðfjarðar urðu Jónas og Thomas veðurtepptir á Djúpavogi og gátu ekki haldið áfram fyrr en sunnudaginn 8. febrúar. Jónas og Thomas hittu Grétar á Norðfirði sunnudaginn 8. febrúar. Þeir gistu hjá fjölskyldu Grétars. Gæsluvarðhald: Sakaðir um stórglæpi LÍKFUNDUR Alvarlegasta sökin sem borin er á hina grunuðu er brot á 211. grein hegningarlaga um manndráp. Sú grein á við þegar um er að ræða grun um morð að yfirlögðu ráði og varðar fangelsi í hið minnsta fimm ár en getur varðað lífstíðardómi. Einnig er gert ráð fyrir að sakborningarnir gætu hafa gerst brotlegir við 221. grein sömu laga en samkvæmt henni geta menn dæmst til allt að tveggja ára fangelsis fyrir að gera ekki sitt ítrasta til þess að bjarga öðrum manni frá dauða. Þá eru þeir sakaðir um brot á 173. grein sem kveður á um að menn geti hlotið allt að tólf ára fangelsisvist fyrir viðskipti með ávana og fíkniefni. Síðasta ákæruatriðið er brot á 124. grein hegningarlaga um rösk- un á grafhelgi eða ósæmilega með- ferð á líki. Það ákvæði varðar sekt eða fangelsi allt að hálfu ári. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.